Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1982, Side 26
34 DV. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER1982. Jóhanna Margrét Guöjónsdóttir lést 24. nóvember. Hún fæddist 27. desem- ber áriö 1900 í Vetleifsholtsparti í Holtum Rangárvallasýslu. Jóhanna fluttist ung til Reykjavíkur og starfaði hún hjá vérslun L.H. Miiller í meira en þrjá áratugi. Áriö 1960 stofnaöi hún síðan verslunina Miöstöð ásamt Hall- veigu Árnadóttur. Jóhanna var gift Guömundi Guömundssyni lækni, en hann lést áriö 1968. Utför Jóhönnu verður gerö frá Fossvogskirkju í dag ki. 13.30. Kristinn Árnason lést 22. nóvember. Hann fæddist í Reykjavík þann 2. nóvember 1903. Sonur hjónanna Árna Árnasonar og Kristínar Olafsdóttur. Kristinn starfaöi lengst af viö sjóinn. Síöasta áriö dvaldi hann á DAS í Hafnarfirði. Utför hans veröur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Samkomur Opið hús hjá Geðhjálp Félagið Geðhjálp, sem er félag fólks með geð- ræn vandamál, aðstandenda þeirra og ann- arra velunnara, hefir nú opnað félagsmiðstöð að Bárugötu 11 hér í borg. Fyrst um sinn veröur þar opið hús laugar- daga og sunnudaga frá kl. 2—6 e.h. Þar er fyrirhugað að fólk geti hist og fengið sér kaffi, setið þar við spil ogtaflo.fi., fengiö þarna fé- lagsskap og samlagast lífinu í borginni. Þarna mun verða hægt að fá upplýsingar um það sem. helst er að finna til gagns og skemmtunar í borginni og nágrenni. Húsnæði þetta opnar einnig möguleika á myndun alls konar hópa og klúbba um hinar margvíslegu þarfir og áhugamál. Okkar von er að þessari tilraun okkar verði tel tekið af samborgurum og að þeir muni styðja okkur í orði og verki svo að við fáum bolmagn til að auka og efla starfið þarna, sem við teljum mjög brýnt. Bókmenntakynn- ing á Akranesi Bókmenntaklúbburinn á Akranesi gengst fyrir bókmenntakynningu á sal Fjölbrauta- skólans laugardaginn 4. desember kl. 14. Þar munu hjónin Jóna Sigurðardóttir og Sigurður Hjartarson kynna bók sína, Undir Mexíkó- mána. Þau munu lesa upp úr bókinni og einnig sýna litskyggnur frá Mexíkó, en þar dvöldust þau um tveggja ára skeið. Þá mun og Þorsteinn Jónsson kynna bók sína, Ættarbókina, en sú bók er rit fyrir alla þá sem áhuga hafa á ættfræði og skrá vilja ættartölu sína. Fjölskyldusamvera Fjölskyldusamvera verður haldin í húsi KFUM & K við Amtmannsstíg 2b sunnudag- inn 5. desember. Samveran er ætluð bömum, mömmum og pöbbum, öfum og ömmum og öllum öðrum. Húsið opnað kl. 15. Kaffisala, jólaföndur, ieik- ir og spil. Samverustund kl. 16.30. Helga Steinunn Hróbjartsdóttir talar. Tríóið Anne Maríe, Garðar og Ágústa syngja. Allir hjartanlega velkomnir! Norræna félagið í Kópavogi Norræna félagið í Kópavogi á 20 ára afmæli um þessar mundir en það var stofnað 5. desember 1962. 1 tilefni afmælisins efnir félagiö til hátíða- fundar í Kópavogskirkju sunnudaginn 5.' desember kl. 17. Þar mun formaður félagsins flytja ávarp og heiðra gamlan félaga, Axel Jónsson, fyrrver- andi alþingismann. Listamennirnir Sigfús Halldórsson tónskáid, Friðbjörn G. Jónsson og Snæbjörg Snæbjarnardóttir söngvarar skemmta með tónlist og söng. Allir Kópavogsbúar eru velkomnir meöan húsrúm leyfir. Kópavogsdeiid Norræna félagsins er næstfjöl- mennasta deildin á landinu og hefur starfað með nokkrum blóma. Einkum hefur vina- bæjastarfið markað spor í sögu félagsins. Þar hefur félagið notið drjúgs stuðnings og ágætrar samvinnu bæjarstjórnar. Vinabæja- keðjan nær frá Grænlandi til Finnlands og eru átta bæir i henni. 1 stjórn félagsins eiga nú sæti: Elísabet Sveinsdóttir, Hermann Lundholm, Hjálmar Olafsson, Hjörtur Pálsson, Jóna Ingvarsdótt- ir, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sólveig Run- ólfsdóttir og Þórður Magnússon. Tónleikar Musica Antiqua Þriðju tónleikar Musica Antiqua á þessum vetri verða haldnir í Þjóðminjasafninu laug- ardaginn 4. desember kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir þrjá meistara barokktímabilsins, þá Johann Sebastian Bach, Georg Philipp Telemann og Georg Friedrich Handel. Að vanda er leikið á eftir- líkingar af hljóðfærum frá barokktímabilinu — alt-blokkflautu, barokkfiðlu, sembai og viola da gamba. Flytjendur eru Camilla Söderberg, Michael Shelton, Helga Ingólfs- dóttir og Olöf Sesselja Öskarsdóttir. Hiustendum er velkomið aö skoða hljóðfær- in og bera fram spumingar aö tónleikum loknum. Kanteletónleikar í Norræna húsinu Sunnudaginn 5. des. kl. 20.30 halda finnsku listakonurnar Raita Karpo söngkona og Eeva-Leena Sariola kanteleleikari tónleika í Norræna húsinu. Á efnisskrá eru finnsk þjóðlög. Listakonurnar eru til Islands komnar á vegum Norræna hússins og Suomifélagsins í tilefái af þjóðhátíðardegi Finna 6. des. og koma þær einnig fram á skemmtun Suomi- félagsins að kvöldi 6. des. Kantele, brettis sítar, er ævafornt alþýðu- hljóðfæri, upphaflega 5 strengja, en nútíma- kantele getur haft allt að 30 strengi. Eeva-Leena Sariola hefur frá blautu bams- beini fiutt. finnsk þjóðlög. Hún kennir tón- listarfræði og þjóðlagatónlist við tónmennta- skóia, en hún hefur lokiö kennaraprófi frá Síbelíusarakademíunni. Raita Karpo stundaði söngnám við Síbelíusarakademíuna og lauk þaðan prófi og er sérsvið hennar finnsk þjóðlög. Hún hefur kynnt þau í fjölmörgum sjónvarps- og út- varpsþáttum, á tónleikum og leikið inn á plötur. Hún hefur einnig sungið í Finnsku óperunni. Frá árinu 1978 hafa þær Raita Karpo og Eeva-Leena Sariola komið fram saman og kynnt gömul finnsk þjóðlög og þjóð- siöi. Síðastliðið voru fóru þær i boði finnska menntamálaráðuneytisins til Michigan í Bandarikjunum, nánar tiltekið tii Aura, sem finnskir innflytjendur höfðu stofnað árið 1914. Þær komu fram í þjóðbúningum frá ýmsum héruðum Finnlands og kynntu hefðbundna þjóðlagatónlist. Aðgöngumiðar kosta 50 kr. og verða seldir við innganginn. Skák Kökubasar hjá KR-konum KR-konur eru mættar til leiks þetta árið með stórkostlegan basar í KR-húsinu viö Frosta- skjól sunnudaginn 5. desember kl. 14. Fyrst og fremst verða gómsætar kökur af öllum gerðum á boðstólum. Einnig verða þær með mjög fallegar húfur og trefla ög síðast en ekki síst lukkupoka sem gera örugglega mikla lukku. Kvenfélagið Hringurinn heldur basar Kvenfélagið Hringurinn í Hafnarfirði heldur sinn árlega basar í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu, sunnudagmn 5. desember kl. 14 e.h. Þar verða margir eigulegir munir til sölu, prjónaöir jólasveinar í tugatali, alls kon- ar jólavamingur og kökúr, svo og laufabrauð. Hringskonur hafa unnið að þessu öll fimmtudagskvöld í vetur og ætla að lokum að baka laufabrauð sem marga fýsir til að ná í á basarnum. Basar Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni Basarinn veröur í Siálfsbiargarhúsinu Hátúni 12 1. hæö helgina 4. og 5. desember kl. 14.00 báöa dagana. Velunnarar félagsins er ætla aö gefa muni eöa kökur á basarinn geta komiö þeim á skrifstofu félagsins Hátúni 12 eöa í félagsheimilið föstudagskvöld eöa fyrir hádegi laugardag. Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur kökubasar að Norðurbrún 1 laugar- daginn 4. desember ki. 13.30. Vonast er tii aö velunnarar kirkjunnar gefi og komi þeim frá kl. 11 á laugardagsmorgun. Á sunnudaginn 5. des. verður aðventustund eftir messu kl. 14 með upplestri og hljóðfæraleik, kaffiveiting- ar. Frá Húnvetninga- félaginu í Rvík Næstkomandi laugardag, 4. des., heldur Húnvetningafélagið í Reykjavík sinn árlega köku- og munabasar í félagsheimili sínu að Laufásvegi 25 (gengið inn frá Þingholts- stræti). Basarinn hefst kl. 2 e.h. Tekið veröur á móti kökum og munum föstudag 3. des. frá kl. 19.30—21 og laugardag 4. des. frá k). 9 f.h. til kl. 12. Húsnæði félagsins að Laufásvegi 25 er nú orð- ið of lítið fyrir félagsstarfið og er því nauðsyn að reyna á næstunni að eignast stærra húsnæði. Allur ágóði af basarnum verður lagður í fé- lagsheimilissjóð. Við vonum að allir Húnvetningar, félagar og velunnarar leggi okkur lið. Golfklúbbur Ness — Nesklúbburinn Aðalfundur Golfklúbbs Ness — Nesklúbbsins — verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu sunnudagínn 5. desember kl. 16.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Að fundi loknum verður verðlaunaaf- hending fyrir innanfélagsmót sumarsins. Matarveisla og síðan innanhússpúttkeppni o. fl. Jólafundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur veröur aö Hótel Borg mánudagskvöldiö 6. des. kl. 20.30. Frú Hrefna Tynes flytur jóla- hugvekju. Tískusýning verður frá versl. Olympiu aö ógleymdu hinu vinsæla jólahapp- drætti. Allar konur velkomnar. Tilkynningar íþróttakennarar, þjálfarar, sjúkra- þjálfarar, læknanemar Fræðslunefnd íþróttakennarafélags Islands gengst fyrir námskeiði í íþróttalífeðlisfræði fyrir íþróttakennara, sjúkraþjálfara og læknanema. Námskeiðið fer fram 4. og 5. desember sem hér segir: Laugardagur 4. desember Réttarholtsskóli. Kl. 10.00 Fyririestur, Öndun: Logi Jónsson lektor. Kl. 11.00 Fyrirlestur, Hjarta og blóðrás: Kristín Einarsdóttir lektor. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 12.45 Fyrirlestur, Vöðvar og efnaskipti: LJ.ogKE. Kl. 13.45 Fyirlestur, Taugakerfi og stjórn hreyfinga: Guðmundur Einarsson lektor. Kl. 14.45 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 16.00 Frjáls sundlaugarferð í Laugardal. Dansieikur fyrirhugaður. Sunnudagur 5. desember B.S.R.B. húsið Grettisgötu 89. Kl. 10.00 Fyrirlestur, Markmið og tilgangur mælinga á líkamsgetu: Jón Grétar Oskarsson lektor. Kl. 10.30 Mælingar, verkleg sýnikennsla á 5 mismunandi mælingum: 1. Vinnuþolspróf. 2. Spirómetar — Öndunarpróf. 3. Viðbragðs- mæling. 4. B.M.R. Grunn-efnaskipti. 5. Blóð- þrýstingsmæling. Umræður verða á öllum stöðvum. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 12.45 Iþróttagreinar, þjálfunarfræði. Stuttir fyrirlestrar um eftirtaldar greinar: Handbolti, körfubolti, fimleikar, blak, frjáls- ar íþróttir, júdó, knattspyrna, sund, skíða- íþróttir. Kl. 16.00 Námskeiöinu slitið. Viö hvetjum ykkur kæru félagar að láta ykkur ekki vanta þar sem efnið er nátengt ykkar starfi og nauðsynlegt til »að þjálfun beri árangur. Sendið þátttöku-tilkynningu til fé- lagsins Grettisgötu 89 fyrir lok mánaðarins. Kostnaður veröur hafður í lágmarki. Frá íslensku óperunni Nú fer að fækka sýningum Islensku óper- unnar fyrir jólin. Það sem af er hefur aðsókn að sýningum óperunnar verið með ágætum og viðtökuráheyrenda framúrskarandi. Afmæli Sýningar á Litla sótaranum eru nú orðnar 24 og verða sýningar fram til jóla sem hér segir: Laugardaginn 4. desember kl. 15, sunnudag- inn 5. desember kl. 16, mánudaginn 6. desem- ber kl. 17.30, laugardaginn 11. desember kl. 15, sunnudaginn 12. desember kl. 16. Sú breyting verður á sýningum óperunnar á Töfraflautunni að Gilbert Levine tekur við stjórninni og mun hann stjórna þeim sýning- um sem eftir eru fram tíl jóla. Þær verða sem hér segir: Föstudaginn 3. desember kl. 20, laugardaginn 4. desember kl. 20, sunnudaginn 5. desember kl. 20, laugardaginn 11. desember kl. 20, sunnudaginn 12. desember kl. 20. Brúnn ieðurpoki tapaðist í Álftamýri Á sunnudagsmorgun tapaöist í Álftamýri brúnn leöurpoki, í pokanum var rautt veski meö persónuskilríkjum. Finnandi er vinsam- legast beðinn aö hringja í síma 31028. 80 ára er í dag, 3. desember, Sigur- björg Björnsdöttir, vistkona á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hún er í dag stödd aö Torfufelli 48 í Breiðholts- hverfi. Tapað - fundið 75 ára afmæli á í dag Friðrik Matthías- son, fulltrúi hjá Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf. Garðabæ. Friðrik er kvæntur Marguerite Le Sage de Fontenay og eiga þau hjónin tvo syni. Keflvíkingar og Suðurnesjamenn Hraðskákmót Keflavikur hefst í kvöld, föstu- dagskvöld 3. des. kl. 20 á Víkinni. Basarar Fylkisbasar Árlegur basar Fylkiskvenna verður laugar- daginn 4. desember kl. 15.00 í Árbæjarskóla. Á boðstólum verður m.a. ýmiss konar jólavör- ur, prjónles, gómsætar kökur, laufabrauð og fleira. Ágóðinn rennur í Byggingasjóð Fylkis. Basar Laugardaginn 4. desember frá kl. 15.30 verður haldinn basar á vegum safnaðarins Krossins að Álfhólsvegi 32, Köpavogi (efri hæð verslunarhúss KRON). Á boðstólum veröur margt eigulegra muna s.s. jóiaskreytingar, prjónavörur, málaðir veggplattar ýmiskonar, lukkupokar og margt fleira. Einnig verða smákökur til sölu og tutt- ugasti hver gestur fær smáglaðning. Krossinn SALOON RITZ LAUGAVEGI66 II HÆÐ i 1. árs afmœli' \Verið velkominl Við bjóðum alla viðskipta- vini okkar, vini og velunnara velkomna á afmælissýningu, sem við höldum á stofunni laugárdaginn 4. desember frá kl. 4—6. Við sýnum það nýjasta frá okkur í vetrar- og árshátíðarhártísku og andlits- förðun. Einnig kynnum við nýja þjónustu, fótaaðgerðir. Hinar frábæru Terminal hár- snyrtivörur verða sömuleiðis kynntar. SALOON R/TZ Laugavegi 66. I/ hæð Sími 22460

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.