Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ & VISIB. ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLl 1982.
LAUSSTAÐA
Staða yfirfiskmatsmanns á Norðurlandi vestra
hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða er laus til
umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins.
Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf send-
ist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 15. ágúst nk.
Sjávarútvegsráðuneytið,
15. júli 1982.
Bíll og tjaldvagn til leigu
Lada station meö tjaldvagni og öllum útbúnaði laus til
leigu nú þegar.
Verö kr. 500,00 á dag. — 4 kr. á km með söluskatti.
Tjaldaleigan
v/Umferðarmiðstöð, simi 13072.
Öræfaferðir
1982
12 daga ferðir:
Askja-Sprengisandur
Brottfarardagar:
26. júlí,
2. ágúst,
9. ágúst,
16. ágúst,
23. ágúst.
I/erðkr. S.040.00.
13 daga ferðir:
öræfí-KverkfjöH-
Sprengisandur
Brottfarardagar:
25. júlí,
1. ágúst,
8. ágúst.
Verð kr. 5.460.00.
Innifaliö i verði: Fullt fæði, leiðsögn og tjöld.
Heiztu viðkomustaðir:
Þingvellir — Borgarfjörður —
Akureyri — Ásbyrgi — Hljóða-
klettar — Dettifoss — Herðu-
breiðarlindir — Askja — Mý-
vatn — Sprengisandur — Land-
mannalaugar — Eldgjá — Gull-
foss — Geysir — Laugarvatn.
Heiztu viðkomustaðir:
Þórsmörk — Skaftafell — Höfn
— Hallormsstaður — Kverkfjöll
— Mývatn — Sprengisandur
— Landmannalaugar — Eldgjá
— Gullfoss — Geysir.
Ferðaskrífstofa
Guðmundar Jónassonar hf.
Borgartúni 34, sími83222.
— Fyrri grein —
SÓKNÍ
STEINULLAR-
MÁUNU
Á 104. löggjafarþingi 1981-’82
lögöu allir þingmenn Suöurlands-
kjördæmis fram eftirfarandi tillögu
til þingsályktunar:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjóminni aö ganga nú þegar til
samninga viö Jaröefnaiönaö hf. um
byggingu steinullarverksmiðju í
Þorlákshöfn á grundvelli laga nr.
61/1981.”
Á síðasta aöalfundi Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga, sem
haldinn var á Þingvöllum 23. og 24.
apríl 1982, var samþykkt áskorun á
ríkisstjórn og Alþingi aö byggö veröi
steinullarverksmiðja í Þorlákshöfn.
Á fulltrúaráðsfundi samtakanna
og stjórnar Jarðefnaiðnaðar hf., 16.
maí sl. er þessi samþykkt ítrekuö.
Þar harmar fulltrúaráöið afstöðu
Alþingis en skorar á ríkisstjóm að
staösetja verksmiðjuna í Þor-
lákshöfn.
Hvers vegna þessi
einarða afstaða?
1. Þjóðfélagslega er rangt að reisa
verksmiöju fyrir noröan því
innanlandsmarkaöur er 75% á
Suðvesturlandi og æskilegt aö
stefnaáútflutning.
2. Þjóðnýtingaráform ríkisstjórnar
í almennum rekstri ber aö stööva,
sérstaklega þegar hags-
munaaðilar, einstaklingar og fél-
ög treysta sér til athafna og
ábyrgðar í rekstri.
3. a) Dýrmæt reynsla fæst viö
hráefnameöhöndlun, rafbræðslu,
spunagerð, mottugerö, markaös-
setningu og almennan rekstur,
sem nýtist viö frekari úrvinnslu,
m.a. í framleiðslu á léttum milli-
veggjaeiningum, hljóðeinangr-
andi plötum og röraeiningum.
b) Rafbræðsluofn og vélbúnað
má nýta til framleiðslu K-ullar.
c) Hægt er aö nota steinull til
ræktunar plantna, viö sáningu og
fjölgungræðlinga.
4. Flutningskostnaður frá Sauðár-
króki til aöalmarkaössvæðis er
svo miklu meiri en frá Þorláks-
höfn. Þaöbreytirenguþótt Ríkis-
skip sé látiö taka á sig
kostnaöinn. Þennan dreifingar-
kostnaö greiöir skattborgarinn aö
lokum.
Hver sem áhuga sýnir þessu máli
og les rækilega í gegn skýrslu „Stein-
ullarnefndar iönaöarráöuneytis” nr.
81-4, mars 1981, sér þar ótalmarga
ótvíræða þætti, sem styöja þessa
skoðun.
Steinullarfram-
leiðsla arðbær
„0.1. Athuganir nefndarinnar
benda til aö steinullarframleiösla á
Islandi til notkunar innanlands og til
Kjallarinn
H jörtur Þórarinsson
útflutnings geti orðið aröbær og
þjóðhagslega hagkvæm.
Nauösynlegt er þó að ganga frá
viöskiptasamningum um útflutning
áöur en tekin er ákvörðun um
byggingu verksmiöju.”
Útflutning vill Steinullarfélagiö
ekki og getur ekki flutt út m.a.
vegna flutningskostnaðar og
hafíshættu. Þó bendir nefndin á (bls.
11) aö með því aö útiloka útflutning
þá veröi innanlandsveröiö aö hækka
um 15-19%.
Hagkvæmasta stærð
„0.2. Hagkvæm stærö
verksmiöju er talin svara til
14.000—\5.000 tonna ársframleiöslu.
Arðsemi verksmiöju sem miðuö
væri einvörðungu viö innlendan
markaöyröi verulega lakari.”
Steinullarfélagið hf. bað sér-
staklega um aö metin væri lítil verk-
smiöja (7.500 tonn/ári) „meö
hliðsjón af óformlegum tilboöum,
sem félagið fékk frá fyrirtækinu St.
Gobain.” Nefndin færir byggingar-
og rekstrarkostnað til samræmis viö
14.400 tn/ári verksmiðju Jungens
Elkem en „vegna takmarkaðra upp-
lýsinga sem fengist hafa frá St.
Gobain er stofn- og rekstrar-
kostnaöur áætlaöur af nefndinni.”
Ennfremur segir (bls. 94) aö
„aöferöin hafi lítið veriö könnuö af
nefndinni og upplýsingar allar af
skornum skammti.” I.T.I. telur
ýmsa annmarka á aöferö St. Gobain.
Þá verður aö greiöa 3%
framleiöslugjald til franska fyrir-
tækisins.
Ennfremur bendir f ulltrúi Steinull-
arfélagsins á áð „fyrirtæki sem nota
aðferð St. Gobain beri ægishjálp yfir
keppinauta sina.” (bls. 123).
Brostnar
forsendur
Síöan er upplýst í desember 1981
aö allt tal um samstarf viö St.
Gobain væri endanlega úr sögunni.
Margra mánaða töf viö samanburð á
þessum tveim tegundum verksmiöja
og verkið unniö fyrir gýg.
Stofnkostnaður
106,89 milljónir
„0.3. Stofnkostnaðurl4.000-15.000
tonna steinullarverksmiöju yrði um
106,8 m. kr. og framleiðsluverðmæti
um 55—60 m. kr. á ári, miöaö viö full
afköst. Starfsliö yröi 68 manns
samtals ...” (Ath. Allt verölag er
miöaö viö 1. janúar 1981).
Heildarstofnkostnaður
10% hærri á Sauðár-
króki sem er 24%
hærra en hlutafjár-
framlag ríkis
Hér er spuming um hvaö munar
um aö sleppa hlutdeild ríkissjóös
(40% af 23,1 milljón), 9,24 milljónum
en meta raunhæft hve byggingar-
kostnaöurinn er miklu lægri í Þor-
lákshöfn.
I áætlun nefndarinnar er stofn-
kostnaöur talinn sá sami á Sauöár-
króki og í Þoriákshöfn.
I reynd er svo ekki þar sem reikna
veröur meö aöfluttu vinnuafli á
báðum stööum og mismunandi
kostnaöi af þeim sökum.
Ef gert er ráö fyrir 50% aöfluttu
vinnuafli á Sauöárkróki (frá SV-
landi) og 75% í Þorlákshöfn (há-
marksfjöldi við byggingu og véla-
uppsetningu áætlaöur um 100 manns
og 27000 manndagar alls) veröur
heildarstofnkostnaöur um 10% hærri
á Sauöárkróki en í Þorlákshöfn.
I áætlun nefndarinnar er kostnaður
viö rafmagnsheimtaug áætlaður 1,0
millj. króna. Samkvæmt bréfi Raf-
magnsveitna ríkisins dags. 10.12.80
er kostnaöur hins vegar metinn kr.
1,28 millj. á Sauðárkróki en kr. 580
þúsund í Þorlákshöfn.
Vegna flutnings verksmiðjunnar
nær aöveitustöö svo sem nú er gert
ráö fyrir lækkar kostnaður í Þor-
lákshöfn væntanlega í um 480 þúsud.
krónur. Stofnkostnaðarmunur af
þessum sökum veröur því um 0,8
millj. króna Þorlákshöfn í vil. Stofn-
kostnaður í Þorlákshöfn á því aö
lækka úr kr. 106,8 millj. á verölagi 1.
janúar 1981 í kr. 106 millj.
Stofnkostnaöur á Sauðárkróki
hækkar hins vegar um 10% eða úr kr.
106,8 millj. i kr. 117,5 millj.
Stofnkostnaöur 14000 tonna stein-
ullarverksmiöju á Sauöárkróki
veröur því kr. 11,5 millj. hærri en
sams konar verksmiðja í Þorláks-
höfn sem er liölega 24% hærri
upphæð en hlutafjárframlag rikisins
(40% af 23,1 millj.). Stofnkostnaöar-
munur minni verksmiðju (6000 tn)
verður svipaöur hlutfallslega þó
heldur hærri þar eð vinnulauna-
kostnaöur er hlutfallslega heldur
hærri í minni verksmiðju.
Þórsmerkurdeilan:
Fararstjonnn neitaoi
fyrir hönd farþeganna
Einn farþeganna í rútu Ferða-
félagsins sem fór í Þórsmörk um
helgina hafði samband við DV.
Hann kvað það ekki rétt, sem
fram hefði komið í frétt blaðsins í
gær, að farþegamir hafi neitað að
greiða gjald fyrir inngöngu á
svæðið. Sannleikurinn sé sá að
fararstjórinn hafi neitað þessu
fyrir hönd farþeganna en margir
þeirra hafi verið reiðubúnir til að
greiða. -GSG