Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Síða 28
28
DAGBLAÐID & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982.
Andlát
Böflvar Pálsson lézt 20. febrúar 1982.
Hann var fæddur 12. febrúar 1889 að
Prestsbakka i Hrútafirði. Böðvar
kvæntist Lilju Árnadóttur, þau eignuð-
ust þrjú börn. Hann nam verzlunar-
fræði í Kaupmannahöfn. Síðan varð
hann barnakennari í Vatnsfirði.
Verzlunarstörf stundaði hann frá
1912—1920. Þá varð hann oddviti
Ketildalahrepps og sýslunefndarmaður
Vestur-Barðastrandarsýslu, póstaf-
greiðslumaður og símstjóri, til ársins
1942. Um árabil var hann kaupfélags-
stjóri Arnfirðinga, en fluttist til
Reykjavíkur 1953 og vann á skattstof-
unni lil ársins 1966. Útför Böðvars
verður gerð i dag frá Dómkirkjunni i
Reykjavík kl. 13.30.
Axel Arnfjörð, píanóleikari, varð
bráðkvaddur að heimili sínu í Kaup-
mannahöfn 26. febrúar sl.
Jón Þorvarðsson, fyrrum bóndi að
Mið-Meðalholtum i Flóa, Barðavogi
24, andaðist að Hrafnistu aðfaranótt
sunnudagsins 28. febrúar 1982.
Guflmundur Guflmundsson, Núpstúni
Hrunamannahreppi, lézt 1. marz í
sjúkrahúsinu á Selfossi.
Vilborg Oddsdóttir, frá Nýjabæ í
Landbroti, Bólstaðarhlíð 46, andaðist
23. febrúar. Hún verður jarðsungin frá
Háteigskirkju fimmtudaginn 4. marz
kl. 13.30.
Ferðalög
íslenzki Alpaklúbburinn:
Vetrarfjallamennska. Námskeið verður dagana 13.
og 14. marz en auk þess eru fundir á kvöldin 8. og
12. marz. Dagskrá: snjóhúsagerð, snjóklifur og
leiðaval, snjóflóðafræðsla,.almenn ferðatilhögun í
vetrarferðum. Þátttökugjald er krónur 200. Mæting
að Grensásvegi 5 klukkan 20.30 3. marz.
Fræðslunefndin ísalp.
Skíðatrimm á sunnudag
Skiðatrimmdagur verður um allt land á sunnudag, 7.
marz. í Reykjavík og nágrenni verða troðnar og
merktar göngubrautir og svigbrautir á öllum ikíða-
svæðum fyrir almenning frá kl. 13—16.
Leiðbeinendur á stöðunum. Tímataka fyrir þá sem
óska bæði í göngu og svigi vegna SKÍ-merkisins.
SKÍ-stjarnan verður til sölu á öllum stöðum á kr.
15.00.
Trimmstjórar.
Útivistarferðir
Föstud. 5. marz kl. 20.
Þórsmörk í vetrarskrúða. Gönguferðir við allra
hæfi. Gist í nýjum og hlýjum Útivistarskálanum í
Básum. Kvöldvaka með kátu Útivistarfólki. Góð
fararstjórn. Allir velkomnir, jafnt félagsmenn sem
aðrir. Sjáumst. Uppl. og farseðlar á skrifst.
Lækjarg, 6a, s. 14606.
Messur
Hallgrímskirkja: Föstumessa verður i kvöld klukkan
20:30. Kvöldbænir alla virka daga föstunnar nema
miðvikudaga og laugardaga.
Afmæli
80 ára afmæli á í dag, 3. marz, frú
Helga Einarsdóltir, Barónsstíg 30,
Rvík. Hún tekur á móti afmælisgestum
sínum í kvöld á heimili dóttur sinnar að
Seljabraut 34, Breiðholtshverfi.
Fundir
Kvenfélag
Fríkirkjunar
í Reykjavík
Aðalfundur félagsins verður á morgun fimmtudag
klukkan 20.30. Á dagskrá verða lagabreytingar og
önnur mál.
Kirkjukvöld Ás- og Laugar-
nessóknar
Miðvikudagskvöldið 3. marz sameinast söfnuðir Ás-
og Laugarneskirkju um kirkjukvöld í Laugarnes-
kirkju.
Er þetta i annað sinn sem þessar sóknir halda sarn-
ciginlegt kirkjukvöíd með veglegri dagskrá í upphafi
föstu. A miðvikudagskvöldið flytur sr. Gunnar
Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum, erindi
og sýnir listskyggnur og Manuela Wiesler flautuleik-
ari mun flytja list sína, auk þess sem kirkjukórar
beggja sókna syngja undir stjórn organista sinna,
Kristjáns Sigtryggssonar og Gústafs Jóhannessonar,
sem leika mun á orgel kirkjunnar. Sóknarprestarnir
Jón Dalbú Hróbjartsson og Árni Bergur Sigur-
björnsson flytja upphafs- og lokaorð.
Allir eru velkomnir og vonazt er til að sem flestir
eigi þess kost að njóta helgrar og friðsællar stundar
í Laugarneskirkju en samkoman hefst kl. 20.30.
Tapað -fundið
Stórum fótstignum barnabil var stolið á
mánudaginn af lóð Garðavegar 13B í Hafnarfirði.
Bíllinn var samsettur úr bláum járnrörum og með
svörtum bólstruðum sætum og breiðum dekkjum.
Þeir sem kynnu að hafa oröið bilsins varir eru beðnir
að hringja í sín a 54782.
Pennavinir
Dönsk stúlka óskar eftir pennavin-
um, stúlkum eða strákum, áhugamál
hennar eru m.a. frímerkjasöfnun,
dans, tónlist og hestamennsku. Hún
skrifar á dönsku og ensku.
Suanne Hansen
Kildekrogen 6
Dalby Borup
4960 Haslew
Danmark
Barnabíl stolið
1X2 1X2 1X2
25. loikvika - leikir 27. fcb. 1982.
Vinningsröð: 21X-X2X-X12-X12
1. VINNINGUR: 12 réttir - kr. 154.790,-
85553(4/11)
2. VINNINGUR: 11 réttir - kr. 8.292,-
22807+ 43865 66956 85000
Kærufrestur er til 22. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og
aðalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstööinni - REYKJAVÍK
í gærkvöldi í gærkvöldi
Fátt um fína...
Hlustun mín á útvarp I gærkvöldi
hófst á því að ég kveikti á tækinu
meðan Jón Viðar Jónsson var að
útlista leikrit Steinunnar Sigurð-
ardóttur fyrir landslýð. Mér hafa
löngum þótt gagnrýnendur með
óskemmtilegri stéttum manna og víst
er að sjálfbyrgingsháttur leiklistar-
gagnrýnanda útvarpsins gerir hann
ekki skemmtilegastan í þeim hópi.
Dagskrá útvarpsins um kvöldið var
ekki þannig sniðin að ég sæktist eftir
að hlusta á hana frekar. Þess I stað
settist ég við sjónvarpið og horfði á
fréttir og síðan auglýsingar á eftir
þeim. Auglýsing innheimtudeildar út-
varpsins vekur sí og æ furðu mína.
Það er að vísu varla nokkur vafi á að
hún vekur athygli og nær að þvi leyti
tilgangi sínum. Það er hins vegar
stórt spursmál hvort því fé sem í hana
er varið væri ekki betur varið í aðrar
framkvæmdir hjá þessari fjárvana
stofnun. Auglýsing þessi virðist auk
þess vera bein storkun við andstæð-
inga „dillibossaauglýsingarinnar”
sem sjónvarpið hætti sýningum á,
sem auðvitað skyldi aldrei verið hafa.
Alheimurinn er einn þeirra þátta
sem ég hef töluvert gaman af að
fylgjast með. Skýringar Carl Sagan á
afstæði tíma og rúms í himingeimn-
um eru skemmtilegar, jafnvel þótt
þær vilji fara fyrir ofan garð og
neðan hvað varðar skilning á fyrir-
bærunum.
Þættirnir um Edda þveng eru
nokkuð þokkaleg afþreying. Ég léði
honum annað augað en að þvi loknu
var sjónvarpskvótinn fylltur það
kvöldið og ég orkaði ekki að fylgjast
með Fréttaspegli, þótt ég hafi á þeim
þætti miklar mætur.
Ólafur E. Kriðriksson
Tilkynningar
Orðsending til umsjónar-
manna skemmti- og
sýningarstaða
Það hefur verið venja DV í föstudagsblaði að birta
upplýsingar frá listasöfnum, skemmtistöðum, Ijós-
. mynda- og málverkasýningum. Oft hefur reynzt
erfitt að ná í rétta aðila á þessum stöðum. Biður því
umsjónarmaður dagbókar þá sem hafa með þetta að
gera að senda upplýsingar til DV Siðumúla 12—14
eða að hringja i sima 86611 eða 27022 þegar nýjar
sýningar hefjast. Einnig ef skemmtiatriði eru á
skemmtistöðum eða aðrar breytingar frá síöustu
helgi. Þá þurfa þær upplýsingar að berast í siðasta
lagi fyrir hádegi á fimmtudögum.
k
Fróðleiksþættir
um Grænland —
Kalaallit Nunaat
Fimmtudaginn 4. marz kl. 20:30 verður dagskrá um
atvinnumál á Grænlandi i umsjón Menningar- og
fræðslusambands alþýðu.
Lárus Guðjónsson, fræöslufulltrúi MFA, og
Haukur Már Haraldsson, blaöafulltrúi Alþýðusam-
bandsins, flytja erindi eftir Helga Guðmundsson,
formann MFA. Þeir munu einnig svara fyrir-
spurnum.
Þá verður sýnd kvikmynd um atvinnumálin á
Grænlandi sem MFA fær hingað sérstaklega til
sýningar.
Aðgangur aö dagskránni er kr. 10.-
Lögreglan í Kópavogi vekur athygli
á að bifreiðaskoðun er nú í fullum
gangi. Bílar sem hafa númer undir Y—
2200 eiga nú að hafa verið skoðaðir og
verða númer klippt af næstu daga verði
því ekki sinnt.
Minningarspjöld
Mfhningarkort
Styrktarfélags vangef inna
fást á eftirtöldum stöðum: Á skrífstofu félagsins,
Háteigsvegi 6. Bókabúð Braga Brynjólfssonar,
Lækjargötu 2, Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnar-
stræti 4 og 9, Bókaverzlun Olivers Steins, Strand-
götu 31 Hafnarfirði.
Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að,
tekið er á móti minningargjöfum í sima skrífstof-
unnar, 15941, og minningarkortin siðan innheimt
þjá sendanda meö gíróseöli.
Söf nunarherferö fyrir
hjartasjúklinga
Lionsklúbbar gefa tæki
Hjarta- og æðavemdarfélag Reykjavíkur gengst um
þessar mundir fyrir söfnunarherferð til að koma upp
endurhæfingaraðstöðu fyrir hjartasjúklinga að
Reykjalundi. Slíka aöstöðu hefur lcngi vantaö hér á
landi, en nokkrir hjartasjúklingar hafa farið utan til
slíkrar þjálfunar. Hjarta- og æðaverndarfélagið
sneri sér m.a. til Lionshreyfingarinnar á íslandi og
fékk mjög góðar undirtektir. Nú þegar hafa Lions-
klúbburinn Ægir, Lionsklúbburinn Týr og Lions-
klúbbur Reykjavíkur gefið dýrmætan tækjabúnað
til starfseminnar og von er á fieiri gjöfum. Ef fleiri
einstaklingar og félagasamtök brcgðast jafn
höfðinglega við eins og þessir Lionsklúbbar hafa
gert, ætti öll nauðsynlegasta aðstaða að vera fyrir
HpnHi 6 na»cfn mániiAnm.
Gefendur taekjanna, félagar i Lkmsklúbbnum Tý
við afhendinguna ásamt tveimur af læknura Reykja-
lundar. Frú vinstri Magnús B. Elnarsonn læknir,
Jón G. Svelnsson, Teitur Siraonarson, Flnnbogl B.
Ólafsson formaður, örn Árnason, Matthias B.
Minningarspjöld Kven-
fólags Haf narfjarðarkirkju
fást i Bókabúö Olivers Steins, Blómabúöinni
Burkna, Bókabúð Böðvars og Verzlun Þórðar
Þórðarsonar við Suðurgötu.
Minningarkort Barna-
spítaiasjóðs Hringsins
fást á eftirtöldum stöðum:
Bókaverzl. Snæbjarnar, Hafnarstr. 4 og 9.
Bókabúö Glæsibæjar.
Bókabúö Olivers Steins, Hafnarfirði.
Bókaútgáfan Iöunn, Bræöraborgarstig 16.
Verzl. Geysir, Aðalstræti.
Verzl. Jóh. Norðfjörð hf., Hverfisg.
Veizl. ó. Ellingsen, Grandagaröi.
Garðsapótek.
Vesturbæjarapótek.
Apótek Kópavogs.
Landspítalanum hjá forstöðukonu.
Geðdeild Bamaspltala Hringsins v/Dalbraut.
Minningarkort Hjartaverndar
fást á eftirtöldum stöðum:
Reykjavik: Skrifstofu Hjartaverndar, Lágmúla 9,
3. hæð, sími 83755; Reykjavikurapóteki, Austur-
stræti 16; Skrifstofu DAS, Hrafnistu; Dvalarheim-
ili aldraðra við Lönguhlíð; Garðsapóteki, Sogavegi
108; Bókabúðinni Emblu v/Notðurfdl, Breiðholti;
Árbæjarapóteki, Hraunbæ 102 a; Bókabúð Glæsi- *
bæjar, Álfheimum 74 og Vesturbæjarapóteki,
Melhaga 20—22.
Kópavogur: Kópavogsapóteki, Hamraborg 11.
Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strand-
götu 31 og Sparisjóði Hafnarfjarðar, Strandgötu
8—10.
Keflavik: Rammar og gler, Sólvallagötu 11, og
Samvinnubankanum, Hafnargötu 62.
Akranes: Hjá Sveini Guðmundssyni, Jaöarsbraut
3.
ísafjörður: Hjá Júlíusi Helgasyni rafvirkja-
meistara.
Siglufjörður: Verzluninni ögn.
Akureyrí: Bókabúðinni Huld, Hafnarstræti 97, og
Bókavali, Kaupvangsstræti 4.
Sveinsson og Haukur Þórðarson yfiriæknir, sem
(ók vlð gjöfunum fyrir hönd Hjarta- og æða-
verndarfélags Reykjavikur og fyrir hönd Reykja-
lundar.
Hafís við ísland í febrúarlok
Kortið sýnir staösetningu ísjaðarsins um mánaða-
mótin febrúar/marz. Vindáttir hafa veriö hagstæöar
undanfarin mánuð, þannig að ísjaðarinn norövestur
og norður af landinu er nú i meöallagi. Hafisjaöar-
inn er skammt innan við miðlínuna milli íslands or
Grænlands og liggur þar frá suðvestri til norðausturs
í um 125 kílómetra fjarlægð frá Islandi. Dæmt er
eftir veðurtunglamyndum síðari hluta febrúarmán-
aðar en flugveður hefur ekki gefizt til Iskönnunar nú
um mánaðamótin.
Sjór er titölulega kaldur norður af landinu, líkt
og verið hefur undanfarna mánuði, en ýmislegt
bendir til að seltumagni sjávar sé þannig háttaö að
hún kæmi í veg fyrir mikla ísmyndun jafnvel þótt
vindáttir yllu kælingu og stuðluöu aö ismyndun.
Innan skamms verður þó úr þessu skorið, en haf-
rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er um þcssar
mundir i árlegum leiöangri sem gerður er út til að
kanna miösvetrarástand í sjónum fyrir norðan og
noröaustan land. (Frétt frá hafisrannsóknadcild
Veðurstofu íslands).