Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982. HaMdór B/ðmnan tattmmOur hins góða máhtaðar. D V/myndir GS Akureyri. „Tæknilega hefur upp- færslan veriö erfiö, það fer ekki hjá því, enda eru hér ekki á ferðinni at- vinnuleikarar. Hins vegar bæta krakkarnir það margfalt upp með leik- gleðinni. Þau eru opin og taka vel tilsögn, enda eru þau ekki farin að lifa eftir Hér er ieikhópurinn en Andrós Sigurvinsson Mkstjóri trórdr að stáifsögðu afst „Gjammrassar upp til hópa Leikfélag MA frumsýnir Skýin á sunnudaginn stöðluðu lífsformi. Von- andi gera þau það aldrei.” Tilvitnunin hér að framan er höfð eftir Andrési Sigurvinssyni sem leik- stýrir uppfærslu, Leikfélags Mennta- skólans á Akureyri á Skýjunum eftir gríska skáldið Aristofanes. Frumsýn- ing verður í Samkomuhúsinu á Akur- eyriásunnudaginn. Aristofanes er ekki nútímahöfund- ur. Hann samdi þetta verk fyrir nær Valgarðsson. Gáfumanninn eða gjammrassinn Sókrates leikur Gunn- ar Þorsteinsson, eins og áður sagði, og Skapti Hallgrímsson leikur hans nánasta lærisvein. Haildór Björnsson túlkar hinn góða málstað en Sigur- þór Heimisson þann lakari. Önnur hlutverk eru viðaminni, en alls taka um 40 manns þátt í sýningunni. Greinilegt er að konur hafa ekki skip- að háan sess hjá Aristofanesi um 400 árum fyrir Krist, því kvenhlutverkin eru meira til uppfyllingar og augna- gamans, alla vega fyrir karlpening- inn. Leikmyndin hefur verið unnin af leikhópnum. Frumsýning verður á sunnudags- kvöldið, eins og áður sagði, en næstu sýningar á Akureyri verða á þriðju- dag, miðvikudag og á föstudag verða tvær sýningar. Síðan verður haldið suður yfir heiðar og væntanlega verð- ur verkið sýnt i Kópavogsleikhúsinu 28.—29. marz. Loks heldur leikhóp- urinn til Húsavíkur þar sem Skýin verða sýnd 3.-4. apríl. Erfrtt en gaman ,,Það hefur verið einstaklega gaman að vinna með þessum krökk- um,” sagði Andrés. „Það hefur gefið mér mikið. Ég get nefnt sem dæmi að til að hægt væri að byrja þurftu krakkarnir að slá lán til starfseminn- ar. Margir hafa líka verið okkur hjálplegir þannig að mögulegt væri að viðhalda þeim sið að menntskæl- ingar setji á fjalirnar eitt leikrit á vetri. Eftir að hafa unnið að þessari upp- færslu með krökkunum sér maður hvað uppvaxandi kynslóð er vanmet- in, það eru sko ekki vandamálin hjá þessum krökkum,” sagði Andrés. „Heyr,” kölluðu nokkrir úrleik- hópnum sem hlustuðu á samtalið. ,,Ég meina það, mér finnst það sorglegt hvað uppvaxandi kynslóð er alltaf vanmetin. Mér fannst þetta líka þegar ég var á þessum aldri. Það sem mér finnst verst er að mín kynslóð er að verða eins. Hún er farin að van- meta þá sem yngri eru,” sagði Andrés. — Hvað með námið? ,,Við höfum reynt að komast hjá því að æfingar rækjust á námið. Vonandi verður leikstússið ekki til að draga úr námsárangri hjá krökkun- um. En mér dettur í hug sagan af manninum sem féll tvisvar í niennta- skóla. Það þótti honum ekki svo ntikið mál. Ennþá minnisstæðari urðu honum tvær leiksýningar sem hann tók þátt í. Þær voru á við alla skólagönguna,” sagði Andrés. „Þetta er líka nám,” sagði þá Gunnar Sókrates Þorsteinsson. Þar með setjum við punktinn á eftir efn- inu. GS/Akureyri. Gunnar Þorstainsson sem Sókrates í hópi iærisveina. 2.400 árum. Þrátt fyrir það hefur verkið ekki verið fært upp á íslandi fyrr en nú, enda ekki nema 2 ár siðan Karl Guðmundsson leikari lauk við þýðingu verksins. Sýning LMA er því frumsýning verksins á íslandi. Gjammrassar — En um hvað fjallar verkið? „Sko, þetta er ádeila á Sókrates, hann er hæddur sundur og saman í þessu verki,” sagði Andrés. „Það er greinilegt að Aristofanes hefur verið mikið á móti Sókratesi. Hann segir að Sókrates og allt hans hyski geri ekki annað en tala, tala og tala, en framkvæmi aldrei neitt. Hann segir þá „gjammrassa” upp til hópa. Niðurstaðan er sú að allt þetta mál- þras sé til einskis. Ef við förum aðeins nánar í saum- ana í verkinu, þá segir þar frá mið- aldra bónda, Strepsiadesi. Hann er að sökkva í skuldir vegna sonar síns. Þá dettur honum það snjallræði í hug að setjast á skólabekk í hugar- vinnslustöð Sókratesar. Þar ætlar hann að læra lymsku og kænsku til að komast út úr skuldum vegna son- arins. Hann er hugfanginn af speki og orðhengilshætti Sókratesar, en vonir hans um frama bresta. Hann er sagður of gamall. Þá verðúr það ofan á að sonurinn fer til náms hjá Sókra- tesi. Hann á að gerast spakur. En speki sonarins við heimkomuna veld- ur föðurnum miklum vonbrigðum. Hann hefur lært froðusullsfræði sem gamli maðurinn skilur ekki. Hvað er þá til ráða? Ég held að sýn- ingin verði að svara því,” segir Andrés. EkkiaHir sem hæddu Sókrates Gunnar Þorsteinsson leikur Sókra- tes. Hann vildi rétta hlut hans og skaut því inn í samtalið að ekki hefðu allir samtímamenn Sókratesar litið hann jafnháðskum augum og Arist- ofanes. Til að mynda hefði Platon lofað hann í hástert. Hjálmar Hjálmarsson leikur Strep- siades bónda. Son hans leikur Eðvald Konur aru hafðar td uppfySingar og augnagamans i varki Aristofanasar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.