Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ& VISIR. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982.
25
„Kappakstursleikirnir eru skemmtilegastir," segja þær Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Guðrún Helga
Sigurðardóttir.
Vinkona hennar, Sigurveig Stefáns-
dóttir, sem líka er 9 ára, segir aö sér
þyki þó langskemmtilegast aö spila
spil sem heitir Star Raiders.
„Þar á maöur aö skjóta niður óvina-
flugvélar. Eg er með stýripinna og á að
ímynda méraöégséinniígeimskipi.”
Ingibjörg segist ekki muna hvað
spilið heiti sem henni finnst
skemmtilegast.
„Þaö er þannig aö ég á aö ímynda
mér, aö ég sé aö labba á milli drauga.
Draugamir sem era vondir eru svartir
en hinir hvítir. Ef maður rekst á hvítan
draug þá gufar hann upp og þá heyrist
ýlfur. En ef ég hitti á svartan draug,
þá er ég úr leik,” útskýrir hún fyrir
mér.
Börnin og tölvur
Þaö er greinilegt aö börnin hafa
gaman af aö kynnast tölvum og
Friörik er þolinmóður kennari þó hann
sjálfur segi aö þaö sé til fullt af góöum
tölvufræöingum og fullt af góöum
kennurum. En mjög fáir sem geta gert
hvort tveggja vel. Honum virðist
takast það ágætlega.
Reynir Hugason skólastjóri Tölvu-
skólans sagöi aö þaö væri augljóst aö
böm ættu jafnauðvelt meö aö læra á
tölvur eins og fullorðið fólk. Því væri
þaö hinn mesti misskilningur aö halda
því fram aö tölvur væru bömum of-
viða. Þaö heföi sýnt sig hvarvetna sem
þetta hefur veriö reynt aö börn era
fljót að tileinka sér nýjungar. Hann
sagöi ennfremur að þar sem sam-
keppnin í heiminum væri alltaf aö
veröa meiri þá heföu þau böm sem
lærðu á tölvur greinilegt forskot. Þau
yröu einfaldlega hæfari vinnukraftur.
Tölvuvæddur heimur
Reynir sagöist halda aö þróunin í
tölyuvæöingunni yröi sú aö eftir
nokkur ár yrðu heimilistölvur jafn
algengar á heimilum og litasjónvarpið
er í dag. Eftir fimm ár mun fólk kaupa
sér tölvur af mikilli þekkingu, svona
rétt eins og fólk kaupir sér nú góö
hljómflutningstæki.
Augljóslega eru tölvur framtíöin.
Og þessari tölvuhræöslu sem margir
ganga meö í maganum má jafnvel
líkja viö hræðslu fólks viö bíla þegar
þeir fóru fyrst aö birtast á götum úti.
Sagt var að sumir bílaeigendur heföu
þurft aö setja hesthaus framan á
bílana sína á meöan fólkið var aö
venjast þeim! Tölvumar þarf í sjálfu
sér ekkert að óttast. Þaö er eins og
Friðrik útskýröi fyrir bömunum, ekki
viö tölvurnar sjálfar aö sakast ef eitt-
hvaö fer úrskeiðis, heldur þann sem
semur forritin. Og þaö munu
mennimir alltaf gera.
-Eg.
„Ég hugsa að ég læri á tölvur áfram eftir þetta námskeið," segir hún Ingi-
björg Hildur Eiriksdóttir sem er aðeins 9 ára.
Ljósmyndir: Einar Ól.
Komið og sjáið baráttuleik á
fagurgrænum grasvellinum í Kópavogi
SKRÚÐGANGA
Skólahljómsveitin Ranheim skolemusikkorps frá Þrándheimi í Noregi-
mun leika fyrir skrúðgöngu frá Kópavogsskóla ki. 13.15 og marsera á
Kópavogsvöll. Einnig mun skólahljómsveitin leika á Kópavogsvelli fyrir
leik og í hálfleik. '
STRÆTISVAGNAFERÐ
Strætisvagnaferð er frá Hlemmi Kl. 13.30 beint á leikinn og frá skiptistöð
á Kópavogshálsi strax eftir leik.
BOÐSGESTIR
4. flokki Breióabliks ásamt þjálfara og umsjónarmanni er sérstaklega
boðið á þennan leik. Mæting er við suðurhlið vallar kl. 13.45
BREIÐABUK-KR
á Kópavogsvelli í dag kl. 14.00
BARNAGÆSLA
Barnagæsla verður á sérstaklega afgirtu svæði
og munu fóstrur annast gæsluna.
Ekkert hik
á Breiðablik!!