Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 14
Veljum íslenzkt veljum vandaö Napoleon Ítalía Frábærir greiðsluskilmálar Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Opið laugardag kl. 9—12. Húsgagnasýning sunnudag k/. 14—16. Trésmiöjan Dúnahúsinu Síðumúla 23 Sími 39700 DAGBLADIÐ& VtSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982. Menning Menning Menning Landslag í dúk Ljóam. GBK. Ingibergur Magnússon heldur þessa dagana sýningu á grafíkverkum og teikningum í Gallery Lækjar- torgi. Listamaðurinn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1965—70, og hefur haldið tvær einkasýningar í Reykjavik, auk fleiri úti á landi og tekið þátt í fiölda sam- sýninga bæði hér heima og erlendis. Sýningunni lýkur 23.3. Útskorin náttúra. í myndverki sínu fjallar Ingibergur fyrst og fremst um náttúruna og möguleika hennar til myndrænnar tjáningar. Listamaðurinn nýtir sér andstæður og blæbrigði náttúrunnar sem hann skráir í dúkinn. Og það er eins og hann geft sérhverju náttúrufyrirbæri ákveðna sögn i dúkskurðinn (himinn: láréttar línur, ský: lóðréttar línur og punktar, hraun: doppur og dílar) án þess þó að það sé stöðugt í gegnum allar myndraðirnar. Kerfið virðist endur- skoðað í hverri mynd, — kerfi sem afmarkar sérhvert form / fyrirbrigði og kemur í veg fyrir að hin flóknu myndferli renni saman. Hér er því um að ræða skýran og aðgengilegan myndlestur þrátt fyrir ansi hlaðin myndverk. (sjá: Kvöldbirta nr. 17; Morgunn jnr. 18) í þessum náttúru- stemmningum er nánast sem mótífið iosni frá ytri skírskotun og verði óhlutlægt í umfjöllun listamannsins. en það er þó athygli vert að þrátt fyrir þennan sjónræna aðskilnað milli dúkristunnar og fyrirmyndarinnar búa þessi verk yfir sterkri náttúru- upplifun og nálgast oft efniskennd viðkomandi náttúrurfyrirbæra. Glugginn Glugginn hefur ávallt átt vissan sess i vesturevrópskri listasögu og hefur fjarvíddarrannsóknum fyrri alda gjarnan verið líkt við „opinn glugga” út yfir heiminn. En hér i verkum Ingibergs stendur glugginn i Myndlist Gunnar B. Kvaran eiginlegri merkingu: myndin er af glugga. En á sama tima er þetta einnig leikur með flöt og rými. Listamaðurinn setur einskonar grind fyrir „gluggann” sem eðlilega gefur flatarverkun en í sömu mund er grindin gegnsæ og leiðir augað inn í fjarlægar víddir. Þannig er sem sýn áhorfandans sveiflist milli tvi- og þrivíddar, • þrí- og tvívíddar. (sjá verkið Skammdegisdraumur I nr. 8) en þessi verk eru ekki aðeins „leikur með augað”, heldur er hér einnig um að ræða ljóðrænar stemmningar þar sem listamaðurinn ristir í dúkinn augnabliks andvara. Nákvæm úrvinnsia Verkin hér á sýningunni bera glögglega vitni um mikla listræna úrvinnslu. Við kynnumst nokkrum myndgerðum, svo sem beinni sam- felldri náttúrufrásögn; síðan hvernig listamaðurinn umbreytir landslaginu með því að setja inn á myndflötinn ólík tíma og rýmisbrot; og einnig þar sem listamaðurinn spilar með flatar- og dýptarverkun. Við sjáum hvernig ákveðin form (t.d. grindin, hraun, ský) ganga í gegnum myndverkin, umbreytast, umskapast, og gegna nýju hlutverki í hverju tilfelli. Þannig leitar lista- maðurinn fyrir sér, stokkar upp og nýtir til hins ýtrasta formræna mögu- leika myndversins. Hoi tákn Miðað við vel unnar grafík- myndirnar eru teikningarnar held- ur fátæklegar. Hér er minni áhersla lögð á formræna úttekt og grafíska vinnslu, og inntakið látið standa á fyrsta plani. Þetta eru í senn raunsæjar og táknrænar myndir þar sem uppstækkuð hversdagsleg hand- brögð og sjónarhorn eru dregin upp á hvíta örkina. En því miður, þessi symbol sem listamaðurinn notar eins og fulg/flugvél, her/skotmark, óvættur/her, virka fremur einföld og ódýr, — og eru í raun útjaskað myndmál. Listamaðurinn ætti allt eins vel að koma til skila sinni póli- tísku og félagslegu meiningu i sínum þaulhugsuðu grafíkformum. -GBK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.