Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1982, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR13. NOVEMBER1982. 29 trúa í bæjarstjóm Akureyrar og baö þá að gera ögn grein fyrir störfum sínum í bæjarstjórn. Þar sem ekki var rúm til að ræða við einn bæjarfulltrúa frá hverjum flokki, þá skiptum við verkefninu á milli meirihluta og minnihluta. Fyrir valinu urðu Sigurður J. Sigurðsson og Valgerður Bjarna- dóttir. Hver eru launin? Svör Valgeröar og Sigurðar birtast á öðrum staö. Eins og sjá má þegar þau eru lesin er það ærinn starfi viku í hverri að vera bæjarfulltrúi, ekki síst þegar við- komandi er í bæjarráði og einni eða fleiri nefndum, svo ekki sé talað um þegar forsetatignin bætist ofan á. En hvað fá bæjar- fulltrúarnirílaun? I föst laun fá bæjarfulltrúar 10% af launum í 22. launaflokki 3. þreps í kjarasamningi Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar, sem gerir 1.485 kr. Að auki fá þeir 5% af sama launaflokki fyrir hvem setinn bæjarstjómarfund. Þeireruvenjulega tveir í mánuði, þannigaðþettagerir 2.970 kr. Þeir sem sitja í bæjarráði fá fyrir það 20% af áðurnefndum launaflokki og auk þess 2.5% fyrir hvern setinn fund. Ef við miðum við 5 bæjarráðsfundi í mánuði þá gerir það um 4.830 kr. Fyrir hvem setinn nefndarfund fá bæjarfulltrúar sem aðrir 'nefndarmenn utan bæjarstjórnar 372 kr. Auk þess fá formenn mikil- vægra nefnda og stjóma 5% af títt- nefndum launaflokki, sem gera 742 kr. ámánuði. Ef við gefum okkur bæjarfull- trúa, sem jafnframt situr í bæjar- ráði, er formaður byggingar- nefndar og situr auk þess í skipu- lagsnefnd, hitaveitustjóm og stjórn verkamannabústaöa. Ef við miðum við bæjarstjórnarfundi tvisvar í mánuði, bæjarráðsfundi fimmsinnumímánuði ogfundum í nefndunum fjórum tvisvar í mánuði, þá fengi viðkomandi bæjarfulltrúi kr. 11.521 í laun fyrir mánuðinn. En þetta dæmi er í hærri kantinum. Ekki komast allir í bæjarráð og það er fátítt að bæjarf ulltrúar séu í þetta mörgum nefndum. Það er líka erfitt að segja til um hvað mikill tími fer í þessi störf, þar sem fundir eru mismunandi langir. Ekki mun þó óalgengt að bæjarfulltrúastarfinu fylgi 15-20 tímar á viku hverri, er þá sleppt kvabbi heima og á vinnustað. Þaö liggur því Ijóst fyrir að það er tímafrek og illa launuð auka- vinna að vera bæjarfulltrúi, alla- vega á Akureyri. Enda kemur í ljós að þar sitja forstjórar, kennarar, opinberir starfsmenn eða húsmæður, sem geta leyft sér frjálsan vinnutíma. Það er erfið- ara fyrir .^timpilklukkufólk” að hasla sér völl í bæjarstjóm Akur- eyrar, ef ekki útilokað fyrir fólk úr sumum starfsstéttum. Þessi atriði vekja þá spumingu hvort ekki sé rétt að launa bæjarfulltrúana betur, að minnsta kosti þá sem sitja í bæjarráði. Hór er Valgerði Bjarnadóttur fagnað ínnilega i herbúðum Kvennafrem- boðsins eftir kosningasigurinn i vor. verkfræðingur og bæjarlögmaður. Fundir í bæjarráði eru einu sinni til tvisvar í viku, oft 4—5 tíma í senn. Dagskrá er send út kvöldið fyrir fund og fæst þannig nokkur tími til að kynna sér þau mál sem taka á fyrir. • Nefndar- fulltrúi: Algengt er að bæjarfulltrúar sitji í einhverjum nefndum auk fyrrnefndra, og ég sit í félagsmálaráði og atvinnu- málanefnd. Forseti er auk þess sjálf- kjörinn formaður menningarsjóðs- stjórnar. Fundir þar eru sjaldan (eða tæplega einu sinni í mán.) en allt aö einu sinni í viku í atvinnumálanefnd og félagsmálaráði. Þeir fundir krefjast alltaf einhvers undirbúnings og vinnu í tengslum við nefndarstörfin. 0 Kvenna- framboðskona: Ekki má gleymast að allir bæjarfull- trúar eru fulltrúar einhvers flokks eða hóps sem þeir eru skuldbundnir að ein- hverju leyti. Ég er fulltrúi Kvenna- framboðsins og reyni að halda sem mestu sambandi við aðra félaga sam- takanna og stuðningsmenn. Fyrir hvern bæjarstjórnarfund eru svo- kallaðir bæjarmálafundir hjá Kvenna- framboðinu þar sem farið er yfir dag- skrána og afstaðan til einstakra mála rædd. Hjá okkur eru einnig starfandi bak- hópar nefnda, en það eru umræðu- hópar sem marka stefnu í hinum ýmsu málaflokkum, t.d. skipulagshópur, félagsmálahópur og jafnréttishópur. Þarna er tekin afstaöa til mála sem efst eru á baugi hverju sinni í viökom- andi nefndum, unnið að tiliöguundir- búningi auk þess sem hóparnir eru mikilvægur stuðningur viö fulltrúana í hinum ýmsu nefndum. Af þessu verður séð að starfið í bæjarstjórn krefst þess að maður þoli fundarsetu og stress, og lítiö verður — sjá næstu síöu Bílavörubúóin FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 Okkar bogar eru smelltir. Fást um land allt. Jft*-flcLpjZ. SKIÐABOGAR 0 a a OSKIÐAHOLDUR 0 Pl U Nýjung Þrælöruggar skiöahöldur M.a. fytgir: • útvarp • snúningsmælir • Htaðarrúður • 2útispeglar • hiti/þurrka afturrúða • og margt fleira. • klukka HONDA QUinTET Þessi stórskemmtilegi fjölskyldubíll árgerd 1982. Nýkominn á ótrúlegu verði Verð: Beinskiptur 5/gíra 178.000.- Sjálfskiptur m/over drive 184.500.- HOIMDA Á ÍSLANDI VATNAGÖRÐUM 24 - SÍMI 38772

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.