Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Blaðsíða 36
36
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR1. JPLl 1982.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
f ö EMÉOtlTE^
LOTre,
£.H«.tí»TtÞ»M 06
\LlR.STCM IWEO
t=AM6tO PULLT
i AF ?aiOAA- 1
\^^vG»006HaP J
WtXi
Mxmu
, . ..." .
>'mWL WS EzÉjgjm
ACD JgSgg m ■ * 118^?
ROKKAÐ GEGN RAK-
ETTUM REAGANS
Ungt fólk í Danmörku safnar liði og mótmæ/ir
vígbúnaðarkapphlaupinu.
Fyrsta ameriska vetnissprengjan sprengd. Og allir muna Hirósima.
„Friðarhreyfingarnar eru fínar og
ekkert út á þær að setja, en veruleiki
okkar er annar en þeirra sem að
þessum friðarhreyfingum standa.
Við erum atvinnulaus, húsnæðislaus
og þaö er orðið erfitt að afla sér
menntunar.”
Þetta segir hópur ungs fólks sem
segist hafa ólíkar pólitískar skoðanir
(ólíkanháralit) og misjafnlega stóra
fætur. Það sem þau eiga og hafa
sameiginlegt er óttinn viö kjamorku-
styrjöld.
Þess vegna héldu þessir ungu
Danir þann 5. júní sl. rokkhátíð gegn
rakettumEeagans.
Á þeirri hátíð komu fram m.a.
Jomfru Anna Band, Adds, Sods og
Köbenhavns Fredsband.
Friður er nauðsyn
„Ástæðan fyrir því aö við stöndum
í þessu er friður, grundvöllur alls í
heiminum er friöur, allt líf byggist á
því,” segir Lotta, ung stúlka sem
hafði nægan tíma til þess aö vinna aö
undirbúningi þessarar rokkhátíðar
vegna þess að hún er atvinnulaus.
„Viö fáum hvergi atvinnu, okkur
vantar húsnæd og það sem meira er,
við getum alltaf vænzt þess að verða
drepin í þessum mannfjandsam-
lega heimi sem eyðir ógrynni fjár í
manndrápstæki. Og það hræðilega við
þetta allt saman er að ungu fólki
finnst þaö ekkert geta til þess að
spyrna á móti þessari þróun. Ef við
missum trúna á okkur sjálf —
trúna á að við getum breytt heimin-
um. Hverjir breyta honum þá?
Nærtækasta dæmiö er stríðiö á
milli Argentínu og Englands. Alveg
fáránlegt stríö. Hver hefði trúað því
að shkt gæti átt sér stað? Þetta stríð
var fáránlegt og heimskulegt. Þess
vegna er ekkert sem bendir til þess
að ráöamenn hagi sér skynsamlegar
héríEvrópu.”
„Þeir segja að þeir vilji vemda
friðinn með því að auka vígbúnað
þjóðanna,” segir Kirsten sem einnig
er atvinnulaus. „En ég hef aldrei
skilið aö til væri eitthvað sem nefnd-
ist vopnaður friður. Vopnin eru fyrst
og fremst til þess að nota þau. Eg vil
ekki sitja lengur ein heima dauð-
skelfd yfir þessu ástandi. Þess vegna
er rokkhátíðin og friðarhreyfingar
nauðsynlegar til þess aö vekja
athygli mannaá þessummálum.”
Stöðvið vopna-
framieiðsluna
„Það sem við viljum er að öll
verkalýðsfélög verði virk í barátt-
unni fyrir friði,” segir Benedikta
sem er iðnnemi, en hefur enga von
um atvinnu er námi lýkur.
„Mitt stéttarfélag styrkir friðar-
hreyfingarnar, en það sem vantar er
ahnenn þátttaka fólks í þessum
hreyfingum. Hugsið ykkur ef öll
verkalýðsfélög segðu: „Okkar
meðlimir vilja ekki og ætla ekki að
smiða vopn. Viö viljum aðra og nyt-
samlegri framleiðslu.” Því verka-
lýðsfélög eru geysilega sterkt afl og
geta haft mikil völd bara ef þau
standa saman.
Vitið þið hvaö kostar að smíða öll
þessi vopn, sem smíðuð eru í heimin-
um? Kostnaðurinn við að búa til eina
herflugvél er svo mikill að hann
myndi duga til þess að greiða öllum
iðnnemum í Danmörku laun í eitt ár.
Það er alltaf verið að auka hernaðar-
útgjöldin á meðan sultarólin er hert
á öðrum sviöum.”
Lífslöngun
„Það er lifslöngunin sem rekur
mann til þess að vinna að friði,”
segir Lotta, „og það er nauðsynlegt
aö ungt fólk taki virkan þátt í starf-
seminni. Því þegarmaður er kominn
á byggingaraldurinn er erfitt að
finna tima til þess aö gera annaö en
að snapa víxla og taka lán. Þá fer allt
energíið í það hjá þessu liði og ef
unga fólkið gerir ekkert i friðar-
málum gerir það enginn.
Hinar heföbundnu friðarhreyf-
ingar gagnrýna okkur kannski fjTÍr
það að við nefnum þetta rokkhátíö.
En við tökum friöarmáiefni jafn
alvarlega og þær. Við notum bara
okkar eigin aðferð til að koma
málstaðnumá framfæri.”
„Auðvitað skiptir vinnan fyrir friöi
mestu máli. En góður starfsandi er
líka nauðsynlegur og við skemmtum
okkur konunglega við undirbúning-
inn,”segirChristian.
Þetta er ungt fólk en alveg ótrú-
lega raunsætt. Ef allir í heiminum
hugsuðu eins og þau þá væru örugg-
lega öðruvísi umhorfs í veröldinni.
EG þýddi úr Ekstra Bladet.
SOF
Ej__
MEIR
Comsat Angels
koma!
— Gagnrýnendur
lofa Eng/ana.
Hljómsveitin Comsat Angles þykir
með al-efnilegustu sveitum Breta um
þessar mundir. Hana skipa þeir Kevin
Bacon, 23 ára bassaleikari, Stephen
Fellows, 27 ára gítarleikari, og söngv-
ari Mick Glaisher 27 ára trommuleik-
ari og Andy Peake, 26 ára hljómborðs-
leikari.
„Comsat Angels eru dæmi um hlýöni
egósins og sigur sameiginlegs vilja,”
segir gagnrýnandi New Musical Ex-
press um þá félaga. Hann bætir við ..
” úr myrkviði psychedeliska-blúsins
kemur yndisleg blanda af ró og ákefð,
virðuleika og ofsa.”..”..þeir sjá ljósiö í
anda undirganganna sem leiða til
dómsdags.” Um nýjustu plötu þeirra
félaga Sleep no more (Sof ei meir),
titillinn er trúlega vísun í Makbeö)
sem kom út fyrir tæpu ári, segir
Record Mirror: ,,Sof ei meir, Comsat-
arnir hafa myrt svefninn með því að
gefa út plötu sem ber höfuð og herðar
yfir allt sem hljóðritað hefur verið á
þessu ári...” Gagnrýnandinn hælir
Comsat Angels á hvert reipi og þá sér í
lagi trommuleik Mik Glaisher og texta-
gerö Steve Fellows. Gefur Reeord
Mirror plötunni sína hæstu einkunn
eða 5 stjömur. Blaöiö Sounds er á
samamáli: 5 stjörnurþarlíka. Melody
Maker segir: „1 stuttu máli,
Comsatarnir hafa getið af sér meist-
araverk. Sleep no more er tilfinninga-
leg sprengja sem ristir í gegnum hör-
undið og sker h jartað í tætlur ’ ’
Sleep no more er önnur stór plata
hljómsveitarinnar. Hin heitir Waiting
for a miracle. (Beöið eftir krafta-
verki). Gagnrýnandi Record Mirror
segir um þá nýjustu: Kraftaverkiö er
komið. Þeir hafa einnig gefið út nokkr-
ar litlar plötur og 12 tommu plötur.
Sviösljós minnist vart að hafa séð
nokkra plötu eins mikið lofaða og það
einróma lof, — eins og Sleep no more.
Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir
lesendur að athuga hvort brezkir gagn-
rýnendur hafa rétt fyrir sér, því að
Comsat Angles spila fyrir höfuðborg-
arbúaínæstuviku.
-ANDIA KRIMPEN % IJSSEL
)S KINDERDIJK
4 & BAUDUIN DORDRECHT
ŒR^PAPENDRECHT B .V.
ÍLÁRBEÖ TW-Ubv _