Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1982, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982.
Út um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og
r?-i, — —Y ~mrH APOWES TO
Þmgsáfyktunartíllaga um bindindi þingmanna borin upp.
Svíar móðgaöir?
Ybona Pricas ar takaénmgS mmð nmgkwnar og HáMmstína.
Klippir aldrei
negtfur sínar
Ekki er öll vitleysan eins. Kona nokkur í Englandi,
Ybona Prices, strengdi þess heit sem táningur að klippa
aldrei neglur sínar. Af hverju hún gerði svo fylgir ekki
sögunni, nema hvað að nú er Prices orðin 47 ára og
hefur ekkí klippt neglur sínar síðan.
Neglurnar geta orðið býsna langar, þar til þær brotna
af sjálfu sér vegna eigin þunga. Til þess að halda þeim
sem lengst setur Prices hvert lagið af naglalakki á eftir
öðru á neglurnar en þeim sem brotna heldur hún saman
og býr til hálsfesti fyrir sig og sína beztu vini og
kunningja.
Gæti verið að hátt hlutfall
sjálfsmorða í Svíþjóð orsakist
af því að Svíar eru ekki í Efna-
hagsbandalaginu?
Einn af ráðherrum Margrétar
Thatcher, Norman Tebbit,
mun hafa varpað þessari tilgátu
fram í umræðum á brezka
þinginu nýlega. Flokksbróðir
Tebbits og samþingmaður,
Teddy Talyor, gat sér þess til
að Svíþjóð og önnur Evrópu-
lönd sem ekki eru í Efnahags-
bandalaginu byggju við betri
þjóðarhag einmitt vegna þess
þau eru ekki í EBE. Tebbit
svaraði þá án þess að hugsa sig
tvisvar um: Hvað um þetta háa
sjálfsmorðahlutfall? Það
skyldi þó aldrei vera að Svíar
fremji fleiri sjálfsmorð en aðrir
vegna þess að þeir eru utan
bandalagsins!
Þetta þótti ekki fallega sagt í
garð Svía og einn þingmanna
Jafnaðarmannaflokksins hefur
þegar sent sendiherra Svíþjóðar
í London afsökunarbeiðni fyrir
hönd brezka þingsins. JJonum
þótti svona tal ekki sæma
móður allra þinga veraldar,
Parliment.
Pht ældi í Thames.
Svo er hér önnur frétt frá vöggu lýð-
ræðisins eins og Englendingar kalla
stundum þingið sitt: Mikill fjöldi þing-
mannanna ákvað að hætta að drekka
um áramótin. Að sögn The Sunday
Times er allt óvitað um það enn hvaða
áhrif bindindið mun hafa á lýðræðið.
Þeir ákváðu að fara í bindindi þrátt
fyrir að í þinghúsinu eru einir átta
barir. Flestir þessara nýju bindindis-
manna eru úr röðum íhaldsins — ,,lík-
lega vegna þess að íhaldsflokkurinn
þarf mest á því að halda,” sagði einn
þingmanna Verkamannaflokksins.
Bindindisæðið mun hafa valdið
nokkrum usla meðal embættismanna
ráðuneytanna. John Patten — vara-ír-
landsmálaráðherra sagði í viðtali við
fyrrnefnt dagblað, „starfsfólkið
mitt er síður en svo hrifið af því hvað
ég er ævinlega skýr í kollinum núna.
Það er alltaf að spyrja mig hvort ekki
megi bjóða mér eitthvað að drekka.”
Annar þingmaður, Sir Anthony Fell
(íhald líka). sagðist alls ekki vera
hættur að drekka, heldur aðeins vera
hættur að drekka whisky, uppáhalds-
drykkinn sinn. „Sjáðu til,” tjáði þing-
maðurinn blm. ST, „þetta er á milli
mín og Guðs. Guð er ekkert hrifnæmur
fyrir því hversu MIKIÐ magn fólk
drekkur ekki, heldur því, hvað það er,
sem ekki er! drukkið.” Sir Anthony
lýsti einnig yfir harmi sínum vegna þess
að einn kollega hans hafði þegar
sprungið tvisvar og fengið sér gin og
tonic fyrir matinn. „Vonandi kemur
slikt ekki fyrir mig en þú getur vart
ímyndað þér hversu erfitt þetta er.”
Sumir þingmannanna hættu að
reykja líka. Það skal tekið fram að
bindindið á aðeins að ná fram til páska
en þrátt fyrir skammtíma þess finnst
blm. Sunday Times mikið til um fregn-
irnar og lýkur frásögn sinni af þurrki
þingsins á því að rifja upp þegar Pitt
yngri varð að stökkva úr ræðustól í
miðjum umræðum til að gubba í
Thamesána og að Asquith þurfti iðu-
lega á aðstoð að halda til að komast á
milli sala í þinghúsinu. Viðurnefni
Asquiths, segir Sunday Times, var
„Svampurinn” .
Snjókorn
Snjókorn
Snjókorn
Snjókorn
Snjókorn
Góðurfólagi
Einn ágætur vinur minn, við getum
kallað hann Andrés Templar frá
Alkóhóli, hefur eignazt skáktölvu.
Andrés lætur vel af tölvunni, segir
hana góðan félaga. „Hún er ekki
með neitt nöldur sú, það er ekki
nuddið í henni. Hún ofmetnast held-
ur ekki þegar hún vinnur mig og hún
fer ekki i fýlu þótt hún tapi stöku
sjnnum. Það sem ég met þó mest við
hana er reglusemin; hún drekkur sem
sé ekki frá mér vínið þegar við erum
að tefla,” segir Andrés með blik i
auga.
Krataraunir
Enn hefur Alþýðuflokknum á
Akureyri ekki tekizt að berja saman
framboðslista til bæjarstjórnarkosn-
inganna i vor. Eins og áður hefur
verið greint frá í Snjókorni voru úr-
slitin í prófkjöri þeirra á dögunum
ekki bindandi. Kom það sér vel fyrir
flokksapparatið því að það sér rautt
vegna árangurs Tryggva Gunnarsson-
ar verkamanns sem felldi Ingólf
Árnason í baráttunni um annað sætið
i prófkjörinu.
Hvað erþá tffráða?
Kratar skipuðu 7 manna uppstill-
ingarnefnd sem fengið var þáð erfiða
verkefni að stilla upp lista, eins og
nafn hennar bendir til. Það hefur
gengið erfiðlega og hver fundur
nefndarinnar á eftir öðrum hefur
sprungið í loft upp. Allavega hefur
„soðið upp úr” eins og Bárður Hall-
dórsson, formaður nefndarinnar,
orðaði það.
Samkvæmt því sem síðast fréttist
sér Bárður ekki nema eina lausn á
þessu máli. Hún felsi í því að „dusta
rykið” af Braga Sigurjónssyni, fv.
þingmanni, bankastjóra, ráðherra og
bæjarfulltrúa flokksins, og Steindóri
Steindórssyni, fv. skólameistara og
bæjarfulltrúa. Báðir eru þeir komnir
á eftirlaunaaldurinn. Yrði þetta því
sterkur mótleikur við framlag íhalds-
ins til árs aldraðra með framboði
Jóns G. Sólnes. Það er hins vegar
mesti misskilningur að þessir kappar
séu rykfallnir, því að allir eru þeir
sem unglömb í anda.
Skera, skera...
Nú er verið að endurskoða löggjöf
um félagsmál. Jón Björnsson, félags-
málastjóri á Akureyri, fékk leyfi frá
störfum nyrðra til að vinna að endur-
skoðuninni. Ég hitti Jón á förnum
vegi. „Ég er að skera niður,” sagði
Jón.
„Skera hvað?” hváði ég.
„Skera niður nefndir,” sagði þá
Jón.
Það þótti mér gott að heyra. „En
hve margar?”
„Ég er búinn aö skera niður rúm-
lega niu hundruð,” sagði Jón.
„Niu hundruð nefndir,” át ég eftir
í forundran.
„Hvaða nefndir eru það?”
„Það eru um tvð hundruð barna-
verndunarnefndir, annað eins af
framfærslunefndum og svipaður
fjöldi af áfengisvarnarnefndum. Svo
er ein nefnd hér og önnur þar. Alls
eru þetta rúmlega niu hundruð
nefndir,” sagði Jón og var svolítið
upp með sér.
Dugandi maður, Jón. Það er svo
spurningin hvort farið verður að til-
lögum hans um einföldun á félagslög-
gjöfinni. Þetta gerir mönnum óneit-
anlega erfiðara fyrir að komast i
nefnd.
Fyrírgefðu, Þorsteinn
I snjókorni um siðustu helgi sögð-
um við frá fyrirhugaðri för Þorsteins
Friðþjófssonar, tæknifræðings hjá
Akureyrarbæ, til Húsavikur. Allt var
þar satt og rétt, nema hvað Þorsteinn
var sagður Friðjónsson. Að sjálf-
sögðu kenni ég prentvillupúkanum
um þessi mistök. En sem sagt; Þor-
steinn er Friðþjófsson. Bið ég hann
velvirðingar fyrir hönd púkans.
Alfter
hey í harðindum
Heilbrigðisnefnd Akureyrar hefur
gefið leyfi til reksturs skemmtistaðar
í gamla, góða Alþýðuhúsinu.
Alþýðuhúsið var á sinum tíma byggt
upp úr brunarústum þvottahúss og
var á toppnum sem skemmtistaður á
6. áratugnum. Nú hefur Sigurður
Sigurðsson, fyrrum vert í Sjálfstæðis-
húsinu, tekið húsið á leigu og fengið
Guðmund Guðmundsson í lið með
sér.
Hafa þeir félagar dubbað húsið
upp en ekki er heilbrigðisnefnd
ánægð. í bókun hennar segir:
„Hreinlætis- og vinnuaðstaða er þar
mjög léleg en vegna mikils skorts á
veitingahúsum í bænum var þrátt
fyrir það ákveðið að heilbrigðisnefnd
veitti fyrir sitt leyti starfsleyfi til
bráðabirgða.”
Hvar heilbrigöisnefndarmenn hafa
fundið þennan „skort” vitum við
ekki en víst er að dansstaðir Akur-
eyringa, H-100 og Hótel KEA hafa
ekki þurft að vísa frá. Ef til vill er
þetta þeirra eigin skemmtanaþrá.
Það er líka skortur á hótelrými á
Akureyri. Synd að það skuli vera
búið að rífa Norðurpólinn.
Gottgeturorðið
vont
Heilbrigðisnefnd hefur einnig
heimilað Mjólkursamlagi KEA að
lengja geymslutima á mjólkurvörum
vegna þess að „fyrir liggur að mjólk-
urvörur frá þessum framleiðanda eru
mjög góðar”. Það er að vísu alveg
hárrétt hjá nefndinni en lengi getur
gott versnað ef þaö súrnar.