Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Side 11
11 DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. „Ef ti'I vill sýnum við söngleik á næsta ieikári, "sagði Signý Pálsdóttir leik hússtjóri. • Bréf berinn — „Bréfberinn frá Arles”, hvers konar verk er þar á ferðinni? „Þaö er danskur gamanleikur, sem hefur veriö kassastykki á Noröurlönd- unum að undanförnu. Höfundur er Ernst Bruun Olsen. Leikurinn er meö menningarlegu ívafi, því hann fjallar um hollenska listmálarann Van Gogh og samskipti hans við Gauguin og aðra þorpsbúa í Arles í Frakklandi. Þar á meöal er bréfberinn, sem Þráinn Karlsson leikur. Við höfum fengiö Hauk Gunnarsson frá Noregi til að sjá um leikstjórn og Svein Lund Roland sér um leikmyndina. ” — Leikfélag Akureyrar fær styrki frá ríki og bæ, sem duga fyrir launum fastráöins starfsfólks. Það þarf því aö taka fjárhagslega áhættu viö hverja uppfærslu. Aösókn er líka mismun- andi, frá 6.000 upp í 14.000 manns á leikári. Fjárhagurinn ræðst því af aðsókninni og á sl. leikári var hún í lakara lagi. Hvernig er þá fjárhagur- inn? „Hann mætti vera betri,” svaraöi Signý, „en meö aöhaldssemi ætti þetta aö bjargast. Aö sjálfsögöu fellur þaö og stendur með aðsókninni. Síöasta leikár fór vel af staö með Jómfrú Ragnheiði og barnaleikritinu. Tvö síðustu verkin fengu hins vegar mjög lélega aösókn. Þaö sem bjargaði því leikári voru digrir sjóðir, sem leikarar félagsins höföu safnað í meö uppfærslum á gamanleikjum leikáriö á undan. Slíkir sjóöir eru ekki til staöar nú. Þess vegna verðum við aö gæta aðhalds.” g Farsar geta líka fallið — Af hverju sýniö þið ekki farsa? heyrist spurt þegar illa gengur. „Já, mikið rétt, en farsar geta lika falliö; þeir eru ekki alltaf kassaverk. Félagiö sýndi Eftirlitsmanninn í lok sl. leikárs. Þaö var farsi, en sýningin kolféll.” — En af hverju ekki eitthvað íslenskt og þjóðlegt? spyrja aðrir. „Já, þau verk hafa reynst traustari. En því miður er ekki hægt aö sýna Skugga-Svein á hverju ári. Þaö er hins vegar sjálfsögö skylda leikhúsanna að sýna íslensk, sígild verk af og til, verk eftir Jóhann Sigurjónsson, Matthías Jochumsson og Davíö Stefánsson, svo einhverjir séu nefndir. Sú þróun sem orðið hefur í íslenskri leikritagerö á undanförnum árum er gleöiefni. Eg held, að mesti hvatinn fyrir höfundana hafi verið sá, aö leik- húsin fóru að taka verk þeirra til sýningar. Þaö hefur reynst þeim góö uppörvun. Auðvitaö reynum viö aö gera sem flestum til hæfis með verkefnavali, en það er bara ekki hægt aö gera öllum til hæfis, þegar um er aö ræða 4 verkefni. Við byrjum á Atómstöðinni, íslensku klassisku verki. Síðan kemur barna- leikrit, sem verður aö vera með. Næst er nýr erlendur gamanleikur og loks nýtt íslenskt verk. Eflaust vilja einhverjir einnig klassískt erlent verk. Aðrir vilja dæmigeröan íslenskan farsa eöaþásöngleik.” ^ Af h'verju ekki söngleik? Já, vel á minnst. Fyrir nærri 20 árum setti Jónas Jónasson upp söng- leikinn eða óperettuna „Nitouche”, sem sló öll met í aðsókn. Það met hefur ekki verið slegiö enn. Hvers vegna ekki söngleik? „Þaö er nú þaö. Þá koma í ljós erfið- leikar sem. skapast af því, aö hér er rekið atvinnuleikhús. Nær allir söng- leikir eru fjölmennir og dýrir í upp- færslu. Okkar fastráönu leikarar eru ekki nógu margir og okkur er skylt aö greiða öllum leikurum, að statistum undanskildum, full laun á meðan æfingar og sýningar standa. Slík upp- færsla yröi því óhemju dýrt fyrirtæki fyrir fátækt atvinnuleikhús.” — En má ekki búast við meiri tekjum af aukinni aösókn? „ Jú, ef við fengjum metaösókn, þá er hugsanlegt, að endar næðu saman. Þaö er þetta stóra „EF”, sem skapar hræðslu viö aö taka áhættuna. En þaö er aldrei að vita, ef til vill verður söng- leikur á verkefnaskránni á næsta leikári ,” sagöi Signý Pálsdóttir í lok samtalsins. -GS/AK. Höfuðstaður Norðurlands og Hótel KEA bjóða upp á alla þá þætti sem tryggja árangursríka og vel heppnaða skíðaferð Akureyri er vel í sveit sett með samgöngur á landi eða í lofti allan ársins hring. Fallegur bær með söfn, sundlaug, skíðalönd í nágrenninu og fjöl- breytt skemmtanalíf og þjónustu m.a. bílaleigu, skipulagðar skoðunar- .3 ferðir til sögustaða o.fl. o.fl. Hótel KEA býður upp á full- komið hótel, fundarsali, setu- stofu, bar og herbergi með baði og síma, veitingar allan daginn í veitingabúð auk þeirra veitinga sem boðið er upp á í veitingasal hótelsins. Þjónusta í sérflokki. Munið hina vinsælu „HELGARPAKKA" til AKUREYRAR. Uppl. hjá Flugleiðum og ferðaskrifstofunum. HÚTfLKEAAKUREYRI SÍMl96-22200 4 Skóvinnustofa Akureyrar auglýsir: Veríð velkomin. • Skóviðgerðir • mannbroddar. • Skóreimar • skóáburður • skóspray. • Vatnsvörn og ieðurfeiti. Skóvinnustofa Akureyrar Hafnarstræti 88 — Sími23450.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.