Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIO — VÍSIR 229. TBL. —72. og 8. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1982. RITSTJÓRNSIMI 86611 AUGLYSINGAR OG AFGREIOSLA SIMI 27022 . t ' Guðmundur G. Þórarinsson framsóknarþingmaður: KOSNINGAR\, MARS EÐA APRIL Mikil átök framundan „Eg fæ ekki annað séð en að kosn- ingar veröi í mars eöa apríl og ég held að framsóknarmenn verði að búa sig undir það. Þaö er Ijóst að framundan eru tímar mikilla átaka,” sagði Guðmundur G. Þórar- insson alþingismaður, á fundi Fram- sóknarfélags Eeykjavíkur sem hald- inn varígærkvöldi. Taldi Guömundur fyrirsjáanlegt aö stjórnarandstaðan myndi fella bráðabirgðalögin þótt forsætisráð- herra væri annarrar skoöunar. Hann hafnaði þó þeirri hugmynd að láta reyna á þetta sem fyrst með því að leggja lögin fram í neðri deild, þar sem rikisstjórnin hefur ekki meiri- hluta. ,,Eg er þeirrar skoðunar að það sé of alvarlegt mál að láta stjómarandstöðuna fella lögin fyrir 1, desember, — áöur en þau hafa tekið gildi í heild. Eg vil því láta þau fá þingræðislega meöferð, leggja þau fram í efri deild og ræða í nefnd- um,” sagði Guðmundur. Guðmundur taldi aö umræðan hefði verið of einskorðuð við bráöa- birgöalögin, þar sem þau væru ekki nema hluti af því sem fram ætti að ganga. Einnig hefði veriö samiö um breytingar á vísitölukerfinu og or- lofslögum og um láglaunabætur. Vildi hann leggja þessi lagafrum- vörp öll fram í einu og láta stjómar- andstööuna ræða þessar efnahagsaö- gerðir í heild. „Ég er þó þeirrar skoð- unar, svo ég segi hug minn allan, að stjómarandstaðan muni fella þessi lagafmmvörp öll, án tillits til þjóðar- hags. Það verður ekki vegna mál- efna heldur vegna þess að það er enn hatur vegna þess hvemig þessi ríkis- stjórn var mynduð.” Aðspurður af fundarmönnum sagöist Guðmundur ekki telja neinar líkur á aö lögin kæmust gegnum þingiö með fjarvem einhverra þing- manna stjómarandstöðunnar eins og rætt hefði verið um. Auk þess sagðist hann ekki hafa neina trú á þeim sög- um að gert hefði verið samkomulag við Jón Balvin Hannibalsson um að hann styddi bráðabirgðalögin gegn því að „Gunnarsmenn” styddu hann í prófkjöri. Taldi hann því einsýnt að rjúfa þyrfti þing og efna til kosninga snemma á næsta ári. ÓEF Á myndinni sóst hluti skemmdanna i garðinum. Lögregiumenn fara inn á vinnustað hins grunaða. A minni myndinni er biHinn sem skotið var á. DV-myndir Einar Óiason. Skotið á bfl Einn maður íhaldi Maður, sem hefur það að atvinnu að svíða hausa, er nú í haldi hjá lög- reglunni í Reykjavík, gmnaður um að hafa ölvaður framið skemmdar- verk með því að sk jóta af rif fli. Maöur þessi var handtekinn um miðjan dag í gær eftir að skotfæri fundust í fórum hans og riffill fannst á vinnustaðhans. Lögreglunni var tilkynnt um klukkan 14 í gær að hjólbarðar á bíl einum á Kirkjusandi hefðu verið skotnir sundur með byssu. Eigandi bílsins hafði farið með sprungin dekkin á hjólbarðaverkstæði. Þar kom í ljós hvers kyns var. Fundust riffilskot í hjólbörðunum. Fljótlega beindist grunur að ákveðnum manni. Hafði lögreglan tal af honum. Fundust þá, sem fyrr sagði, skotfæri og riffill. Var maður- inn ölvaöur, aö sögn lögreglunnar. Hann hafði ekki verið yfirheyrður í morgun, var þá sofandi í fanga- geymslu. Átti að láta hann sofa vel úr sér áfengisvímuna. -KMU. Grafið inn í garðinn — en ekkert samband haft við íbúana „Það em nokkrar skemmdir á lóð- inni og þetta var gert án þess að láta okkur vita,” sagði húseigandi við Garðaflöt í Garðabænum, en starfs- menn Pósts og síma gengu nokkuð nærri lóö við hús hans er þeir grófu skurö vegna jarðsíma, eins og sjá má á meöfylgjandi mynd. „Það hafa oröið skemmdir á girðingu, á trjágróðri og matjurtagarði. Eg er ekki í nokkrum vafa um aö þaö hefði verið hægt aö komast hjá megninu af þessu ef talað hefði verið viö okkur,” sagði húseig- andinn. Hjá Pósti og síma fengust þau svör að sjálfsagt væri aö tala við fólk ef hrófla þyrfti viö göröum vegna fram- kvæmda, en ekki fengust nein svör um af hverju það var ekki gert í þessu til- felli. ás. Hef ur Sovétför Bjögga þjóðf élagsleg áhrif? — sjá POPPIÐ á bls. 37 Konungur f rumskógarins urrar framan í óvininn — sjá myndasögur bls. 30 og 31 ÉGDREPHANN * — sjá sjónvarp í kvöld bls. 39 £r e/ns og hvert annaö endemis rugl — segir Ámi Gunnarsson, um að leitað hafi verið til hans um stuðning við bráðabirgðalögin „Það er algjörlega úr láusu lofti gripið að forsætisráðherra eða nokkur annar maður úr stjómarher- búðunum hafi leitað til min um stuðning við þessi bráðabirgðalög,” sagði Árni Gunnarsson alþingismað- ur í samtali við DV í morgun. I grein í Morgunblaðinu í morgun er sagt að Árni hafi átt viðræður við aðstoðar- mann forsætisráðherra um hvort hann myndi stuöla að framgangi lag- anna á Alþingi. „Þetta er eins og hvert annað endemis rugl í Murgun- blaðinu,” sagðiÁmi. „Eg hef hins vegar lýst þeirri skoð- un minni, frá því að bráðabirgðalög- in komu fram, að ef Alþýðuflokkur- inn ætlar að fella þau þá verði hann að leggja fram konkret tillögur og aðra valkosti, — en ekki bara vera á móti til að vera á móti. ” Muntu þá greiða atkvæði gegn lögunum? „ Afstaða sú sem formaöur Alþýðu- flokksins hefur lýst yfir er enn í fullu gildi og önnur skoðun hefur ekki komið fram af minni hálfu,” sagði ÁmiGunnarsson. Jón Baldvin Hannibalsson sagöi í samtali við DV, er hann var spurður um afstööu sína til bráöabirgöa- laganna, að þeir menn sem héldu aö hann myndi stuðla að framgangi þeirra óbreyttra tilheyrðu ekki því einvalaliði sem læsi ritstjómargrein- ar Alþýðublaðsins. Þingflokksfundur Alþýðuflokksins stóð í alian gærdag og var boöaður aftur í skyndi í morgun. ÖEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.