Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Blaðsíða 12
12 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuöi 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Bráðræði er óþarfí Um langt árabil hafa staðið hatrammar deilur milli íslenskra stjómmálaflokka um hvort erfitt efnahagsá- stand geti réttlætt að gripið sé til skerðingar á launa- _ veröbótum. Flestir viðurkenna að slíkar aðgerðir séu neyöarbrauð, en einn flokkur, Alþýðubandalagið, hefur löngum barist hatrammlega gegn kaupskerðingum. Rökin hafa verið þau að verðbólgan ætti sér ekki uppruna í kauphækkunum og krukk í kaupið væri árás á verka- lýðinn. Launþegar hafa verið æstir upp til mótmæla og verkfalla undir kjörorðinu „kosningar eru kjarabarátta” og í raun og veru hafa allar stjómarkreppur síðustu ára, allt frá því að ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar fékk út- reiðina í kosningunum 1978, stafað af ágreiningi út af mis- munandi miklu krukki í kaupið. Það var af þessum ástæðum sem Alþýðuflokkurinn gafst upp á samstarfinu við Alþýðubandalagið haustið 1979 og það var af þessum ástæðum sem aðrir flokkar vildu ekki mynda stjóm með Sjálfstæðisflokknum eftir desemberkosningamar það ár. Það náðist ekki sam- komulag um takmörkun launahækkana sem lið í viðnámi | gegn verðbólgu. I þeirri ríkisstjóm sem nú situr hefur það gerst að Alþýðubandalagið hefur viðurkennt nauðsyn kaup- skerðinga. Ýmist hefur það verið gert í formi félags- málapakka, sléttra skipta eða undir nafninu „samræmd lækkun”. 1 bráðabirgðalögunum frá í haust er enn einu sinni og umbúðalaust viðurkennt að skerðing launa- verðbóta er óhjákvæmileg aðgerð ef halda á veröbólgunni í skefjum. Þar er kveðið á um að skerða megi verðbætur um helming. Með þeirri aðgerð verður veröbólgan á bilinu 50—60%. Ella myndi hún nálgast 100% að mati stjórnarsinna sjálfra. Með þessum einföldu tölum og köldu staðreyndum er það endanlega staðfest að launa- hækkanir hafa umtalsverð áhrif á verðbólguna og er þá alveg látið liggja milli hluta hvort þær hækkanir eru or- sök eða afleiðing. Að þessu leyti eru bráðabirgðalögin yfirlýsing frá Alþýðubandalaginu þess efnis að kaupskerðingar geta verið efnahagsleg nauðsyn. Verðbótaskerðingar eru afar- kostur en engu að síður óhjákvæmilegar ef stjómmála- menn meina eitthvað með tali sínu um viðnám gegn verðbólgu. Af þessum sökum er það lítt skiljanleg afstaða ef stjómarandstaðan hyggst koma höggi á stjómina með því að fella bráðabirgðalögin — fella þær aögerðir sem þeir flokkar hafa áður beitt sér fyrir og munu eflaust gera þegar þar að kemur. Og það loksins þegar Alþýðubandalagið hefur gengið í björgin! Stjómarandstaðan hefur raúnar fundið lögunum það helst til foráttu að þau gangi ekki nógu langt. Atlagan gegn verðbólgunni er ekki nægilega hörð eða beitt. Allir vita aö ríkisstjómin er dauðvona. Ef hún vill endilega lifa sjálfa sig þá er óþarfi að hjálpa henni út úr sjálfheldunni með því að fella það litla sem hún hefur gert af viti. Stjómarandstaðan á ekki að gefa stjóminni færi á því að gera sig samseka um það upplausnar- og öng- þveitisástand sem skapast ef bráðabirgðalögin verða felld. Ekki hefur verkalýðshreyfingin beðið um að verðbætur séu greiddar að fullu. Ekki er það í þágu vinnuveitenda að greiða 18—20% verðbætur ofan á grunnkaup fyrsta desember næstkomandi. Og varla hafa kjósendur áhuga á 100% verðbólgu meðan beðið er eftir kosningum og nýrri stjóm. Hvað þá að það verði auðveldara að taka við undir slíkum kringumstæðum. I þessu máli verða menn að sjá fram fyrir sínar flokks- pólitískutær. -ebs. EIN EÐA TVÆR DEILDIR DV. FOSTUDAGUR 8. OKTQBER1982. Háraldur Blöndal Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráöherra, hefur aöeins einu sinni sagt almenningi frá því, hvaöa hugmyndir hann hafi um breytingar á stjórnar- skránni. Þessi eina hugmynd er aö af- nema deildaskiptinguna. Ástæðan er sú, að hann hefur misst meiríhlutann fyrir stjóm sinni í annarri deildinni en lafir íhinni. Nú skal það fúslega viðurkennt, aö menn eiga aö taka undir meö dr. Gunn- ari í raunum hans og samhryggjast honum. En eru persónuleg vandræöi hans nægjanleg rök til þess að breyta stjómarskránni og afnema deilda- skiptingu Alþingis? Veröa menn ekki að líta aöeins víöar umkring? Og skal nú farið nokkmm oröum um deildaskiptingu Alþingis. Á fyrri tíö var þjóöþingum yfirleitt skipt í deildir. Var yfirleitt farið eftir stéttum manna, eins og t.d. á Bretaþingi, en eins var til, aö menn væru k jömir meö mis- jöfnum hætti til deildanna eins og á Bandaríkjaþingi, en þar er kosið til fulltrúadeildarinnar eftir fólksfjölda, en til öldungadeildarinnar miðað viö ríki og hefur hvert ríki tvo öldunga- deildarmenn án tillits til fólksf jölda. Svipuð sjónarmiö ráöa deildaskipt- ingu á Sambandsþinginu þýska. Hins vegar er deildaskipting í rska lýðveldisþingsins að því leyti sérstök, að þar sitja í efri deildinni fulltrúar stéttanna: fulltrúar rithöfunda eiga þar sinn mann, fulltrúar ölhitumanna og svo framvegis. Fyrirmyndin Viö Islendingar sækjum fyrirmynd okkar um deildaskiptingu til norska Stórþingsins. Norska Stórþingið skiptist í óöals- þing og lögþing og er lögþingiö kosið úr hópi stórþingsmanna. Norsk þingsköp eru hins vegar meö þeim hætti, að öll lagafrumvörp skal fyrst leggja fyrir óöalsþingiö og lögþingið fær þau laga- frumvörp ein til meöferöar, sem óðals- þingið hefur samþykkt. Lögþingið getur ekki fellt nein lagafmmvörp til Æk „Eru persónuleg vandræði Gunnars ^ nægjanleg rök til þess að breyta stjórnar- skránni og afnema deildarskiptingu Alþing- lSí 9” Sumir segja aö Álþýöubandalagiö hafi keypt ráöherrastólana fyrir her- máliö. Hvaö svo sem rétt er í þeim efnum þá segir þaö sina sögu aö stór þáttur þjóömálanna skuli rúmast utan viö stjórnmálabaráttuna á heilu kjörtímabili Þaö á ekki aö vera hægt aö halda máli sem skiptir þjóðinni í tvær stórar og vígreifar fylkingar utan við mest alla þingræðisbar- áttuna. Dálítill angi, flugstööin og Helguvíkurmáliö, hefur þó sést. Samherjar Bandaríkjastjómar hafa vissulega fáein nothæf rök, svo sem aö um sé aö ræða endumýjun gamalla mannvirkja í báðum tilvikum, — aö olíugeymar séu betur staösettir í Helguvík en annars staöar og aö Bandarík jamenn eigi aö greiöa fyrir not sín af flugstöðvar- byggingu á VeUinum. Rök andstæð- inganna em misgóð. Þaö er rétt að Helguvíkurgeymamir geta leitt til aukinna umsvifa hersins. Það er rétt aö fyrirhuguð flugstöð er of stór. Hins vegar eru ábendingar um spamað af byggingu minni flug- stöövar alfariö fyrir íslenskt (láns)fé trúlega rangar. En hvaö sem öllum rökum Möur er megin- atriðiö þó þetta: Ætla Islendingar að þrengja að erlenda herliöinu og byggja og reka sín samgöngumann- virki sjálfu- eöa ekki? Þetta er allt aö því siðferöileg spurning. Svarið er annaö hvort umbúðalaust nei eða já og segir allt um hvaöa augum menn h'ta sjálfræði þjóðar. Með afstööu samherja Bandaríkjastjómar í huga mætti halda því fram aö fjárhags- lega séð væri best aö viö væmm enn útkjálki úr Danmörku, — sjáiö bara hvaö Færeyingar hafa gott vegakerfi! Velgjuleg utanríkisstefna Flugstöðvarmáliö leiöir hugann aö utanríkisstefnu Islands sl. 35 ár. Sé farið yfir stöðu landsins viö atkvæða- greiöslur hjá Sameinuöu þjóöunum eða beinar aögerðir íslenskra ríkis- stjórna þá er meginstefnan augljós: Nær fuilkomin fylgni viö afstööu Bandaríkjanna og þeirra Norður- landanna sem em meö í NATO. Virkar aðgerðir, s.s. diplómatísk mótmæli, skjót stjórnmálatengsl viö ríki, viðurkenning á þjóðfrelsissam- Kjallarinn AriTrausti Guðmundsson tökum og efnalegur stuöningur viö þurfandi eru hverfandi. Landhelgis- máhö er nánast eina undantekn- ingin. Það verður að draga sjálfstæði utanríkisstefnu sem þessarar veru- lega í efa. Borgaralegir stjórnmála- menn lúta forsjá bandalags fremur en aö kanna og fylgja vilja meiri- hluta eigin landsmanna. Kosningar hafa ekki veriö mælikvarði á þennan vilja, enda utanríkismálum haldiö utan við kosningabaráttu, — nema hermálinu. Það er heldur ekki hægt að kenna fylgispektina við varkámi smáríkis. Það getur nefnilega enginn dregiö mörk milli hennar og hugleys- is. Framlag til friðar? Framlag Islendinga til friðar er í samræmi við velgjulega utanríkis- stefnuna. Ráöamenn hafa tekiö fullan þátt (þótt þeir sitji ekki í hermálaráðum Nató) í að gera allmörg Evrópuríki aö kjarnorku- væddum mammút á brauöfótum meöan ríkiskapítalistamir austan- tjalds hafa veðjaö bæöi á kjarnavopn og gífurlega venjulega hernaðarupp- byggingu. Ráöamenn okkar hafa vikið sér undan eöa horft framhjá útþenslu sovéska risaveldisins og beinlínis greitt götu þess bandariska. Meö því og stuðningi viö NATO- stefnuna (og aöildinni aö NATO) hafa þeir því í raun aukið ófriöarlík- umar af því að þær stafa fyrst og fremst af innbyrðis samkeppni og gróöasókn risaveldanna. En þaö skilja ekki þeir sem halda aö stríð eða friður séu siðferðileg vandamál eöa verk óöra manna — jafnvel mistök. Eina raunhæfa friðarbar- áttan veröur að beúiast gegn báöum risaveldunum í fyrstu umferö. Þaö útheimtir sjálfstæöari utanríkis- og viðskiptastefnu. SHA og friðarhreyfingin Einhver kann að benda á Samtök herstöðvaandstæðinga eða nýju friöarhreyfinguna. Hvað um fram- lag okkar — ég telst víst þar í sveit? Eg tel aö SHA hafi farið út af sporinu upp úr 1970. Þá breyttist heimsmyndin vegna allra stökka Sovétríkjanna og minnkandi getu Bandaríkjanna, en pólitísk blinda og Rússadekur áhrifamikilla herstöövaandstæöinga kom í veg fyrir aö samtökin tækju miö af öllu saman. Einhliða andóf gegn NATO og Bandarikjunum og þögn eöa hálf- velgja í garð Kremlverja hefur leitt til þess að samtökin hafa oröiö æ minna trúveröug, æ starfsminni og tapað fylgi, ef marka má aliáreiöan- legar skoöanakannanir. Ýmsar tillögur um ágætar úrbætur í sumum efnum koma of seint. Á okkur marx- A „Með afstöðu samherja Bandaríkja- ^ stjórnar í huga mætti halda því fram að f járhagslega séð væri best að við værum enn útkjálki úr Danmörku — sjáið bara hvað Færeyingar hafa gott vegakerfi! ” i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.