Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Page 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgéf ustjórf: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjórl og útgéfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarrítstjórí: HAUKUR HELGASON. Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON. Auglýslngastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P: STEINSSEN. Rltstjóm: SlOUMÚLA 12-14. SlMI 86611. Auglýslngar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgraiðsla, áskriftlr, smáauglýslngar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SlMI 27022. Sími ritstjómar 86611. Satning, umbrot, mynda- og piötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNN119. Áskriftarverð á ménuði 120 kr. Verð i lausasölu 9 kr. Helgarblað 11 kr. Hægerleið tilhelvítís Island er að verða gjaldþrota, meðan gersamlega ábyrgðarlausir landsherrar spjalla um, hvort veita eigi 80 milljónum króna í styrki til útgerðar og 30 milljónum í viðbótarstyrki til landbúnaðar. Þeir haga sér sem þeir væru á tunglinu. Fyrir aðeins þremur árum, 1979, fóru 13% af útflutn- ingstekjum okkar í að greiða vexti og afborganir af er- lendum lánum. I ár munu 19—20% af útflutningstekjun- um hverfa í þessa hít. Þetta er rosalegt stökk á aðeins þremur árum. Heildarskuldir íslands hafa á þessu skamma árabili hækkað úr 35% í 40% þjóðarframleiðslu eins árs. Þær jafngilda nú orðið fimm mánaða þjóðarframleiðslu og nema um 80.000 nýkrónum á hvert mannsbam í landinu, þar á meðal börn og gamalmenni. Svo virðist sem þetta ástand eigi enn eftir að versna. Landsherramir hafa fyrir framan sig tölur Þjóðhags- stofnunar, þar sem spáð er 7,5% viðskiptahalla á næsta ári og 7,5% árið þar á eftir. Fyrir þessum halla þarf að slá erlend lán. Þetta getur aðeins endað með skelfingu, nema lands- herramir vakni af sætum draumum skuttogarakaupa og annarra fyrirgreiðslna Framkvæmdastofnunar og Byggðasjóðs. Þeir verða að hætta að ímynda sér, að þeir vaði í peningum. Landsherramir eru að veðsetja börnin okkar. Þeir spara sér erfiðið við að stjóma eins og menn með því að varpa ábyrgðinni á þá, sem eiga að taka við á næstu ára- tugum. Þetta mun örugglega leiða til landflótta og hmns þjóðfélagsins. Það kemur ekki til nokkurra mála, að við getum leyft landsherrunum að halda áfram með þessum hætti. Við- skiptahallinn á næsta ári má ekki verða neinn, né heldur árin þar á eftir. Stöðva verður hina hægu leið til helvítis. Við getum hjálpað landsherrunum með því að viður- kenna sjálf, að við lifum um efni fram. Viö kaupum er- lendan gjaldeyri á útsöluverði til að afla okkur lúxusvarn- ings. Við verðum að átta okkur á, að fyrir þessari eyðslu er ekki nokkur gmnnur. En það má ekki nefna orðiö „gengislækkun” í eyru sumra ráðherranna, svo f jarri em þeir hinum efnahags- lega raunveruleika. Ef skrá ætti gengið rétt og stöðva út- sölu gjaldeyris, mundi þurfa að minnsta kosti 30% gengis- lækkun Önnúr aðferð til að stöðva hrunið er aö draga úr fjár- festingu. Hún nemur nú 25% eða fjórðungi þjóðarfram- leiðslunnar. Þetta er of hátt hlutfall, jafnvel þótt svo vel væri, að f járfestingin væri í nytsamlegum og arðbærum hlutum. En ríkið hefur byggt upp flókið kerfi Seðlabankafryst- ingar, Byggðasjóðs og Framkvæmdastofnunar, Fisk- veiðasjóðs og Veödeildar landbúnaðárins til að tryggja, að fjármagnið festist ekki í arðbærum hlutum, heldur gæluverkefnum. Ámm saman hefur fjárfesting í hinum hefðbundna landbúnaði, offramleiðslunni á kjöti og mjólkurvörum verið hin sama eða meiri en fjárfestingin í iðnaði. Þessi rányrkja fær sjálfvirk fjárfestingarlán svo að styrkirnir megi dafna og blómgast. Á sama tíma hefur ríkið stuðlað að rányrkju hafsins og óhóflegri stækkun fiskiskipaflotans með því að útvega 95—105% lán til skipakaupa. Ofan á þetta eru landsherr- arnir svo að gamna sér við steinullarver, sykurver og önnurvonlaus ver. Ef stöðvuð verður hin geðveikislega fjárfestingarstefna landsherranna og þjóðin áttar sig á, að gengið er rangt skráð, er hægt að hindra þjóðargjaldþrot. En það verður ekki gert með núverandi japli, jamli og fuðri. JónasKristjánsson DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI1982. Þíngflokkur Sjálfstæðisflokltsins, og á bak við hann blað allra lands- manna, Morgunblaðiö, hefur hafið sérkennilega sj álfstæðls ba ráttu fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar. Það vill hins vegar oft fara svo með ákafa en sjálfskipaöa þjóðemisvini, eins og áður henti svo oft þjóðina á Þórsgötu 1. Þeir hafa gleymt einu smáatriði. Þeir gleymdu aö spyrja þjóöina sjálfa hvað henni fyndist um hina hraustlegu vörn sér til handa. Um síðustu mánaðamót endurnýj- uðu Islendingar og Sovétríkin rammasamning um efnahagssam- vinnu, svo sem í gildi hefur verið,- milli þessara ríkja, svo sem í gildi hefur verið milli Islands og miklu fleiri ríkja og svo sem í gildi eru milli alls konar ríkja út um allan heim. Þetta er ósköp venjulegur samning- ur með þessu venjulega orðagjálfri sem oft á tíðum er auðvitað ósköp merkingarsnautt en er þó undirstrik- un þess aö þessar þjóöir ætla að halda áfram viðskiptum svo sem verið hefur. _______ Nú er það út af fyrir sig heimspeki- leg og siöfræðileg spurning, hvort opið lýðræðisríki eigi að eiga við- skipti við lokað einræðisríki. Það hefur verið viðurkennd stefna Islend- inga að eiga slik viösinpti sem einnig er stutt þeim almennu rökuih að slikt sé líklegra til þess að stuöla aö fríði og skilningi milli þjóða þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt. Af ástæöum, sem enn ekki hafa veriö skýrðar, kusu Morgunblaöið og þingflokkur Sjálfstæöisflokksins aö fara í Leiftursóknarham vegna þessa samnings. Sé hins vegar flett í gegnum Morgunblaöið þá kemur í ljós að allar þessar aðfinnslur hafa frá fyrstu tíö verið mjög ruglings- legar. I fyrstu gagnrýndu þeir formið á samningnum (leiðari í Mbl., 1. júlí) þaö, að embættismenn og hagsmunaaðilar hefðu haft of mikil afskipti, og kjörin stjómvöld of lítil. Síðan er eins og þeir hafi farið að leita að efnisatriðum. Þingf lokkur tekur við sendingu Mbl. Þá kom saman þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins og ályktaði um máliö. Þeir gagnrýndu að í inngangi þessa rammasamnings er nefnt að ríkisstjórnir landanna hafi að „leiöarljósi ákvæði lokasamþykktar ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem undirrituð var í Helsinki 1. ágúst 1975”. Samningur- inn á að vera óhæfur vegna þessa. Nú skyldu menn staldra við. Allii vita, hvers konar stjómarfar ríkir í Sovétríkjunum. Þar er svívirðilegt einræði, þeir brjóta mannréttindi, þeir senda gagnrýnendur á geð- veikrahæli. Þeir ráðast inn í Aíganistan, þeir sveifla jámhendi yfir Póllandi. Sovézk stjórnvöld myndu hins vegar ekki kannast við þessa lýsingu. Sjálfir segjast þeir auðvitaö ástunda lýðræði, hafa í heiðri mannréttindi. Gagnrýni er að mati stjómvalda nokkum veginn það sama og geðveiki. Þeir em að frelsa Afganistan og forða því að Pólland veröi upplausnaröflum aö bráö. Þetta er veruleikinn sem við lifum við, svo svartur sem hann er. Það að hvort ríkið um sig segist lifa eftir Helsinki-sáttmálanum er auðvitaö réttur hvors um sig. Munurinn er hins vegar sá að þessu leyti segja íslendingar satt en Rússar hins vegar ekki. Svona ákvæöi gerir auðvitað Islandi ekkert til. I því felst ekki nokkur viðurkenning á háttum og hegöan hins aöilans. Ósæmilegur þrýstingur Það sem hins vegar ætti að vekja Samnlngttrinn undlrrítaður.—Hvers vegna var Mogginn svo mjög á móti því? spyr Vilmundur Gylfason. Fagna ber frum- kvæði kirkjunnar Afvopnunarþingi SÞ í New York er nú lokið án þess aö samkomulag hafi náðst um næstu raunhæf skref í af- vopnun. Þó voru þjóðirnar sammála um að halda áfram og meðan talað er saman er einhver von um árang- ur. Afvopnunarþingið var haldið í því pólitíska andrúmslofti sem friðar- hreyfingar í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum hafa myndað. Orðið „friðarhreyfing” er samheiti fjöl- margra samtaka, stofnana og jafn- vel einstaklinga, sem hafa komiö sér saman um viss grundvallaratriði, sem snerta kjarnorkuvopnakapp- hlaupið í heiminum. Þessi grundvall- aratriði gerði sr. Gunnar Kristjáns- son aö umtalsefni á nýafstað- inni prestastefnu á Hólum í Hjalta- dal. Um það sagði hann: Ummæli sr. Gunnars „Helstu markmið friðarhreyfing- anna eru þessi: 1. Fjarlægja beri all- ar SS 20 eldflaugar Sovétmanna og hætt skuli við uppsetningu hinna nýju eldflauga og stýriflauga á evrópskri grund. 1. Framleiðsla kjarnorkuvopna verði stöðvuð nú þegar. 3. Hafnar verði viðræður í alvöru milli kjarnorkuveldanna um fækkun kjamorkuvopna. 4. Reynt verði að spoma gegn útbreiðslu vopnanna með því að komið verði í veg fyrir útflutning á vopnunum. 5. Leitað verði nýrra leiða í vígbúnaði, sem byggist eingöngu á vörnum og felur ekki í sér ögmn. 6. Komið verði upp kjamorkuvopnalausum svæðum á ýmsum stööum, sem síðan teygi sig um allan hnöttinn. Undirstrika ber, að friðarhreyfing- arnar hafa ekki barist gegn hernað- arbandalögum. Þetta hafa bæði and- stæðingar þeirra gefið í skyn en einn- ig ýmsir aðilar — einnig hér á landi — sem vilja misnota það mikla fylgi, sem friðarhreyfingamar hafa, sinni eigin pólitík til framdráttar. ” Affluttur málstaður Hér er um að ræða grundvallar- atriði, sem auðvelt ætti aö vera ná samkomulagi um. Hitt verður að við- urkenna og ber að harma, að mál- staður friðarhreyfingarinnar hefur mjög verið affluttur á Islandi af aðil- um „sem vilja misnota það mikla fylgi, sem friðarhreyfingarnar hafa, sinni eigin pólitík til framdráttar”. Það þarf t.d. ekki lengi að lesa Þjóöviljann til að sannfærast um, að hann telur það meginstefnu friðar- hreyfinga að berjast gegn vopnabún- aði Atlantshafsbandalagsins. Þjóð- viljinn virðist telja það léttvægt og ekki ástæöu til að vekja sérstaka at- hygli á því, að enn í dag era Sovét- menn í óðaönn að setja upp SS-20 eld- • „Þjóðviljinn segir fátt um, að Kennedy og Hatfield leggja höfuðáherzlu á „fryst- ingu,” með samningum og fækkun kjarnorku- vopna verði gagnkvæm og undir eftirliti,” segir Birgir tsleifur Gunnarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.