Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Qupperneq 30
30
DAGBLAÐIÐ & VfSIR: MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982.
Er Reagan kynþáttahatarí?
„Það er kannski illa sagt, en
Ronald Reagan líkist æ meir Mikka
mús. Bæði maðurinn og músin urðu
fyrst þekkt i Hollywood, bæði eru
einstakir föðurlandsvinir, bæði eru
skapnaðir stórfyrirtækja og hvorugt
virðist vita mikið um utanríkismál
eða efnahagsmál.”
Það er satt hjá Paul Sheehan,
blaðamanni Sydney Morning Herald
í Ástralíu. Það er illa gert af honum
að líkja Bandaríkjaforseta við Mikka
mús. En ólíklegt er að Ronald
Reagan kippi sér mikið upp við það á
meðan bandarísk stórblöð ýja að þvi'
að hann sé kynþáttahatari og að
hann hafi litia samúð með fátækling-
um.
Þó Reagan segist vera mótfallinn
kynþáttamismunun ,,í hverri mynd
sem hún birtist” hefur þó oft komið í
Ijós að hann er ekki sérlega tilfinn-
inganæmur þegar um er að ræða
málefni minnihlutahópa.
Þegar Reagan talaði í júní við
nokkra borgarstjóra heilsaði hann
Samuel R. Pierce með orðunum
„Halló, herra borgarstjóri.” Ef|
svartir menn eru ekki allir eins fyrir
Reagan hefði hann átt að vita að
hann var að tala við svartan ráðherra
í sinni eigin ríkisstjórn, þann sem ferj
með húsnæðis- og borgarmálefni. |
Samband Reagans við leiðtoga
blökkumanna hefur alltaf verið stirt.|
Þeir studdu hann ekki í kosningunum
og honum getur varla fundist hann
skulda þeim eitt eða neitt. Enda
benda þeir á að flestar ákvarðanir
hans hafi komið hinum ríku til góða
en bitnað á hinum fátæku, sem er sá
hópur manna sem allflestir blökku-
menn í Bandaríkjunum tilheyra.
Þó ætluðu blökkumanna-
leiðtogarnir fyrst að ærast þegar
forsetinn tilkynnti nýlega að skólar
sem mismunuðu fólki eftir kynþætti
gætu nú notið fullkominna skattfríð-
inda eins og allir aðrir skólar. Forset-
inn var samstundis sakaður um
að vera kynþáttahatari. Háttsettur
aðstoðarmaður forsetans kallaði
atvikið versta stjórnmálalega
stórslysið sem þeir hefðu orðið fyrir.
Aðstoðarmenn Reagans reyndu að
bjarga því sem bjargað varð með því
að leka því út að Edwin Meese nán-
asti samstarfsmaður Reagans hefði
verið potturinn og pannan í þessu
öllu saman. Sannleikurinn er hins
vegar sá að Reagan lofaði að afnema
þær reglur sem neituðu , .óháðum”
skólum um skattfríðindi þegar hann
tók við útnefningu Repúblikana-
flokksins árið 1980.
Fjórum dögum eftir tilkynning-
Þó Reagan segist vera mótfallinn,
kynþáttamismunun’' i hverri mynd
sem hún birtist”, hefur þó oft komið
í Ijós að hann er ekki sérlega tilfinn-
inganæmur þegar um er að ræða
málefni minnihlutahópa.
una, eftir að í ljós kom hve miklu
fjaðrafoki hún olíi, reyndi Reagan að
koma sér úr kiípunni með því að
segja að það væri hlutverk Banda-
rikjaþings að ákveða hvort þessir
skólar ættu að njóta skattfríðinda og
að fyrir sér hefði það eitt vakað að fá
fram ákveðna löggjöf í þessu efni.
Þcirri útskýringu hefur verið tekið
fálega.
Virðingarleysi forsetans fyrir
hinum illa settu hefur orðið til þess
að andstæðingar hans eru farnir að
tala um tvær Ameríkur: Ameriku
hinna ríku og Ameríku hinna
fátæku.
Reagan hefur gert fátt til að
styggja hina ríku. Hann hefur
lækkað skattana þeirra, og hann
nýtur sín greinilega best í samfélagi
ríkra vina sinna, svo sem Annenberg
biiljónamæringanna, sem hann eyddi
með síðustu jólum.
Reagan hefur mjög hvatt hina ríku
til að gefa rausnarlega til góðgerðar-
mála. En þegar hann er spurður um
hve mikið hann hafi sjálfur gefið
verður hann vandræðalegur. Hann
heldur því fram að hann hafi alltaf
gefið tíund af launum sínum en
viðurkennir að hann hafi ekki gefið
þaðallt upp á skattframtali sínu.
Framlög forsetans til góðgerðar-
mála, samkvæmt skattframtali hans,
eru skammarlega lítil.
Mary McGrory, þekkt blaðakona,
komst að þessari niðurstöðu: ,,Ef
hinir ríku eiga að bjarga þjóðinni þá
ætti fyrsti sjálfboðaliðinn í Hvíta
húsinu kannski að sína þeim hvern-
ig”
Þórir Guömundsson,
Bandarikjunum.
íslenzka brennivíniö hefur
hækkað um krónu frá1964!
Margir vilja halda því fram að lega i verði á síðustu árum — og óhætt
íslenzka brennivínið hafi hækkað óhóf- mun að fullyrða að þar fari heilagur
Áfengið hxkkaði i gær og þar á meðal islenzka brennivinið, sem hefur verið boðið falt
á 36 verðum siðustu 18 árín og alltaf selzt jafnvel.
sannleikur. Hækkunin hefur verið
mikil og ekki sízt tíð, því samkvæmt
lauslegum útreikningum hafa
verðbreytingar þessa vinsæla drykks
landsmanna verið 36 talsins á síðustu
18 árum.
Til fróðleiks eða öllu heldur gamans
(hversu grátt sem það kann að þykja)
birtast hér verðbreytingar íslenzka
brennivínsins ailt frá árinu 1964 til
okkar dags.
-SER.
feb. 1964
okt--------
jan. 1965
okt--------
mar. 1966
okt 1967
feb. 1968
des.--------
mar. 1970
okt---------
nóv. 1971
mar. 1972
das.--------
jan. 1974
mar.--------
mal---------
des.--------
feb. 1975
jún.--------
mar. 1976
jan. 1977
júl---------
des.--------
júl. 1978
sap.--------
jún. 1979
des.--------
mar. 1980
jún.--------
sep.--------
núv.--------
210 kr.
230—
240—
270—
280—
315—
345—
395—
410—
470—
565—
650—
845—
1010—
1050—
1210—
1390—
1670—
2170—
2600—
2900—
3500—
4200—
5100—
6200—
7000—
8000—
9000—
10100—
11000—
13000—
jan. 1981
apr.----------
jún.----------
130— sep.---- 167—
138— des.---- 192—
152— mar. 1982 211—
Bridge
Barðstrendinga-
félagið
Fimmtán lotum af 23 í Barometer-
keppni félagsins er lokið. Staðan er
þessi:
eða 40 spilarar: — Staðan í mótinu er
sem hér segir:
Stig
1. sveit Sigfúsar Þórflarsonar 74
2. sveit Gunnars Þórðarsonar 58
3. sveit Arnnr Vigfússonar 55
4. sveit Leifs Osterby 49
5. sveit Sigurflar Sighvatssonar 46
6. sveit Eyglóar Grðnz 46
7. sveit Gests Haraldssonar 40
8. sveit Úlfars Guflmundssonar 25
9. sveit Valgeirs Óiafssonar 7
10. sveit Sigurflar Ástráflssonar 0
1. Ragnar og Eggert stig 147
2. Hannes og Jónína 100
3. Kristinn og Einar 98
4. Gisli og Jóhannes 77
5. Sigurflur og Hermann 53
6. Gunnlaugur og Sigurflur 46
7. Þórarlnn og Rgnar 43
8. Ágústa og Guflrún 39
9. Gunnlaugur og Brynjólfur 20
Bridgefólag
Selfoss
Fjórða umferð Aðalsveitakeppni
bridgefélagsins var spiluð fimmtudag-
inn 18. febrúar sl. Mótið er tæplega
hálfnað. Þetta er stærsta innanfélags-
mótið i vetur. Tíu sveitir taka þátt í því
Fimmta umferð verður spiluð
fimmtudaginn 25. febr. og hefst kl.
19.30.
Reykjanesmót í sveita-
keppni
Reykjanesmót í sveitakeppni verður
haldið 6. og 7. marz. Þeim sveitum sem
hafa hug á að vera með í þessu móti er
bent á að hafa samband við stjórn
bridgefélaganna.
Ekki er endanlega vitað hvar mótið
fer fram, en það verður auglýst síðar.
Þess má svo geta að þetta mót er jafn-
framt undankeppni fyrir fslandsmót,
en þar á Reykjanes 4 sveitir.
Trésmiðir óskast
strax. Uppl. í símum 36015 og 34310 á skrif-
stofutíma.
Reynir h/f,
byggingafélag.
Bolholti 6.