Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. „Mtagnar Lár, það er pabbí minn99 — í smiðju hjá Ragnari Lár listmálara „Ég fer ekki frá Akureyri ótilneyddur. Hér uni ég mér vel og hér hef ég eignast góða félaga. En það er ekki alger þjóðsaga, að Akureyringar sóu seint teknir. Að- komumaðurinn verður að muna eftir að bjóða „góðan daginn" við komuna. Sé ekki tekið undir, þá er það ekki vegna þess að viðmælandinn er Akureyringur. Akureyr- ingar gleypa bara ekki við hverjum sem er, sem betur fer." Eg er kominn í smiöju hjá Ragnari Lár. Ragnar hefur ekki farið troðnar slóðir á lífsleiðinni og nýlega hefur hann vent. Hann rak teikni- og aug- lýsingastofuna Stíl í samvinnu viö Guðmund Ármann. Einn góðan veðurdag seldi Ragnar sinn hlut í stofunni, fór með allt sitt dót heim í íbúð sína við Munkaþverárstræti og helgar sig málverki og teikningum. Hann er sem sé heima flestum stundum. „Vinnur Ragnar ekki neitt?” spurði mig kunningi á dög- unum. Ég endurvarpaði spuming- unni beint til Ragnars. • Oftuppgefinn eftir daginn „Já,” sagði Ragnar og hló við, „ég hef oft fengið aö heyra svipaðar spumingar að undanfömu. En ég kippi mér ekki upp við þaö. örlögin hafa hagað því þannig að nú get ég með góðri samvisku einbeitt mér aö málun og teiknun. En þetta er eins og hver önnur vinna. Eg byrja snemma dags og er að fram á kvöld. Oft er ég uppgefinn eftir daginn, þó líkamleg átök séu ekki mikil. En vinna hugans þarf líka sína orku og hún hefur stundum sogiö úr mér nær allan þrótt að loknu dagsverki. Þeir þekkja þetta sem reynt hafa; það er eins og maðursé gersamlega tómur. Ég skila því minni vinnu, jafnvel þó ég sé heima, en störf þess sem er heimavinnandi, hvort heldur það er karl eða kona, hafa löngum veriö vanmetin. En hvort ég get lifað af minni vinnu er svo annað mál. Á það á eftir að reyna. Fram til þessa hefur verkum ‘ mínum verið vel tekið. Bregðist það núna, þá verð ég einfaldlega að endurskoöa mín mál. Ef til vill fer ég þá aftur að vinna úti,”segirRagnarkíminn. ' • Með breska heimsveldinu — En hver er Ragnar Lár, spuröi ég- „Ragnar Lár, þaö er pabbi minn,” svaraði 7 ára hnáta að bragði. Hún heitir Freyja, dóttir Ragnars og Kristínar Pálsdóttur, konu hans. En ég vildi fá að vita nánari deili á manninum. ,^ig er fæddur og uppalinn í Mosfellssveitinni, nánar tiltekið á Brúarlandi. Móðir mín var Kristín Magnúsdóttir Þorsteinssonar prests á Mosfelli. Móðir hennar var Val- gerður Gísladóttir en Halldór Laxness hefur gert þeim heiöurs- hjónum, Valgerði og Magnúsi á Mos- felli, skil í endurminningabókum sínum. Faðir minn var Lárus Halldórsson, Borgfirðingur að ætt, en uppalinn í Húnaþingi. Hann settist að í Mosfellssveit strax að kennara- námi loknu og var lengst af ævinni skólastjóri á Brúarlandi. Brúarlandsheimilið var mann- margt og þar var gestkvæmt, enda var þar símstöð, pósthús, skóli og samkomustaður sveitarinnar. Þar var alltaf heitt á könnunni enda Brúarland á vegamótum. Þá voru samgöngur hægari. Vegfarendur höfðu tíma til að líta inn. Á sínum tíma kom breski herinn og umturnaöi öllu. Hann hertók Brúar- land, lagði undir sig símstöðina, skólastofumar og hlóð sandpokum fyrir kjallaragluggana. Þar sem viö krakkarnir höfðum byggt bú, reistu þeir tjaldbúöir. Búin okkarvoru rifin niður. Friðsælt sveitalif var skyndi- lega rofiö af þssum djöflagangi. Æskuheimili mitt var orðið eins og hluti af breska heimsveldinu,” segir Ragnarargur. • Ekki hættulegur heimsveldinu — En þér hefur nú þótt þetta svo- lítiö spennandi í og með? „Vissulega þótti okkur krökkunum þetta spennandi. Það fór ekki hjá því. Þegar fram liðu stundir fengum við yngstu krakkamir að vera inni á gafli hjá hermönnunum. Við vomm ekki talin hættuleg breska heims- veldinu. Eg man m.a. eftir ferðalagi með skriðdreka. I honum var mikill hiti og svækjá en þetta þótti mér samtmikiðsport. Margir „kampar” vora byggðir í Mosfellssveit. Mikið braggahverfi var umhverfis Brúarland og offiserabústaðurinn stóð nær í hlaðinu heima. Hluti af honum stendur enn og víðar má sjá minjar breska hersins í Mosfellssveit.” — Hvaðmeðskólagöngu? Að loknu bamaskólanámi að Brúarlandi lauk ég gagnfræðaprófi hjá Ragnari Jóhannessyni á Akra- nesi. Síðan lá leiðin í Handíöa- og myndlistarskólann, því ég var síteiknandi. Á sumrin greip maöur í eitt og annað, til að mynda vega- vinnu, til að verða sér úti um aura. Þá tíökaðist sem sé enn að menn ynnu fyrir skólagöngu sinni,” segir Ragnar. 0 Úreinuíannað Ragnar Lár hefur prófaö ýmislegt um dagana. Hann byrjaði til dæmis að læra gullsmíöi. Meistari hans fór því miður á hausinn áöur en námi Ragnars lauk. Ragnar kann þó ýmis- legt fyrir sér í kúnstinni og smíðar af og til skartgripi fyrir vini og kunn- ingja. Um tíma hafði Ragnar mynd- listarvinnuaðstöðu hjá Gunnari Gunnarssyni listmálara. „Ég á Gunnari mikið að þakka, hann var leiðbeinandi minn og gagnrýnandi og aöalhvatamaður að minni fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal 1956. Hann lést langt um aldur fram,” segir Ragnar um þennan velgerðar- mann sinn. Ragnar var um tíma á togara og um skeiö bjó hann í Vestmanna- eyjum. Þaðan reri hann m.a. með Asa í Bæ en þeir félagar gáfu seinna út Spegilinn í sameiningu. Frá Vest- mannaeyjum lá leiðin inn á Þjóðvilj- ann. Eg spurði Ragnar nánar um tildrög þess? „Sigurjón frændi minn Jóhannsson birti eftir mig frásögn af Halamiðum í Þjóðviljanum á meðan ég var á togara. Hann birti fleiri greinar eftir mig á meðan ég var í Vestmanna- eyjum. Þama kom kveikjan og eftir aö ég flutti til Reykjavíkur fór ég að vinna á Þjóðviljanum. Síðar átti ég eftir að vinna hjá hinum og þessum blöðum og oftar en einu sinni hjá Þjóðviljanum. Þá voru blööin aö byrja að líta fram hjá pólitískum lit blaöamanna. Enn mun þó spurt um slíkt hjá Þjóöviljanum og Morgun- blaðinu. Mitt skemmtilegasta tímabil í blaðamennskunni var hjá Jónasi Kristjánssyni. Það var gaman að vinna með honum og því fólki sem var á Vísi þá. Jafnframt blaða- mennskunni var ég á þessum árum í ýmsu öðru, m.a. auglýsingateiknun og hliðstæðri vinnu. Eg vann líka á legsteinaverkstæði, í ullarverk- smiðju og á ótrúlegustu stöðum. Eg hef því prófaðýmislegt.” • Gengafturí málverkinu ,jEg hef alltaf verið istööulaus og rápandi. Þessi lausung hefur orðið til þess að ég hef ekki tekið myndlistina þeim tökum sem ég hefði kosið. En nú hafa forlögin hagað því þannig að ég get gefið mig allan í það sem mig langartilaðgera; mála ogteikna.” — Hvaöertþúaðmála? ,j5g sest við trönurnar og læt mál- verkið koma af sjálfu sér, eins og andinn blæs mér í brjóst, rétt eins og skáld sem lætur gamminn geisa. Núna, þegar ég hef gétað gefið mig allan í málverkið, þá geng ég aftur í sköpuninni. Ég hef að undanfömu málaö afstrakt myndir, rétt eins og ég gerði á námsáranum, á sama tíma og aðrir myndlistarmenn era aö ganga meira í átt að fígúrativunni í myndumsínum. Þær myndir sem ég hef verið að mála að undanfömu eru lýriskar afstraktmyndir með landslagsívafi, að því er mér er sagt. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ég er að fara. Eg sest fyrir framan léreftiö og myndin kemur af sjálfu sér. En ég vil gera myndir sem fólk getur hoft á og notið. Eg verð með sýningu í Gallerí Lækjartorgi 13. nóvember. Eg verð óskaplega skúffaður ef sýningar- gestir geta ekki notið þeirrar sýningar. Eg þarf að fá hrós. Mér hefur veriö vel tekið fram að þessu og myndir mínar hafa selst. Vonandi verður áframhald á því.” — Þú gerir fleira en mála á striga? ,,Já, ég hef gaman af að teikna. Eg hef nýlokiö við að gera myndskreyt- ingar í tvær bamabækur. önnur þeirra heitir Mömmustrákur og er eftir Guðna Kolbeinsson, en hin heitir Veisla i snjóhúsinu og er eftir Hreiðar Stefánsson. A sínum tíma teiknaði ég Mola flugustrák og gerði um hann sögur í tengslum við myndirnar. Leiftur gaf þessar sögur út og mesta viður- kenningin sem ég fékk fyrir þær var sú að Heymleysingjaskólinn notaöi þærtil kennslu.” — SvovarþaðBoggiblaðamaöur? ,,Já, hann Boggi vinur minn. Hann fæddist á Visi en síðar varö hann bitbein Vísis og Dagblaðsins. Þaö var ástæðulaust því auövitað er ég faðir Bogga og ræð því hvar hann vinnur. Boggi var vinsæll á meðan ég var í blaðamennsku og gat látið hann fjalla um „heit” mál. Síðan flutti ég austur í Mývatnssveit og þá þurfti ég að senda Bogga i slöttum suöur. Eftir það vildi hann vera úr takt við tímann. Boggi breyttist nokkuö með aldrinum, líkt og margar persónur gera í höndum teiknaranna. Hann hefur hvílt sig um stund en hver veit nema hann skjóti upp kollinum á ný.” • Þáerþað ákveðið — Að lokum Ragnar, hvers vegna fluttist þú til Akureyrar? „Eg hef alla tíð veriö sveitamaður í mér. Þú fyrirgefur, þetta er ekki illa meint um Akureyri. Vinnunnar vegna bjó ég í Reykjavík en ég fann mig aldrei þar. Eg náði ekki einu sinni áttunum. Mosfellssveitin kom heldur ekki til greina, því Mosfells- sveitin mín er ekki lengur til. Fyrir 8 árum kynntist ég stúlku sem er konan mín í dag. Hún bjó þá í Reykjavík en var fædd og uppalin á Akureyri til 13 ára aldurs. Við bragð- um okkur norður í helgarferð. Viö voram í sunnudagsbíltúr um bæinn þegar Kristín segir upp úr þurru: Mikið væri nú gaman að flytja til Akureyrar. Ég stöövaöi bílinn á staönum og sagði: Þá er það ákveðiö.” GS/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.