Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JULI1982. Liðin skipast í tvogæðaflokka Þrjú liö, Stjarnan, Garðabæ, Aftur- elding, Mosfellssveit og Grótta, Sel- tjarnarnesi, stefna í efsta sætiö í A- riðli íslandsmótsins í 4. deild í knatt- spyrnu. Þau eru að stinga Reynismenn frá Hellissandi, Grundfirðinga og Dalamenn af. Urslit í leikjunum í A- riðlinum urðu þessi um helgina: Stjarna—Grótta 1—1 Reynir—Afturelding 2—3 Grundarfjörður—UDN 3—1 Staðan er nú þannig: Stjarnan 5 Afturelding Grótta Reynir, Sandi 4 Grundarfj. 4 Dalamenn imanrriBTiaaKiegBrBa A-riðill 4. deildar B-riðill 4. deildar Ármann í efsta sætinu Ármann í Reykjavík hefur forustu í B- riðli íslandsmótsins í 4. deild í knatt- spyrnu. Hefur hlotið tveimur stigum meira en nýja félagið í Kópavogi, Augnablik. Önnur lið í riölinum eru íþróttafélagið Léttir í Reykjavík, Bol- víkingar og Reynir frá Hnífsdal. Reykjavíkurliöin fóru vestur um helg- ina. Léttir sigraði 2—1 í Bolungarvík en Ármann 4—1 í Hnífsdal. Staðan í B-riðlinum er þannig: Ármann 4 3 10 12—2 7 Augnablik 4 2 11 9—7 5 Bolungarvik 4 2 0 2 5—9 4 Léttir 4 2 0 2 6-14 4 Reynir 4 0 0 4 3—13 0 Opna GR mótið: Þar geta 50 aðilar unnið til verðlauna „Það voru um 130 keppendur í þessu móti okkar í fyrra og ég á von á álika fjölda núna,” sagði Guðmundur S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, í viðtali viö DV í gær. Mótiö sem hann talaði um er opna GR-mótið en það er eitt stærsta og vin- sælasta golfmót sem hér er haldið. Eru þar jafnan mörg og góð verölaun í boði ogsvoereinnigíár. „Það geta 50 aöilar unnið til verö- launa í mótinu,” sagði Guðmundur. ,,Stærstu vinningamir eru sólarlanda- ferðir fyrir tvo frá Urvali, tvær flug- ferðir til London, demantshringir frá Gull og silfur svo og ýmsir nytsamlegir hlutir. Þá verða veitt verðlaun fyrir að vera næst holu á 2. braut og er það flug- ferðtil Bandaríkjanna.” Nýtt fyrirkomulag er á mótinu að þessu sinni. Fyrrl daginn er leikin punktakeppni en þann síðari Greenson-valkeppni. Skráningu í mótiö lýkur á fimmtudagskvöldið kl. 18. -klp- UL í golfi Unglingameistaramót íslands í golfi fer fram á Jaðarsvellinum á Akureyri um næstu helgi og er þetta í 8. sinn sem sérstakt UL-mót i golfi er haldiö. Keppt verður í 4 flokkum — stúlkur 15 ára og yngri og stúlkur 16 til 21 árs — piltar 15 ára og yngri og piltar 16 til 21 árs. Leiknar verða 72 holur og 36 holur hvora dag. Óskar áf ram íVíking Óskar Þorsteinsson, yngsti leik- maður íslandsmeistara Vikings i handknattleiknum, hefur ákveðið að vera áfram í Víking. Hann var um tíma i vor að spá i að fara yfir i Fram en hefur nú hætt við það. Óskar er etm i 2. aldursflokki, mjög efnilegur leik- maður. hsím. Ingi Björn Albertsson skorar markið fallega í Kópavogi í gær — litið siðra en hjá Brassanum Zico á HM. DV-mynd Friðþjófur. VALUR KOM KJ.ÓNUM Á BUKANA í KOPAVOGI — Krækti sér þar í tvö stig með sanngjörnum sigri í 1. deildinni í gærkvöldi „Okkur hefur gengið illa að skapa liðsheild i leikjunum okkar i sumar, en nú er hún komin og við vinnum saman sem ein heild eins og bezt sást í þessum leik. Ef við höldum þessu verður erfitt að stöðva okkur í þeim Ieikjum sem við eigum eftir,” sagði Grímur Sæmundsen, fyrirliði Vals, eftir sætan sigur Valsmanna á Breiðabliki í 1. deildinni í knattspyrnu í Kópavogi í gærkvöld. Valsmenn voru þar betri aöilinn og áttu svo sannarlega skiliö að fá bæði stigin. Þeir léku á köflum skínandi vel saman og áttu fullt af tækifærum til að skora mörk. Það tókst aðeins einu sinni. Var það gullfallegt mark — eins konar afleggjari af hinu umtalaða marki brasilíumannsins Zico í leiknum við Nýja-Sjáland í HM-keppninni, sem margir þekkja vel úr sjónvarpinu. Guðmundur Þorbjömsson gaf þá spymu. Þar sigldi hann á milli manna og beint á Inga Björn Albertsson sem kastaði sér afturábak og „klippti” Kæra KA ekki tekin fyrir — Valurbað um frest til föstudags Kæra Knattspyrnufélags Akureyrar á Val vegna Alberts Guðmundssonar, sem lék með Val í sigurleik liðsins á KA fyrir noröan, var ekki tekin fyrir hjá dómstól Knattspymuráðs Akur- eyrar í gær eins og til stóð. Valsmenn, sem vora að leika í gærkvöld í Kópa- vogi, báðu um frest til föstudags. Þá mun Valur senda fulltrúa norður, þeg- ar dómstóllinn tekur málið fyrir. GSv/hsím. boltann inn í netið. Var það mark sem vert var að klappa fyrir, enda var það óspart gert í stúkunni í Kópavogi. Valsmenn áttu mun fleiri og hættu- legri marktækifæri en Blikamir í fyrri hálfleik. Einu verulegu hætturnar sem sköpuðust við mark Vals var þegar Blikarnir náðu að hleypa af þrumu- skotum af löngu færi en þau höfnuðu flest í öruggum höndum Brynjars Guðmundssonar, markvarðar Vals. Lrtið að gera hjá Brynjari I síðari hálfleiknum voru Blikamir ekki mikið síður með boltann en Vals- menn en þeir sköpuöu sér samt engin færi. Hafði Brynjar ekkert að gera í markinu utan einu sinni eöa tvisvar. I annað skiptið var það þegar Helgi NÍU MARKA TAP GEGN HEIMSMEISTURUNUM — Sovétríkin-ísland 27-18 í Júgóslavíu í gær íslenzka landsliðið í handknattleikn- um átti aldrei möguleika gegn heims- meisturam Sovétríkjanna á hand- knattleiksmótinu í Trogir í Júgóslavíu, í gærkvöldi. Sovétríkin sigraðu með níu marka mun, 27—18, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13—8 fyrir sovézka liðið. Það var skipað öllum þeim leikmönnum, sem hlutu heims- meistaratitilinn í V-Þýzkalandi fyrr á þessu ári. „Það er erfitt að eiga við þessa menn og varla hægt að ætlazt til að betri árangur náist gegn þeim. Það sáust góðir hlutir til íslenzka liðsins þótt það dygði skammt. Þeir sovézku voru ein- íþróttaskór 10o.oo úr leðri IÞROTTABUÐIN BORGARTÚNI20. - SÍMI 28411. faldlega svo miklu betri. Islenzka liðiö hefur ekki leikið síöan í apríl og ég er sæmilega ánægður með það sem strák- arnir hafa sýnt. Einkum þó í leiknum gegn Júgóslaviu í fyrrakvöld,” sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari þegar DV ræddi við hann í Júgóslavíu í gær. Mörk Islands í leiknum í gær skoruðu Kristján Arason 6/1, Þorbergur Aðal- steinsson, Alfreð Gíslason, Bjarni Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson og Guðmundur Guðmundsson tvö mörk hver. Sigurður Sveinsson og Þor- björn Jensson eitt hvor. Þá voru tveir aðrir leikir á mótinu í gærkvöld. Júgóslavía, A-lið, sigraði Sviss með 12 marka mun og Pólland sigraði B-lið Júgóslavíu með tíu marka mun. I kvöld verða þrír leikir á mótinu. Island leikur við B-lið Júgóslavíu, Sovétríkin leika viö Sviss, og A-lið Júgóslavíu við Pólland. -hsím. Bentsson komst einn í gegn og framhjá Brynjari og renndi boltanum í tómt markið. En Þorgrímur Þráinsson náði aö koma honum hinum megin við stöngina á síðasta augnabliki. Ur því horni missti Brynjar boltann yfir sig og „smá dans” varð í teignum úr því. Tækifæri Valsmanna komu mörg eftir skemmtilegan samleik, þar sem boltinn var látinn hafa fyrir erfiöinu en ekki leikmennimir. Blikamir misstu Olaf Björnsson út af undir lok leiksins og voru því 10 síðustu mínúturnar þar sem búið var að nota báða skiptimenn- ina. Þeir börðust vel þrátt fyrir það áfall en það var líka þaö eina sem þeir gerðu vel. Blikarnir að missa flugið? Var leikurinn hjá Blikunum ekki nærri því eins góður nú og í leikjunum fyrr í sumar. Virðist eins og þeir hafi misst allan „damp” eftir leikinn við Víking, þar sem þeir léku skemmtilega saman og gerðu laglega hluti. Þessir hlutir hafa ekki sézt hjá þeim síðan. Er það miður því Blikarnir eru augnayndi þegar þeir eru komnir á fulla ferð og láta boltann ganga í stað þess að vera að hnoðast áfram í hálfgerðu tilgangs- leysi eins og oft í síðustu þrem leikjum liðsins. Jóhann Grétarsson var einn bezti maður Breiðabliks í þessum leik — sá eini þeirra sem hefur raunverulega vaxiö í síðustu leikjunum. Guðmundur Ásgeirsson var einnig góöur í markinu svo og voru þeir nokkuð góðir Olafur Björnsson og Ömar Rafnsson. En þeim hætti þó stundum um of til að „kýla fram” í staö þess að senda á næsta fría mann. Hjá Val var enginn veikur hlekkur og þar áttu eiginlega allir góðan leik. Dýri Guömundsson var þrælöruggur í vörninni og sama má segja um þá Ulf Hróarsson og Grím Sæmundsen. Þeir Guðmundur Þorbjörnsson og Ingi Björn Albertsson gjörbreyta liðinu og gera mikinn usla með kunnáttu sinni og góðri samvinnu. Þá áttu þeir Þorsteinn Sigurðsson og Hilmar Sig- hvatsson mjög góða kafla og Magni Pétursson var sterkur á miðjunni í orösins fyllstu merkingu. Dómari var Þorvarður E. Bjömsson og dæmdi hann leikinn mjög vel. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.