Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Síða 12
12
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAl 1982.
MIMUBniÆltSMÍ
Útgáfufólag: Frjáls fjölmifllun hf.
Stjórnarformaflur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Eilert B. Schram.
Aflstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefónsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Síðumúla 12-14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiflsla, óskriftir, smóauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Sími 27022.
Sími ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Askriftarverfl á mánufli 110 kr. Verfl í lausasöki 8 kr. Helgarblafl 10 kr.
Vafasamar hótanir
Hjörleifur vill kaupa álverksmiðjuna. Hann segist
hafa samningstilboð á hendinni og talar drýgindalega
um ýmsa hagstæða útreikninga og áhugasama Japani,
sem séu tilbúnir til að eiga við okkur viðskipti í stað
Svisslendinganna.
Þessi mannalæti ráðherrans eiga sér stað á sama
tíma og hann segist leggja höfuðáherslu á hækkun raf-
orkuverðsins í viðræðum við fulltrúa Alusuisse, sem
hér hafa verið staddir.
Sjálfsagt finnst iðnaðarráðherra og hans mönnum
að þetta séu klókindi í útspilum; sniðugast að sýna
Svisslendingunum vígtennurnar áður en gengið er að
samningsborðinu. Á venjulegu máli heitir þetta
hótanir, og er það kurteislega að orði kveðið.
En hvað nú, ef Svisslendingarnir tækju ráðherrann á
orðinu: segðu einfaldlega, gjörðu svo vel, verksmiðjan
er til sölu, við erum farnir!
Er það skynsamlegt fyrir íslendinga að eignast meiri-
hluta eða jafnvel allt fyrirtækið? Hvað kostar það
ævintýri og hvar á að taka peninga? Á enn að bæta við
erlendar skuldir og hvað vinnst við þau kaup?
Um allan heim á álframleiðsla í rekstrarerfiðleikum.
Álverksmiðjan í Straumsvík er rekin með tapi. Við
getum væntanlega hækkað orkuverðjð til verk-
smiðjunnar, eins og að er stefnt í viðræðunum við
Alusuisse, en varla mundi það bæta hag verksmiðj-
unnar eða bæta um fyrir okkur, ef við sjálfir erum
orðnir aðaleigendur.
Steingrímur Hermannsson hefur svarað því til, þegar
hann er spurður um ráðagerðir Hjörleifs, að ,,þær séu
athyglisverðar”, en hann vill „draga sem allra mest úr
þeirri áhættu sem fylgir eignaraðild”.
En hvernig í ósköpunum ætla menn að firra sig
ábyrgð af því, sem þeir slá eign sinni á? Auðvitað fylgir
því mikil ábyrgð og áhætta, ef og þegar íslendingar
eignast slíkt stórfyrirtæki, og það er einmitt mergurinn
málsins. íslendingar hafa sloppið við þá áhættu sem
fylgir viðkvæmum mörkuðum og sölu, og þeir eru
lausir við þau áföll, sem fylgja rekstrartapi frá einu ári
til annars. Einmitt um þessar mundir höfum við þung-
ar búsifjar af taprekstri á Járnblendiverksmiðjunni,
vegna þess að þar berum við ábyrgð og áhættu sem
meirihluta-eignaraðilar. Viljum við einnig bera þann
kross ! Straumsvíkinni?
Þessar spurningar vakna og svörin eru því miður
ekki uppörvandi. Það kann að vera metnaðarmál að
íslendingar eigi meirihluta í þeim fyrirtækjum sem hér
eru starfrækt. En sá metnaður má ekki ná út yfir endi-
mörk allrar vitglóru. íslensk stjórnvöld eiga ekki að
standa í viðræðum við erlenda samstarfsaðila með hót-
anir og eignarnámskröfur á lofti. Yflrráð okkar yfir ál-
verksmiðjunni í framtíðinni eiga að bera að með öðr-
um hætti.
í öllu þessu þjóðrembutali um yfirráð og eignaraðild
mega menn heldur ekki gleyma að það er ekki nema
eitt og hálft ár síðan Hjörleifur Guttormsson sakaði
Alusuisse um stórfellt misferli í súrálviðskiptum. Hann
gaf í skyn að íslenska ríkið hefði verið svikið um
milljarða króna. Af hverju er ekki minnst á þau meintu
svik lengur? Hvar er nú hinn mikli þjóðarmetnaður?
Allir flokkar hafa sameinast um þá kröfu að raf-
orkuverð til álverksmiðjunnar skuli hækkað. Þeirri
kröfu á að fylgja eftir án þess að drepa málinu á dreif
með hótunum eða japönskum útspilum.
ebs.
Sök bankanna
Fyrir nokkru tilkynnti Seðlabanki
fslands enn frekari innlánsbindingu
en áður. Viðbrögð viðskiptabank-
anna og sparisjóðanna í landinu hafa
öll verið á einn veg. Baldvin
Tryggvason, sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis,
spáir því, að hér muni skapast svipað
ástand og í Danmörku, en þar tók al-
menningur fé sitt úr bönkum og
sparisjóðum til þess að lána vinum og
kunningjum, sem ekki fengu lán I
lánastofnunum. Viðskiptabankarnir
hafa lýst þ\ að ákvörðun Seðla-
bankans þýði í raun lokun bankanna.
Flogið hefur fyrir að slíkt sé á döf-
inni.
Ríkisstjómin, sem ber ábyrgð á
þessari ákvörðun Seðlabankans ver
gerðir sínar með því, að lánastarf-
semi viðskiptabankanna haft farið úr
böndum og þvi sé nauðsyn aðhalds-
aðgerða.
Er vorið að
takmarka lánsfó?
Nú er það út af fyrir sig rétt, að
strangar takmarkanir í peninga-
málum geta haft heillavænleg áhrif
til að kveða niður verðbólgu. Slíkt
hefur verið gert með góðum árangri
erlendis. En slíkar aðgerðir duga ekki
einar sér og sannast sagna bólar
ekkert á slíkum aðgerðum af hálfu
ríkisstjórnarinnar.
Að sönnu er með innlánsskyldu í
Seðlabanka verið að draga úr lána-
möguleikum viðskiptabankanna og
sparisjóðanna. En er þá féð lagt
fyrir, — tekið úr umferð? Því miður
er svo ekki. Þvert á móti notar ríkis-
stjórnin fé þetta til þess að leggja í
„einkasjóði” sina, sem hún lánar út
framhjá almenna bankakerfinu.
Þannig verður aðgerð Seðlabank-
ans ekki til þess að draga úr lána-
starfsemi heldur breyta henni og færa
hana úr almenna bankakerfmu inn á
sérsjóðakerfið.
Afhverjuer
skortur á lánsfó
Ágætur bankamaður sagði mér
fyrir stuttu, að menn gleymdu þvi
oft, þegar kvartað væri undan láns-
fjárskorti, af hverju_ þessi skortur
stafaði fyrst og fremst. Hann sagðist
vitanlega viðurkenna, að verðbólg-
an hefði brenfit hluta fjárins, einkan-
lega á árunum 1971 til 1974, en
fleira kæmi til.
Og hann taldi, að það sem mestu
skipti væri, að um árabil hefðu stór-
fyrirtæki og fjármagnsfrek verið
þvinguð með stjórnvaldboðum til að
Haraldur Blöndal
selja vöru sína og þjónustu undir
kostnaðarverði. Þessi fyrirtæki yrðu
þvi að taka lán til að ná endum
saman.
Og það er hægt að taka dæmi af
þessum fyrirtækjum.
Verðlagning á olíu hefur verið
þannig undanfarið, að olíufélögin
hafa safnað skuldum, því að
hækkanir á olíu hafa komið of
seint.
Einfalt dæmi sýnir þetta:
Olíufarmur er keyptur inn á eina
milljón króna. Hann er seldur á sama
verði. (Tollar og skattar eru ekki
taldir með, enda skipta þeir ekki máli
í þessu sambandi.) Þegar nýr farmur
er keyptur hefur olía hækkað í verði
um 20%. Olíufélagið á hins vegar
ekki nema eina miUjón til þess að
kaupa þann farm, svo að félagið
verður að slá mismuninn í banka.
Orkuveiturnar
Og sama gildir um orkuveiturnar,
hvort heldur eru hitaveitur eða
rafmagnsveitur. Fjárþröng
Rafmagnsveitna ríkisins er löngu
þekkt og verðlagsstefna Hjörleifs
Guttormssonar gagnvart Hitaveitu
Reykjavíkur er slík, að búast má við,
að kynda þurfi upp með olíu i
Reykjavík að nýju.
Og enn má taka dæmi: Eigið
fjármagn Sementsverksmiðju ríkisins
rýrnaði um margar milljónir nýkróna
árið 1980 og sú rýrnun hélt áfram sl.
ár.
Oghvarfáþau
þá peningana?
En þau fyrirtæki, sem ég hefi nefnt
hafa verið rekin áfram. Þau draga
ekkert úr rekstri, — framkvæmdir og
nýjar fjárfestingar eru að sönnu
minni heldur en ella væri. En dagleg-
ur rekstur gengur með eðlilegum
hætti.
Og er þá ekki eðlilegt, að menn
spyrji :Hvar fá þau peningana til þess
að halda áfram hallastarfseminni?
Og svarið er: 1 bönkunum.
Þannig er orðið ástandið, að fyrir-
tæki, sem að öllu jöfnu ættu að
leggja fé á banka og vera bönkun-
um bakhjarl og allra síst áhyggju-
efni, eru nú helstu skuldunautar
bankanna, — þeir aðilar, sem allt
fjármagn sogast til, og afleiðing
verður svo sú, að ekki er hægt að
sinna öðrum þörfum. Og meira en
það, stóraukin útlán bankanna má að
miklu leyti rekja til þess, að ríkis-
stjómin hefur þvingað fyrirtækin í
landinu til hallareksturs.
Ég hef áður vitnað til þess, að
bankastjóri nokkur sagði við ríkis-
fyrirtæki, sem komst í fjárþrot vegna
verðlagshafta ráðherra síns: Þú færð
ekkert lán hjá mér, — það er ekki
hlutverk banka að fjármagna halla-
rekstur heldur að lána fé til fyrir-
tækja, er skila hagnaði.
Ef bankarnir hefðu brugðist
hart við á sínum tima og neitað að
lána í botnlausan hallarekstur og
lokað, þá er líklegt að fjármálastarf-
semi í landinu væri heilbrigðari en nú
er.
Haraldur Blöndal
A „Viöskiptabankarnir hafa lýst því, aö
^ ákvöröun Seölabankans þýöi í raun
lokun bankanna,” segir Haraldur Blöndal í
grein sinni þar sem hann fjallar um lánastarf-
semi bankanna.