Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Blaðsíða 4
4 DV. FOSTUDAGUR 8. OKTOBER1982. ÁLVER, STÓRKUA EÐA ORKUFREKURIÐNAÐUR? — Hvað á barnið að heita? — „orkufrekur iðnaður” — segir bæjarstjórn Akureyrar „Vegna þeirrar umræöu sem nú fer fram um hvemig beri aö nýta raforku þá, sem áformaö er aö framleiöa meö fallvötnum landsins, vill bæjarstjórn árétta aö hún telur rök hníga aö því aö næsta fyrirtæki í orkufrekum iðnaöi, sem reist veröur á landinu, rísi á Eyja- fjaröarsvæðinu,” segir m.a. í ályktun frá bæjarstjóm Akureyrar sem hún samþykkti meö 11 samhljóöa at- kvæöum sl. þriöjudag. Ályktunin er samþykkt sem svar viö fyrirspurnum frá samstarfsnefnd um iðnþróun á Eyjafjarðarsvæöinu. Það er ekki á hverjum degi sem bæjarstjórn Akureyrar samþykkir ályktanir. Þaö er því rétt að rekja þessa ályktun í heild, en hún er í 7 liðum sem oröast á þessa leið: 1. Á áratugnum 1971—1981 fjölgaði Akureyringum úr 10.930 manns í 13.420 eöa um 2.490 manns. Þetta samsvarar rúmlega 2% fjölgun á ári. I upphafi áratugarins voru Akureyringar 5.28% allra lands- manna en í lok hans 5.87%. Hlut- fallsleg aukning er þannig 0.6%. Bæjarstjóm álítur aö svipuö þróun á næstu áratugum sé bæöi eðlilegt og æskilegt markmiö í þessu efni. Margvísleg stefnumótun bæjar- stjómar á undanförnum ámm hefur miöaö í þessa átt. Má þar nefna nægilegt lóðaframboð til íbúðabygginga og atvinnustarfsemi og öra uppbyggingu ýmissar þjónustu bæjarins. 2. Bæjarstjórn telur fjölbreytt at- vinnulíf nauösynlega forsendu fyrir stööugleika í efnahag bæjarins og bæjarbúa. Jafnframt stuölar fjöibreytt atvinnuval að því aö allir getifengiöstarf viösitt hæfi. 3. Bæjarfulltrúar hafa mismunandi afstööu til þess hvert skuli stefna um rekstrarform og stærö fyrir- tækja. Hins vegar er tæplega ágreiningur nú um aö rekstrarfonn skuli vera sem fjölbreytilegust og aö atvinnufyrirtæki í bænum stækki og eflist og auki vöm- og þjónustu- framboö sitt sem mest aö gæöum og fjölbreytni. 4. Akureyrarbær hefur ekki haft framkvæöiö aö stofnun margra fyrirtækja annarra en eigin þjónustufyrirtækja svo og veitu- stofnana bæjarins og strætisvagna. Þó átti bærinn frumkvæöi aö stofnun tJtgeröarfélags Akureyringa hf. Akureyrarbær hefur aftur á móti orðiö eigandi aö nokkmm fyrir- tækjum, venjulega á þann hátt aö breyta skuldum þeirra við bæjar- sjóö í hlutafé. Ohætt er aö fullyröa aö Akureyrarbær hefur getu til stofnunar eða reksturs fyrirtækja. Ljóst er aö þaö fé sem Akureyrar- bær leggur í atvinnurekstur úr bæjarsjóöi rýrir möguleika bæjarins til aö vinna aö þeim verk- efnum sem honum ber lögum sam- kvæmt aö sinna eöa öðrum verkefnum sem talið er eöhlegt aö bæjarfélög sinni: Við viss skilyrði er vilji fyrir því að Akureyrarbær leggi fram fé til atvinnurekstrar og má i því sambandi benda á Fram- kvæmdasjóö Akureyrar og reglugerö hans. 5. Það er mismunandi eftir fyrir- tækjum, rekstrarformi og eignar- aðild bæjarins að þeim, hvemig á- hrif bæjarstjórnar em á fjár- festingu og stjómun þeirra. Þau geta verið í formi beinna fyrirmæla til einstaka fyrirtækis eöa fulltrú- um bæjarins í stjóm eöa á hluthafa- fundum er falið aö beita sér fyrir tilteknum ákvörðunum. 6. Bæjarstjórn telur að nýta beri þau tækifæri til atvinnusköpunar sem landiö og hafið umhverfis þaö bjóða upp á, þ.e. þær auölindir er þjóöin hefur yfir aö ráða. Vegna þeirrar umræöu sem nú fer fram um hvemig nýta beri raforku þá, sem áformað er aö framleiöa meö fall- vötnum landsins, vill bæjarstjórn á- rétta að hún telur rök hníga aö því að næsta fyrirtæki í orkufrekum iðnaöi, sem reist veröur á landinu, rísi á Eyjafjarðarsvæðinu. Því beinir bæjarstjórn því til stjóm- valda aö nauðsynlegum rannsóknum á svæöinu verði hraöaö og á gmndvelli þeirrar niöurstaöna veröi tekin ákvöröun um stofnun slíks iðnaöar í samráði viö íbúa svæðisins. 7. Bæjarstjórn telur aö Iðnþróunar- félagi Eyjafjarðarbyggða beri aö efla iönþróun á Eyjafjarðar- svæöinu meö skipulagöri leit aö hagkvæmum tækifærum til fjár- festingar í iðnfyrirtækjum og undir- búningi aö stofnun slikra fyrir- tækja. Stuöningur bæjarins viö félagiö veröur í formi beinna fjár- framlaga, þ.e. hlutabréfakaupa eða með lánum, endurlánum og á- byrgðum. \ Ekki náöist alger samstaða í bæjarstjóminni um þessa áiyktun athugasemdalaust. Fulltrúar Kvenna- framboðsins létu bóka að viö at- vinnuppbyggingu á Eyjafjaröar- svæöinu megi ekki einblína á álver eöa sambærilega stóriöju. Þaö fjármagn, sem í stofnun og rekstur sliks fyrir- tækis færi, sé æskilegra aö nýta til uppbyggingar iönaöar sem byggir á innlendum hráefnum og veldur hvorki félagslegri né náttúmfarslegri röskun, sgir í bókuninnL Helgi Guömundsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, geröi einnig sérbókun. Þar áréttaði hann stefnu Alþýðubandalagsins í at- Álver, stóriöja eða orkufrekur iðnaður við Eyjafjörð? Staðarvalsnefnd iðnaðarráðherra hefur einkum horft á Dysnes sem heppiiegan stað fyrir slíka starfsemi. Þessi mynd er tekin frá Hjalteyri suður eftir Galmarströnd þarsem Dysnes er. DV-mynd: GS/Akureyri. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Hver friður þarf sinn strandkafbát Svíar taka hart á móti gestum, ef marka má aðgerðir þeirra út af meintum kafbáti við flotastöðina í Muskö. Mun þetta vera í annaö sinn, sem almennt útboð veröur hjá sænska hernum vegna atburöar af þessu tagi. 1 fyrra sinnið var lika beitt herskipum, þyrlum og djúp- sprengjum, en kafbáturinn slapp í það sinniö. Þá skrifuðu miöur velvilj- uö blöð í Svíþjóð að heppilegast hefði verið taliö aö láta kafbátinn fara án þess að sjá hvaðan hann væri. Réttir aðilar tóku síðan viö og staðhæfðu aö báturinn hefði veriö frá Nato. Það var svo ekki fyrr en rússneskur kaf- bátur sigldi í strand við Karlskrona, sem hiö mikla friðarríki áttaöi sig á því, að ef til vill væri það ríki í grenndinni, sem hefði áhuga á flota- búnaði Svíþjóöar. Ekki var heldur með neinu móti hægt að ljúka málinu með þvi að Karlskronabáturinn væri frá Nato. Þess vegna varð fremur hljótt um njósnir í sænskri landhelgi um sinn, eöa þar til nú, að líkur eru til að fundinn sé nýr Nato-kafbátur frá Rússlandi. Annars herma fregnir að mögulegt sé að hinn óboðni gestur hafi sloppið í skjóli nætur. Verður þá væntanlega erfitt að staðhæfa að báturinn hafi ekki veriö frá Nato. Fréttastofa út- varpsins heldur þvi þó enn íram af nokkurri þrákelkni, að báturinn komi upp á hverri stundu og hefur dæmið staðið þannig í eina tvo daga. En hvernig sem fer um þessa friðar- heimsókn i sænskri landhelgi, þá er alveg ljóst að nauðsynlegt er að efla friðarstarfsemina að mun á Vestur- löndum og boða kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Það var einmitt eftir að Karlskrona-bátinn rak á land, sem friðaráróðurinn á Norðurlöndum komst í algleyming. Jafnvel íslenska þjóðkirkjan hreifst með og er nú oröin póUtisk á parti, enda vfll hún fyrst og fremst afvopna Vesturlönd eins og Verkamannaflokkurinn bresld. íslenska þjóðkirkjan hefur aldret heyrt minnst á Kolaskagann, þar sem vítisvélum hefur verið komið fyrir, sem aUar beinast að Norður- löndum. Um þær vítisvélar hefur Verkamannaflokkurinn breskl heldur ekki heyrt. Nú hafa nokkrar konur komið sér saman um að friðin- nm í heiminum eigi að stjóma frá ls- lándi, og hafa tilnefnt Menningar- og friðarsamtök kvenna til forustu í þelm málum. MFK hefur lengi barist fyrir friði á milU boösferða tfl Sovét- ríkjanna, og þessi nýju kvennasam- tök vita auðvitað ekkert um Kola- skagann. Nú er ljóst að flest ÖU deUumál í ís- lenskri póUtik bafa verið sótt til Svíþjóðar, sem m.a. í krafti flota- stöðvanna viö Karlskrona og Muskö þykist fullfær um að boða frið í heiminum, eins og íslensku konura- ar. Gallinn er bara sá, að þeir sem Svíar eru að boða friðinn fyrir geta ekki setið á sér stundarkorn, en þurfa aUtaf að vera að kóklast eitt- hvað í sænskri landhelgi, auðvitað í fuUu trausti þess að kjaftaUöið og áróöursmaskínurnar og kvennasam- tökin komi því á framfæri að hinir óboðnu gestir séu frá Nato. Þess vegna er alveg bráðnauðsynlegt að þessi nýi kafbátur sleppi óséður. tslensk kvennasamtök em marg- visleg og em stundum að snudda af framboðsmálum. Tæknilega vUja þau svæfa sig sjálf póUtískt með þvi ■ að sameinast utan um „friðar- stefnu” MFK og Mariu Þorsteins- dóttur. En enginn friöur getur verið án kafbáts, það sannaðist á Svíum við Karlskrona hér á dögunum. Sameinuðu íslensku kvennasamtök- in hafa þegar ákveðið hver skuU vera kafbáturinn i þeirra landhelgi, og vflja með þvi treysta samstöðuna með Svíum og öðrum yfirfriðarsinn- um. Samtökin varpa engum djúp- sprengjum, en þau breiða úr kálgaröinum fyrir Menningar- og friðarsamtök kvenna, sem em ein- hver einlægustu póUtísku samtök landsins og virðingarverð að þvi leyti, en hafa þvi mlður tekið þá trú að í sprengjuhelvítinu á Kolaskaga séu bestu sprengjur i heimi, já, bara alveg frábærar sprengjur. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.