Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR1. JtTLl 1982. Spurningin Ertu stundvís? Ingveldur Slgurðardðttlr verzlnnar- maðnr: Nei, það er ég ekki. Og hef aldrei verið. Má segja að ég komi oft- ast á síðustu stundu. Ef ég þarf aö vera mætt út á flugvöll eru hreyflamir á vélinni oftast komnir i gang. Bjarni Vflhjálmsson, vinnur i, byggingarvtnnu: Já, það reyni ég núj að vera. Og hef alltaf reynt það í gegn-, umtiðina. Ingibjörg Scmundsdóttir nemandi: i Nei, það get ég ekki sagt. Finnst það þé; éneitanlega kostur við fólk, ef það er| stundvíst. Pétur Kristinsson götuþranunari: Nei,! það er ég ekki. Mér finnst það algjör j óþarfi. Finnst bezt að koma bara þegar \ mann langar að koma. Siggi slcpingl: Nei, alls ekki. Enda get ég ekki séð að stundvisi sé neinn kostur. Kemst vel af án hennar. Snorri Vigfússon öldnngur: Þaö er nú það. Jú, ætli það ekki bara. Finnst stundvisi vera ein mesta dyggö við hvem mann. Tel að ráöamenn þjóðar- innar mættu bæta sig og vera stundvís- ari, kannski ástandið mundi þá eitt- hvaö batna. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hafa íslenzkir námsmenn og verkafólk á Norðurlöndum ekki sama kosningarétt hérlendis 7462—4014 skrifar: Þann 21. apríl siðastliöinn las ég greinarkom i Tímanum eftir Guðjón Högnason. Það var um kosningarétt Islendinga á Norðurlöndum. Kom fram í greininni, að þar sitja ekki aliir við sama borð, aðeins læknar og aörir námsmenn hafa slíkan rétt. Svo virðist sem um ný lög sé aö ræða. Eg óska eftir að fá ákveðin svör um það hver hafi gert þessar breytingar og hvort þaö er meiningin að útiloka fólk sem er í vinnu á Noröurlöndum frá kosningarétti. Mér finnst þetta ekki aðeins vera mál islenzkra verkamanna á Norður- löndum, heldur skiptir þetta almenn- ingálslandimiklu. Lögheimilið ræður úrslitum I félagsmáráðuneytinu fengust þær upplýsingar að það er skiiyrði í kosningalögunum að eiga lögheimili hérlendis. Allir námsmenn, annars staöar en á Norðurlöndunum, flytja ekki lögheim- ili sín. Þeir sem fara í nám til Norður- landanna hafa hins vegar skrif að undir samnorrænt flutningsvottorð. Þetta hafa þeir gert til að öðlast ýmiss konar hlunnindi i viðkomandi löndum. En með þessu hafa þeir þó orðið að Qytja Margir stúdentar fara i f rambaldsnám til Norðurlandanna. En afsala þeir sér með því kosningarétti hérlendis? lögheimili sitt, og hefur þetta haft það i hérlendis. Þetta þýðir að engin mismunun á sér för meö sér, aö á undanfömum árum Það fólk sem hefur flutt til starfa er- stað, ef lögheimili manna er hérlendis. hafa þeir ekki getað kosið í kosningum lendis flytur lögheimilið jafnframt. -JGH. Hragi Amason segir að framleiðslnkostnaðor á vetnl sé nm innkaupsverð á oliu. 15% Gnðbjöm Elísson hringdi: — Mig langar til þess að koma á framfæri nokkrum fyrirspumum til Braga Ámasonar, prófessors, í sam- bandi viö hugsanlega framleiðslu okkar á vetni sem orkugjafa. Yrði vetnið ódýrara en olían á innan- landsmarkaði og jafnvel einnig með hliðsjón af útflutningi? Jafnframt hefj ég heyrt því fleygt að olíufélögin séu| andsnúin vetnisframleiðslu (enda eiga þau eiginhagsmuna að gæta í þvi efni). Eiga þessi ummæli við rök að styðj- ast? Er vetnisframleiösla þjóðinni hagkvæm? Ef ekki, þá hvers vegna? Svör Braga Ámasonar Sem svar við fyrstu spumingunni svaraði Bragi, að framleiðslukostnað- ur vetnis færi eftir raforkuverðl Elf við' ERVETNI DÝRARA ENOLÍA? — Nokkrar spurningar til Braga Arnasonar prófessors reiknum með raforkuverði 20 mill- kwh, kemur í ljós, að framleiðslukostn- aður á vetni og innkaupsverð á olíu er ekki ósvipaður. Vetnið gæti verið svona um 15% dýrara. Hins vegar er geymslu- og flutningskostnaður á vetn- inu mjög dýr, þannig að söluverð vetn- iserhærra. Hvað varðaöi andstöðu oliufélag- anna sagði Bragi aö hann hefði aldrei heyrt að þau væm andsnúin vetnis- framleiðslu. Um það hvort vetnisframleiðslan væri þjóðinni hagkvæm eða ekki, svar- aði Bragi, að þar kæmu inn í dæmiö fleiri atriði en beinar tölur. Ef menn vilja til dæmis leggja meira upp úr ör- ygginu og vera engum háður með orku, getur dæmiö hugsanlega orðið annað með þannig fyrirfram ákveðn- um forsendum. En hugsað i beinum tölum ætti svarið við fyrstu spuming- unni einnig við um þessa. JGH. Hversu marga þarf að kveðja til starfa? — ef sjónvarpið fær úrslitaleikinn Bjöm Björasson, Bólstaðarhlið 52, skrifar: Eins og allir vita er sjónvarpið að fara í sumarfrí í júli. En svo vill til aö einmitt í þeim mánuði verður úrslita- leikurinn í heimsmeistarakeppninni í knattspymu leikinn. Eöa nánar tiltekiö 11. júU. Ef til þess kæmi að sjón- varpinu tækist að fá leikinn, vil ég spyrja ráðamenn sjónvarpsins, hve marga starfsmenn sjónvarpsins þyrfti aðkveðja til starfa svo að hægt sé að sýna úrslitaleikinn beint? Pétur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri sjónvarpsins, sagði aö það þyrfti ekki að kalla út nema örfáa menn. Svona ca sex eða sjö. Þetta væru fyrst og fremst tæknimenn sem þyrftu að undirbúa útsendinguna. Pétur Guðfinnsson segir að aðeins þurfi að kalla út um sex eða sjö tæknimenn, ef til þess kemur að s jónvarpið sýni úrslitaleikinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.