Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Qupperneq 31
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
31
eru viðamikil og mörg. Sem dæmi um
þau má nefna skipulagningu hafnar-
svæöisins og framkvæmdir í samræmi
viö það, skipulagningu nýs íbúöar-
hverfis (Giljahverfis), þjóövegarfram-
kvæmdir við miðbæ og breytingar á
miöbæ í samræmi viö miöbæjarskipu-
lag, framkvæmdamál, svo sem bygg-
ingu svæðisíþróttahúss, verkmennta-
skóla, grunnskóla í Síöuhverfi, dag-
vista og fl. Mótun slíkra verkefna
ákveðst venjulega viö gerð fjárhags-
áætlunar hvers árs, sem unnin er í
kringumáramót.
Hver stjómmálaflokkur leggur fram
sína ákveðnu stefnuyfirlýsingu við
sveitarstjómarkosningar og leitast við
aö ná þeim markmiðum sem þar eru
sett á kjörtimabilinu. Flestir muna
hver niðurstaða siðustu bæjarstjómar-
kosninga var. I framhaldi af kosning-
um var stofnaður svokallaður meiri-
hluti í bæjarstjórn Akureyrar, sem
samanstendur af fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins og fulltrúum Kvenna-
framboðsins og Framsóknarflokksins.
Samstaða þessa hóps byggðist fyrstog
fremst á kosningu fulltrúa í nefndir,
formanna nefnda, forseta bæjarstjóm-
ar og ákvörðun um ráðningu bæjar-
stjóra.
Ekki er enn hægt að tala mikið
um störf eða stefnu meirihlutans í bæj-
armálum en væntanlega skýrist af-
staða hans við gerð næstu fjárhags-
áætlunar bæjarsjóðs.
• Bæjarfulltrúa-
starfið
Eg hef oft verið aö því spurður af
hverju ég sé að standa í þessu bæjar-
málavafstri. Því er ekki auövelt að
svara en þó verður að segjast að starf
þetta er að vissu leyti mjög gefandi.
Það gerir mönnum mögulegt að taka
þátt í fjölbreyttu starfi, að glima við
f jölþætt verkefni og vera virkur þátt-
takandi í mótun þess umhverfis sem
maöur hefur valið sér til búsetu. Vissu-
lega er oft erfitt að samræma sjónar-
mið og ná fram lausnum og efnishyggj-
an getur ekki alltaf ráðið ferðinni, því
margir aðrir þættir skipta miklu máli,
en nauðsynlegt er að gæta vel þeirra
verðmæta sem eru sameign íbúanna
svo þau verði sem flestum til góös í nú-
tíö og framtíð.
Mörg verkefni bíða úrlausnar bæjar-
stjómar Akureyrar og er vissulega
áhugavert að taka þátt í mótun þeirra.
Framundan er gerð fyrstu fjárhags-
áætlana bæjarsjóðs og stofnana hans
eftir kosningar og á slíkum tíma-
mótum eru stefnumál skoöuð og ný
verkefni ákveðin svo sem á sviði skóla-
mála, skipulagsmála, þjónustuverk-
efna, gatnagerðar, malbiks og orku-
mála svo eitthvað sé nefnt. Ekki er
ástæða til þess að tíunda hér þau verk-
efni sem ég tel brýnust á næstu árum
en augljóst er að bæjarfulltrúar hafa
misjafna skoöun á því hver fram-
kvæmdaröðunin eigi að vera.
Það heyrist nokkuð oft að upplýs-
ingamiölun bæjarfulltrúa og bæjar-
yfirvalda sé ekki nógu góð. Bæjarbúar
fái ekki aö vita nægilega mikið um
fyrirhuguð verkefni eöa rök fyrir
ákvörðunum. Þetta er að mörgu leyti
réttmæt ábending og hefur í þessu
sambandi stundum verið rætt um
blaðamannafundi eða eitthvað slíkt til
þess að koma upplýsingum á framfæri.
Mér finnst þetta hlutverk eigi að vera í
höndumfjölmiðlanna.blaða og útvarps
og ef til vill eru svona skrif hugsuð sem
slíkur þáttur af hendi f jölmiðils. Þaö er
bæjarbúum og bæjarfulltrúum
nauðsynlegt aö fjölmiðlar gegni þessu
hlutverki upplýsingamiðlunar. Þvi
betur sem bæjarbúar eru upplýstir um
málefni síns bæjarfélags þeim mun
samræmdari mynd fá þeir af störfum
bæjarstjórnar og átta sig betur á þýö-
ingu ákvarðana sem teknar eru.
Ábendingar í þessu sambandi eru vel
þegnar.
Eins og fyrr sagði eru þessi orð eng-
an veginn tæmandi lýsing á störfum
bæjarstjórnar Akureyrar eða starfi
bæjarfulltrúa en ég vona að þau gefi
þeim er minnst þekkja til mála nokkra
vísbendingu. Þaö er jafnframt von min
að bæjarbúar taki virkari þátt í um-
ræðum um bæjarmál og leitist við að
sækja bæjarmálafundi sem bæjarfull-
trúar eða aðrir boða til í þeim tilgangi,
því slíkt eykur samskipti og rétt
upplýsingastreymi milli bæjarbúa og
bæjaryfirvalda.
DELTAWAVE ÖRBYLGJUOFNINN ER ÞAÐ NÝJASTA
OG FULLKOMNASTA FRÁ toshiba GERÐ ER 672
TOSHIBA HEFUR TEKIST AÐ BEISLA ÖRBYLGJURNAR A NÝJAN HATT.
Með De/tawave dreifingu beinast þær beint í matinn
Árangurinn:
Minna tap, miklu jafnari bakstur og matreiðsla.
FULLKOMIN ÞJÓNUSTA
FYRIR TOSHIBA EIGENDUR
íslenskur leiðarvísir. 190 siðna matreiðslubók. Mat-
reiðslunámskeið hjá Dröfn Farestveit, hússtjórnar-
kennara menntaðri i tilraunaeldhúsi Toshiba i
Englandi. Allt án endurgjalds. íslensk námskeiðsgögn
og uppskriftir.
Nákvæmur timastillir niður i 5
sekúndur. Mjög nauðsynlegt til að ná
góðum árangri, samfelld orkustilling
frá 1—9(Bake, Roasto. fl.l
TOSHIBA ER STÆRSTI FRAMLEIÐANDIÁ ÚRBYGLJUOFNUM í HEIMINUM.
HVER OFN ER YFIRFARINN OG MÆLDUR AF TÚLVU.
TRYGGING FYRIR FULLKOMNU ÚRYGGI
EINAR FARESTVEIT
BERGSTAÐASTRÆTI I0A
& CO. HF.
- SlMI 16995
NYLAGNIR
VIOGEROIR
VIOHALD
VERSLUN
GLERÁRGATA 26 AKUREYRI • BOX 873 SÍMI 2 59 51
HABERG h£
Skelfunní ie Slmi 3*33*45
tJTSÖLUSTAÐIR
Akureyri: Húsavík:
Norðurljós hf., Jón Þorgrímsson.
Aukum orkuna, minnkum
eyðsluna
Bætum vatni í
bensínið!
Meó því aö láta vélina soga eiminn af sérstakri
vökvablöndu inn í sprengirúmid er hægt aö
minnka bensíneyðsluna um 1—2 lítra á 100 km.
Lausagangur verður mýkri, aflið eykst, octantala
bensínsins hækkar og síðast en ekki sist, blandan
hreinsar vélina af sóti og gjalli og eykur þannig
endingu hennar.
Um 2 milljónir Jaþana og 600 islendingar aka
með þessum búnaði.
Hringdu!
-
ad draga.
aledi, duglegur l brekkum og
Skidoo flVandik
FlnillllilArktir X Aitnnin I
Vinnuþjarkur d óvenju löngu belti, duglegur í
\njó og drœttL
Skidoo Everest 50
Stór, kraftmikill og hrada
500 kúbik —161/2” belti.
creidur lúxussledi.
Blizzard 5500 MX
Nýr undirvagn d 16 1/2” belti, algjörlega
einatvö fjöörun. 500 kúbik mótor.
521,2 kúbik mótor. Tveir Mikuni VM-40. Ægi-
legur kraftur, en aamt léttur. 161/2”belti.
Eini 2 belta sleðinn
d markadnum. 640 kúbik mótor. Dregur meira
og brattar en aörir. 2 gírar áfram og afturábak.
Beltabíll
frá Bombardie. Sumar- og vetrar
Fordvél, 4 gírar áfram, ýtutönn fáanleg.
VP-2000
Franakur, 6 hjól á beltum meö btlvél og 4 gtrar
áfram, kemat nœatum allt á ajó og landi.
GÍSLI JÓNSSQN & co hf., tZfmV'