Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JUNl 1982. — Anna Borg (t.v.) fór með hlutverk Guðrúnar i Konunglega leikhúsinu i Kaupmannahöfn á árunum 1945- '48. Inga Schultz (t.h.) var Hrefna, en leik- ritið var eftir Oehlenschláger, skrifað hundrað árum áður. 99 Pi ve uti iHirunn shrífoð Osvífur. ogsomt „íslendingar í dag eru alveg eins og fólkið í Laxdælu. Ég þurfti bara aö horfa smávegis í kringum mig. Hrika- lega svipaöur hugsunarháttur!” hróp- ar Þórunn Siguröardóttir. Hún kemur æöandi eins og hvítur stormsveipur inn í stofuna hjá mér eitt kvöld og veifar handriti sínu að leikriti um Guörúnu Osvifursdóttur. (Þaö var sú sem sagði: „Þeim var ég verst sem ég unni mest,” þið munið.) „Já, en Tóta," segi ég. „Þaö hefur aldrei heppnazt aö gera vinsælt leikrit sem byggt er á efni úr fomsögunum. ” ,,Kannske mistekst mér þaö líka,” segir Tóta. „En nú er aö minnsta kosti rétti tíminn. Rómantík nítjándu aldar- innar er liöin hjá, í dag erum viö blend- in í trúnni eins og fommenn, snarrugl- uö í ástamálum og kvenfrelsisum- ræöanáfullu!” „En ef enginn vill sýna leikritiö þitt, Tótamin?” „Þá stjóma ég því bara sjálf á úti- taflinu,” segir Tóta af þeim eldmóði sem sönn leikritaskáld þurfa aö eiga í brjósti til aö hörfa hvergi á hinni þym- umstráðubraut. Skrifaði fyrst á laun Til þess kemur ekki því leikritiö hennas um hina eftirsóttu og skap- stóru Guörúnu verður væntanlega sýnt næsta vetur. Eins og höfundarnir Kjartan Ragnarsson og Steinunn Jóhannesdóttir er Þórunn „leikhús- manneskia”. Hún var á sínum tíma í leiklistarskóla og hefur bæöi leikið, leikstýrt og tekiö þátt í samningu leik- rita meö öömm. Má þar nefna „Einu sinni á jólanótt”, .JColrössu”, „Flug- leik” og „Grænjaxla”. En öömmþræöi er hún blaðamaður. Á Vísi var hún um skeið, en nú er hún á sumrin ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans. Hún á son og dóttur og mann, Stefán Baldurs- son leikstjóra. Fyrstu drögin aö leikritinu sinu skrifaöi hún á laun — vegna vina- og vandamannatengslanna viö leikhúsiö. Eins og lesandann kann þegar vera farið aö gruna er Þórunn Siguröardótt- ir ekki sú manngerö sem bræöir meö sér ámm saman hvort hún eigi aö reyna aö setja saman lítinn einþátt- ung. Nei, um leið og hún fékk hug- myndina var ákvöröun tekin og verkið samstundis hafiö. „Síðan hef ég verið algjörlega á þess valdi, næstum allt sem ég hef gert uþp frá því hefur tengzt leikritinu á einhvernhátt.” Sem unglingi leiddust mér fornsögur Hún segir aö þaö hafi verið líkast því aö fá vitrun. Þaö byrjaði mjög sakleys- islega. „Eg átti hálfsmánaðarfrí milli verk- efna í fyrravor og var mikið ein heima meö bömin. Eftir svo sem þrjá daga fannst mér kominn tími til aö líta í bók. Ég tók Laxdælu ofan úr skáp og fór að glugga í hana. Fomsögurnar haföi ég lesiö sem unglingur og þótti lítiö í þær variö. En nú brá svo viö aö ég hafði ekki fyrr lokið sögunni en ég fann aö ég varð aö skrifa leikrit um Guörúnu. Þaö var engin spurning!! Og ég man vel aö þetta var aö kvöldi hins 19. marz 1981.” Hún segir aö foreldrar sínir, Sigurö- ur Olason og Unnur Kolbeinsdóttir, hafi veriö mikið áhugafólk um Islend- ingasögur og annan þjóölegan menn- ingararf. „Þetta var rætt fram og aftur. Ég haföi engan áhuga þá,” segir Þórunn. „En nú er eins og bemsku- áhrifin séu aö skila sér.” Hvaö um þaö, næsta dag hentist hún á bókasafnið og náöi sér í fróöleik um víkinga. Hefur veriö sílesandi æ síöan um þetta tímabil. Og svo fór hún strax aö gera fyrstu „grind” aö leikritinu. Pappíra og bækur faldi hún í diska- skápnum inni í stofu. Sendi fyrsta upp- kastið undir dulnefni til leikhúsráös í Iönó. Þegar því var vel tekiö ljóstraði hún upp leyndarmálinu. Hélt svo áframaöpuöa. Hlutur kvenna í Laxdælu I fyrri hlutanum, en honum er sleppt í leikritinu, segir frá Unni djúpúögu landnámskonu og Melkorku, formæör- um Kjartans Olafssonar og stórmerki- legum konum. Seinni hlutinn er sagan um ævi og ástir Guðrúnar Osvífurs- dóttur. Ég verö aö játa aö þegar ég loks haföi mig í aö fara aö dæmi Þórunnar og blaöa í Laxdælu þá kom mér á óvart hvaö hún var spennandi og f uröuleg. Konur eru þar hlutfallsiega sterkari en í öðmm íslendingasögum. Þarna em óvenju margar eftirminnilegar kvenlýsingar og engin konan annarri lík. Hins vegar eiga Guörún Osvífurs- dóttir og Hallgeröur langbrók í Njálu ýmislegt sameiginlegt. Séu talin saman mannanöfn í þessum sögum kemur i ljós aö í Laxdælu em nafn- greindir karlmenn 3,7 móti hverri konu eníNjálu5,5. I leikriti sínu ætlar Þórunn að skipta jafnt milli kynja, leikarar verða fjórir karlkyns, fjórir kvenkyns. Þeir túlka fleiri persónur með því aö bregða sér í ýmis gervi. Létu ekki kúga sig Guörún Osvífursdóttir var fjórum mönnum gift og trúlofuð þeim fimmta. Tvö mestu glæsimenni samtiöarinnar bárast á banaspjótum hennar vegna. Hún hikaði ekki viö aö gera aðrar kon- ur óhamingjusamar en átti sjálf erfiöar stundir. Eins og þegar Helgi Haröbeinsson þurrkaöi blóöið af sverö- inu sínu í höfuöblæju hennar, eftir aö hann haföi drepiö mann hennar, Bolla. Svo ekki sé minnzt á allt baslið meö Kjartan. En hún er sannarlega ekki eina furöukonan þarna. Systir Kjartans, Þuriöur, eignast bam meö útlendingL Þegar hann ætlar aö stinga af án þess aö greiöa meðlög fer Þuríöur þangaö sem hann liggur safandi úti í skipi, stelur frá honum því sem honum er kærast, sveröinu Fótbít, og skilur barniö eftir í staöinn. Hann má gjöra svo vel og sigla sverðlaus burt meö barnið. Svo er verið aö tala um aö nútíma- konursýnihörku! „Efkona varslegin kostaöi þaö bana eöa skilnað,” segir Þórunn. „Þaö gerist bæöi hjá Guörúnu og Hallgerði. Síöan líöa næstum þúsund ár þangaö til fyrst núna að menn era famir að vakna til meðvitundar um aö þaö sé ekki sjálfsagt aö leggja hendur á kon- ur.” Mikiö af þeim tíma var ofbeldi gagn- vart konum, börnum og hjúum vernd- aö af lagaákvæðum, fyrst kirkju, síöan konungs, og er ekki ótrúlegt aö um sé aö ræöa áhrif frá görnium rómverskum rétti, þótt ekki skuli þaö fullyrt hér. „I fomsögum láta konur ekki kúga sig ef nokkuð er í þær spunniö,” segir Þórunn. Við erum blendin í trúnni Hræringar í kvenfrelsismálum eru ekki þaö eina sem Þórunni Siguröar- dóttur finnst okkar kynslóð eiga sam- eiginlegt með forfeörum okkar kring- um áriö 1000. Á mörkum kristni og heiðni vora gömul gildi í ipplausn. Menn vissu ekki hvort þeir áttu aö trúa á Þór eöa Hvítakrist. „Alveg eins og í dag þegar óvissan steöjar aö. Foreldrar okkar, eöa aö minnsta kosti afar og ömmur, vora mótuð af bjargföstu trausti á almætti guös og vemdarhendi forsjónarinnar. En við erum farin aö efast. Heims- mynd okkar er ótrygg og okkur er næst aö halda aö vilji mannsins sé það eina sem breytt geti örlögunum, vemdaö lífiö á jöröinni. Þaö er óhætt aö segja aö viö erum oröin blendin í trúnni. En þaö er auöveldara aö fylgja gamalkunnum reglum heldur en þurfa aö velja og hafna sjálfur. Tökum til dæmis hippahreyfinguna. Hún hefur bæöi leitt af sér góða hluti og slæma. Þar er frjálslyndiö ríkjandi og þaö hefur sína kosti og líka galla, rétt eins og staöfestan. Þetta á við í ástamálum, uppeldismálum og mörgu ööra.” Þaö rifjast upp sem sagt hefur veriö aö Gretti Ásmundarsyni svipaöi til nú- tima-unglinga i uppreisnarhug sinum og örvæntingar ofstopa. Agnar Þóröar- son hefur leitt rök aö þessu. „Finnst þér persónur fornsagna standa þér nær en persónur 19. aldar skáldsagna?” „Áþví leikur ekki vafi. „Engin spuming,” hrópar Tóta. Hún segir aö auk þess sem dregiö hafi úr guösótta hafi siöferöisviöhorf breytzt. Púritanismi 19. aldar (og lengi áöur) er á undanhaldi. Honum fylgdi sterk tilfinningaleg bæling. Þaö var harölega bannað aö vera skotin í þessum annan daginn og hin- um hinn. Hin sanna ást birtist aðeins einu sinni á ævinni. Þaö vora guö og forsjónin sem tóku ákvaröanir í því efni, enda var talaö um „hinn útvalda” eöa „hina útvöldu”. Og þessi ást dafn- aöi hvergi eölilega nema í hjónabandi. Hamingjan fylgdi sjálfkrafa. Sú kona — eöa maður — sem ekki var hamingjusamur í hjónabandi var ein- faldlega misheppnaöur og geröi bezt í því aö þegja sem fastast og láta á engu bera. ,,lðraðist Bolli þegar verksins," stendur undir þessari mynd af Kjartani vegnum, i Laxdæluútgáfu Helgafells og Halldórs Laxness. Mynd: Gylfi Gislason. Þórunni er annt um að það komi fram að verk hennar sé ..dramatik" fremur en sagnfræði. Enda sjá engir tveir þessa atburði með sömu augum. Hér sést hvernig Þorbjörg Höskuldsdóttir hugsar sér að Helgi Harðbeinsson hafi lagt spjóti til Bolla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.