Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982. 13 Það er ekki öruggt að allir lesendur þessarar greinar viti hvað átt er við þegar rætt er um aukabúgrein. Aðal- búgreinar á fslandi eru sauðfjárrækt og mjólkurframleiðsla. AUt annað flokkast sem aukabúgreinar. Hvort sem það er ylrækt, garðrækt, hrossa- rækt, svinarækt alifuglarækt eða loðdýrarækt. Þessi upptalning gæti reyndar orðið mun lengri. Því það flokkast jafnvel undir aukabúgrein að prjóna lopapeysur. Það má segja að um það eru skiptar skoðanir hvort heimilisiðnaður ýmiskonarí sveitun- um flokkist sem heild undir auka- búgreinamar. Löödýraræktin áaðbjarga GreinUegt er af þeim umræðum, sem átt hafa sér stað að undanfömu og tíðum utanferðum fslendinga til að kynna sér loðdýrarækt að aðal aukabúgreinin í dag er loðdýra- rækt. Það er augljóst að hún er bjargráðið sem staðnæmst er við. Trúlega er nokkuð langt í það að annar hver bóndi á íslandi komi sér upp loðdýrabúi, eins og margir virðast láta sig dreyma um. Það verður að segjast eins og er og aUir vita, sem það vUja vita, að loðdýrarækt er ekki nein allsherjai' framtíðarlausn á vandamálum íslenskra bænda eða landbúnaðarins. Þess vegna er mjög óhyggilegt að ætla sér um of í þeirri grein. Sá bóndi sem byggir aUa afkomu sína á fram- leiðslu minka- eða refaskinna tekur of mikla áhættu. Það eru miklar sveiflur á þessum markaði. Nú er mjög gott verð á góðum skinnum og tiltölulega auðvelt að selja þau. fslenskir loðdýrabændur em komnir i gott samstarf við danska sem á Áukabúgreinar sem gleymdust... örugglega eftir að reynast þeim vel. Það eru hvorki íslenskir né danskir skinnaframleiðendur sem geta ráðið verðinu eða eftirspurninni einir. Það em konurnar og oftar fyrirvinnan, hver sem hún er á heimiUnu, sem ræður hvort varan er keypt. Þetta á við um pelsa og ýmsa aðra munaðar- vöm. Annað lögmál gUdir um nauðsynjavömr. Á einn hátt geta skinnaframleið- endur haft áhrif á verðið og það er með því að draga úr framboði. Það skeði fyrir örfáum árum að samtök loðdýrabænda á Norðurlöndum komu sér saman um að slátra og eyði- leggja um 1/2 milljón af minkahvolp- um. Það komu ekki á markaðinn skinnaf þeim. Fram/eiðsiaá pelsgœrum Mjög mikill áhugi var í Noregi og Svíþjóð fyrir aðeins þrem árum að stórauka framleiðslu á pelsgærum. Það er einn fjárstofn á Gotlandi í Svíþjóð sem þekktur er fyrir að gefa lömb með sérstaka áferð á lokk. Gærur af þeim lömbum henta vel í pelsa. Mjög hátt verð fékkst fyrir þessi Gotlandsskinn fyrir tveim árum á skinnauppboði í London. f fyrra var ekki hægt að selja bestu flokka af þessum skinnum fyrir nokkurn skapaðan hlut. Það fundust ekki kaupendur að þeim. Því að heima sátu japanskir skinnakaupmenn og nöguðu á sér neglurnar fyrir framan skinnahrúgu frá fyrra ári. Þrátt fyrir það að erfiðlega hafi gengið að selja þessar pelsgærur í fyrra þá getur alveg eins farið svo í ár eða næsta ár að þá fáist gott verð fyrir þessi skinn. Þess vegna er sjálfsagt að styðja vel við bakið á Sveini Hallgrlmssyni, sauðfjárræktarráðunaut Búnaðar- félags fslands í byrjunarstarfi hans við að skipuleggja ræktun á íslensk- um fjárstofni með góða pelseigin- leika. Þetta starf heimtar ekki nýja fjárfestingu eða mikinn aukakostnað fyrir íslenska bóndann. Vonandi ber það árangur og pelsgæran komst í tísku og verður eftirsótt vara. Það er eins með hana og minkinn að bændurnir ráða litlu um verðið. Það gera tískan og efnahagur neytandans. Afífugla-og svínaræktin Það er ekki lengur minnst á að þessar búgreinar eigi að bæta Kjallarinn Agnar Guðnason bændum upp tekjumissi af hinum hefðbundnu. Fyrir þrem árum áttu þær m.a. að vera bjargráðið. Þá var sagt að bændur gætu með góðu móti dregið úr mjólkur- og kindakjöts- framleiðslunni en í stað þess fengið sér hænsni eða nokkur svín. Það er eins og þetta hafi gleymst, því nú er bara ekki minnst einu orði á að bændur geti tekið upp þessar búgreinar til að bæta upp samdrátt- inn í mjólkur- og kindakjötsfram- leiðslunni. Ég held j afnvel að nú sé svo komið að flestir þessir litlu framleiðendur sem voru með nokkur hundruð pútur og fáeinar gyltur hafi hætt. Þeir stóru hafa bætt við sig. Það eru komin hænsnabú þar sem eru allt að 45 þúsund varphænur. Það er lýgilegt en samt satt að það litla sem bændasamtökin hafa gert fyrir þessar búgreinar er nær eingöngu til hags- bóta fyrir stærri framleiðendur. í fávisku minni hélt ég að þegar kjarn- fóðurskatturinn var settur á yrði hann notaður, að hluta til að byggja upp hænsna- og svinarækt hjá bænd- um. Það sem hefur verið úthlutað til fuglabænda úr sjóðnum hefur ein- göngu farið til stórframleiðanda. Einhvern timann og einhvers staðar hefur orðið stefnubreyting. Ekki minnist ég þess að búnaðar- félagið hafi breytt um stefnu eða aðalfundur stéttarsambandsins hafi lýst því yfir að kála ætti öllum smáframleiðendum í þessum búgrein- um. Þó blasir það við, að allt stefnir í þá átt að innan fárra ára framleiði fáein verksmiðjubú, öll egg, kjúkl- inga og svín, sem neytt verður hér á landi. Þó getur það átt sér stað þegar ástin dvínar á mink og ref að þeir sem ráða fari að muna eftir þeim búgrein- um sem líklegastar eru til að hjálpa bændum yfir þá erfiðleika sem nú er viðaðetja. Agnar Guðnason blaOaf ulltrúi. Hafa Islendingar ekki ef ni á raunhæfri náttúruvemd? — hugleiðingar vegna Blönduvirkjunar Margir hljóta að velta þessari og svipuðum spurningum fyrir sér eftir allar umræðurnar um Blöndumálið. Deilan hefur í raun staðið um stærð miðlunarlóns og tap á grónu heiða- landi en ekki hvort Blanda verði virkjuð á næstu árum eður eigi. Margt bendir til þess að unnið hafi verið að framgangi málsins af meira kappi en forsjá. Harður og óvæginn áróður hefur verið rekinn fyrir þeirri tilhögun sem mestri landeyðingu veldur, undir yfirskini hagkvæmni og þjóðarhags, án þess að sannfærandi forsendur og hagkvæmnisútreikning- ar liggi fyrir. Mörgum hefur verið villt sýn í því talnaflóði. Stofnanasér- fræðingar hins opinbera og ráða- menn hafa lagst á eitt við áróðurinn, á stundum með vafasömum hætti. En sem betur fer er enn til fólk sem lætur ekki alltaf blekkjast þótt við ramman reip sé að draga, spyr áleit- inna spurninga og gagnrýnir hinn ein- strengingslega málfutning sumra „tæknikratanna”. Verndun gróður- lenda og umhverfis er stórmál sem hefur efnahagslegt gildi þegar málið er athugað á breiðum grundvelli. Ábyrgð opinberra stofnana er mikil í slíkum málum en þar virðast einhæf sjónarmið ráða ferðinni. Reynt hefur verið að gera sem minnst úr landtap- inu, fegra sem mest möguleika á upp- græðslu beitilands á heiðunum og telja almenningi trú um að bændur væru hvort sem er að eyðileggja land- ið með ofbeit. Aldrei samið um aðalatriðið Einstefnan og harkan í Blöndumál- inu hefur verið það mikil að ráða- menn fengust ekki til að huga í alvöru að öðrum kostum en 400 gígalítra lóni með miðlun við Reftjamar- bungu, fyrr en nú allra síðustu vik- urnar. Þau vinnubrögð virkjunar- aðila, að kynna samninganefnd heimamanna mismunandi virkjunar- kosti fyrir rúmlega ári en ætla sér í raun að gefa aðeins kost á hinni margumtöluðu tilhögun I, eru ámælisverð eins og kom í ljós þegar svokallaður samningur var undirrit- aður í marsmánuði. Heimamenn hafa í rauninni aldrei fengið að semja um aðalatriðið, stærð miðlunarlóns- ins. Þeim var eiginlega stillt upp við vegg: virkjunartilhögun I eða engin Blönduvirkjun á næstu árum. Náttúruverndarráð, Landvernd, Búnaðarþing og landverndarsamtök á Norðurlandi hafa ályktað og hvatt til þess að málin verði könnuð nánar og leitast verði við að draga úr land- tapi vegna miðlunarlóna við Blöndu og annars staðar á hálendinu. En lít- ið bólaði á sanngirni og skynsemi fyrr en undir páska. Þá var farið að ræða um málamiðlun, reyna að ná raunhæfri samstöðu og koma á friði. Hvort sem það var vegna tillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingis- manns eða annarra fóru umræður að snúast um 220 GL lón með miðlun við Reftjarnarbungu. Þessi leið mun þó áður hafa verið til umræðu meðal þingmanna, ef marka má blaðaskrif, og svo fór að þingflokkur Framsókn- arflokksins ályktaði 26. apríl að stíflumannvirki Blönduvirkjunar skuli byggð fyrir 220 GL miðlun og frekari stækkun lónsins skuli vera háð samþykki Alþingis. Atvinnu- málanefnd Sameinaðs þings komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu 30. apríl, eftir mikla umræðu, að hönn- un Blönduvirkjunar skuli miðast við 400 GL miðlun við Reftjarnarbungu þótt lónið verði í upphafi 220 GL að stærð. Álit nefndarinnar endurspegl- ar tregðu ráðamanna til að hlífa gróðurlendi við virkjunarfram- kvæmdir. Hagkvæmnissjónarmið „tæknikratanna” eru enn látin ráða ferðinni en náttúruverndarsjónar- miðin eru greinilega sniðgengin að mestu. Þvílík sóun að sökkva undir tiltölulega grunnt miðlunarlón einnar virkjunar grónu landi sem er stærra en Reykjavík, Kópavogur, Garða- bær, Álftanes og Hafnarfjörður til samans. Svipað mun ske við Fljóts- dalsvirkjun. Ein allsherjar tilraun Þótt Blönduvirkjun með 220 GL miðlunarlóni valdi stórfelldum um- hverfisspjöllum er talsverður munur á 220 og 400 GL lónum. Þannig færu 56 km! gróins lands undir 400 GL lónið, en 40 km! undir 220 GL lónið, svo að lantapið er 16 km! eða 29% minna — 12 km! á Auðkúluheiði og 4 km! á Eyvindarstaðaheiði. Að binda miðlunina við 220 GL gæti því talist sæmileg málamiðlun. Verði lónið aft- ur á móti stækkað bráðlega i 400 GL eru þær forsendur brostnar, því miður. Slik áfangaskipting hefði þó þann kost umfram 400 GL strax að á meðan minna lónið yrði notað gæfist færi á að rannsaka umhverfisáhrif þess og þær niðurstöður myndu væntanlega hafa áhrif á frekari stækkun. Frá sjónarhóli umhverfis- verndar er Blönduvirkjun með sitt stóra miðlunarlón og löngu veitu- skruði ein allsherjar tilraun og svipað mun gilda um Fljótsdalsvirkjun, að mínum dómi. í fjölmiðlum hefur verið gert mikið úr kostnaðarmun á milli virkjunar- kosta við Blöndu. Munur á 220 og 400 GL miðlunum er sagður vera um 40 milljónir kr. eða „66.700 kr. á hverja rollu” eins og fram kom i Dagblaðinu og Vísi 28. apríl sl. Við alla útreikninga skiptir meginmáli hvernig forsendurnar eru og hér gætu þær hæglega breyst. Til dæmis eru spár um orkusölu og arðsemi óljósar og mér er ekki kunnugt um að fyrir liggi áætlun um uppbyggingu iðnaðar á Norðurlandi. Enginn vandi aðreikna Annað dæmi er uppgræðslukostn- aðurinn, verulega stór liður, sem að mínu áliti hefur verið vanmetinn í öll- um opinberum kostnaðarútreikning- um og þar af leiðandi í samanburði á virkjunarkostum. Ein helsta forsenda uppgræðsluáforma er að leitast við að bæta gróðurlendið sem tapast með uppgræðslu á gróðursnauðu eða ör- foka landi, án tillits til beitargildis. Land fyrir land, hektara fyrir hekt- ara, samkvæmt ályktun Náttúru- verndarþings 1981. Uppgræðsluskil- yrðin eru erfið og því ríkir óvissa um væntanlegan árangur. Tuttugu og níu prósent sparnaður á landi við 220 GL lón þýðir væntanlega 900 hektara eða 9 km! minni uppgræðslu sem sam- kvæmt nóvemberverðlagi 1981 nem- ur 9.5 milljónum kr. í stofnkostnaði. Áburðardreifing til að viðhalda beit- argróðri á 900 ha mundi kosta um 1.5 milljón kr. á ári en Búnaðarfélag ís- lands og Landgræðsla ríkisins telja nauðsynlegt að bera árlega á slík upp- græðslusvæði, það sýnir reynslan. Sparnaður vegna minni uppgræðslu gæti því einn sér gert 40 milljón kr. hagkvæmnismuninn að engu, þegar til lengri tíma er litið, t.d. afskriftar- tíma virkjunarinnar sem mun vera 40 ár. Með því að taka fleiri forsendur til athugunar mætti ef til vill sýna fram á að 220 GL lón gæti orðið a.m.k. eins hagkvæmt og 400 GL lón. Það er enginn vandi að reikna en erfiðara að spá áratugi fram í tím- ann. Auðfíndí hrjóstrugu landi í umfjöllun um Blönduvirkjun er gjarnan rætt um landtapið eingöngu sem tap á beit fyrir svo og svo margar ær og talið muna tæplega 600 ærgild- um í framangreindum samanburði. Vissulega er þetta verðmætt beiti- land. En það er meira. Það er gróður- lendi með djúpri gróðurmold, mikil auðlind I hrjóstrugu landi sem við verðum að vernda eftir föngum. Þetta land hefur margþætt vistfræði- legt gildi að mati náttúrufræðinga. Tap á því er ekki einkamál þeirra bænda sem beita sauðfé og hrossum á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðar. Þrátt fyrir alla umræðuna um nátt- úruvernd síðustu árin eru margir furðu tómlátir um þessi efni, jafnvel fólk sem hefur getið sér orð fyrir að vinna þeim málum brautargengi. Á Kjallarinn Dr. ÓlafurR. Dýrmundsson stjórnmálasviðinu hafa viðhorf for- ystusveitar Alþýðubandalagsins til Blöndumálsins vakið furðu öðru fremur. Það er engu líkara en stór- felld eyðing lands með miðlunarlón- um eigi að verða einskonar náttúru- lögmál, þjóðarnauðsyn er oft við- kvæðið. Er það nú alveg víst að þessi vinnubrögð verði okkur til heilla? Þarf nýting vatnsafls til raforkufram- leiðslu virkilega að fela í sér svo mikla landeyðingu í framtíðinni? Vissulega þarf að koma upp miðlun- arlónum en það er ekki sama hvernig það er gert. Nýsamtök? Ég vil að lokum minna á að fyrir skömmu var samþykkt á Alþingi ný landgræðslu- og gróðurverndaráætl- un og ber að fagna henni. Að gæta meira hófs við gerð miðlunarlóna er mikið landverndarmál. Það er því furðulegt að á sama tíma og viður- kennd er þörf fyrir fjárveitingar til verndunar gróðurlendis almennt er mjög takmarkaður skilningur meðal ráðamanna á gildi þess að draga úr tapi á gróðurlendi við virkjunarfram- kvæmdir. Þar er ekki talið réttlætan- legt að verja umtalsverðum fjármun- um til landverndar. Á meðan gróið land er svo lítils metið mun raunhæf náttúruvernd eiga erfitt uppdráttar hér á landi, þá ályktun dreg ég hik- laust af Blöndumálinu. Að mínum dómi taka ríkisstjórn og stjórnmála- flokkar allt of lítið tillit til ábendinga þeirra ráða og samtaka sem vinna að ýmsum þáttum náttúruverndar í landinu. í ljósi þeirrar staðreyndar er eðlilegt að s.ú spurning vakni hvort flokkarnir séu óbeint að stuðla að myndun stjórnmálasamtaka um- hverfisverndarfólks á íslandi. 1. mai 1982 Dr. Ólafur R. Dýrmundsson landnýtingarráðunautur Búnaðarfélags íslands Skrrfað undir samninga um Blönduvirkjun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.