Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Side 5
5 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982. Starfsmenn BÚR mótmæla blaðaskrifum Kaupaukinn settur á til að halda í fólk — menn hugleiða uppsagnir „Þetta er bara lítið mál. Þetta voru aðeins 15 starfsmenn sem fengu greidd- an kaupauka frá þvi i ágúst í fyrra og þar til um síðustu mánaðamót,” sagði Jón Emilsson í stjórn Starfsmanna- félags Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Stjórnin hefur sent frá sér yfirlýsinu þar sem hörmuð er sú umfjöllun sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum um launakjör hjá BÚR. Greint var frá því fyrir skemmstu í blöðum að þar hefðu farið fram yfirborganir án vitundar borgaryfirvalda. BÚR er eins og flest- um mun kunnugt í eigu Reykjavíkur- borgar. Stjórn Starfsmannafélags BÚR þykir málið hafa verið blásið upp og málatil- búningur einkennast af kosninga- skjálfta og æsingaskrifum einstakra manna sem virðast eins og segir í yfir- lýsingunni „sprottin af persónulegum rótum en ekki málefnalegum”. „Menn ætla að hugleiða það þennan mánuð hvort þeir halda áfram hjá fyrirtækinu eða segja upp. Það er engin spurning um það að þessi störf eru mun betur launuð hjá einkafyrirtækjum og nóga vinnu virðist vera að fá eftir aug- lýsingum að dæma,” sagði Jón Emilsson. Hann bætti því við að kaupaukinn hefði verið settur á til þess að halda í þetta fólk. Því hefði alla tið verið ljóst að hann kynni að vera tekinn af fyrir- varalaust. DS MARGIR VIUA FA PÓLVERJA í VINNU Sendinefnd f rá Rauða krossinum utan i næstu viku til að velja þá sem eiga að faratil íslands „Það eru þó nokkrir aðilar sem hafa haft samband við okkur og lýst yfir áhuga á að fá einhverja af þeim pólsku flóttamönnum sem hingað eiga að koma í vinnu til sín,” sagði Jón Ásgeirsson framkvæmdastjórii Rauða krossins í viðtali við DV í gærdag. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórn- in ákveðið að taka við 20 til 25 manns úr þeim fjölmenna hópi pólskra flótta- manna, sem nú dvelja í Austurríki. Var Rauða krossi lslands falið að sjá um alla framkvæmd á því máli og er það þegar komið vel á veg að sögn Jóns. Sagði hann að nú í næstu viku færi sendinefnd frá RK til Austurríkis til að ræða við þá aðila sem hefðu áhuga á að fara til Íslands. Margt af því flóttafólki sem væri í Austurríki væri mjög vel menntað og því lítil vandræði að út- vega því atvinnu. Verra gæti verið að útvega þvi húsnæði. Margir þeirra sem hefðu haft samband við Rauða kross- inn og vildu fá Pólverja í vinnu til sín, byðu þeim einnig upp á húsnæði og leysti það mikinn vanda... -klp- BÆÐISKIPIN ERU FRÁ STOKKSEYRI í upptalningu okkar yfir aflahæstu skipin á vertíðinni, sem birtist í blaðinu á miðvikudaginn, var heimahöfn tveggja skipa sem þar voru nafngreind röng. Við sögðum þar að Njörður, sem var í 4. sæti yfir aflahæstu netabátana, væri frá Þorlákshöfn, og að Surtsey, sem er aflahæsti dragnótabáturinn, væri frá Höfn í Hornafirði. Skipin eru aftur á móti bæði frá Stokkseyri en leggja afia sinn upp á Höfn og í Þorlákshöfn. -klp- Mæðradagurinn er á sunnudaginn Mæðradagurinn er á sunnudaginn kemur. Þá verður Mæðrablómið selt að venju. Ágóðinn af sölu blómsins rennur til Mæðrastyrksnefndar sem notar hann til starfsemi sinnar. Hún er meðal annars fólgin i sumardvöl fyrir eldri konur, jólaglaðning til þeirra sem minna mega sín og ókeypis lögfræðiað- stoð Ingibjargar Rafnar. Kaupendur geta fengið blómin hjá Mæðrastyrksnefnd að Njálsgötu 3, í nokkrum blómabúðum og víðar um bæinn. Hvert blóm kostar 20 krónur. Salan byrjar raunar strax á föstudag. Opið er á skrifstofu Mæðrastyrks- nefndar eftir hádegið þann dag og á laugardaginn. DS ■Kvenskór — Ný sending Tog:5046 Litur: hvftt loður >,.■ 365'’ Stærðir: 36-41 V«r° * ' Tog: 5084 Litur: hvftt og bfátt loður q kr Stnrðir: 36-41 v® Tog:5101 ,g5,- Litur: hvftt loður 365- ■3Ö Stærðir: 36 41 Tog:4551 Litur: hvftt og bcigo lcður Verð k,: .365.- Stærðir: 36—41 Tog: 4151 Litur: hvítt og bcigc lcður Stærðir: 36—41 Verð kr: ,365' Tog: 4-873 Litur: hvftt loður . .. 465-' Stærðir: 36-41 V«rö K ' PÓSTSENDUM Opiö laugardaga kl. 10—12 rVJoIOtlMUUIVI upiu lauymuaya m. iu— i^. ® STJÖRNUSKÓBÚMN Laugavegi 96 — Við hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795 MIKLATORGI Mæðradagurinn á sunnudaginn — Þáfá allar mömmur blóm! OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 21 SlMI 22822 VIÐ TELJUM að notaðir VOLVO bflar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum Volvo 245 GL árg. 1980 ekinn 43 þús. km, beinskiptur, verð kr. 170.000 Volvo 244 GL árg. 1980 ekinn 22 þús. km, sjálfskiptur, verðkr. 160.000 Volvo 244 GLE árg. 1979 ekinn 44 þus. km, sjálfskiptur, verð kr. 160.000 Volvo 244 GLárg. 1979 ekinn 44 þús. km, sjálfskiptur, verð kr. 160.000 Volvo 244 GLárg. 1979 ekinn 76 þús. km, beinskiptur, verð kr. 130.000 Volvo 343 Dc Luxc árg. 1978 ekinn 26 þús. km, beinskiptur verð kr. 90.000 Volvo 244 DLárg. 1978 ekinn 32 þús. km, sjálfskiptur, verð kr. 120.000 Volvo 245 GL De Luxc árg. 1978 ekinn 49 þús. knt,verðkr. 120.000 0) VELTIR SUÐURLANDSBRAUT 16 /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.