Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1982, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 26. JtlNl 1982. Kvikmyndir > Kvikmyndir Kvikmyndir Ehhi ev tillt sem sýnist Þeir sem hafa lagt leiö sína í Há- skólabíó aö undanförnu til aö sjá ævintýramyndina Rániö á týndu örkinni, eru líklega flestir sammála um aö hér sé um aö ræöa einstaklega fagmannlega unna mynd. Rániö á týndu örkinni er því góður samnefn- ari fyrir þær myndir þar sem einna mest mæöir á tæknibrellumeisturun- um, sem hafa oft á tíöum í hendi sér lykilinn að velgengni myndarinnar. Ef þeirra nyti ekki viö eöa ef þeir inntu slælega af hendi sitt hlutverk, þá heföu þessar myndir upp á lítiö aö bjóöa. Samt sem áöur fer lítiö fyrir þessum mönnum og í þess staö fá aörir aöstandendur myndarinnar í sinn hlut allt þaö lof og hrós sem myndin fær. Verkefni tæknibrellumeistaranna eru fjölbreytt. Þeir sjá um aö sökkva fraktskipum, sprengja í loft upp brýr og flugvélar, koma risastórum apa upp á Empire State bygginguna eöa framkalla eldgos. Hvemig þeir fara aö þessu skiptir litlu máli fyrir áhorf- endur svo framarlega sem þaö virk- ar raunverulegt á hvíta tjaldinu. Einnig uröu tæknibrellumeistaramir aö geta spáð um framtíðina þegar þeir unnu að gerö mynda á borö viö Stjömustríö I og II eöa Star Trek. Af þessari upptalningu sést aö tölu- veröar kröfur eru gerðar til þessara manna þótt flestir séu þeir ókunnir kvikmyndahúsagestum. Strætisvagn varð að líkvagni Fyrstu tæknibrellur í sögu kvik- myndanna má rekja til Frakkans George Melise, sem talinn er hafa gert fyrstu „special effect” mynd- ina. Líkt og svo oft áöur komst Melies fyrir tilviljun aö því hvernig hann gæti notað kvikmyndatökuvél- ina til að plata áhorfendur. Hann var vanur aö kvikmynda um helgar í Paris og sagan segir aö eina helgina hafi filman festst í kvikmyndatöku- vélinni þegar Melies var aö kvik- mynda. Eftir aö hafa losaö filmuna hélt hann áfram aö kvikmynda en þegar hann framkallaði filmuna brá honum heldur en ekki í brún. Strætis- vagn á myndinni haföi all-skyndilega breyst í líkbíl, líkt og um galdra væri aö ræöa. Melies skoöaöi filmuna aftur og aftur þangaö til hann haföi áttaö sig á því hvaö gerst hafði. Þegar filman festist, haföi strætisvagn veriö ný- kominn inn á myndrammann. Hann hélt nát .iega áfram, en svo skemmtilega vildi til að þegar Melies haföi losaö filmuna og hélt áfram aö kvikmynda þá var líkvagn staddur nákvæmlega á sama staö og þar sem strætis vagninn haföi veriö. Melies hélt áfram aö gera tilraunir meö tæknibrellur og er m.a. talinn höfundur aö „split screen” tækninni. I desember 1908 sendi Melies svo frá sér myndina Cinderella sem hann auglýsti aö væri fyrsta myndin sem segöi sögu, þ.e. hann klippti mynd sína til aö skipta á milli atriða í stað að láta kvikmyndatökuvélina standa óhreyföa og láta leikarana ganga inn og út af myndrammanum. Cinderella var þannig samansett af yfir 20 atriöum ogþaö sem meira var — leikararnir voru í leikbúningum. Karlinn í tunglinu Einnig bauð Melies áhorfendum upp á margar tæknibrellur í mynd sinni eins og aö breyta rottum í hesta og graskeri yfir í hestvagn á hvíta tjaldinu. Þessi 6 minútna mynd varö fljótlega mjög vinsæl og ýtti undir Melies aö halda áfram tilraunastarf- semi sinni. Fjórum árum síðar leit dagsins ljós ein besta myndin hans sem reyndist sú f jögur hundraðasta í röð- inni. Var það A Trip To The Moon, byggö á sögu Jules Verne, From the- Earth to the Moon og nýlegri sögu H.G. Wells, First Men in the Moon. Þegar horft er á kviUmyndir getwr oft regnzt erfitt að greina á milli hvað sé raunveruiegt og hvað sé unnið aftæknibrellumeisturum kvikmgndanna Þetta atríði er úr myndinni Conquest of the pole sem Melies gerði árið 1912. Frostrisinn á myndinni var vélknúinn. Var þetta 13 minútna mynd sem not- færöi sér allar tæknibrellur sem þekktar voru þá í þessari nýju grein og haföi þar að auki í pokahominu nokkrar sem aldrei höfðu sést á hvíta tjaldinu áöur. A Trip To The Moon varö gíf urlega vinsæl mynd enda höföu áhorfendur aldrei séö neitt í likingu viö þetta. Melies haföi lagt mikla vinnu og f jár- magn í gerö myndarinnar. Til aö sýna þegar geimfarinu var skotiö á loft, þá lét hann draga geimfariö á spottum yfir bakgrunn af sjóndeild- arhringnum, séö frá París. Til aö gefa áhorfendum kost á að sjá tungl- iö meö sömu augum og geimfararnir sjálfir, þá byggöi hann líkanaf tungl- inu og renndi því síðan eftir boga- dreginni braut í átt til myndavélar- innar. Við þetta fengu áhorfendur þá tilfinningu aö þeir væru raunveru- lega sjálfir á leið til tunglsins. Hér er verið eð kvikmynda eitt atriðið / myndinni Emrthqumkm. Það er leikkonmn Buiold sem hmngir hér é brúnrU. Hér sést King Kong bmrfmst vfð fkrgvélmmmr I smmnefndri myndsem gerð var 1933. Risaeðlur og skrímsli A Trip To The Moon var hápunkt- urinn á ferli Melies og þegar fór aö nálgast fyrri heimstyrjöldina voru Bandarikjamenn famir að láta æ meira aö sér kveöa hvaö viðvék notk- un tæknibrellna viö kvikmyndagerð. The Lost World, byggö á sögu Arthur Conan Doyle, var fyrsta bandaríska kvikmyndin sem á snilld- arlegan máta færöi áhorfendur úr raunveruleikanum yfir í furöu- heima. Myndin fjallaöi um skrímsli og risaeðlur sem bjuggu á sléttu viö Amazon-ána þar sem tíminn haföi staöiö í staö. Vísindamanni sem þar var á ferö tókst aö handsama ein eðluna og flytja til London, en svo illa tóksttilaö hún slapp þar úr búri sínu og olli miklum usla áöur en hún henti sér í Thames ánna og synti tU heimalands sín. Aöalmaðurinn aö baki myndarinnar var steinskeri, aö nafni Willis H. O’Brien, sem haföi veriö aö leika sér að búa til líkön af alls kyns ófreskjum og datt svo í hug aö taka kvikmynd af þeim. Hann tók aðeins einn ramma í einu og færði svo örlítið um set eöa breytti ófreskjunum áöur en næsti rammi var tekinn. Þegar myndin var sýnd þá virkaöi þetta eins og skrímslin væru lifandi. Þetta var ekki ný tækni, en O’Brien var sá fyrsti sem áttaöi sig á gildi hennar og yfirfæröi hana svo í hentugt form fyrir kvikmyndagerö. Þrjú tímabil Á þessum tíma uröu tæknibrellu- meistarar aö vera ekki síöur góðir tæknimenn. Gott dæmi um það eru þeir sem unnu viö gerö myndanna Þjófurinn frá Bagdad (1924) og Boðorðin 10 (1923). En eftir því sem kvikmyndaiðnaðurinn þróaöist, því meiri sérhæfing varö og starf tækni- brellumannsins því meira afmarkaö. Samtímis var krafist meira og meira af þessum mönnum. Hér hefur veriö rætt lauslega um nokkrar myndir sem mörkuöu sporin hvaö viövíkur notkun tæknibrellna við kvikmyndagerð. I kjölfar þess- ara mynda komu þúsundir eftirlík- inga þótt inni á milli væru alltaf góð- ar og frumlegar myndir. En ef reynt er aö líta á þennan flokk mynda í heild, þá má segja aö þrjú tímabil séu nokkuö afmörkuö. Á árunum 1925—1935 voru einkenn- andi myndir um skrímsli og risaeöl- ur sem háöu bardaga jafnt sín á milli sem viö mennskar verur. Má þar nefna myndir eins og The Lost World (1925), King Kong (1933) og Son of Kong (1933). Einnig má nefna mynd- ina Mighty Joe Young sem var gerð síðar eöa um 1949. Á þessum tíma var einnig töluvert framleitt af myndum, byggöum á vísindaskáldsögum og hryllings- myndir, en segja má aö nýtt gullald- artímabil tæknibrellumanna hafi hafist þegar stórslysamyndirnar fóru að hrúgast á markaöinn upp úr 1970. Þar voru í fararbroddi Airport myndirnar (sú fyrsta var gerð 1970), Poseidon Adventure (1972), Jaws (1975), Earthquake (1974) og Tower- inglnferno (1974). Stjörnustríðið og síðar Close Encounters Of The Third Kind hleyptu svo nýju blóöi í gerö „science fiction” mynda. Þar má segja aö tekið hafi við ný kynslóð tæknibrellu- manna sem voru sérhæföir á mjög þröngu sviöi og kunnu aö nota alla nýjustu tækni sér til hjálpar, þar á meðal tölvur. Hvaö tekur nú viö er ekki gott aö segja, en allt bendir til þess að á næstunni muni áhorfendur geta skemmt sér viö að horfa á brell- ur tæknimeistaranna í myndum sem sækja efni sitt til ævintýra. Eru það myndir á borö viö The Sword and the Sorcerer, The Dragonslayer eða Conen. Ævintýrin virðast því aftur vera oröin vinsæl. Baldur Hjaltason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.