Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Síða 10
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JPLI1982.
10
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Hvað verður um Frelsis-
samtök Palestínumanna?
Stórt er spurt og kannski er lítið
umsvör.
Frelsissamtök Palestínumanna
hafa beðið gífurlegan hnekki í
Líbanon en fráieitt er að telja að þau
séu með öllu búin að vera. Er þetta er
ritað eru skæruliðar enn í herkví í
Vestur-Beirút. Þúsundir skæruliða
hafa verið felldir eða teknir höndum.
Staöa Yassers Arafats hefur ber-
sýniiega veikzt mjög innan samtak-
anna. I raun og veru hefur hann ætíð
verið hófsamari en margir aðrir inn-
an samtaka hans. En haukamir
munu e.t.v. gera uppeisn gegn hon-
um núna, er ljóst er orðið aö friðsam-
leg barátta hefur beðið skipbrot
Næsta öruggt má telja að hvort
sem Arafat situr áfram eða ekki
muni stefria samtakanna hér eftii
verða mun róttækari og grimmari.
Varkárstefna Arafats bjargaði þeim
ekki frá sprengjum Israelsmanna.
Og víst má telja að ofsi og morðæði
Israelsmanna létti smaladrengjum
róttækra afla innan hreyfingarinnar
mjög verk sitt. Sérfræðingur í mál-
efnum araba lét hafa það eftir sér að
Arafat muni missa tangarhald sitt á
hinum ýmsu sveitum Frelsissam-
takanna ef þær dreifist um Araba-
lönd.
Habash og félagar
Stærstu sveitir innan Frelsissam-
takanna eru aö sjálfsögðu A1 Fatah
sem Arafat tilheyrir. En næstfjöl-
mennustu samtökin eru samtök Dr.
George Habash. Hann er marxisti og
telur að koilvarpa beri stjómunum
sem við völd eru í „hófsömum”
Arabaríkjum. PFLP samtök hans
hafa 1000 skæruliða undir vopnum.
Öruggt má telja að þeim fjölgi á
næstunni. Hann hefur sterk tengsl
við alþjóðleg hryðjuveriíasamtök.
Samtök hans eru ábyrg fyrir „svarta
september”. Hann hefur gefið í skyn
að hann og félagar hans muni haldi
annaðhvort til Suður-Yemen eða Sýr-
lands.
Þau samtök sem komast næst A1
Fatah og PFLP aö félagatölu eru
samtök sem Nayef Hawatmeh
stjórnar. Hann og félagar hans klufu
sig frá PFLP fyrir 13 árum. Þeir eru
hallir undir Sovétmenn. Þeir leggja
ekki neina áherzlu á að ræna flugvél-
um heldur vilja þeir ráðast á Israels-
ríki sjálft. Til dæmis hafa þeir ráðizt
á skóla í Israel. Talið er að Hawat-
meh muni fara til einhvers róttæks
Arabaríkis en ekki er vitað hvert
hann getur hugsað sér að fara.
Enn ein samtök eru svo undir
stjórn Achmad Jabril sem eitt sinn
var foringi í sýrlenzka hemum.
Þessi samtök hafa ætíö fordæmt
ákaft hugmyndir um friðsamlega
lausndeilna.
Ef fylkingar róttækra Palestínu-
manna dreifast um Arabalönd má
víst teljast að öngþveiti sigli í kjöl-
fariö. Þeir myndu vissulega halda
áfram að ráðast á Israel. Líklegt má
Yasser Arafat: stefna bans hefur beðið skipbrot.
telja að þeir taki upp gamlar bar-
áttuaðferðir eins og flugvélarán. Síð-
ast en ekki sízt munu þeir berja hver
á öðrum. Gestgjafar þeirra eru svo
vísir til að beita þeim gegn óvinum
landsforseti sigað þeim á Hussein
Jórdaníukóng.
Hvemig sem allt fer má víst telja
að Frelsissamtök Palestínumanna
munu hneigjast til að beita hryðju-
sinum. Til dæmis gæti Assad Sýr- verkum í stærri stíl en þau hafa gert
um langt skeið. Stríðið sem átti að
binda enda á öll stríð hefur ekki
gengið af Frelsissamtökunum
dauðum. En hófsömu öflin munu
verða undiríkjölfarþess.
ás/Newsweek.
Rannsóknarstof nun utanríkismála í Bandaríkjunum leggur til:
„Bandarísku hersveitimar í Kóreu
og Evrópu verði kallaðar heim
ff
þeir peningar sem við það sparast verði notaðir til að ef la bandaríska sjóherinn
Niðurstaöa rannsóknar sem
Rannsóknarstofnun utanríkismála í
Bandaríkjunum hefur látið gera er á
þá leið að heppilegast sé fyrir Banda-
ríkjamenn að senda heim stærsta
hlutann af bandarískum hersveitum
sem eru í Evrópu og Suður-Kóreu. I
þess stað er lagt til í skýrslu stofnun-
arinnar aö fremur sé treyst á sjóher-
inn til að gæta bandarískra hags-
muna erlendis.
Rannsóknin endurspeglar vax-
andi fylgi í bandaiíska þinginu við að
fækka í bandarískum hersveitum í
Evrópu og Asíu og að Evrópumenn
og Asíubúar sjái í auknum mæli
sjálfir um sínar vamir.
Búizt er viö að þessi afstaöa muni
fá aukinn hljómgrunn meöal þing-
manna á þessu ári og hinu næsta þeg-
ar kröfur um að dregið verði úr
hernaöarútgjöldum Bandaríkjanna
gerast háværar til þess að draga úr
fjárlagahallanum.
„Þaö er kominn tími til fyrir
Bandaríkin aö kalla heim mestallan
landher sinn í Evrópu,” segir meðal
annars í skýrslunni. I þess stað beri
aö efla sjóherinn þannig að hann
verði fær um að gæta hagsmuna
Bandaríkjanna erlendis.
„Japanir ekki síður en Vestur-
Evrópumenn ættu að bera höfuðá-
byrgöina á vömum sínum sjálfir
bæði gagnvart ógnunum Sovét-
manna og annarra,” sagöi enn-
fremur í skýrslunni.
Japanir tilkynntu fyrir skömmu
aö þeir hygöust á næsta fjárlagaári
sínu, sem byrjaði l.apríl 1983, auka
útgjöld til hemaðar um 7,34 prósent.
I skýrslunni er lagt til að Banda-
ríkin aðstoði viö eflingu herafla
Suður-Kóreu, en dragi að því búnu
herliösitt ílandinuheim.
Embættismenn í Pentagon segja
aö 40 til 60 prósent af hemaðarút-
gjöldum Bandaríkjanna, sem áætluð
eru 215 milljarðar dollara fyrir árið
1983, muni renna til Atlantshafs-
bandalagsins og aö þaö muni kosta
17 milljarða dollara í fimm ár að
draga hersveitimar heim til Banda-
ríkjanna.
Theodore F. Stevens, öldunga-
deildarþingmaöur og repúblikani frá
Alaska, segir að bandarískar
hemaöarskuldbindingar viö Nató
muni á næsta ári kosta 133 milljaröa
dollara.
Bandaríkin eru nú með 337.300
manna herlið í Evrópu, þar af eru 220
þúsund menn í landhemum. I Suöur-
Kóreu eru 38.200 bandarískir
hermenn, þar af 28.500 í landher. Á
báöum stöðunum er afgangurínn
annaöhvort úr sjó- eða flughernum
eins og allir bandarísku hermennimir
í Japan.
Annar höfunda skýrslunnar,
Jeffrey Record, segir að það sé
tvennt sem kalli á byltingu í her-
skipulagi Bandarikjanna. Annars
vegar sé það að óhjákvæmilegt
virðist aö möguleikum Atlants
hafsbandalagsins á að halda
uppi sameiginlegum og fullnægjandi
vömum fyrir Vestur-Evrópu. Síöara
atriðið sem Jeffrey Record nefmr er
að ógnanir viö öryggishagsmuni
Bandaríkjanna hafi farið mjög vax-
andi í Suðvestur-Asíu og annars
staðar utan Evrópu þar sem Banda-
ríkin hafi ekki pólitískt ömgga
hernaöaraðstöðu á landi.
I skýrslunni er því haldið fram að
þýöingarmiklir bandamenn í Evrópu
— og eru V-Þjóöverjar sérstaklega
nefndir í því sambandi — hafi ekki
tekið fullnægjandi þátt í hinum
sameiginlegu vömum.
Robert J. Hanks, fyrrverandi
aðmíráll, sem er annar höfundur
skýrslunnar, viðurkennir aö það yrði
Bandaríkjunum mikið áfall ef
Sovétríkin ynnu Vestur-Evrópu en
hann bætir því við aö Evrópubúar
komist ekki hjá að viðurkenna að
sh'kur atburður sem vissulega væri
hinn hörmulegasti fyrir Bandaríkin
yrði þó ekki banabiti þeirra eins og
hann yrði örugglega fyrir Evrópu.
Niöurstaða skýrslunnar er sú að
hersveitimar skuh sendar heim og þeir
f jármunir sem við það sparast notaðir
til að stækka flotann og auka hreyfan-
leika hersins. -GAJ.
. '
I Igm
Bandarískir hennenn i Kóreus tríðinu 1950.
Skuldbindingar Bandarikjanna gagnvart Nató munu á næsta ári kosta 133 milljarða doilara.