Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Page 36
Er það ekki einkennileg tilviljun að Steingrímur skuli skrifa undir leyfi til Arnar- flugs um leið og þeir fallast á að kaupa Iscargo? n ískalt Seven up. hressir betur. Gjöf Pálma og Ragnars til Blöndubænda: ÞETTA NEMUR AÐEINS HÁLFRIMILUÓN KRÓNA —segir stjómarformaður graskögglaverksmiðjunnar Eins og fram kom í DV i gær hafa beir Pálmi Jónsson og Ragnar Arnalds undirritað yfirlýsingu þess efnis að ríkissjóður muni bera kostn- að af rafleiðslum og spennistöðvum til að koma rafmagni til grasköggla- verksmiðju sem fyrirhugað er að reisa í Vallhólma í Skagafirði. „Það er ekki stjórn verksmiðjunn- ar sem fór fram á þetta heldur sveit- arstjórnin í Seyluhreppi þar sem verksmiðjan á að rísa,” sagði Sigurður Sigurðsson bóndi á Brúna- stöðum og stjórnarformaður verk- smiðjunnar í samtali við DV. Að sögn Sigurðar er hlutafjáreign verk- smiðjunnar áætluð um 10 milljónir króna og þar af eru um 2,5 millj. í eigu heimamanna en afgangur í eigu rikisins. „Graskögglaverksmiðjur hafa hingað til verið kyntar með svart- olíu en það hefur verið í athugun að nota til þess raforku eða jarðhita,” sagði Sigurðurennfremur. ,,Mér finnst eðlilegt að ríkisvaldið komi til móts við verksmiðjur sem standa að slíkri tilraunastarfsemi og það hefur það gert með þessari yfir- lýsingu því að heimamenn líta svo á að hún sé bindandi. Þetta nemur þó ekki nema um það bil 500 þúsund krónum sem nægir ekki til. Þetta er í raun smáupphæð. Eðlilegast hefði verið að rikið legði til ókeypis orku til að skapa rekstrar- grundvöll fyrir verksmiðjuna,” sagði Sigurður. Er hann var spurður um hvernig þessi yfirlýsing tengdist Blönduvirkj- un og hvers vegna hún hefði verið lesin upp á sveitarfundi i Seyluhreppi þar sem málefni Blönduvirkjunar voru til umræðu svaraði hann: ,,Ég vil ekki fara út í það sérstaklega. En þetta tengist Blönduvirkjun ekki að öðru leyti en þvi að sveitirnar hér láta land undir virkjunina og heima- mönnum er mikið kappsmál að verk- smiðjan rísi.” Þess má að lokum geta að Seylu- hreppur er einn þriggja hreppa sem ekki hefur enn samþykkt samkomu- lagsdrög ríkisstórnarinnar um iBlönduvirkjun. Graskögglaverksmiðjan íVallhólma: Fær hún ódýra orku? ,,Við höfum rætt það við Raf- magnsveitu ríkisins, að fá ódýrara rafmagn til verksmiðjunnar,” sagði Sigurður Sigurðsson, stjórnarformaður fyrirhugaðrar graskögglavefksmiðju í Vallhólma. ,,í gjaldskrá þeirra er til taxti sem heitir ótrygg orka og á við um afgangsorku og er á lágu verði. Þessi verksmiðja eins og aðrir eiga kost áaðkomastinná þennan taxta.” Er þessi ummæli voru borin undir Stefán Sigfússon, forstöðumann graskögglaverksmiðjunnar í Gunnars- holti, sagði hann: „Við höfum aldrei átt þess kost að fá raforku á þessu verði.” -OEF. Fjölmenm miktð var við móttöku Styrktaifélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitis- braut 13 slðdegis I gœr, I tilefni af þrjátlu ára afmœli félagsins. Við það tœkifœri var tekin I notkun gríðarstór viðbygging sem notuð verður bæði undir œfingar- og endur- hœfingarsali, aukþess skrifstofur, lœknastofur ogfleira. Tuttugufermetra veggmynd 1 efitir Örn Þorsteinsson hefur verið komið fiyrir I anddyri nýbyggingarinnar og mœtir þar augum allra sem inn I húsið koma. I gœr ajhjúpaði Vigdls Finnbogadóttir, forseti íslands,myndþessa ogflutti ávarp viðþá athöfn. (D V-mynd: Einar Ólason) -JB. frýálst, nháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. Spennistöðvagjöfin á 1 Alþingiídag: ■ Pálmi krafinnum heimildir ,,Það kannast enginn við að ráðherrarnir Pálmi og Ragnar hafi heimild til þess ,að gefa fyrirtæki í einkaeigu að hluta spennistöðvar og raflinur. Ég ætla því að krefja Pálma um slíkar heimildir, þvi að tæplega dreifa þeir félagar gjöfum frá ríkinu í kjördæmi sitt í algeru heimildarleysi,” sagði Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður í samtali við DV í morgun. Frá því var skýrt í DV í gær að ráðherrarnir Pálmi Jónsson og Ragnar Arnalds hefðu tilkynnt bændum i Skagafirði um gjöf til væntanlegrar graskögglaverksmiðju. Ríkið verður eigandi að 75% hlutafjár en aðrir 25%. Er gjöfin spennistöðvar og raflínur til þess að koma raforku til verk- smiðjunnar. Sighvatur mun bera fram fyrirspurn ■ | sína til Pálma Jónssonar á fundi neðri deildar Alþingis í dag. -HERB. ODYRT AÐ LEIGJA RÍKISJARDIRNAR — en ríkið á 814 jarðir og jarðaparta Leiguliðar á jörðum og jarðapörtum ríkisins viðs vegar um land þurfa varla að kvarta undan leiguokri. Meðalleiga á þeim jörðum sem eru byggðar mun vera á bilinu 300—400 krónur á ári. Ríkið á 814 jarðir og hluta af jörðum, en þar af eru 193 i eyði. Leyfin komin til Arnarflugs Samgönguráðuneytið gekk í gær formlega frá leyfum til handa Arnar- flugi til að fljúga áætlunarflug til Dusseldorf í Vestur-Þýzkalandi og Zúrich i Sviss. Framkvæmdastjóri Arnarflugs hefur lýst því yfir að hinn langi dráttur á leyfisveitingu þessari komi félaginu illa. Það sé langt komið meö að missa af sumrinu. Erlendir farþeg- ar áætli sumarferðalög sin mjög snemma. -KMU. Fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær jarðaskrá ríkisins sem svar við fyrirspurn Sighvats Björgvinssonar. Jarðeignir ríkisins er sú stofnunin sem hefur flestar jarðirnar á sinni könnu, eða 720. Hafði stofnunin innan við 300 krónur í árstekjur af hverri jörð 1980 enda eru þær flestar á afar lágu fasteignamati. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafði 58 jarðir í sinn umsjá, flestar prests- setursjarðir. Leigutekjur af hverri jörð voru þó nærri 2 þúsund krónur í fyrra. önnur ráðuneyti eru síðan með 36 jarðir. -HERB. Borgaryfirvöld hækka gjaldskrár hita- og rafmagnsveitna Hækkar hitaveitan tmt 15% tíl viöbótar? „Já, ég geri ráð fyrir því, ef ekki verða sett ný verðstöðvunarlög,” sagði Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri er hann var spurður hvort einhliða á- kvörðun borgaryfirvalda í Reykjavik um hækkun á gjaldskrám þýddi að slíkt yrði gert i framtíðinni í samræmi við það sem talið væri nauðsynlegt. ,,Við sóttum um 45% hækkun um áramótin. Iðnaðarráðherra var sjálfur búinn að leggja til 30% hækkun en við fengum 15% Enn vantar 10—15% hækkun í viðbót til að fullnægja þörfinni samkvæmt fjárhagsáætlun,” sagði hitaveitu- stjóri. „Ég hef satt að s^gja ekki skoðað þetta mál ennþá og vil ekki tjá mig um það fyrr en ég er búinn að því. En ég geri ráð fyrir að þetta sé gert á þeim grundvelli að verðstöðvunar- lögin hafi fallið úr gildi um ára- mótin, án þess að ég vilji leggja fullnaðardóm á réttlæti þess,” sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra í samtali við DV í morgun, er hann var inntur álits á einhliða hækkunum borgaryfirvalda í Reykjavík á gjald- skrá Rafmagnsveitu og Hitaveitu. Ákvörðun um 22% hækkun raf- magns og 13,5% hækkun heita vatnsins var tekin í borgarráði í gær eftir að fyrir lá umsögn borgar- lögmanns um réttmæti slíkrar ákvörðunar. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.