Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Qupperneq 32
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JtJLl 1982.
32
Tryllingur ársins í New York er
„höfuöfat” sem fær þig til að líkjast
geimveru. I New York heitir það
„deely-bobbers” og er alveg fáránleg-
ur hlutur sem ekkert notagildi hefur —
utan þess aö pirra samborgarana.
New York búar eru þekktir fyrir að
láta heillast af alls konar dellufyrir-
brigöum. Sumar dellurnar eða tízku-
fyrirbrigðin hafa orðiö vinsæl víða um
lönd s.s. hjólaskautar, hjólabretti og
míkrósegulbönd. Þó held ég að dellan
sem heltók New Yorkara fyrir tveim
árum , að ganga með stein í bandi, hafi
hvergi annars staðar notiö vinsælda á
jarðkringlunni.
Höfuðfat
En nú er það nýjasta nýtt sem sagt
eins konar höfuðfat. Það er úr harð-
plasti og tveim spírölum sem teygja
sig upp í loftiö og efst á þeim tróna svo
einhverjir klumpar, hjörtu eða lauf
eða kúlur. Þegar þú gengur með
þetta hristast spíralarnir og skakast
glaðiega i takt við göngulagið.
Á öllum aldri
Seljendur deely-bobbers eru á
hverju götuhorni. Og hvert höfuðfat
kostar einn dollara og allir þeir sem
teljast vilja menn með mönnum verða
aö kaupa þetta. Því þetta er tízkan í ár.
Þegar þú lítur á myndina ímyndar
þú þér ef til vill að þetta skraut sé
aðeins fyrir böm. En það er mesti mis-
skilningur. Ef þú ferð til New York þá
sannfærist þú um þetta sjálf. Komdu
viö í Central Park á sunnudegi.
Þar munt þú komast að raun um að
það eru jafnt fertugir og sextugir sem
böm með deely-bobbers dinglandi á
hausnum. Og oftast er þetta fólk líka á
hjólaskautum með lítil míkrósegul-
bönd og heyrnartæki.
Milljónari
Sá sem fann þessa dellu upp heitir
Stephan Askin og er frá Los Angeles.
Hann reiknar með því að græða um 20
milljónir dollara á deely-bobberunum
þetta árið. Hann hefur fyrir löngu
krafizt þess að fá einkarétt á þessari
uppfinningu, en ekkert svar fengið
ennþá frá einkaleyfisveitendum. Og nú
hafa margir stolið frá honum hug-
myndinni og framleiða delluna í
stómm stíl. Askin er afar fúll yfir
þessu og segist ekkert skilja í því að
mönnum leyfist að nota annarra
.manna hugmyndir til þess að græða á
þeim. (Eflaust hefur hann gleymt þvi
aö hann býr í landi frelsisins þar sem
frjáls samkeppni er leyfileg).
Askin segist enga trú hafa á að þessi
della endist lengur í Bandarikjunum
en eitt ár. En hann hefuraugastaðá er-
lendum mörkuöum svo sem í Eng-
landi, Þýzkalandi, Frakklandi og
Japan. En fyrir New York-markaðinn
verður hann að finna upp á nýrri
neyzludellu.
— Hverjusvosem?
„Kannski úöara sem ver mann fyrir
kjarnorkugeislum.” — En varla
Hér má 8 já Regine Coco, söngkonuna í The Piatters, meft nýjustu delluna f rá New
York á hausnum. Nefnilega deely-bobbers.
kaupir nokkur úðara í dós því þaö er
fyrir löngu sannað að dósaúðarar eyöa
ósónlagi loftsins sem ver okkur
mannaböm fyrir hættulegum útfjólu-
bláum geislum?
„Jú, jú, elskan mín góða, segir
Stephan. „Þetta er bara allt spuming
um að kunna aðauglýsa.”
Nýjasta dellan
frá New York
KRAUM
AR í
KREMINU
Dustin Hoffman er nær
óþekkjanlegur á þessari mynd. En
hún var tekin er veriö var að kvik-
mynda nýjustu myndina sem hann
leikur í „Tootsie”. Þar leikur
hann dömu eina og kostaöi
búningurinn hann viku í rúminu.
Hann þoldi ekki andlitsfarðann
sem hann þurfti að nota og hljóp
því allur upp í einhverju and-
styggðar ofnæmi. Þessu hefur nú
verið kippt í liöinn og eru önnur
krem notuð sem betur hæfa við-
kvæmu hörundi leikarans.
Björn Borgs gata
í Lítde Rock
Gatan verður nefnd eftlr Birnl Borg.
Bæjarstjórnin í Little Rock í
Arkansas hefur nú ákveöið aö nefna
götu eina í bænum eftir Bimi Borg
tennisstjömu.
Upphaflega átti gata þessi aö bera
heiti tennisstjörnunnar John
McEnroes, en helmingur bæjar-
stjómarinnar sagði aö það kæmi ekki
til greina. Fannst þeim sem McEnroe
ætti slikt ekki skilið, hann væri
orölagöur skapofsamaður og væri
sífellt aö valda hneykslun með fram-
ferði sínu.
Bjöm Borg hefur hins vegar lagt
mikið af mörkum tennisíþróttinni til
heiðurs og það mun verða haft í minn-
um lengi. Eða það er að minnsta kosti
skoðun stjómmálamanna í Little
Rock.
Það var ekki einungis í Falklandseyjadeilunni sem
Argentína og Bretland háðu orrustu heldur líka í al-
heimsfegurðarsamkeppninni. Hér á myndinni sjást þátt-
takendur í alveg jafnfáránlegu stríði og Falklandseyja-
deilan var. Á milli ungfrú Wales og ungfrú Bretlands er
... já akkúrat ungfrú Argentína.
Brooke Shields og kærastinu, Patrick Cassidy.
Mamma
ræður engu
Mamma hennar er ekkert ánægð
með þetta, en hún fær ekki viö neitt
ráöið. Það lítur út fyrir að Brooke
Shields sem orðin er 16 ára sé farin að
stjórna sínu eigin lífi.
Móðir hennar hefur aftur á móti þá
skoðun að það sé bezt fyrir Brooke að
halda í ímyndina um litlu saklausu
stúikuna sem lengst. Þess vegna er
það alveg bannaö að láta sjá sig með
strákum.
En Brooke féll alveg kylliflöt fyrir
tvítugum náunga, Patrick Cassidy að
nafni. Og hún er ekkert að fara í felur
með það. Það er öruggt mál að þessi
fregn á eftir að særa margt amerískt
strákshjartað. En þeir kaupa sig þó
inn á myndir með henni eftir sem áður.
Brooke er alveg hæstánægð og tekur
vin sinn meö sér hvert sem hún fer, en
alls ekki mömmu sína.
Patrick Cassidy er enginn hr.
Hversemer.
Hann er yngstur þriggja bræðra og
þeir tveir elztu eru nú þegar orðnir
frægir en þeir heita David og Shaun.
Patrick ætlar sér líka að verða frægur.
Hann hefur nú þegar fengiö hlutverk á
leiksviði á Broadway. Þó mamma
Brooke Shields hafi að einhverju leyti
rétt f yrir sér er hún heldur því fram að
þetta samband Brooke við Patrick geti
skaðaö mannorð hennar þá er alveg
öruggt að nafn Patricks veröur enn
þekktara fyrir vikið.