Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER1982. 11 Menning Menning Menning íleit Bragi Ásgeirsson opnaöi mál- verkasýningu 25. september að Kjar- valsstööum og sýnir þar 88 mynd- verk. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22. Síðasti sýningardagur er 10. okt. Sérstæður listamaður Bragi Ásgeirsson hefur um langt árabil haft nokkra sérstöðu i islensku málverki. Hann hefur ekki aðeins í listsköpun sinni notað hefðbundna tækni heldur í ljósi nýrra möguleika sett inn á myndflötinn ólika hvers- dagslega hluti sem hann hef ur gjarn- an fundið, og eru skráöir ákveðinni reynslu og flokkast að öllum jafnaði undir drasl. Listamaðurinn notaði síðan þessa hluti til að byggja upp persónuleg, táknfræðileg kerfi. I þessum myndum kom einnig fram fádæma þekking á ólikum efnum og tækni sem undirstríkað hafa hans persónulegastíl. Itvennt Listamaöurinn sýnir nú 88 ný myndverk að Kjarvalsstöðum. Það fyrsta sem maður tekur eftir hér á sýningunni er hve hún er sundurslit- in og verkin innbyrðis ólík. En með nokkurri einföldun getum við þó sagt að sýningin skiptist í tvennt: abstraction og fígúratífar myndir. Það er þó ekki að undra þvi listamað- Ástriðudansinn (Tango Jalousio), 1981-82. urinn hefur oft þrætt einstigið milli þessara vegg ja myndmála. Abstraktmyndirnar hér á sýningunni bera þó fyrst og fremst vott um ákveðna leit og efnisrann- sóknir hjá listamanninum. Vart getum við talað hér um neinar at- hyglisverðar niðurstöður; þó er víst aö „slettimyndirnar" gefa til kynna ákveðna möguleika (sérstaklega hvað varðar efni tré og sement?) sem gaman væri að sjá í stærrí hlut- föllum og ítarlegri úrvinnslu. Myndlist Gunnar B. Kvaran fígúrur En fígúrumyndirnar aftur á móti vitna umfram allt um listræna reynslu og þekkingu. Hér teiknar Bragi konur og fugla þar sem ná- kvæm og skýr linan er sem andsvar við hrjúfu yfirborði flatarins. Það er sem hin tæra lína magni upp efnis- kennd myndarinnar og þessi hrjúfi Fuglinnífjörunni, 1981-82. LJásm. GBK. flötur ali af sér hina hreinu línu. Þessar myndir sýna vel hvernig listaverk njóta reynslu fyrri verka. En þýðir það þá að listamaðurinn eigi auðvelt með að skapa og fram- kvæma þessi verk? I raun fær áhorf- andinn það á tilfinninguna þegar hann skoðar sýningu Braga að myndirnar séu unnar átakalaust. Það vir ðist sem ekki sé tekist á við að umbreyta eöa þvinga áfram mynd- málið. Eða er það nægilegt að setja aðeins fígúrur inn í ákveðið kerfi sem listamaðurinn hefur skapað? Það er þvi sem fígúrurnar skorti ákveðna umfjöllun eða úrvinnslu svo þær verði ekki eingöngu söguleg endurtekning eða laglegt handbragð. Myndirnar bera ekki í sér þá sköp- unar- og endurnýjunargleði sem við finnum oft í eldri „samhrúgunar- myndum" listamannsins. Hér eru það frekar ljóðrænar stemmningar sem hafa tekið við af hinu djúpa hversdagslega táknmáli. En bíðum viö, látum okkur sjá, því Bragi er eflaust einn af hæfileika- meiri listamönnum hérlendis, eins og kemur skemmtilega fram, þegar hann afslappað dregur upp og litar verkið „Astriðudans (Tango Jalou- sie)"!! GBK Hverfisteinar Rafdrífnír hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga á mín. í báðar áttir. Verðkr. 1.728, — m/söluskatti. Sendum hvert á land sem er. m dfe % mr tm +TJ VELAVERSLUN Armúli 8 - 105 Reykjavik - Sfmi 8-5840. VÖRUFLUTNINGA- ÞJÓNUSTA FYRIR ÖLL BYGGÐARLÖG Á SUÐUR- NESJUM hefur flutt þjónustu sína á Vöruflutninga- miðstöðina Borgartúni 21, Regkjavík. Sími 10440. Tekið á móti pöntunum í síma 92-7071 og 92-7202. Nú er tækifærið að eignast nýjan bíl á mjög hagstæðum greiðslukjörum Fí AT- PANDA-bíllinn, er gjörbreyttur utan sem innan, en þetta er hlnn frægi 3ja dyra bill, sem hefur veríð mest seldi bíll Evrópu mörg undanfarin ár og ekkl að ástmðulausu. Við höfum ekkl annað eftírspum tíl þessa, enda hefur þessi sórstaki bill eitt mesta endursðluverð hérá Islandi. IVúá verði sam enginngeturstaðist, aðoins KR- 109.500.- sem er ööruvísi, með sérstaklega frumlega innréttíngu tíl fjölbreyttra nota t.d. sætí fyrir S fullorðna eða svefnpléss fyrir tvo og má lika breyta i sendiferðabil íeða aftursætínu í barnarúm). ÞúertekkiivandaáFÍATPANDA. VERÐ AÐEINS KR. 109.500.- ¦pjjj *iiö^áí (/"*-« .$a^^BPS^^!íffl!H!!553&'>v—. . Fí AT125 P er búin flestum þeim þœgindum sem miklu dýrari'bilarstáta af, við bendum á vandaóa innróttingu, tvöfalt hemlakerfi. Halogen Ijós, rafknúna rúðusprautu, upphitaða afturrúðu og svo mættí lengi Þú færð mikið fyrir peningana og FÍAT þj'ónustu í kaupbæti. Getum tekið notaða bíla upp ínýja. Verð án ryðvarnar miðað við gengi 1 /10 '82. "3Úf %*á SSt FÍA T125Per mikill blll é ótrúlega hagstæðu veriU. AÐEINS KR. 99.800.- OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-16 OPIÐ SUNNUDAG KL. 13-16. FI ItAlTÍ Egill Vilhjálmsson hf. Smiójuvegi 4 Kóp. Sími 77200 Simi 77720

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.