Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982. frjúlst, áháð dagblað Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Krístjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síöumúla 12-14. Auglýsingar: Síöumúla 8. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Pverholti 11. Sími 27022. Sfmi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakurhf., SkerfunnilO. v Áskriftarverö á mánuöi 110 kr. Verö í lausasölu 8 kr. Helgarblaö 10 kr. Hans hátígn Hjöríeifur Mörg spjót standa á Hjörleifi Guttormssyni þessa dagana. Fyrst er að nefna Blönduvirkjun, þá afskipti hans af Helguvíkurmálinu og nú siðast hefur ákvörðun hans um staðsetningu steinullarverksmiðju valdið fjaðrafoki. Allar eru aðgerðir hans umdeildar og blessaður ráðherrann ekki öfundsverður af þeim ávirðingum, sem hann hlýtur úr munni samþings- manna, jafnvel samflokksmanna. Spurningin er hins vegar sú, hvort gagnrýnin eigi ekki fullan rétt á sér. Þannig vill til, að viðbrögð Hjörleifs í tveim fyrstnefndu málunum, að því er varðar Blöndusamninga og Helguvíkurmálið, virðast sprottin af tilfinningalegum ástæðum frekar en rökrænum. Á mánudaginn gekk hann til undirritunar á sam- komulagi um Blönduvirkjun án þess að upplýsa sam- starfsaðila sína í þingflokki framsóknarmanna um fyrirætlan sína. Að vísu ber hann fyrir sig, að formanni Framsóknarflokksins, Steingrími Hermannssyni, hafi verið kunnugt um undirskriftina, en þessu neitar Steingrímur og alla vega er ljóst, að höfuðand- stæðingur virkjunarinnar, Páll á Höllustöðum, þing- flokksformaðurinn, var ekki hafður með í ráðum. Páll hefur ekki vandað Hjörleifi kveðjurnar af þessum sökum, og allt ber málið merki um pólitísk undirmál, þar sem sú list er göfugust að koma aftan að andstæð- ingunum. Þó eiga þetta að heita samherjar. Stöðvun iðnaðarráðherra á afskiptum Orkustofn- unar varðandi jarðvegsrannsóknir í Helguvík var tekin í bráðræði. í gær segir hann svo frá því, að athugun hans sé lokið, hann hafi gengið frá tillögum sínum, en vilji ekki upplýsa þær fyrr en eftir helgi, vegna þess að bandaríski sjóherinn sé að stilla honum upp við vegg. Nú er það svo, að ráðherrann stöðvaði fyrr í vikunni framgang verksamnings, sem íslenzkir verktakar höfðu gert við Orkustofnun. Þegarhonum er skýrt frá því, að frekari dráttur eða frávik frá samningnum jafn- gildi, að samningurinn falli niður, bregst iðnaðar- ráðherra við eins og baldinn strákur. Hann er í fýlu, móðgast af misskildu stolti. Það sama hefur verið uppi á teningnum í viðskiptum ráðherrans við Alusuisse. Hvað eftir annað hafa mál lent þar í hnút vegna viðkvæmni Hjörleifs Guttorms- sonar fyrir því, að erlendir aðilar umgangist hans hátign ekki af nægilegri lotningu. Málefni iðnaðar- ráðuneytisins og afgreiðslur þeirra fara sem sagt eftir tilfinningu yfirmannsins á því hvort viðsemjendurnir bera nægilega mikla respekt fyrir persónu ráðherrans. Allt eru þetta heldur vafasamar forsendur fyrir stjórnvaldsákvörðunum fullvalda rílcis. Þegar Hjörleifur tekur nú síðast ákvö.rðun um staðsetningu steinullarverksmiðju fæðisi; sá gruiiur að mönnum, að fleira en arðsemiútreikningar og pottþétt hagkvæmni liggi þar til grundvallar. Hafa Sunnlendingar máske móðgað ráðherrann? Hafa- Norðlendingar haft lag á að þóknast sjálfs- virðingu náttúrufræðingsins fráNeskaupstað? Á hvern hátt hafa pólitísk undirmál ráðið staðsetningunni? Von er að spurt sé. Páll Pétursson hefur haldið því fram, að Hjörleifur Guttormsson sé ekki sjálfs sín ráð- andi og samflokksmenn hans, sbr. Garðar Sigurðsson, efast stórlega um dómgreind hans og heilindi. Er nema von að ráðherrann njóti litils álits, þegar þetta er einkunnagjöfin úr hans eigin herbúðum? ebs Ráðtilað kynnast fólki —seinni hluti— Enn er ekki komin til framkvæmda hugmynd mín um að koma upp niðri í bæ hurð, sem fólk getur myndað biðröð við á föstudags- og laugar- dagskvöldum í þeim tilgangi að kynn- ast hvort öðru. Ég er enn að leita að fjárhagsgrundvellinum fyrir þessa starfsemi. En örvæntið samt ekki, því þar til ég finn hann get ég bent ykkur á aðra mjög örugga leið til að kynnast nýju fólki. Hún er einföld og ég uppgötvaði hana af tilviljun. Skiljið eftir parkljósin á bílnum ykkar! Það má vel vera, að íslending- ar séu kaldir í viðmóti, ókurteisir, til- litslausir og lítt hjálpsamir við þá, sem í vanda eru staddir. Þar til þeir reka augun í logandi parkljós. Þá taka fínustu strengirnir í hjarta hvers sannfeðraðs fslendings kipp og járn- bent skurnin hrynur utan af því eins og spilaborg. Ég hef persónulega kynnzt öllum íbúunum hérna í blokkinni en án parkljósanna minna efast ég um, að ég þekkti nokkurn þeirra í sjón. Jafn-1 vel úr næstu húsum hefur fólk komið hlaupandi til mín miður sín út af parkljósunum. Þeir, sem fjær búa, hafa grafið upp símanúmerið og hringt, það hefur verið barið að dyr- um, ég hef verið stöðvaður á götu af ókunnugum og bílstjórar hafa stopp- að, flautað, skrúfað niður rúðuna og hrópað, að ég væri með parkljósin á, þótt ég væri ekki kominn lengra frá bílnum en yfir að farþegahurðinni til að ná í pinkla. Á þennan hátt hef ég kynnzt ólofuðum fegurðardísum, litlum krökkum, bækluðum gömlum kon- um og ótal húsmæðrum hérna í hverfinu. Að vísu er það alveg undir hælinn lagt, hvort ég læt það eftir þeim að slökkva Ijósin, þetta eru nú einusinni parkljósin og gerð til að loga á bíln- um í kyrrstöðu. Raunar hef ég aldrei skilið, hvað þau valda miklu uppistandi hérna í hverfinu, nema það sé eitthvað meira rafmagn á fólksvagninum mínum en gerist og gengur á öðrum bílum. Log- andi parkljós hafa að minnsta kosti aldrei valdið neinni orkukreppu i bílnum minum. Ég viðurkenni að vísu, að ég hef aldrei fengið að hafa þau logandi nógu lengi til að skera úr um þetta á visindalegan hátt. Á innan við klukkutíma er yfirleitt farið að rjúka bæði úr dyrábjöllunni og símanum og til að koma í vegfyrirað þessi tæki bráðni alveg, hef ég orðið að gefast upp, hlaupa út og slökkva Ijósin. En endanlega gafst ég þó ekki upp fyrr en daginn, sem strætóinn kom bakkandi aftur niður götuna, hlaðinn starandi Breiðhyltingum á leið úr vinnu. Ég náði ekki að láta mig Úr ritvél Jóns Björgvinssonar hverfa fyrir húshornið áður en bíl- stjórinn kallaði til mín: „Heyrðu vinur, ég sá þegar ég fór framhjá, að þú gleymdir parkljósun- um á bílnum þínum.” í hreinskilni sagt, þá hafði ég ekki gert mér grein fyrir því, að strætóar gætu bara yfir- Ieitt bakkað nú til dags. Ég bjóst við því, að næst mundi ég fá að kynnast lögreglunni, ef ég sýndi einhvern mótþróa fyrir framan þessi tvöhundruðogþrjátíu starandi augu. Ég slökkti ljósin og hef ekki kveikt þau síðan. Vinur minn sem á finan bíl, smið- aðan suðurí Bæjaralandi.stóðí þessu sama ströggli lengi vel. Bíllinn hans er hannaður á þann undraverða hátt, að hægt er að láta parkljósin loga bara öðrum megin. Þetta hafði þá afleiðingu eina, að við alla þá, sem tröllriðu heimili hans fram eftir nóttu til að tilkynna, að parkljósin væru logandi öðrum megin, bættust nú hinir, sem til- kynntu, að þau væru biluð hinum megin. Hann stóð sig samt eins og hetja, þótt konan hótaði að fara frá honum og las upp leiðarvísinn að bílnum, máli sínu til stuðnings. Svona gekk þetta, þar til hjónin brugðu sér á ferðakynningu á Hótel Sögu. í miðjum fugladansinum stöðvaði Raggi Bjarna skyndilega ballið til að koma þeirri áríðandi orð- sendingu til bílstjórans á R-1570, að hann hefði gleymt parkljósunum á bílnum sínum. Nú var frúnni nóg boðið og vinur- inn varð að ganga niðurlútur út undir nístandi augnaráði allra þeirra, sem truflaðir höfðu verið við helgiathafn- ir sínar á dansgólfinu. Hann hefur ekki kveikt Ijósin , síðan, hvorugum megin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.