Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Qupperneq 8
8 DV. FÖSTUDAGUR3. DESEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd EBE íhugar bann á innflutningi selskinna Umhverfismálaráðherrar EBE-ríkj- anna koma saman til fundar í Briissel í dag til að ákveöa hvort banna eigi inn- flutning á selkópaskinnum til EBE- landanna frá Kanada. Dýravemdarsamtök ætla sér að efna til mótmælaaðgeröa fyrir utan fundar- staöinn í dag og hafa til sýnis lifandi kópa og stækkaðar litmyndir af dauð- rotuðum kópum liggjandi í blóði sínu á ísbreiöum viö Nýfundnaland. Það er hin árlega selveiði viö Kanada, þar sem drepnir eru 180 þús- und selir skinnsins vegna, sem er und- irrót þessa umstangs. Ráöherrar EBE eru engan veginn sammála um hvort grípa skuli til banns eða ekki. Sumum þykir þessi grænfriðungamál komin úr öllum böndum og aðrir telja óvíst að banniö sé rétta leiðin. QLAGERINN SMIÐJUVEGI 54 SÍMI 79900 verslunarhættir! A Wr veríi |Jp-SU-i Vöwi-n'eag á óvenjuiey I OKKAR METNAÐUR: VANDAÐAR VORUR FATNADUR SKÓR LEJKFÖNf* gjafavörur ..UÓMPLÖTU* JÓLASKRAUT H Þú færð miklu meira fyrir peningana á LAGERNUM Opið frá kl. 10-19 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og laugar- daga og 10-22 fimmtudaga og föstudaga Bretar undir- rita ekki haf- réttarsátt- málann Breska stjórnin kunngerði í gær aö hún mundi ekki undirrita hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna á Jamaicafundinum 10. desember, og hefur þaö vakiö mikla gremju stjóm- arandstöðunnar. Er Thatcher-stjómin sökuð um aö fara að einu og öllu eftir duttlungum Bandaríkjastjómar, sem lagt hefur fast að bandamönnum sínum að undir- rita ekki sáttmálann. Utanríkisráðherrann breski sagöi þinginu í gær að ákvæðin um náma- vinnslu á hafsbotni væru óaðgengileg fyrir Breta, og því yrði sáttmáhnn ekki undirritaður að sinni. — Sáttmálinn verður opinn til undirritunar næstu tvö ár. Stjómir Austur- og Vestur-Þýska- lands hafa báöar lýst því yfir að þær muni undirrita hafréttarlögin og Frakklandsstjóm lýsti því sama yfir í fyrradag. Listaverkið fannst á háaloftinu Málverk eftir bandaríska list- málarann William Chase seldist á 308 þúsund dollara á uppboði í New York í gær en það hafði lengi legið með öðru gömlu drasli gleymt uppi á háalofti í húsi Chariotte Bergen cellóleikara. Tilviljun olli því að málverkið kom fram í dagsljósið, þegar gramsað var í háalofts- draslinu. Léttist um 10 kg íráð- herrastóli Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DVíLundi: Börje Anderson, eða „Rauði-Börie” eins og hann er venjulega kallaður, sagði í gær óvænt af sér embætti varn- armálaráðherra Svíþjóðar. Anderson sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að eina ástæðan fyrir afsögninni væri sú að honum líkaði ekki að búa í Stokk- hólmi og að hann saknaði heimahag- anna í Borlange í Dölunum og fjöl- skyldunnar, sem ekki vildi flytja meö honum til Stokkhólms. Olof Palme forsætisráðherra skýröi Mafíustríð á Sikiley Mafíuforingi var skotinn til bana um hábjartan dag við grænmetis- markaðinn í Parmo á Sikiley í gær, en þar hefur verið háö grimmi- legt undirheimastríð undanfama mánuöi. Var þetta annað mafíu- morðið á sama sólarhringnum og þaö sjötta á þrem dögum. Yfir 120 morð hafa veriö framin í Palermo og næsta nágrenni á þessu ári, þar sem eldri og yngri „fjöl- skyldur”, eins og mafíuflokkamir eru kallaðir, berjast um heróín- viðskiptin við Ameríku. frá þessari ákvöröun Andersons á blaðamannafundi í gær. Hann sagöist harma ákvörðun Andersons en jafn- framt virða sjónarmið hans. Skýrði Palme meðal annars frá því að Ander- son heföi lést um tíu kíló á þeim stutta tíma sem hann gegndi embættinu. Anderson sagðist fyrirfram ekki hafa gert sér grein fyrir hversu háður hann- væri sínum heimahögum og greinilegt væri að hann þirfist ekki annars staöar. Við embætti vamarmálaráðherra Svíþjóðar tekur nú Anders Thunborg, sendiherra Svíþjóöar, hjá Sameinuðu þjóðunum. Flugrán- um f jölg- ar í Pól- landi í tíð herlag- anna Pólska lögreglan hefur á þessu ári handtekiö 290 manns fyrir tilraunir til aö ræna pólskum flugvélum. Þessi mikla aukning á flugránum hefur valdiö pólskum yfirvöldum áhyggjum en hún stendur í beinu sambandi við pólitískt og efnahagslegt ófremdar- ástand í landinu. Þaö sem yfirvöld hafa þó mestar áhyggjur af er sú staðreynd að flestir flugránsmanna gegna herþjónustu eða vinna á einn eða annan hátt fyrir her- inn. 22. nóvember sl. rændi 22 ára gamall öryggisvörður, Piotr Wino- gradzki, flugvél, sem var á leið frá Wrocia w til Vestur Berlínar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.