Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JULI1982. PERSÓNUFRELSI „Þjóöfélagskerfi frjálshyggj- unnar útþurrkar allt persónulegt frelsi” var fyrirsögn greinar Hjalta Kristgeirssonar hagfræöings, málsvara félagshyggjunar í DV. Þessu er alveg þveröfugt farið. I Rússlandi og fleiri kommúnista- ríkjum er fólkiö þrælbundiö starfi sinu og leyfist ekki aö hlaupa úr einu í annaö, þvi síöur aö skipta um skoöun. „Vinnustundaseljendur selja tíma lífvera meö félagsþarfir” er önnur setning úr grein Hjalta. Þaö gerist líka þótt unniö sé hjá ríkinu. , JCapítalistar selja aögang aö dauðum tækjum,” segir hann enn- fremur. Þaö rétta er: kapitalistar sjá fyrir dýrum vélum og tækjum fólkinu til handa aö létta störfin og auka framleiöslu fólkinu til hagsbóta og auðvitaö sjálfum sér og þjóðinni líka. Aftur á móti er rikisrekið fýrir- tæki kannski meö sömu tæki og búnaö, en þar er allt annað upp á teningnum. Viö ríkisrekin fyrirtæki borgar fólkiö þessi atvinnutæki í skattlagningu rikisins. Þama er mikiU munur á aöstöðu ríkis og ein- staklings aö reka fyrirtæki. Þó borga bæði sama kaup. Órökstutt arðránstal I tilfelU ríkisins er fólkinu seldur aðgangur aö tækinu sem þaö vinnur við, meö því aö láta það sjálft (þaö er fólkið) borga tækið sem þaö vinnur meö. Þetta gerir ekki einka- fyrirtækiö. Mér hefur oft veriö hugs- aö til þess, hvers vegna félags- hyggjufólk og verkamenn eru yfir- leitt aö sækja vinnu tU einkafyrir- tækja, en stofnsetja ekki heldur sín eigin fyrirtæki svo aö þeir geti hirt allan gróöann, þar sem sífellt er hamraö á um, aö þeir séu arörændir og allskonar svindl við haft gagnvart þeim sem vinna hjá einkafyrirtæki. Þessu hefur veriö haldið fram af kommúnistum áöur fyrr, síðan Alþýöubandalaginu, líka Alþýöu- flokki. Framsókn hefur þó fariö væg- ar í sakir, enda reka samvinnumenn fyrirtæki og geta þó ekki borgaö hærra kaup en einkafyrirtæki. Þaö skyldi þó ekki vera, að þetta arðránstal hafi viö engin rök aö styðjast? Það var bókstaflega hat- ramlegur áróður á atvinnurekendur hér áöur fyrr og dyggUega unniö aö því aö skapa hatur verkamanna á at- vinnuveitendum sínum. Ég vil nefna hér nokkra lífs og liöna, Svavar Gestsson og Guömundur J. eru duglegir viö þessa iöju af þeim núlif- andi, en Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartar voru þó methafar á þessu sviöi. Einar Olgeirsson var þó þeirra sérstæöastur og var oft gaman að heyra hvaö gat flóð af vörum eins manns. En aö þetta heföi áhrif á mann, nei, þetta orðaflóö rauk út í veöur og vind. Þetta var eins og þrumuveöur sem hlaut aö ganga yfir og líða hjá, en eins og í miklu þrumuveöri, veröa skemmd- irnar einhverjar. Þetta gekk í þó nokkurn hóp manna sem enn heldur skemmdar- starfseminni áfram. Aö geta grafið undan velferö þjóöar sinnar er nokkuö eymdarlegt val á lífsviöhorfi einstaklinganna. Félagshyggjan er nú ekki alltaf sú sama sem hún læst vera af fylgjendum hennar. Hvaö vill fólk til dæmis segja um eitt lítið dæmi, en þó nokkuð mikilvægt? Mörg félög safna fé til hjálparstofnana og marg- víslegra dýrra tækja til sjúkrahúsa, samt er mjög dýrt að njóta þessara tækja fyrir almenning, en mættu þó vera mjög ódýr í notkun ef tillit væri tekið til þessa. Hver fær ágóöann af notkun þessara tækja? Þaö skyldi þó aldrei vera þeir hæstlaunuöu, sér- fræöingarnir? Þaö er ekki aö sjá aö sjúkrakostnaöur lækki viö þetta, sem mætti þó vera, en svona er fólki oft hegnt fyrir velgjöröir sínar á félags- hyggjusviöinu. Gamalt fólk verður að borga off jár fyrir aö búa á stofn- unum sem búiö er að byggja fyrir samskotafé og happdrætti. Þetta finnst mér meira en ranglátt. Þetta eldra fólk þyrfti ekki eins há elli- og örorkulaun frá ríkissjóöi, ef tillit væritekiötil þess. Reyndar eru ellilaun endur- greiösla á því gjaldi til Tryggingar- stofnunar ríkisins sem fólkiö er búiö aö borga til frá 16 ára aldri og þarf því enginn ellilífeyrisþegi að skammast sín fyrir ellistyrkinn sinn, eöa að njóta hans. Það er bara lítils aö njóta, afgangurinn sáralítill. Viöhaldskostnaöur þessara heimila er ekki mikill og það væri það minnsta að fólkið sem býr á elli- heimilunum fengi frítt húsnæöi, þeg- ar heimilin eru byggö fyrir happdrætti eöa samskotafé. önnur hegningfyrir velgjörðir. Hverjir eru okrarar? Nú er ég vist kominn langt frá upphafi þessa máls, samt merkir þetta félagshyggjuna. Kaupfélögin á landinu eru mörg og margvisleg. Þó nokkuð mörg hafa stofnaö til at- vinnureksturs og/eöa útgeröar. Sumum hefur jú tekist vel eða sæmilega, en þvilíkar kollsteypur í efnahag hafa orðiö innan samvinnu- hreyfingarinnar, aö vart er hægt aö hugsa sér meiri og allt þesskonar lenti á bændum og búaliöi að rétta við aftur og borga. Þaö er nefnilega vandi aö gæta annarra f jár, en ekki hafa kaupfélögin getaö boöiö lægra vöruverö en kaupmenn, þótt margir brautryöjendur samvinnumanna ætluöu sér að gera alla kaupmenn gjaldþrota og hafa svo öll völd á verslunarsviðinu. Sem betur fer tókst það ekki, og kaupmenn hafa sannaö þaö, aö þeir hafa hæfileika til aö reka sín fyrirtæki vel. Þó höföu kaupfélögin lengi vel það umfram kaupmenn að þurfa ekki aö borga skatt. Enn er samt gamla grýlan ekki dauö aö kaupmenn sén okrarar, þó aö kaupfélögin séu jafninrjar þeirra í álagningu og stundum vel þaö. Ég hef þekkt til á nokkrum stööum þar sem kaupfélög hafa sett metí álagningu og óreiðu. Blóðferill sósíalismans Ef viö förum svo aö litast um í uppsprettulandi sósíalismans, Rúss- landi, kemur upp margt ógnvekjandi og ætli heimurinn væri í þeirri ógnar- hættu, sem nú er, ef sósíalisminn heföi aldrei oröiö tU í þeirri mynd sem nú er austur þar. Þeir tala um bróöur, félaga, bræðralag og samhjálp. Svo er framkvæmdin sú, aö f ólkiö býr viö kúgunarvald hers og lögreglu og enginn getur verið óhultur um líf sitt ef hann vogar sér aö gagnrýna óréttlætiö sem ríkir og kúgunina. Allar leiöir eru notaöar tU aö finna þá, sem andvígir eru stefnu þeirra. Meira að segja bömin eru tæld með margvíslegum tiltækjum til aö njósna um fjölskyldursínar, og persónunjósnir eru hrein mara á fólkinu. Svo eru þeir, sem verða staðnir aö andstööu, dæmdir tU hegningarvinnu eða á geðveikarhæli, en þaö eru nokkurskonar þrælabúöir og stjórnaö sem slikum. Þetta fólk er látiö vinna fyrir rUciö á ýmsan hátt. Ekki er hægt aö hugsa sér betra tákn þessarar stefnu en rauða fánann, lit blóðsins. BlóðferUl þessarar stefnu er um flest lönd þessa hrjáða heims. Þaö er hreint undur veraldar, að til skuli vera fólk, já margir þjóðarleiðtogar, sem hafa á stefnuskrá aö drepa eöa pynta, til hlýöni alla þá sem eru á annarri skoöun og láta hana í ljós. Er þetta hugsjón bræöralags og friöar? Félagshyggju-atvinnu- rekstur, sem talinn er bæta allt böl í þessum ofbeldisleiddu þjóö- félögum austan jámtjalds og víöar, hefur leitt til skorts á nauö- synjum, þó aö alUr séu að vinna. Vinnan er ekki innt af hendi í heilbrigöum anda og skUar ekki nægri framleiöni af því. Fólkið sér ekki tUgang í starfinu. Þaö nýtur lítils af því sem þaö aflar, og viss hemUl er á því hvemig þaö ver laun- um sínum. SpUUngin í verslunarhátt- um er vart meiri annars staðar. Skorturinn veldur því. Fréttir berast sífellt um spUUngu í starfi og brott- ÞorleifurKr. Guðlaugsson rekstur af þeim sökum. Þar er svartimarkaður í besta gengi og selt i stórum stU undir borðið. En ekki skortir yfirstéttina nauösynjar, þaö sýnir hvarf margra vömtegunda, sem koma fram, en hverfa svo hreinlega, svo að fáir njóta stööu sinnar í biöröðum við verslanir og markaöL Ef ekki væri innflutningur í stómm stíl frá Vesturlöndum til austantjaldslanda, þá væri þar hungur. Þó hafa þessi lönd uppá aö bjóöa sömu skUyrði til ræktunar og önnur lönd og betri en mörg önnur. Það er stjómarfarið sem lamar aUt framtak. Otrúleg frétt kom fram í H jalti Kris tgeirsson. útvarpinu frá umsjónarmanni hjálparstarfseminnar til Póllands. Þar sagði að þegar Pólverjar gætu keypt 2 kUó af kaffi gætum við féngiö hér á landi á þriðja hundraö kUó fyrir sama verð. Getur þetta verið satt? Ernúaðfurðaþótt fólkiöreyni að brjóta þessa fjötra af sér? Hér á landí er unnið markvisst að því aö koma innflutningsversluninni undir ríkisyfirráð, því vinnur Alþýöu- bandalagiö aö. Þá fáum við yfir okkur þetta verðlag. Það er ekkert sem bendir tU annars. I hverjum mánuöi og oftar reytir rUcisbákniö fleiri prósentur af okkar kaupi, nú síöast bensin- og olíuhækkun sem er algjörlega ónauðsynleg aðgerð og eykur stór- lega á vanda útgeröarinnar. Þó hefur oUa lækkaö í verði á markaði. Er þetta bara hefndarverkastarf- semi? Þaö er ekki hægt orðið aö skUja þessi vinnubrögö af ábyrgri stjórn landsins. Ríkisstjórnin hækkaöi fasteignaskatta til að reyta stéUö af húseigendum svo að þeir misstu jafnvægiö í verölagsfluginu. Þennan fasteignaskatt varö svo fólkiö að borga, sem leigir, og kemur hann mjög Ula viö efnahag þess, en leigjendur eru einkum fátækasta fólkið, sem ekki ræöur við húsakaup. Þetta voru verk Alþýðubandalagsins sem viU láglaunafólkinu svona vel. Þetta leiddi tU tvöföldunar á húsa- leigukostnaðL gott afrek alIabaUa. Ef ætti að rekja ÖU þau mistök sem orðið hafa í skatta- og verðlags- málum og sýna fram á hvernig sú stefna hefur verkaö i öfuga átt, þá væri þaö langt mál og yfirgrips- mikiö. Er þetta félagshyggja eöa hvað? Ég tók hér í upphafi þrjár setning- ar úr grein Hjalta Kristgeirssonar í Dagblaðinu og Visi þann 12. júní og dreg fram þaö sem ég fæ út úr rétt- mætri félagshyggju og sósíalisma, einkum þó þeim byltingarsinnaöa og reyni hér að benda á fjölmarga galla, en auövitað er engum aUs varnað og til eru nokkrir ljósir punktar i félagshyggju sósiaUsmans, þeim frjálslyndari, en þeir eru fáir. Eg tel mig ekki þurfa að fara frekar út í einstakar málsgreinar umræddr- ar greinar. Eg tel mig hafa bent á það flest sem máU skiptir gagnvart þessari grein Hjalta. Hans hug- myndir eru óraunhæfar í flestum tUfeUum og leiða tU mannlegrar minnkunar og aummgjaskapar með sálarmeiðandi undirgefni við ofur- vald ríkisskipaöra viðhorfa á lífinu, sem er stjómaö af valdagráðugum hópum glæpamanna, eins og rúss- neska kerfiö er í framkvæmd í sam- skiptum viö mannfélagiö. Friðarboðskapur? Nú má friðarhreyfingin ekki komast inn fyrir landamæri Rúss- lands, eins og vitaö var fyrirfram. Þeir eru þegar búnir aö reka svoleiðis óþarfa á dyr, en ætluðu aö nota hana á Vesturlöndum tU aö skapa erfiðleika á ýmsum sviðum. En kannski eru þessir hópar svo skynsamir, vildi ég kannski segja aö stofna ekki til vandræða, því að annars em þessi samtök dauð og ómerk ef þau stofna tU vandræða og átaka. Það sést því nú, eftir brott- vísun friðarhreyfingarinnar úr rússnesku samfélagi, hvers vænta má frá þeim. Þaö eru nefnilega þeirra hugmyndir aö nota ógnarvald kjarnorkunnar sér tU stuönings viö áframhaldandi sókn í land- vinningum. Þaö er því engin von aö hægt verði aö kveöa þann hernaðarmátt niður að sinnL Bandaríkin, eöa forsetar þeirra hafa margsinnis boöiö upp á kjamorkuafvopnun, en Rússar aldrei tekið undir það í neinni alvöru. Það eru nefnUega Rússar sem eru aUsstaðar meö yfirgang og hótanir til aö vinna stefnu sinni fylgi. Þess vegna er hættan sú að ef þeim væri veitt veruleg mótspyrna við land- vinningastefnu sína, væri það alveg eins víst, að þeir gripu til kjamorku- sprengjunnar, þótt það sé rétt óskiljanlegt að til sUkra iUverka geti komið að eyða lífi á jörðinni meö kjarnorku. Hver er svo kominn til aö segja, aö þótt einhver Uföi af slikar hamfarir gæti orðið mannlegt lif á jörðinni? Gæti ekki alveg eins verið að þó einhverjar mannverur Ufðu af, að þá biði þeirra afskræmt líf þrungið sjúkdómi og kvölum. Enginn vinnur í slíkri styr jöld. Nú eru Rússar búnir að heita því að nota ekki kjarnorkuvopn, en má reiða sig á slíkt loforð? Þaö er sú stóra spurning. Þaö sem hægt er aö sjá út úr þessu er það, að Rússar munu um ófyrirsjáanlega framtíð nota kjarnorkuvaldið tU ógnunar við þá sem hugsa sér að veita þeim veru- lega mótspymu í áætlunum þeirra um landvinninga. Það er löngu séö orðiö aö þeir misstu öll völd ef þeir slökuöu á, vegna þess aö fólkiö vUl frelsi, en er haldiö í greipum hervalds og engum leyfist að mótmæla. FóUciö getur ekki snúið við úr greipum þessarar stefnu eftir aö völdum er náö. I lok greinar Hjalta Kristgeirs- sonar viröist hann hafa fengiö aðsvif, kommaveikina, því aö þar er hann falUnn í staölausan áróöur og fuUyröingar um valdbeitingu frjáls- hyggjunnar. Þarna er hann búinn að snúa valdbeitingu öfgahópa sósíaUsmans yfir á frjálshyggju- menn eins og kommanna í Kreml er háttur. Þetta er nokkuð góöur á- róöur, þegar hann er tekinn eins og hann er framfærður og ekkert fengist við aö hugsa um rökfærsluna. Því er nú sem er, að fjöldi fólks gengur tU Uðs viö Alþýðubandalagið án þess aö hugsa tU enda hvaöa af- leiðingar þaö hefur, ef þaö kemst til valda hér, en þá verður ekki aftur snúið. Eftir þaö er fólkiö hneppt í fjötra niðurlægingar og ' hina hörmulegu hugmyndafræði þeirra á frelsinu. Hjalti Kristgeirsson getur í lok greinar sinnar lítiUækkaö sjálfan sig meö því aö líkja stjórnun Pol Potts í Kampútseu við framfarastjóm frjálshyggjumanna. Ef sú er meiningin hjá Hjalta, að eitthvað sé líkt með sjónarmiðum Pol Potts og frjálshyggjumanna, þá held ég aö honum væri nær aö kynna sér þetta betur áöur en hann lætur svona hug- myndir í ljós. Það er aftur á móti eitthvaö likt með kúgunarstjóm Pol Potts og hinum vitfirrtu öfga- mönnum kommúnismans, því að það er vitfirring að drepa fólk fyrir skoöanirsínar.HefurHjaltifrétt um manndráp af þessu tagi af frjáls- hyggjuunnendum? Eg held frekar aö þessi samlíking Hjalta Kristgeirs- sonar sé, að hann á engin rök fyrir máli sínu og grípur því til svona fjar- stæðulegra samlíkinga ef einhver kynni aö glepjast til aö trúa því án þess aö skoöa þetta áróðursbragð öfgamanna í ljósi staöreyndanna. Þorleifur K. Guölaugsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.