Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 36
Framkvæmdir stöðvast
við Hallgrímskirkju
—Tvær milljónir vantar til að hægt verði að halda áf ram
,,Já, það er rétt að þetta er í fyrsta
skipti í tuttugu ár sem framkvæmdir
við bygginguna stöðvast vegna fjár-
^ skorts,” sagði Hermann
Þorsteinsson formaður bygginga-
nefndar Hallgrímskirkju i samtali við
DV.
Fyrir sköntmu voru allir smiðir
kirkjunnar sendir heim, utan eins
sem starfað hefur við smíðina allt frá
upphafi, eða í tæp fjörutiu ár.
Astæðu þessarar stöðvunar nú
kvað Hermann vera þá; að næsti
áfangi sem ráðast þyrfti i væri svo
dýr að enn væru ekki til nægir fjár-
munir í hann. Þar er um að ræða
byggingu gotneskra hvelfinga innan á
kirkjuþakið, en í það verk er fyrir-
hugað að ráða sænska sérfræðinga.
Áætlaður kostnaður við hvelfingar
þessar er hátt í fjórar milljónir króna
en þeir fjármunir sem til eru eru ekki
nema helmingur þeirrar upphæðar,
þrátt fyrir fjárveitingu Alþingis til
kirkjunnar hafi verið þrefölduð,
gagngert vegna þessara fram-
kvæmda.
Hermann sagði að í undirbúningi
væri að leita til landsmanna með
gíróherferð nú á föstunni og sjá hvort
ekki næðust inn þær tvær milljónir
sem upp á vantar. Takist það verður
byggingu hvelfinganna lokið i sumar
og má þá búast við að allri ytri smíði
Ijúki á næstu tveimur til þremur
árum.
Um það, hvenær kirkjan yrði
endanlega tilbúin, sagði Herntann:
„Það veit enginn, varla Guð, hvað þá
við hinir, en í desember 1985 eru fjör-
tíu ár liðin frá þvi að byggingin hófst
og við vonum að þetta taki ekki öllu
lengri tíma.”
-JB.
Sá stutti
kominn heim
Flugvél
í nauðum
Flugmaður lítillar eins hreyfils flug-
vélar, TF-FTB, á leið frá Akureyri til
Reykjavíkur, sendi út neyðarkall um
hádegisbil í gær. Taldi hann sig vera
yfir jökli og í þann veginn að verða
eldsneytislaus.
Flugstjórn gerði þegar ráðstafanir til
björgunar. Flugvél Flugmálastjórnar,
sem þá var á Húsavík, fór þegar i
loftið, Fokker-vél frá Flugleiðum sneri
af leið, þyrla Landhelgisgæzlunnar fór
i loftið og björgunarsveitir varnarliðs-
ins voru látnar vita. Flugvélin var
miðuð út og kom í ljós að hún var við
Langjökul.
Þar sem eldsneytismælar vélarinnar
sýndu litla hreyfingu var flugmaðurinn
talinn á að fljúga áfram. Er hann kom'
yfir Þingvelli tók hann það til bragðs
að nauðlenda á malbikuðum vegi.
Þvrla Landhelgisgæzlunnar settist
skömmu síðar þar hjá og kont þá í Ijós
að eldsneyti var eftir til klukkuslundar
llugs. Fór flugmaðurinn því aftur í
loftið og flaug til Reykjavíkur.
-KMU.
Togskipið, Sjóli RE-18, kom til
landsins í fyrsta sinn í fyrrakvöld. Sjóli
er nokkuð einkennilegur útlits, eins og
sjá má á meðfylgjandi mynd, en því
fylgir skrýtin saga.
Þannig var að útgerðarmaðurinn
hafði heimild til að flylja inn 39 metra
langt skip. Hann fékk augastað á tíu
ára gömlum norskum togara en sá galli
var á honum að hann var tæpum metra
of langur eða rétt tæpir 40 metrar. Út-
gerðarmaðurinn fékk enga undanþágu,
reglur eru reglur, sögðu stjórnvöld.
Eigandanum datt þá snjallræði i
hug. Hann ákvað einfaldlega að stytta
togarann um þennan tæpa metra því
þetta skip ætlaði hann sér að fá. Og
það varð úr að skipið var sett í slipp í
Þrándheimi til styttingar.
Sjóli verður gerður út frá Hafnar-
firði. Hann er um 300 lestir að stærð og
fer á veiðar innan skamms.
-KMU.
Sjóli í Hafnarfjarðarhöfn i gær. Ekki var iaust vM mé ýnmum Mtykkibromi vör þegar þeir sáu stefni skipsins.
DV-mynd Einar Ólason.
r Austurland:
RUTUFERÐIR
HAFNARÁNÝ
Sérleyfishafar á Austurlandi hófu
akstur á ný um hádegisbil í gær eftir að
fundi hjá Steingrími Hermannssyni
samgönguráðherra lauk. Ekki leystist
deilan en málsaðilar urðu ásáttir um að
setjast saman í nefnd og reyna að útkljá
þannig dciluna.
Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytis-
stjóri boðar fundi nefndarinnar en aðr-
ir í henni eru Óskar Sigurjónsson, frá
Austurleið á Hvolsvelli, Gísli Jónsson,
frá Sérleyfisbílum Akureyrar, en frá
Austfirðingum sitja í ncfndinni Vil-
hjálmur Hjálmarsson, fyrrum ráðherra
og formaður Sambands sveitarfélaga á
Auturlandi, og Sveinn Sigurbjarnar-
son, bílstjóri á Eskifirði. Auk þess
verður í hópnum Einar Ögmundsson úr
samgönguráðuneytinu.
Sérleyfishafarnir hættu akstri síðast-
liðinn mánudag til að leggja áherzlu á
kröfu sína um að Austfirðingar fái sér-
leyfi á tveim leiðum úr fjórðungnum
sem nú eru í höndum fyrirtækja utan
Austurlands.
-KMU.
írjálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982.
Ljósmæður
ætlaað
segja upp
Á fundi Ljósmæðrafélags Islands,
fyrir skömmu var samþykkt tillaga þar
sem allar ljósmæður innan félagsins
eru hvattar til að segja upp störfum til
að knýja á um bætt kjör.
Í frétt frá Ljósmæðrafélaginu kemur
fram að ljósmæður eru mjög
óánægðar með seinagang í sérkjara-
samningum. Þær hafi frá aldaöðli
verið láglaunastétt en nú sé þolinmæði
þeirra á þrotum. Þær séu orðnar lang-
þreyttar á skilningsleysi stjórnvalda og
því vanmati sem sé á störfum þeirra.
Þau séu óumdeilanlega jafnmikilvæg
og annarra heilbrigðisstétta og það sé
vægt til orða tekið.
-SG.
Bflvelta
íElliðavogi
Óvenjumikið var um árekstra þrátt
fyrir góða veðrið í Revkjavík í gær.
Enginn þeirra var þó mjög alvarlegur
og ekki vitað um slys á fólki. í einu til-
felli fór þó betur en á horfðist því tveir
bilar lentu santan í Elliðavogi og fékk
annar þeirra væna veltu i framhaldi af
því. Bifreiðin skemmdist en fólkið
slapp.
-JB
Ekið á barn
Ekið var á barn á gangbraut viö
Sundlaugaveg um klukkan hálfþrjú i
gærdag.
Ökumaður virti ekki biðskyldu gang-
brautarinnar sem er rétt til móts við
sundlaugarnar í Laugardal. Barnið
slasaðist nokkuð við ákeyrsluna og var
samstundis flutt á slysadeild.
-JB.
LOKI
Ríkisstjómin ku hafa faríó í
bíó í gmrkvökfi og sóð mynd-
ina Endfess Love.
hressir betur.