Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982. Bæjar- og svcitarstjórnarkosningarnar Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar Sveitarstjórnarkosningar á Flateyri: Vinstrí menn sameinaöir gegn sjálfstæðismönnum A Flateyri búa nú um 490 manns og hefur orðið þar lítil fjölgun síð- ustu árin. í desember 1978 var íbúa- fjöldinn 469 manns. Þrátt fyrir það vekur það athygli aðkomumanns að mikið er byggt af nýjum íbúðarhús- um og hreppurinn stendur ítöluverð- um framkvæmdum. Nú stendur yfir bygging sundlaugar sem áætlað er að ljúka á þessu ári og fyrirhugað að byggja áfast við hana nýtt íþrótta- hús. Við síðustu hreppsnefndarkosning- ar voru bornir fram þrír listar. Eng- inn starfandi meirihluti var myndað- ur í hreppsnefndinni. Að þessu sinni eru tveir listar í kjöri, C-listi, sem borinn er fram sameiginlega af Fram- sóknarflokki, Alþýðuflokki og óháð- um, og D-listi, sem Sjálfstæðisfélag Önundarfjarðar stendur að. Núverandi oddviti Flateyrarhrepps er Guðvarður Kjartansson skrifstofu- maður. en hann skipar þriðja sætið á lista vinstri manna. Núverandi sveit- arstjóri, Kristján Jón Jóhannesson, skipar hins vegar annað sæti á lista Sjálfstæðisfélagsins. Séð eftir Aðalgötu á Flateyri. DV-mynd GVA. VANTAR FLEIRIATVINNUTÆKIFÆRI — segir Ægir E. Hafberg sem skipar 1. sæti á lista vinstri manna og óháðra „Okkur er varla stætt á því að fara út í miklar framkvæmdir næstu tvö ár- in eða svo, en það er nauðsynlegt að fara út í frekari gatnagerð þegar líður á kjörtímabilið,” sagði Ægir E. Haf- berg, sem skipar fyrsta sætið á listai vinstri manna og óháðra. ,,Um þennan lista náðist samstaða meðal allra vinstri manna og við gerð- um með okkur stefnuskrá þar sem við setjum okkur meðal annars það mark- mið að skuldsetja ekki plássið um of og fara varlega í framkvæmdir. Við leggjum á það áherzlu að ljúka framkvæmdum sem nú standa yfir. Það þarf að klára sundlaugina sem nú í hreppsnefnd þarf starfhæf- an meirihluta — segir Eiríkur Finnur Greipsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins er í byggingu og halda áfram með íþróttahúsið. Einnig þarf að ljúka við smábátahöfnina og helzt að laga hér höfnina sem hefur farið versnandi, en þar er við ríkisvaldið að eiga. Hér vantar lóðir fyrir iðnaðarhús- næði og það er bagalegt að geta ekki lyft undir menn sem vilja koma hér upp smærri þjónustuiðnaði. Hér vantar fleiri atvinnutækifæri og þau verður helzt að skapa með iðnaði. Þá má einnig nefna að við höfum hér lækni og við leggjum geipilega áherzlu á að skapa honum betri aðstöðu hér, bæði persónulega og í tengslum við heilsugæzlustöðina,” sagði Ævar E. Hafberg. ÓEF Ægir E. Hafberg sparisjóðsstjóri skip- ar efsta sætið á lista vinstri manna og óháflra. DV-mynd GVA o , Framboðslistar „Við sjálfstæðismenn gerum okkur góðar vonir í þessum kosningum því að í opinni skoðanakönnun sem við héldum hér í febrúar voru 115 þátttak- endur en við fengum aðeins 88 atkvæði í síðustu kosningum,” sagði Eiríkur Finnur Geirsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum verið að vinna að stefnuskrá og verður henni dreift í hús á næstunni. Helztu stefnumál okkar Eirfkur Finnur Greipsson kennari er efstur á iista Sjálfstæðisfélags Önund- arfjarðar. eru að haldið verði áfram byggingu íþróttahúss og sundlaugar. Við viljum að sundlaugin verði tekin í notkun á þessu ári og að íþróttahúsið verði byggt í beinu framhaldi af þvi. Þáermikilvægtað Ijúka hafnarfram- kvæmdum sem hafnar voru á síðast- liðnu sufnri. en það urðu okkur mikil vonbrigði að ekki skyldi veitt fé til hafnarframkvæmda á þessu ári á fjár- lögum. Við leggjum einnig mikla áherzlu á það að fá á næsta ári nýja heimkeyrslu í þorpið. Á siðasta ári var stofnað hér öldrun- arheimili þar sem búa nú nokkrir vist- menn. Við viljum halda þessu starfi áfram og gera það fýsilegra fyrir aldr- aða að búa þar, til dæmis með því að hafa þar vakt allan sólarhringinn. Við höfum staðið í mjög fjárfrekum byggingar- og hafnarframkvæmdum á síðasta kjörtímabili sem hefur þýtt það að gatnagerð hefur setið á hakanum. Við stefnum að því að taka betur á þeim málum þegar sameiginlegt gatna- gerðarfyrirtæki sveitarfélaganna á Vestfjörðum hefur verið stofnað.” Eiríkur Fínnur sagði að lokum að á síðasta kjörtímabili hefði enginn ákveðinn meirihluti verið starfandi i hreppsnefndinni. Með hliðsjón af þeirri reynslu teldu sjálfstæðismenn rétt að ekki yrði hafið annað kjörtíma- bil án þess að starfhæfur meirihluti væri fyrir hendi. ÓEF Pessir iistar veröa í kjöri vW *veitar»tjómar- kosningar f Flateyrarhrappi 22. maf 1982. C-Hsti vinstri manna og óháðra 1. Ægir E. Hafberg, Eyrarvogi 9 2. Steinar Guðmundsson, Hafnarstraati 23 3. Guðvarðor Kjartansson, HjaHavegi 5 4. Aslaug Armannsdóttir, Eyrarvegi 13 B. Guömundur Björgvinsson, Eyrarvegi 12 6. Böðvar Gtolason, ólafstúnS 7 7. Hóifdán Kristjánsson, Grundarstíg 9 8. Bjöm Ingi Bjamason, Hjallovegi 12 9. Guömundur Jónas KHstjénsson, Ránargötu 1 10. Gróa Bjömsdóttir, Grundarstíg 1 TH sýslunefndar: 1. Guðmundur Jónsson, Gmndarstfg 8 2. Siguröur Sigurdórsson, Bórugötu 3 D-listi Sjálfotaoöisfólags önundarfjarðar 1. EirBtur Finnur Greipsson, Hjaliavegi 6 2. Kristján Jón Jóhannesson, Ránargötu 2 3. Hinrík Krístjénsson, ólafstúni 4 4. Magnús Th. Benediktsson, Ólafstúni 8 5. Sigrún Gerða Gfsladóttir, Sólbakka 6. Bergþóra Ásgairsdóttir, Tjamargötu 7 7. Guðmundur Finnbogason, Hjallavegi 8 8. Rogna Óladóttir, Unnarstfg 2 9. Grótar Krístjánsson, Ólafstúni 14 10. Sigrlður Slgursteinsdóttlr, Drafnargötu 17 Tll sýskmefndar: 1. Gunnar Benediktsson, Tjarnargötu 6 2. Garðar Porsteinsson, Drafnargötu 8 Urslitin 1978 Clrslít siðustu kosninga til hreppsnefndar í Flateyrarhreppi urðu þessi: atkvæði fulltrúar Framsóknarfiokkur; Aiþýðuflokkur og óháðir (C) 62 1 Sjátfstæðisfiokkur (D) 88 2 Framfaraféiag Flateyrar (E) 71 2 Hreppsnefndina skipuðu: Steinar Guðmundsson vélsmiður (C), Einar Oddur Kristjánsson framkvæmda- stjóri (D), Hinrik Kristjánsson sjómaður (D), Henrik Tausen matsveinn (E) og Guðvarður Kjartansson skrifstofumaður (E). Spurningin Hverju spáir þú um úrslit kosninganna og hverjir heldur þú að muni mynda meirihluta að þeim lokn- um? (Spurt á Flateyri) Sólveig Kjartansdóttir húsmóðir með meiru: Ég hef lítið vit áþessuen held þó að þetta verði nokkuð jafnt. Gréta Ingimundardóttir fóstra: Eg hef lítið leitt hugann að því ennþá því ég hef lítinn tíma haft til þess. Ætli þetta verði ekki nokkuð jafnt. Sígrún Magnúsdóttir húsmóðir: Þetta er svolítið tvísýnt. Það eru þrír flokkar saman um lista á móti Sjálf- stæðisflokknum en ég vona að Sjálf- stæðisflokkurinn fái samt meirihluta. Unnur Brynjólfsdóttir verzlunarmað- ur: Ég þori ekki að segja til um það. Ég held að það verði mjótt á munun- um. Jón Ingiberg Guðmundsson verzlun- arstjóri: Það er ómögulegt að svara, það er svo mikil óvissa. En ég vona að C-listinn fái meirihluta. Jóhanna Guðmundsdóttir verka- kona: Ég hef lítið pælt i þessu. Helzt vildi ég að kosningarnar snerust um menn en ekki pólitíska lista. En ég vona samt að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.