Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Side 14
14
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
Jónssyni í Alþýöubandalagiö, ásamt
öörum sósíalistum. Eg fylgdi honum
áfram þegar Samtök vinstri manna
uröu tii. Þaö var þegar viö veltum viö-
reisninni sællar minningar. En nú er
búiö aö leggja Samtökin niöur og ég sit
uppi eins og nátttröll í pólitíkinni. Var
nærri kominn í Kvennaframboöiö í
síöustu kosningum, en þær vildu mig
ekki á listann,” sagði Rögnvaldur og
hló viö. Eg spuröi næst um Alþýðu-
flokkinn, en þangað leituðu margir úr
Samtökunum eftir aö þau voru aflögö.
• Leggstekkisvo
lágt að kjósa
krata
„Svo lágt leggst maður nú aldrei aö
kjósa krata,” segir Hlín og Rögn-
valdur tekur í sama streng. „Ég verö
samt alltaf vinstri sinnaður, þó öldu-
risiö lækki þar eins og annað í ellinni.
Það er í mesta lagi aö ég rífi kjaft á
fundum í Einingu. Pólitíkin var
harðari hér áöur. Þá þorðu menn aö
segja meiningu sína. Nú þora pólitík-
usarnir ekki aö segja neitt eöa gera, af
ótta viö að fæla frá sér atkvæöin. Þetta
er þaö lýðræöi, sem viö viljum.
Alþýöubandalagið getur tekiö góöa
spretti í oröi, en aldrei á boröi. Þar
ráða feröinni ráöherrastólamenn, sem
gerast jábræöur kapítalista, ef völd
eru í boði. Þetta geta þeir leyft sér, af
því aö fólk er svo vitlaust, aö þaö leyfir
Alþýöubandalaginu að komast upp
meö allan andskotann, sem íhaldiö
f engi aldrei aö gera. ’ ’
— Þú hefur komið til Rússlands.
Reyndist þaö draumalandiö?
„Þaö var gaman að koma þangaö, en
auðvitaö var skipulagt hvaö viö
máttum sjá. Þaö merkilega var, aö
þeir sýndu okkur helst minjar frá
keisaratímanum. En fólkið var feitt og
fallegt. Ætli þaö sé ekki bara eðlislega
feitt?
Minn sósíalisti hefur alla tíö veriö
kristinn. En ég hef grun um aö Stalín
og Kristur hafi ekki hugsað eins. Þaö
er allavega ekki kristilegt í mínum
huga aö senda fólk til Síberíu, ef það
hugsar ekki eins og flokkurinn,”
segir Rögnvaldur.
• IMáðhúsherra
Þegar Rögnvaldur kom til Akur-
eyrar var mjög erfitt um vinnu. Hann
þurfti því aö hlaupa úr einu í annaö og
veikindi urðu til þess aö hann fór aö
selja blöö; m.a. tslending og Moggann.
„Þaö gat verið ágætt upp úr því aö
hafa,” sagði Rögnvaldur. „Blöðin
kostuðu þá 75 aura og oftast var greitt
meö krónu. Yfirleitt átti ég ekki 25
aura til aö gefa til baka; allavega
þóttist ég ekki eiga þá. Þaö drýgði
tekjumar.”
1952 tóku Rögnvaldur og Hlín aö sér
aö gæta almenningssalemanna undir
kirkjutröppunum. Fékk Rögnvaldur
þá titilinn „náðhúsherra”.
„Við sáum um náöhúsin í 16 ár og
þaö var skemmtilegur tími. Það litu
margir inn, skólasveinar, bændur og
feröalangar. Margir fengu sér te og
brauö og stundum var einhverju
laumaö út í teiö,” segir Rögnvaldur.
„Já, þetta var einn skemmtilegasti
tíminn hjá okkur,” sagöi Hlín. „Þaö
voru svo margir sem litu inn og vom
nokkurs konarfastagestir. Menntskæl-
ingar voru þar í meirihluta og ég
minnist margra góöra drengja úr þeim
hópi. Eg get nefnt Jónas Elíasson,
Pétur Pétursson, Bárö Halldórsson, og
bræöurna Harald og Halldór Blöndal
og marga fleiri.
Hann var laglega hagyrtur haxui
Halldór og hann er góður drengur. En
hann átti aldrei að fara út í pólitík.
Hann heföi átt aö veröa prestur uppi i
sveit. Sá heföi ekki verið lengi aö
semja ræðurnar. Hann var líka svo
gefinn fyrir lestur góöra bóka. I sveit-
inni hefði hann fengiö góöan tíma til
þess”.
• Smokkarog
barnafata-
verslun
Eitt sinn barst Landsbankanum á
Akureyri nóta til innheimtu hjá Rögn-
valdi. „Iþróttatæki” stóð á nótunni.
Þegar aö var gáö reyndist þaö vera
dulnefni fyrir smokka.
„ íhaldsstjórnir hafa aldrei verið til
gagns, "segir Hiin Stefánsdóttir.
,,Já, það getur passaö, enda getur
enginn borið á móti því aö smokkur er
iþróttaáhald. Viö versluöum meö
þetta, en það er lygi aö ég hafi gert á
þá göt, eftir að viö opnuðum bamafata-
verslunina,” segir Rögnvaldur.
„Þaö var oft mikil sala í „íþrótta-
tækjunum”,” segir Hlín. „Eg man
eftir einum, sem kom og baö um 10
pakka. — 10 pakka, hváði ég. — Já, 10
pakka, og veitir víst ekki af, svaraöi þá
viöskiptavinurinn. ”
„Svo gat maður líka fylgst meö
ástarlífinu og framhjátökum. Einn
giftur maöur kom reglulega og keypti
suðusúkkulaöi og einn smokk. Þá vissi
maður hvaö til stóð,” sagöi Rögnvald-
ur.
Ur náöhúsinu fóru Rögnvaldur og
Hlín til starfa í ráöhúsinu. Þá orti
Rögnvaldur:
Strák var spáö aö stjórna, en hvar.
Stelpur þráöi og k vennafar.
Fyrst við náðhús nefndur var,
núna ráðhúss fyrsti sar.
En nú er starfsdegi Rögnvalds að
1 júka. Hann er oröinn 70 ára og þarf þ ví
aö hætta. Eg spuröi hann hvort hann
kviði aðgerðaleysi í ellinni?
„Nei, nei, ég hef nóg að gera, enda
hefur eiginleg viirna aldrei verið mér
mikils virði. Ég er með hesta, á tvö
trippi, sem ég þarf að fara aö temja.
Svo get ég leikið mér við hundinn og ég
ætla aö starfa meö nýstofnuðu félagi
aldraðra. Þar verður ýmislegt á döf-
inni fyrir okkur gamlingjana, m.a.
leikfimi.”
„Þaö held ég veröi eitthvað einkenni-
legleikfimi,” segir Hlín.
„Ég verð að minnsta kosti aö dansa
viö kerlingarnar og það er ekki verri
leikfimi en hvaö annað,” segir Rögn-
valdur.
„Þaö er nú þannig meö þig, Rögn-
valdur minn, aö þú hefur nú aldrei
verið mikið fyrir handverksvinnu.
Enda er það þannig meö alla karl-
menn, aö ef einhver getur eldaö ofan í
þá matinn og hirt í kringum þá þá
þurfa þeir ekki annað,” segir Hlín.
Aö lokum spurði ég Rögnvald,
hvernig fundum hans og Hlínar hefði
boriösaman?
„Við hittumst á balli í Reykjavík,
sem vinkona Hlínar bauö henni á. Hún
fékk ballferðina í Iaun fyrir aö sauma
kjól á vinkonuna. Eg hef sagt það áöur
og segi þaö enn, að aldrei hefur hún
fengið neinn kjólasaum svo vel
borgaðan.” -GS/Akureyrl.
Skrifstofuhúsgögn
Hjá okkur fáið þið aiiar
gerðir af vönduðum
og sterkum SKRiF-
STOFUHÚSGÖGNUM
Skrifborð, 3 stærðir.
Véiritunarborð, frí-
standandi og föst
Töívuborð.
Hiiiueiningar, ýmsar
útfærsiur.
Léttir skermveggir, 4
stærðir.
Skrrfborðsstóiar
Hagstætt verð
Staðgreiðsluafsláttur
eða góðir greiðsluskilmálar.
Fundaborð, 3 stærðir,
Fundastóiar með örm-
umogánarma
Raðstóiar, hornborð,
biómakassar,
3 stærðir.
HÚSGÖGN
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími 73100
9
DVAK
spyr
Stundar þú
líkamsrækt eöa
einhverskonar íþróttir?
Sigurbjörn Þorsteinsson: Nei, þaö hef
ég ekki gert síöan á unglingsárum. En
ég hefði ábyggilega gott af því.
Eiríkur Sigurðsson: Eg æfi körfubolta
og leik með meistaraflokki Þórs. Það
er meira en nóg fyrir mig.
Guðmundur Sigurbjörnsson: Eg reyni
að fara í morgunsund á hverjum
morgni. Það er mjög hressandi.
María Þóra Hilmarsdóttir: Nei, ég
geri ekkert svoleiðis. Eg var þó í æfing-
um og svo auðvitað í íþróttum í skóla.
Jódis Jósteinsdóttir: Nei, elskan min
góöa, ég er löngu hætt öllu svoleiðis.
Jú, ég var í æfingum á Bjargi í haust.