Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Síða 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLI1982.
7
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Múlakaffi
kistunni
drjúgur
J.Ó. á Reyðarfiröi skrifar:
Ég ætla að senda smáupplýsingar
með seðlinum um heimilisbókhaldiö.
Ég hef skrifað niður tölur og haldið
bókhald af og til í lengri tíma en aldrei
f yrr sent ykkur seðil.
Við erum fimm í heimili, hjón með
þrjú böm, 12 ára, 7 ára og 9 mánaöa
gömul.
Ég vil taka það fram, vegna þess aö
matarkostnaður fyrir júní er nokkuð
lægri en meöaltal DV, að ég átti að
mestu fisk í frystikistunni fyrir
mánuðinn.
Undir liönum annaö er ýmis
kostnaður, s.s. bensín á bOinn og
tryggingar af honum, síðan kostnaður
við tannviðgerðir, víxill og fleira. Eg
vona að þið skiljiö þetta krass hjá mér
og kannski sendi ég aftur seðil til
ykkar.
Kveðja.
-J.Ó.
Svar:
Við fögnum því alltaf þegar okkur
berast upplýsingaseölar frá fólki í
fyrsta sinn. Vonum við sannarlega að
framhald verði á sendingu mánaðar-
lega, þetta „kannski” tekið út af dag-
skrá og í staðinn komi „ég ætla”. Rétt
er það að matarkostnaöur á heimilinu
er langt undir landsmeðaltali síöasta
mánaöar (sem var kr. 995), er aöeins
kr. 625,- á þessum júníseðli. Um leið og
við þökkum J.O. á Reyðarfirði bréfið.
hvetjum við fleiri neytendur til að
senda okkur línu og svo auðvitað
upplýsingaseðla til samanburöar á
heimiliskostnaði.
-ÞG.
í f rysti-
tekin í kaffiteríunni í Hallarmúla. Veggurinn fyrir aftan Stefán er hannaður af
Snorra Friðrikssyni. DV-myndir: Bj. Bj.
Veitingastaðurinn Múlakaffi í Hall-
armúla hefur starfað í 20 ár og hefur
nú farið fram mikil endurnýjun á
staðnum. Tækjakosturinn endurnýjað-
ur svo nú þurfa viðskiptavinirnir ekki
að bíða eftir matnum, hann er látinn á
heita diska, og stendur undir hitalömp-
um, á meðan neytandinn fær sér græn-
meti úr salatbarnum sem er meðal
nýjunga á staðnum.
Eigandi Múlakaffis er Stefán Olafs-
son og starfar hann þar ásamt eigin-
konu sinni og tveimur sonum þeirra.
Alls starfa nú 40 manns á „kaffiterí-
unni” eins og hún er kölluð en fyrir 20
árum voru aöeins 15 starfsmenn. Að-
eins er lokað í Múlakaffi á jóladag og
annan í jólum, aðra daga er opið frá
klukkan 7—23.30. Daglega gefst mönn-
um kostur á að velja um 3 kjötrétti og
tvo fiskrétti sem eru strax tilbúnir og á
verðinu frá 48—90 krónur, einnig fást
þar kleinur, pönnukökur, brauð og
kaffi. Reynt er að hafa matinn með
Raddirneytenda
Fiskurinn
„heimilisbragði”, ekki veizluréttir
með furðulegustu nöfnum og sósum
sem fæstir þekkja, þaö eru réttir sem
menn hafa vanizt heima hjá sér, enda
SUZUKI FOX er sterkbyggður og lipur japanskur jeppi, sem hentar
sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. í sparaksturskeppni B.f.K.R.
’82 eyddi Suzuki Fox aðeins 6,78 I pr. 100 km.
Verð kr. 106.000,—(gengi 30/6 ’82)
SVEIM EG/LSSON HF
SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 REYKJAVÍK
SUZUKl
4ra strokka vél 45 hestöfl.
Hátt og lágt drif.
Beygjuradíus 4,9 m.
Þyngd 855 kg.
Rúmbott farþegarými með sætum fyrir 4.
Byggður á sjálfstæðri grind
Eyðsla 7—10 I pr. 100 km.
Hjólbarðar 195 X15 — sportfelgur.
Hæð undir lægsta punkt 23 cm.
Stórar hleðsludyr að aftan.
Aftursæti sem hægt er að velta fram.
endumýiað
—eftir 20 ára starfsemi
verði stillt í hóf. Auk þess sem
fyrirtækið selur mat á staðnum er
einnig sendur matur til fyrirtækja og
stofnana. Gamlir kunningjar hittast á
Múlakaffi og snæða sinn hádegisverð,
þeir vinna í nærliggjandi húsum jafn-
vel mikið fjær.
Salatbar — grillhorn og köld
þorrageymsla
Það var fyrirtsddnu Franke í Sviss
sem var falið að sjá um endurnýjun á
tækjakostinum og allri vinnuaöstöðu.
„En það var hann Axel í Rafha sem
smíðaði fyrirmynd af staðnum fyrir
tuttugu árum og stendur hún enn
óbreytt,” sagði Stefán. „Allt kom hing-
aö frá Sviss í 40—50 cm einingum sem
síðan voru settar saman á staðnum.
Staönum var lokaö kl. 14 á laugardegi
og opnaður aftur á mánudagsmorgni
kl. 7, nýrogbetri staður.”
I Múlakaffi eru 160 sæti og koma um
1700—2000 manns daglega. Þó er það
engum vandkvæðum bundið aö af-
greiða heitan mat til alira á skömmum
tíma. Eftir matinn fá menn sér kaffi
sem kostar 5 krónur og sitja þar sumir
á kvöldin og horfa á sjónvarp.
Meðal helztu nýjunga á staön-
um er köld geymsla fyrir þorramat, en
mikill þorramatur er afgreiddur þegar
sá tími stendur y fir. Heitur matur fer á
bökkum úr eldhúsi og fram í af-
greiöslu, beint i hitaskáp. En í stað
gamla afgreiðsluborðsins hefur verið
komið upp hitaborði. Grænmeti og
fleiri matvörur eru gufusoðnar svo
eiginleikamir haldi sér og frönskum
kartöflum er haldið mjúkum í þar til
perðum kartöfluhitara. Diskar eru
Íf!?í!r ur heitum diskaskömmturum,
efsti diskurinn er alltaf í sömu hæð og
er það mikil hagræðing fyrir starfsfólk
staöarins.
Þegar maturinn er kominn á diskana
er hann látinn undir hitalampa á
meðan viðskiptavinurinn velur sér
drykk meö matnum.
Eftir þessar breytingar á Múlakaffi,
meö þeim tækjum sem áöur er getiö,
endumýjuðu grillhomi með vinsælum
salatbar, og nýjum húsbúnaði er
staðurinn hinn vistlegasti og afgreiðsl-
an gengur hraðar fyrir sig en áður.
-RR