Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VISIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULl 1982.
5
PllfiSÍIltÍý
Kjarvalsstaðir:
Málþingum öldrun
Efnt verður til málþings á Kjarvals-
stöðum í kvöld. Þar mun Jón Snædal
læknir ræða spuminguna: Hvað er
hægt að gera til aö halda andlegum og
líkamlegum kröftum? Á eftir mun dr.
Friðrik Einarsson stjórna umræðum
um málefniö. Efnt er tii þessa mál-
þings á vegum Samtaka lífeyrisþega
ríkis og bæja og er þaö haldið í tengsl-
um við sýninguna „Oft hefur ellin æsk-
unnar not”. Málþingið hefst klukkan
20.30.
-SKJ.
23 punda lax
úrVatnsdalsá
23 punda lax veiddist í Vatnsdalsá í
gærmorgun. Veiðimaðurinn, Árni
Eyjólfsson, sagöist hafa náð hængnum
á flugu í svokölluöum Brúarhyl. Hann
kvað þrjá laxa til viðbótar hafa veiðzt
á þessumsamastaöígærmorgun.
Hylurinn er á silungasvæði árinnar.
-GSG.
Nýr sveitar-
stjori raðmn
á Eyrarbakka
Sveinn Guðmundsson rafmagns-
verkfræðingur hefin- verið ráöinn
sveitarstjóri á Eyrarbakka og hóf
hann störf í gær. Hann tekur við af Þór
Hagalín sem veriö hefur s veitarst jóri á
Eyrarbakka síðastliðin tólf ár.
Níu manns sóttu um starfiö en
„hreppsnefndin varð eftir vandlega
íhugun einhuga um að ráða Svein,”
eins og Magnús Karel Hannesson odd-
viti Eyrbekkinga orðaöi það í samtali
við blaöamann DV.
Sveinn Guðmundsson hefur siöastlið-
in átján ár starfað á verkfræðingadeild
bandariska hersins á Keflavíkurflug-
velli.
-GAJ.
„Elliðaámar
bakkafullar
af laxi"
„Þótt laxinn hafi gengið seint i ár og
veiðin sé í heild minni en í fyrra, það
sem af er veiðitímanum, er óhætt að
Vandi tog-
aranna
bíður
— en ágreiningur um það
milli stjómarflokkanna
„Eg geri ráö fyrir því að þessi mál
verði öll lögð fyrir í einu. Þaö verður
alla vega ekki gert neitt sérstaklega í
málum togaraútgerðarinnar á allra
næstu dögum,” sagði Þröstur Olafsson
aöstoðarmaöur fjármálaráðherra í
samtali við DV í gær. Hann er í þriggja
manna embættismannanefndinni sem
nú f jallar um efnahagsráöstafanir.
Þetta er, samkvæmt heimildum DV,
afstaða bæði sjálfstæðismanna í ríkis-
stjóm og alþýöubandalagsmanna.
Framsóknarmenn telja hins vegar að
ráðstafanir vegna togaranna þoli ekki
bið. Þeir og þá einkum Steingrímur
Hermannsson sjávarútvegsráðherra
eru súrir yfir því að þetta mál dragist
frekar. Utgerðarmenn telja ráðherr-
ann hafa gefið þeim fyrirheit um skjót-
ari viðbrögð. Bendir margt til þess að
afstaða samstarfsflokkanna í ríkis-
stjórn hafi komið honum á óvart.
HERB.
segja að Elliðaárnar séu núna bakka-
fullar af laxi,” sagði kátur veiðimaður
við ámar um helgina. Frá því um fyrri
helgi hefur verið gifurleg ganga í árn-
ar og mokveiði var núna um helgina.
Á sunnudagskvöld höfðu Veiðzt 415
laxar og 40 urriðar í Elliðaánum en 403
laxar á sömu stundu í fyrra. Hins veg-
ar vora 2.205 laxar gengnir upp um
teljarann nú á móti 1.603 í fyrra. Mesta
ganga var á mánudag og þriðjudag í
síðustu viku, 640 laxar þá tvo daga.
Urriðinn, sem var eina veiðin á
opnunardeginum í vor og hrelldi menn
í fyrstu, hefur sáralítið veiðzt síðan,
aðeins einn og einn meö nokkurra daga
bili.
Mest af laxinum úr Elliöaánum er
smátt eins og vant er, 4—6 pund. Fá-
einir af stærri gerðinni hafa þó gefið
sig. Stærsta laxinn hingað til veiddu
þeir Konráö Gislason kompásasmiður
og Ásgeir Gunnarsson forstjóri Veltis
hf. á laugardaginn, 16 punda hæng.
Fengu þeir hann í Efri Móhyl á maðk.
Þann dag veiddust alis 27 laxar og 28 á
sunnudaginn.
HERB.
Þennan 6,5 pundara fékk Bjami Helgason á fyrri veiðitimanum á sunnudag í
EUiðaánum—þar sem laxaganga er nú orðin mun meiri en á sama tíma í fyrra.
NyKrona
hin hljóðláta
bylting
Facit 8000,8100og 8110 - ný kynslóö ritvéla sem búin er rafeindatækni tölvualdar, Fislétt
leturkróna, NyKrona færir þér hljöðláta en eldfljóta prentun, jafnan ásláttog fallegri
áferö en nokkru sinni fyrr
Facit NyKrona býður þér fjölmarga tæknilega yfirburöi. Vélin sér um sjálfvirka upp-
færslu og línuskiptingu, línuminniö gerir þér kleift aö vélrita stööugt um leið og þaö auö-
veldar einnig leiöréttingar, sjálf virkur talnadálkastillir tn/ggir þér margfaldan tímasparnaö
og margt fleira léttir þér störfin á margvíslegan hátt.
Facit 8000 er einfaldasta ritvélin í NyKrona
línunni, en engu aö siður búin öllum þeim
tækniyfirburöum sem máli skipta þegar vélritun
þarf aö vera lipur, hrööog þægileg. Með Facit
8100og8110nálgast þú ritvinnslukerfi
tölvualdarinnar enn frekar. Þú tengir þær viö
tölvu- eða telexkerfi skrifstofunnar og
tæknivæðir hana til frambúöar.
HEnsia
framtíðarþekking í nútímaþágu
GÍSLI J. JOHNSEN HF. n 1 Smiðjuvegi 8 - Simi 73111 Umboósmenn á Akurevri Skrifstofuval hf. Kaupaligi v-Mýraigötu sími (96) 25004
L31
.V
imeygóuj
þér meö
1 í síöustuJ
A ætini
SKIPTIFERÐIR
AÐILDARFÉLAGA
31. júlí-18. ágúst, laus
sæti. 13 daga rútuferð
um Danmörku. 7 dagar
í sumarhúsum í Kaup-
mannahöfn.
Verð frá kr. 6.000,-
Á íslendingaslóðir
í Kanada
3 vikna rútuferð um
Kanada meö dvöl í
Toronto og heimsókn á
íslendingadaginn í
Gimli.
Brottför 26. júlí.
Bergen
Brottför 23. júli.
Vikuferð á frábæru
verði.
Portoroz
22. júlí, örfá sæti laus.
12. ágúst, 3 sæti laus.
2. september biðlisti.
Rimini
29. júlí — biðlisti
9. ágúst — biðlisti
19. ágúst — biðlisti
30. ágúst, örfá sæti
laus.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
3rita
öryggissæti
fyrir börn
Britax bílstólar fyrir börn eru öruggir
og þægilegir í notkun. Meö einu
handtaki er barniö fest. - og losað
BENSINSTOÐVAR
SKELJUNGS