Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Side 3
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. 3 „Þetta er það flottasta magasínj sem ég hef komið í og hef ég þó víða farið,” sagði Bergur Lárus- son skókaupmaður í samtali við DV þegar verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð var sýnd blaðamönnum á dögunum. Þetta var á miðvikudagskvöldi, kvöldið fyrir opnunina. Hvert sem litið var sást fólk á þönum við lokafrágang. Sumir verslunar- eigendur voru búnir að gera allt klárt en aðrir voru enn að mála. Sævar í Dúkaverksmiðjunni var enn með málningarrúlluna á lofti og í Cesar var samhliða verið að mála, setja upp hillur og tengja ljós. Vörurnar voru á leiðinni með leiguflugvél frá Reykjavík. Bergur Lárússon og hans fólk í Skóverslun M.H. Lyngdals höfðu hins vegar allt á þurru. Voru þau mætt á staðinn uppábúin og sömu sögu var aö segja um fleiri verslunareigendur. Verslunarmiðstöðin við Sunnu- hlíð er giæsileg, það verður ekki af henni skafið. Hún er teiknuð af Reyni Adamssyni arkitekt. Húsið er byggt upp í tveimur álmum, sem síðan eru tengdar saman með torgi. Það er þetta torg sem gefur verslunarmiðstöðinni sinn „sjarma”. Það er yfirbyggt og upphitað og af því er gengið inn í allar verslanirnar. Veitingastofan á efri hæð torgsins og blómabúðin á þeirri neðri gefa því hlýlegan svip. Eflaust á torgið eftir að verða enn líflegra þegar tímar líða, þegar þar hefur verið komið fyrir blómum og öðrum gróðri. Eftirtaldir aðilar hafa þegar hafið starfsemi í verslunarmið- stöðinni eða gera það á næstunni: Kaupfélag Eyfirðinga með kjör- búð; Tískuverslunin Sif með kven- fatnað; Tónabúðin með hljóm- plötur og hljóðfæri; Dúkaverk- smiðjan með vefnaðarvörur og saumastofu; Bókabúðin Huld með bækur og ritföng; Skóverslun M.H. Lyngdals með skófatnað; Leikfangaland með leikföng; Búnaðarbanki íslands með peninga; Rafbúðin með ljós og aðrar rafmagnsvörur; Homið s.f. með bamafatnað og barnavömr; Brauðgerð Kr. Jónssonar með veitingastofu, Skrifstofuval með skrifstofutæki, síma og ljós- myndavörur; Cesar með táninga- fatnað; Endurskoðun Akureyrar hf. með bókhalds- og endur- skoðunarskrifstofu; Kaupmanna- félag Akureyrar og KFUM og KFUK með félagsaðstöðu. Þá mun sportvömverslun vera í bígerð. Akureyringar fögnuðu nýju verslunarmiðstöðinni, því fyrstu dagana var þar örtröð, rétt eins og á Þorláksdag, eins og einn kaup- maðurinn orðaði það. GS/Akureyri Það var akki annað eftír en að skúra góffin i Búnaðarbankanum. DVAK spyr Hvernig líkar þér nýja verslunar- miðstöðin við Sunnu- hlíð? Steingrímur Guðjónsson: Alveg ljómandL Eg hef komið í allar helstu verslanir landsins og þetta er sú glæsi- legasta — hún er glæsilegri en Glæsi- bær. Sigurður H. Sigurðsson: Alveg frábær- lega. Nú þarf ég ekki að fara oftar í verslunina í Höfðahlíð. Verst hvað það er dýrthéma. Úlfar Steingrímsson: Mér list mjög vel á hana. Maður þarf ekki að fara mikið víöar til að fá allt sem mann vantar. Elfsabet Randversdóttir: Eg er mjög ánægð með hana. Það var kominn tími til að við í Þorpinu fengjum verslun af þessutagi. Baldvin Stcfánsson:Auövitað líst mér mjög vel á hana. Hér er gott að versla, enda fæst allt. Við bjóðum ykkur ve/komna ínýja og rúmgóða vers/un í verslunarm/ðstöðinni Bjóðum úrva/ af h/jóðfærum, svo sem: píanó, rafmagnsorgel, harmóníkur, gítara o.m.f/. Einnig: h/jómtæki, sjónvarpstæki, m yndsegulbandstæki svo og h/jómp/ötur og kassettur í miklu úrvali. Gjörið svo vel að líta inn ÍUmBÚÐIN GLERÁRHVERFI AKUREYRI Sími 96-22111. skíði ▲ árangur og ánæg ja FISCHER skiði hafa orð á sér'fyrir að vera skiði tírns kröfuharða atvinnumanns. Þetta er vissulega rétt, enda hafa Fischer verksmiðjumar ætíð iagt höfuð- áherslu á vöruþróun og tækninýjungar. En Fischer verksmiðjurnar hafa ekki síður lagt hart að sér við að þróa skíði handa hinum almenna frístundaskiða- manni. Fischer hafa því skiði við hæfi hvers og eins. AUSTRIA Gönguskíði og svigskíði handa byrjendun og kunn- ## \\ áttufólki, bömum og unglingum og fullorðnum. FISCHER SKÍÐI ÆTÍÐ í FARARBRODDI Einkaumboð á íslandi FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 — Sími 84870 AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTAN, Akranesl KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA, Borgarnesi KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA, Ólafsvik VERSLUNIN HÚSID, Stykkishólmi SPORTHLAÐAN, isafirði VERSLUN EINARS GUÐFINNSSONAR, Bolungarvik KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi KAUPFÉLAG SKAGFIRDINGA, Sauðórkróki KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Ólafsfirði Akureyri JÓN HALLDÓRSSON, Dalvík VIÐAR GAROARSSON, Akureyri BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS STEFANSSONAR, Húsavik STEINGRÍMUR SÆMUNDSSON, Vopnafirði VERSLUNIN SKÓGAR, Egilsstöðum INGÞÓR SVEINSSON, Neskaupstað VERSLUNIN MOSFELL, Hellu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.