Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Qupperneq 4
4
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULÍ1982.
Vigdis forsati var glöð i bragði er hún kom tíi Heimaeyjar eftír farð út i
Surtsey. Hún flaug til Surtseyjar ásamt gestum slnum, Bertílprins og Lilian
prinsessu. DV-mynd Guðmundur Sigfússon.
Seinnipart sunnudags flugu forsetí íslands og hertogahjónin af Hallandi tíl
Vestmannaeyja. Bertil prins ræðir hér við Ólaf Elisson bæjarstjóra og Sig-
urgeir Ólafsson forseta bæjarstjórnar i Vestmannaeyjum.
D V-m ynd Guðmundur Sigfússon.
Lilian prinsessa skoðaði íslenzkan
heimilisiðnað sl. sunnudag og
horfði þar á tizkusýningu. Hún
skoðaði skart sýningarstúlknanna
og sést hór sýna einni þeirra eigin
hálsfestí. Lilian sagðist kalla þenn-
an ágæta grip „Gibraltarklettínn
sinn".
DV-mynd Þó.G.
Við komuna til Vestmannaeyja
voru Lilian prinsessu og Vigdisi for-
seta færð blóm. Þær sjást hór i hópi
fólks. Næst þyriunni má greina dr.
Sigurð Þórarinsson en hann var
leiðsögumaður i Surtseyjarferðinni.
DV-mynd: Guðmundur Sigfússon.
Hertogahjónin af Hallandi, Bertil
prins og Lilian, prinsessa, gistu Island
dagana 16. til 19. júlí í boöi forseta
Islands. Ekki blés byrlega fyrir
sænsku hertogahjónunum í upphafi
feröarinnar til Islands. Áætlað var aö
þau kæmu til Islands aö morgni sl.
föstudags en vegna veöurs var óger-
legt aö lenda á Keflavíkurflugvelli.
Lenti SAS vélin sem Bertil og Lilian
voru farþegar í á Grænlandi. Seinna á
föstudaginn var svo flogið til Islands
frá Grænlandi. Hertogahjónin heim-
só' u þá sænska sendiráðið og sátu
kvöldverðarboöáBessastöðum á föstu-
dagskvöld.
Á laugardaginn hélt Vigdis Finn-
bogadóttir forseti austur fyrir fjall
ásamt gestum sinum. Sænski prinsinn
og kona hans skoöuðu Gullfoss og
Geysi. Að því loknu héldu forsetinn og
Bertil prins með þyrlu að Hrauneyja-
fossvirkjun. Lilian prinsessa ók hins
vegar til Reykjavíkur og leit við í
Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði.
Bertil prins hafði ætlað sér að renna
fyrir lax í Elliðaánum á sunnudag en
hvarf frá því ráöi. I staö þess kaus
hann að skoöa Þjóðminjasafnið. Ferð á
Þjóðminjasafniö hafði verið á dagskrá
á föstudag en af henni varð ekki vegna
tafa á ferðum hertogahjónanna. Lilian
prinsessa heimsótti Islenzkan
heimiUsiðnað á sunnudagsmorguninn.
Síðar um daginn var haldiö í heimsókn
til Vestmannaeyja. A mánudags-
morgun héldu hertogahjónin heim úr
Islandsheimsókninni. -SKJ
Bertíl prins veifmði / kveðjuskyni er hann yfirgaf Þjóðminjasafnið að
skoðunarferð þar lokinni. Við hlið hans stendur Haraldur Ólafsson lektor.
DV-myndÞó. G.
ÍSLANDSREISA
HERTOGAHJÓNANNA
AF HALLANDI
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
I
„Signalment” af fjallatoppum
Fréttastofa útvarpsins hefur með
nokkrum ágætum breytt fréttaflutn-
ingi á liðnum árum i þá veru, að ein-
stakar fréttaskýringar eru teknar
saman og fluttar undir nafni, og
byggðar á upplýsingum úr opinber-
um málgögnum. Þessi háttur hefur
stundum orðið til þess, að Svarthöfði
og fleiri hafa þóst kenna áróðurs í
áherslum á atriði, sem ekki koma
rétt til skila nema báðar hliðar mála
séu ræddar. Hefur mátt kanna þar
vinstri villu, sem mjög vill ryðja sér
til rúms í f jölmiölum sem eðlilegt er,
og er auðvitað ekki nær sannleikan-
um en hægri villa. En þótt fréttastofa
geti legið undir ámæli fyrir það, sem
flokkast undir meiningarmun, eða
mun á lifsviðhorfum, er alveg frá-
leitt að saka hana um, að hún fari út
fyrir verksvið sitt við að miðla
upplýsingum með þessum hætti. For-
maður Alþýðuflokksins sakaði
fréttastofuna nýlega um þessháttar
athæfi, og bar við að hún væri ríkis-
rekin og þar af leiðandi hefði hún
takmarkaða heimild. I ljós kom að
fréttastofan hafði heimildina, en hef-
<r auk þess siðferðilegan rétt til að
'ytja hlustendum upplýsingar sem
/rir liggja, þótt hún sé ríkisstofnun.
Helgi Jónsson, fréttamaður, sem
stundum getur verið harður spyrill,
leyfði sér að setja saman fréttaþátt
út af skrifum blaða um hugsanlegar
viðræður Alþýðuflokksmanna og
ráðherra um stuðning við rikis-
stjórnina vegna aðgerða í efnahags-
málum. Svarthöfðl benti á það áður
en þessar umræður urðu almennar,
að Iíkur gætu verið á þessu vegna
þess, að ekki verður breytingum á
kosningafyrirkomulagi við komið
verði kosið í haust, og því atriði fyrir
Alþýðuflokkinn að stjórnin lifi fram
á næsta vor, svo timi vinnist til að
undirbúa breytinguna. Fréttaskýr-
ing Helga Jónssonar var fyrst og
fremst um framkomin atriði, þótt
formaður Alþýðuflokksins teldl að
honum væri ekki heimllt að ræða
málið af því fréttastofan er ríkisrek-
in.
Indiánar i Norður-Ameriku skipt-
ust á orðsendingum með reykmerkj-
um, sem sáust úr mikllli fjarlægð.
Hentugt þótti að gefa þessi „signal-
ment” af fjallatoppum og stjómuðu
höfðingjar þjóðflokka gjarnan
merkjasendingum. Nú hafa svona
reykmerki verið í gangi milli Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags i nokkum
tíma, en að hætti æfðra stjómmála-
manna hefur verið svarið fyrir allar
þreifingar, og era aðilar litið betri i
svardögum sinum en venjan er í
bamsfaðemismálum. Engum sér-
stökum getum skal að þvi leitt hverj-
ir era Sitting Bull og Crazy Horse í
þeim merkjasendingum, sem fram
fara um þessar mundir, en til ábend-
ingar má nefna, að Kjartan Jó-
hannsson, formaður Alþýðuflokks-
ins, kom á Volvo sínum nokkrum
sinnum heim til Ólafs Ragnars
Grimssonar á Seltjamamesi i sið-
ustu viku og þar á undan, og sat hjá
honum á kvöldin. Ólafur Ragnar er
formaður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins og hefur hagsmuna að gæta i
breyttu kosningafyrirkomulagi,
enda skipar hann f jórða sæti á lista i
Reykjavik, sem getur í mesta lagi
fengið þrjá kosna að óbreyttu.
Stórir svardagar em ævinlega
hafðir uppi i pólitík þegar upp kemst
um þreifingar af því tagi sem nú era
á döfinni milli Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags. Og það er til lítils að
skamma fréttastofu útvarps fyrir að
gera skyldu sína, fyrst Alþýðuflokk-
urinn vill endilega ræða málin við
Alþýðubandalagið, eins og kvöld-
heimsóknir Kjartans til Ólafs Ragn-
ars bera vitnl um. ísland er ekki
stórt og þess vegna varla hægt að
halda uppi „leyniviðræðum” öðra
vísi en þær verði á vitorði fjöl-
margra. Þeir Sitting Bull og Crazy
Horse hafa að líkindum gefið
„signalmentin” innan húss á Nesinu
að þessu sinni, en þau hefur líka bor-
ið fyrir sjónir af f jallatoppum.
Svarthöfði.