Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 12
12
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982.
„Nei, blessaður vertu, ég hélt enga stór-
veislu, óg lagði hreinlega ekki í það. Ég gat
nefnilega búist við einhverjum merkismönn-
um ósamt öllum helstu fyiiibyttum bæjarins,
enda geta báðir þessir eiginleikar rúmast á
sama manninum. Þar að auki mátti ég eiga
von á templurunum lika, því að óg er búinn
að vera í stúku i nokkur ár. Ég sá þvi fram á
sundurleita hjörð afmætisgesta. Þess vegna
lót ég duga að gefa samstarfsfólki mínu
kaffisopa daginn fyrir afmælið. Síðan fór óg
úr bænum."
Þaö er Rögnvaldur Rögnvaldsson,
fyrrum náöhúsherra, en núverandi
ráöhúsherra á Akureyri, sem er
kominn í afimælisviötal. Rögnvaldur
varð sem sé sjötugur 21. október sl.
Hlín Stefánsdóttir, eiginkona
Rögnvalds, tók á móti mér og vísaði til
stofu. Rögnvaldur haföi fengiö sér dúr
eftir matinn. Hlín stytti mér stund-
irnar á meöan hann var aö hafa sig til
fyrir viötaliö.
„Hlustaöir þú á stjórnmálamennina
í útvarpinu í gærkvöldi,” spurði Hlín,
og átti viö eldhúsumræður frá Alþingi,
sem útvarpað var k völdiö áöur.
„Nei, ég lagði þaö ekki á mig,”
svaraði ég.
,,Eg hef nú ekki haft mikið af þeim í
Alþýöubandalaginu að segja á undan-
fömum árum,” segir þá Hlín og bætti
við: „En mikið svaf ég vel eftir að
hlusta á Svavar Gestsson. Hann sagði
sko sannleikann um þessar íhalds-
stjómir, sem koma öllu á kaldan
klaka, og þegar allt er komiö í þrot,
eiga þær ekki önnur ráð en koma af
stað stríði.”
„Heldur þú þaö,” sagöi ég.
,,Já, lestu bara söguna, góði minn,
þar sérðu þetta svart á hvítu. íhalds-
stjómir hafa aldrei leitt annað en illt af
sér,” sagöi Hlín ákveöin.
Nú kom Rögnvaldur mér til bjargar.
„Hlín, er ekki hreinn tóbaksklútur
handa mér hér einhvers staðar? ”
spyr hann. Eitthvað var djúpt á klútn-
um. „Eg verö aö kaupa mér nýja klúta
næst þegar ég fæ útborgað,” segir
Rögnvaldur.
„Já, eða hætta að taka í nefið,” segir
Hlín.
„Nei, það helvíti geri ég ekki. Það er
víst nóg að hætta að reykja og drekka.
Maöur fer nú ekki að hætta öllum
ósóma á gamals aldri,” sagði Rögn-
valduroghlóvið.
• Munarum
þrjú ár
En Rögnvaldur fékk klútinn og síðan
tók hann hressUega í nefið. Þar með
gat viðtalið hafist.
Ekki komumst við þó í gang, fyrr en
Hlín kom með kaffið. Þá uppgötvaðist
þaö, að Hlín á sama afmæUsdag og
Rögnvaldur, en hún hefur ekki
upplifað þann dag eins oft; varö 67 ára,
þegar hann rann upp síöast.
,,Þú hefur taUð vænlegra upp á
framtíðina að hafa konuna ögn yngri
en eiginmanninn,” sagði ég við Rögn-
vald.
„Það gæti verið,” sagði Rögnvaldur,
„en eiginlega held ég að ég hafi bara
alls engu ráðið um það. Það var
almættið sem sá um það. Hlín var bara
eins og góður hvalreki á mína fjöru. Eg
held, að maður ráði svo Utlu um lífs-
gönguna. Lífið er eins og spil, sem rétt
eru upp í hendumar á manni. Maður
þarf ekki annaö en spUa örlítið úr
þeim. Annað kemur af sjálfu sér.”
— Þú ert Húnvetningur?
„ Já, ég er fæddur og uppalinn í Mið-
firðinum. Eg missti móður mína, er
ég var 10 ára og föður minn, þegar ég
var 8 ára. Eftir það ólst ég upp hjá
góðu fólki. Faðir minn bjó á Hnausa-