Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 32
32
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JULI1982.
í gærkvöldi
í gærkvöldi
Sýningar
Tilkynningar
Afmæli
Fimmtíu ára afmæli á í dag Sigmar
Karl Óskarsson Grænuvöllum 2, Sel-
fossi. Sigmar verðuraðheimanlí dag.
WQ2
Sumargleðin
Nýlega hóf göngu sína tímaritið Sumargleðin
82. I blaöinu er efni fyrir alla fjölskylduna.
Meðal efnis fyrsta blaðsins er viðtal við
hljómsveitina Bodies, krossgátur, heilabrot,
sögur, skrýtlur og margt fleira skemmtiefni.
Blaðið fæst á flestum blaðsölustöðum og
kostar 25 krónur.
Guðrún Erla Þormóðsdóttir lézt 24.
júní 1982. Hún var fædd 7. maí 1945.
Foreldrar Erlu voru Laufey
Svanbergsdóttir og Þormóður Haukur
Jónsson. Erla giftist eftirlifandi
manni sínum Benedikt Benediktssyni
og eignuðust þau tvö börn. Árið 1966
keyptu þau hjónin verzlun á Hverfis-
götunni sem Erla rak til árins 1969.
Sama ár fluttust þau hjónin til Kaup-
mannahafnar og bjuggu þar til ársins
1974. Erla verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Guðmundur Baldursson lézt 27. júli
1982. Hann var fæddur 12. marz 1956,
sonur hjónanna Helgu Daníelsdóttur
og Baldurs Guömundssonar. Guð-
mundur lauk sveinsprófi í plötu- og
ketilsmíði árið 1976. Guðmundur var
giftur Bryndísi Bender. Þau eignuöust
eina dóttur. Guðmundur veröur jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í dag kl.
10.30.
Guðrún Oktavía Jóramsdóttir er látin.
Hún var fædd í Leiru á Suðumesjum
13. október árið 1899. Foreldrar hennar
voru hjónin Ragnhildur Pétursdóttir
og Jóram Jónsson. Utför hennar
verður gerö frá Fossvogskirkju í dag
kl. 13.30.
Sigríður Ölafsdóttir lézt í
Landspítalanumþriðjudaginn29. júní.
Haraldur Jóhannesson vélstjóri,
Vesturbergi 78, lézt á Borgar-
spítalanum 24. júní. Utförin fer fram
frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. júlí
kl. 16.30.
Kristin Jóhannesdóttir er látin. Hún
var fædd á Gauksstöðum í Garöi 21.
nóvember 1915, dóttir hjónanna Helgu
Þorsteinsdóttur og Jóhannesar Jóns-
sonar. Eftirlifandi maöur hennar er
Sigurður B. Magnússon. Kristín verður
jarösungin frá Keflavíkurkirkju í dag
kl. 15.
Jóhanna Bjömsdóttir og Stefán Jens
Hjaltalín voru nýlega gefin saman í
hjónaband af bróður brúögumans,
Torfa Stefánssyni. Heimili brúðhjón-
anna er að Framnesvegi 58 a.
60 ára hjúskaparafmæli eiga í dag, 1.
júlí, hjónin Kristín Benediktsdóttir og
Ölafur Hjartarson, Hraunteigi 14. Þau
dvelja um þessar mundir i Heilsuhæli
NLFI, HverageröL
Opið hús í Norræna
húsinu á
fimmtudagskvöldum
Eins og venja hefur veriö undanfarin sumur
mun Norræna húsið bjóða upp á dagskrá á
fimmtudagskvöldum og er hún einkum sniðin
fyrir norræna ferðamenn sem hingað koma.
Fluttir verða fyrirlestrar um Island eða flutt
annað íslenzkt efni og sýndar kvikmyndir
eftir Osvald Knudsen.
„Opið hús” veröur í fyrsta sinn á þessu sumri
fimmtudagskvöldið 1. júlí og er þá á dagskrá
visnasöngur — Bergþóra Arnadóttir,
Hjördís Bergsdóttir og Olöf Sverrisdóttir frá
Vísnavinum skemmta meö vísnasöng. Síðan
Minningarkort Samtaka
sykursjúkra, Reykjavík
fást á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík: Bókabúð Braga, Lækjargötu,
Háaleitisapótek Austurveri, Lyfjabúð Breið-
holts, Amarbakka.
Kópavogi: Bókabúðin Veda, Hamraborg.
Garðabær: Bókabúðin Grima Garöaflöt.
Hafnarf jörður: Bókabúð Olivers Steins.
Mosfellsveit: Bókabúöin Snerra, Varmá
Mosfellsveit.
Sumartónleikar
í Dómkirkjunni
A sunnudaginn 4. júlí kl. 18 byrja sumar-
tónleikamir í Dómkirkjunni. Marteinn H.
Friðriksson leikur á orgel í 30—40 mínútur.
Aðgangur er ókeypis. Eins og undanfarin ár
verða tónleikar á hverjum sunnudegi kl. 18 í
júlí og ágústmánuði. Fjölbreytt efnisskrá
verður á tónleikunum, og einnig munu aðrir
organleikarar, einsöngvarar og kórar koma
fram.
60 ára er í dag, 1. júlí, Ingibjörg A
Johnsen frá Vestmannaeyjum. Hún er
nú stödd hjá Áslaugu systur sinni í
Noregi á Vollebakken 11 í Kristiansand
(sími 90474290045). Áslaug, sem um
langt árabil hefur verið kristniboði í
Eþíópíu ásamt manni sínum, Jó-
hannesi Olafssyni lækni, varð 55 ára
fyrir skömmu og Svala í Suöurgarði í
Eyjum, elzta systirin, verður 65 ára
innan tíðar. Hún er einnig stödd í Krist-
iansand.
Að trúa á sannleikann
Aðalfrétt útvarps og sjónvarps í
gærkvöldi var vitaskuld samning-
amir. Það er búið að semja fyrir
landslýðinn. Örlítil kauphækkun
núna og með skammdegisdrungan-
um veröur síðan allt rifiö af okkur.
Fréttir af þessum samningum í út-
varpi voru skýrar og skilmerkilegar.
En í sjónvarpinu var ekki sömu sögu
að segja. Fréttamaðurinn tuðaði sí-
fellt um einhvem mann sem hefði
sagt sér að þessir samningar væru
ávísun á gengisfellingu! Undir þetta
tuð tók smjörlíkiskóngurinn Davíð
Scheving Thorsteinsson. Af hverju
spurði fréttamaöurinn ekki hvort al-
menningur í landinu gæti lifaö af
þessum lúsarlaunum? Nokkru
seinna i fréttatímanum komu síðan
fréttir af útrýmingarherferð Israels-
manna í Líbanon. Skelfilega eru þeir
fljótir aö gleyma útrýmingarherbúð-
um nasista. Það seig á mig þung-
lyndismók þannig aö söngur Boris
Christoff passaði ágætlega við. Síðan
kom síöasta myndin um gömlu góðu
dagana í Hollywood. Frábærir þætt-
ir. Þar sannaðist aö allar tækni-
nýjungar valda straumhvörfum í lífi
fólks og þá ekki sízt atvinnuleysi.
Það voru 22.000 hljóðfæraleikarar í
Hollywood sem misstu vinnuna meö
tilkomu talmyndanna. Skuggalegt.
Brezka sjónvarpsmyndin var líka
dálítið draugaleg. Enda átti hún að
vera það. Tvær konur fara til Ver-
sala og hitta drauga. Þær skrifa bók
um þessa reynslu sína og allt verður
vitlaust heima í Englandi. Þær halda
fast við sannleikann og lenda í
ýmsum vandræðum út af því. En
sannleikurinn var fyrir þeim ofar
öllu. Verkalýðsforystan hérna mætti
gjaman taka þessar konur sér til fyr-
irmyndar og læra af þeim. Því ef Ás-
mundur og félagar hans hefðu staðið
bjargfastir í sinni trú um aö rétta
bæri hlut láglaunafólksins, þá hefðu
þeir sagt við Þorstein, eins og kon-
umar sögðu viö alþingismanninn:
Nei, nei, og hrist hausinn.
Það er einn ljós punktur í þessu,
sjónvarpið er komið í frí.
Elísabet Guðbjörasdóttir.
Veiðimenn
Veiðileyfi í Ölfusárósum fyrir landi Hraunstorfu
eru seld á skrifstofu Landssambands veiðifélaga
3. hæð Hótel Sögu frá kl. 1—5 e.h. sími 15528. Enn-
fremur í Varmá og Þorleifslæk á báðum veiði-
svæðum.
Árnað heilla
Minningarspjöld
Andlát
Tónleikar
Mokka kaffi
Skólavörðustíg
Þann 26.. júní sl. opnaði Kristján Jón Guðna-
son sýningu á klippimyndum. Kristján er
fæddur í Reykjavík 1943 og hef ur stundað riám
við Myndlista og handiðaskóla Islands og við
Listiðnaðarskólann í Osló. Þetta er 4. einka-
sýning Kristjáns en hann hefur tekið þátt í
nokkrum haustsýningum F.t.M.
Samkomur
verður sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsens
„Heyrið vella á heiðum hveri” (með
sænskum texta).
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Bókasafnið verður opið á fimmtudags-
kvöldum til kl. 22 svo og kaffistofan.
Umhverfis Norræna húsið eru nú til sýnis
höggmyndir úr granít eftir danska listamann-
inn John Rud, og í anddyri er sýning frá
ALTA í Norður-Noregi: „Alta-kommune
presenterer sig".