Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Qupperneq 16
16
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
w Söluaukninfj
hjá okteur99
— Litið imi hjá skáverksntiðjjuiini Iðunni á Akureyri til
að leita frétta af endurskipulagningii verksmiðjunnar
„Viö erum sannfæröir um aö við
bjóðum þá bestu kuldaskó sem eru á
markaðnum í dag. Viö vonum bara
aö kúnninn sannfærist um þaö
sama,” sagði Kristján Jóhannesson,
verkfræöingur skógeröar Iðunnar, í
samtali viö DV, þegar viö heimsótt-
um verksmiöjuna á dögunum og
ræddum viö hann og Richard
Þórólfsson verksmiðj ustj óra.
Skóverksmiðjan Iöunn var mikiö
til umræðu í fjölmiðlun fyrir um einu
og hálfu ári. Þá haföi verið tekin á-
kvörðun um aö leggja verksmiöjuna
niöur, þar sem hún heföi ekki
rekstrargrundvöll. Frá því var
horfið. Þess í staö var gerö úttekt á
stööu verksmiðjunnar og síðan var
gerð áætlun um endurreisn hennar.
Fengnir voru erlendir sérfræðingar
til verksins og nú er árangurinn aö
koma í ljós. Framleiðslan hefur auk-
ist um 30% og Iðunn á nú stærri hlut
af skómarkaöinum í landinu.
ar aö framleiða vandaða vöru, en
innflutningi látiö eftir aö sjá
markaðnum fyrir ódýrari og einfald-
ari skóm.
Sem dæmi má taka kuldaskóna,
sem nýlega eru komnir á markaðinn.
Þeir eru geröir úr gegnvöröu leöri,
þ.e. silikonblöndu er þrýst inn í
hverja taug leðursins. Þetta skinn er
15—20% dýrara en venjulegt skinn
og það er vatnsþétt. En að sjálfsögöu
þarf að sýna því umhirðu til að sá
eiginleiki haldist.
Kristinn Bergsson er hönnuður
verksmiðjunnar. Hann notast mikiö
við erlendar fyrirmyndir, sem hann
endurbætir samkvæmt íslenskum
aöstæðum í samvinnu viö erlenda
hönnuöinn. Þannig hafa t.d. veriö
teknar fýrirmyndir af kulda-
skófatnaðinum frá Kanada, Finn-
landi og Svíþjóö, þar sem þessar
þjóðir hafa þótt ná lengst í þessari
grein.
UpphafiO er i sniðadeildinni, þer
sem skinnið er höggviO eftír þar
tii gerðum mótum.
Byrjaði með
vinnuskó
Skóverksmiöjan Iöunn tók til
starfa 1936.1 upphafi framleiddi hún
sterka vinnuskó úr íslensku hráefni,
enda var verksmiöjan fyrst og
fremst sett á stofn til að framleiða
skófatnað úr húðum af íslenskum
nautgripum, sem voru sútaðar hjá
Iöunni. Smátt og smátt hlóð boltinn
utan um sig, og verksmiöjan fór aö
senda frá sér tiskuskófatnaö. En 1969
brann verksmiöjan og sútunin.
Skóverksmiöjan var endurbyggö en
síðan hafa ekki veriö sútuö skinn til
skógeröar hjá sútunarverksmiöj-
unni. Þess vegna hafa öll skinn til
skógeröarinnar verið flutt inn frá
ýmsum löndum, nú aöallega frá
Svíþjóö. Ástæöan er einfaldlega sú,
aö vélar og tæki til aö súta skóskinn
eru of mikil fjárfesting fyrir eina
skóverksmiöju.
Þegar skóverksmiöjan var endur-
byggö eftir brunanna var þaö gert í
miklum fljótheitum og af vanefnum.
Hún var því illa í stakk búin til aö
standast þá höröu samkeppni sem
hún fékk á skómarkaðinum samhliöa
niðurfellingu á tollum af innfluttum
skóm viö inngöngu Islands í EFTA.
Fyrir um einu og hálfu ári var
rekstrarstaöa verksmiöjunnar orðin
slík, aö ákveðið var aö hætta starf-
seminni. En þaö voru margir tilbúnir
að styöja við bakiö á einu skóverk-
smiðju landsins. Þess vegna var
ákveöiö að gera tilraun til aö rétta
hag verksmiðjunnar af.
Betri skór
Til skamms tíma haföi það verið
keppikefli stjórnenda verksmiðjunn-
Framleiðslan
einfölduð
Viö endurskipulagninguna á fram-
leiðslu verksmiöjunnar hefur fram-
leiðslan veriö einfölduö og tegundum
fækkaö. Áöur voru framleiddar 50—
70 tegundir, en nú hefur þeim verið
fækkaö um helming. En fjölbreytnin
er aukin meö því að bjóða sömu
tegundina í mörgum litum.
öll framleiðsla Iðunnar er fram-
leidd undir vörumerkinu „Acta”, en
auk þess framleiöir verksmiðjan
fyrir aöra undir öðrum vörumerkj-
um.
, Acta” nafniö er valið í og meö
vegna þess, aö gömlu nöfnin, Iðunn,
Gef jun og Hekla, eru aö mestu horfin
hjá verksmiðjum Sambandsins á
Akureyri, þar sem starfsemin hefur
verið endurskipulögð. En hér er líka
veriö að taka tillit til þeirrar slæmu
lensku að velja fremur það sem út-
lent er, það hljóti aö vera betra en
innlend framleiðsla. Þaö sama er
uppi á teningnum í fataiönaöinum,
þar sem framleitt er undir vöru-
merkjum eins og Lee Cooper, Duffys
og Partner svo dæmi séu tekin. En
þetta eru gamlar kreddur, sem
hljóta aö breytast hér eins og í öðrum
löndum, að mati Kristjáns og
Richards. Benti Kristján á Norður-
löndin í því sambandi, þar sem sömu
kreddurnar ríktu gagnvart innlendri
framleiöslu, en nú hefur dæmiö
snúistviö.
Engin uppgjöf
Þaö var enginn uppgjafartónn í
þeim Richard og Kristjáni, þótt inn-
lendur iönaður eigi nú í vök aö verj-
ast.
„Þaö gerir okkur óneitanlega
erfiöara fyrir að þurfa að standa í
þessari endurskipulagningu á sam-
dráttartímum,” sagði Richard.
„Þaö er ljóst aö þaö er samdráttur á
fatamarkaðnum almennt og þaö á
ekki síöur viö um skófatnaöinn. En
þaö er engin uppgjöf í okkur, því
þrátt fyrir samdráttinn er söluaukn-
ing hjá okkur. Við höföum því þegar
stækkaö hlut okkar í markaönum
hérlendis. Við vorum meö um 8%, en
þyrftum að ná um 12—15% af
markaðnum til aö verksmiöjan sé á
grænni grein.
Lagerinn hjá okkur hefur stækkaö
lítilsháttar viö framleiösluaukning-
una, en viö höfum líka aiitaf lagt
áherslu á að vera með lítinn lager.
En kúnninn krefst þess aö viö eigum
alltaf eitthvaö til og þessi verk-
smiöja hefur stundum veriö notuð
sem varaskeifa af skókaupmönnum,
þegar innfluttir skór hafa ekki verið
við höndina,” sagöi Richard.
, JvTei, það er engin uppgjöf í okkur,
enda ekki ástæöa til,” sagöi
Kristján. „Þaö hefur veriö lagt að
fólki aö kaupa íslenskt og þaö ætti aö
vera auðvelt þegar í boöi er þaö
besta á markaðnum.
En ég get í lokin nefnt þér dæmi
um þann aöbúnaö sem íslenskur
iðnaður býr viö. Viö höfum að undan-
fömu verið að koma á breytingum í
verksmiðjunni til aö lækka vinnu-
laun á hvert par sem viö framleiö-
um. Núna lítur dæmiö þannig út, aö
fjármagnskostnaöur á hvert par út
úr verksmiöjunni er mun hærri
heldur en launakostnaðurinn,” sagöi
Kristján í lok samtalsins.
-GS/Akureyri
smiðjunnar, kuldaskó, sem eru tíi i ýmsum geröum.
Loks er stigvóiiö snurfusað til og sprautaö.
Hér er veriö aÖ undirbúa skinnið fyrir saumaskapinn.