Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 19
DAGBLAÐID & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JULl 1982. 19 Menning Menníng Menning Menning Kjarval á Kjarvalsstöðum Af trönum Kjarvals nefnist ein af listahátíðarsýningum Kjarvalsstaða, þar sem leitast er viö aö útbúa „fræöandi" sýningu semsýni þróunar- feril listamannsins. Góð hugmynd Þessi sýning er verulega snjöll hug- mynd og sannarlega var kominn tími til aö umbreyta hinu heföbundna sýningarformi, þar sem listaverkum er oft aöeins raðaö upp á smekklegan hátt. Hér er gerð tilraun til að stokka upp og búa til eitthvað umhverfis verk meistarans. Sléttur veggflötur sýningarsalarins er brotinn upp í harmónikuvegg og ljósmyndir af málverkum listamannsins klipptar út úr listaverkabókum og raðað haglega innan sameiginlegs ramma. Innan hvers ramma eru því nokkrar myndir af myndum K jarvals sem eiga að vera einkennandi fyrir ákveðin tímabil í ferli listamannsins. Lestrarstefnan er síðan gefin aðallega með tilvitnunum í ágætan texta Björns Th. Björnssonar. Jú, þetta er góö og skemmtileg hug- mynd, svo langt sem hún nær. En því miður vantar nokkur atriði: engin ná- kvæm ártöl, engar stærðir, engin skil- merkileg innbyrðis tengsl milli mynda, ekkert er gert til að aðgreina skissu frá fullunnu verki, ekkert er gert til að sýna breytingar frá skissu til fullgerðrar myndar eða á milli ™" Ljósritum^ [Stundis Sseki1"" \ Sendum 1 S T FJOIRITUN LJÓSRITUN VÉLRITUN TEIMSILL ÖTU 4 -REYKJAVÍK - Slltfll 24250 verka. Áhorfandinn stendur því hálf- ruglaður framan viö „hiö listræna ferli" meistarans. Verkunum hefur að- eins verið raðað upp í nokkuð sam- fellda tímaröð eins og reyndar er gert þegar um hefðbundnar yfirlitssýning- ar er að ræða. Flott hugmynd, en hér vantar þó augljóslega nákvæmari vinnubrögð. Ráðstöfun I hinum enda salarins eru síöan mál- verk eftir Kjarval í eigu Kjarvals- staða, sem faglega er stráð á veggina — porlretlin sér. Satt aö segja er erfitt að finna nokkurn þráð í þessari Myndlist Gunnar B. Kvaran sýningu. Allt virðist þetta fremur til- viljunarkennt, og maöur fær það á til- finninguna að sýningin hafi ekki verið „byggö upp", heldur hafi spurningin aðeins verið að ráöstafa því sem til er. Með ögn fræðilegum aðferðum hefði örugglega mátt gera góða hluti. I raun hefi sýningarnefndin mátt ganga enn lengra í því að umbreyta hinu hefð- bundna sýningarformi og búa til eins- konar „Kjarvals smiðju", þar semall- ar upplýsingar varöandi verkin kæmu fram. Þá hefði einnig verið hægt að setja inn blaðaúrklippur og ljósmyndir um listamanninn og tíma hans. Þá hefði einnig verið hægt að setja i gang slætukassa eða video-sjónvarp, þar sem rætt væri við samtímamenn lista- mannsins eða aö boðið væri upp á fræðilega úttekt á verkum Kjarvals. Og þá hef ði kannski verið hægt aö gefa sýningargestum tækifæri til að fletta og rýna í bló'ð, tímarit og bækur sem komið hafa út og fjalla um listamann- inn, — þannig hefði kannski mátt gæða harmóníkuvegginn örlitlulífi. Kjarval er Kjarval En þrátt fyrir allt er Kjarval ávallt Kjarval, einn af fáum íslenskum lista- mönnum með ákveðinn og skýran listpersónuleika. En þessi listpersónu- leiki hefur ekki mótast átakalaust, við sjáum að listamaðurinn á fjölbreyti- legan feril, hann hefur leitað víða, reynt margt áður en hann fann sinn persónulega stíl, sem er í raun ekki fyrr en á síðari hluta 4. áratugarins og í byrjun 5. áratugarins, þegar lista- maðurinn byrjar að sundurgreina náttúrunna í smæstu eindir og lætur síðan auga áhorfandans um að blanda myndyfirborðið í eina sjónræna heild. I myndum frá þessum árum nær lista- maöurinn af mikilli snilli að tjá og túlka íslenska náttúru og draga fram fíngerðan og smávaxinn gróður lands- ins, einnig sem landslagið getur verið hlaðið kynjaverum. Víst er að enginn er svikinn af þess- ari sýningu, myndirnar standa fylli- lega fyrir sínu og tala jafnt til allra. GBK. Viltþú verða þinn eigin bíóstjórí? Beta myndsegulbandstæki Ótrú/egt verð. Kt. 14.900.- gegn staðgreiðslu. Beta BETA MYNDBANDALEIGAN Barónsstíg 3, viö.hliðina á Hafnarbipi. Opnaö næstu daga. Geysilegt úrval af 1. flokksefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.