Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Qupperneq 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983. Hrossamiltu flutt út til Danmerkur Fyrir skömmu voru send til Dan- merkur 10 tonn af hrossamiltum og var kaupandinn danskt lyfja- og matvælafyrirtæki. Miltun verða not- uö til lyfjagerðar. Kaupveröiö var um 20 krónur íslenskar fyrir kílóið og var verömæti sendingarinnar því um 200 þúsund krónur. Þaö er fyrirtækiö Isvog sem stend- ur aö þessum viöskiptum. Að sögn Guölaugs Hermannssonar, fram- kvæmdastjóra Isvogar, hafa Danir látiö í ljós ósk um aö þessum viö- skiptum veröi haldiö áfram og jafn- vel hefur komið til greina að sama fyrirtæki kaupi öll innyfli úr hrossum sem til falla í næstu sláturtíö. Hrossamiltu hafa áður veriö flutt út til lyfjagerðar en aöeins í mjög litlum mæli. Hluti af þeim innyflum sem til falla við slátrun hrossa hefur verið seldur sem mmkafóöur hér inn- anlands en veröið sem fengist hefur fyrir þaö er aöeins brot af því veröi sem fæst í Danmörku. ÖEF Lýst eftir fjórum stolnum bflum Séreignarrétturínn — viðfangsef ni fyrirlestrar á sunnudag Séreignarrétturinn veröur viö- fangsefni fyrirlestrar sem Hannes H. Gissurarson mun flytja á vegum Fé- lags áhugamanna um heimspeki næstkomandi sunnudag, 9. janúar. Fyrirlesturinn veröur fluttur í Lög- bergi, stofu 101, oghefst klukkan 15. I fyrirlestrinum verður rætt um þau rök sem leidd hafa veriö gegn réttlætiskenningu bandaríska heim- spekingsins Roberts Nozicks og reynt aö betrumbæta hana meö því aö nota hina gömlu kenningu John Lockes um sjálfseign einstaklingsins og nýjar kenningar ýmissa hagfræö- inga um þekkingu eöa þekkingar- skort. ÖEF 26908 Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir f jórum bifreiðum sem stolið hefur ver- iö undanfama daga. Dráttarvél af Zetor-gerö var stolið frá Súöarvogi 16, trúlega 28. desember. Vélin er rauö og grá, meö númeriö LD- 1474. Volkswagen bjalla, ljósdrapplit, hvarf frá Safamýri 46 á gamlárskvöld. Númeriö er R-40921. Rauö Cortína, R-65017, árgerö 1970, hvarf frá Kirkjutorgi (bak viö Dóm- kirkjuna) aö kvöldi 1. janúar. Bifreiöin er tvennra dyra, rauö meö svartan topp. Bifreiöin U-3147 hvarf af stæði bíla- sölu í Skeifunni skömmu fyrir jól. Hér er um aö ræöa dökkgrænan tvennra dyra bíl af Mazda-gerö, árgerö 1975. Þeir sem kynnu aö geta gefið upplýs- ingar um þessi stolnu farartæki eru vinsamlegast beönir aö láta lögregl- una vita. -PÁ /—MÁLASKÓLI • Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, • spænska og íslenska fyrir útlendinga. • Innritun daglega kl. 1—7 e.h. • Kennsla hefst 17. janúar. • Skírteini afhent 14. janúar (föstudag) kl. 4—7 e.h. 26908 HALLDÓRS Nýjungarnar komafrá BRIDGESTONE ,ÍSGRIP“ Bridgestone^ radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem viö nefnum „ÍSGRIP“. „ÍSGRIP" hefur þá eiginleika aö haröna ekki í kuldum, heldur helst þaö mjúkt og gefur þannig sérstaklega góöa spyrnu í snjó og hálku. „ÍSGRIP" dekkin eru ennfremur meö sérstyrktum hliöum (Superfiller) sem veitir aukiö öryggi viö akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veöráttu eins og á íslandi. Öryggiö í fyrirrúmi meö BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. ( Útsölustaðir um land allt. I I BRIDGE STONEa i s I a n d i BÍLABORG HF. Smiöshöfða 23, sími 812 99. Framsóknarflokkur: Prófkjörá Austfjörðum Prófkjör Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi veröur haldiö síðustu helgi í janúarmánuöi, dagana 29. og 30. Framboðsfrestur er útrunn- inn og eftirtaldir menn hafa gefiö kost á sér: Tómas Ámason ráðherra, Hall- dór Ásgrímsson alþingismaður, Jón Kristjánsson, Egilsstööum, Aðalsteinn Vaidimarsson, Eskifiröi, Einar Bald- ursson, Reyöarfiröi, Guömundur Þor- steinsson, Fáskrúðsfirði, Guörún Tryggvadóttir, Eskifiröi, Sverrir Sig- hvatsson, Höfn, Þórdís Bergsdóttir, Seyöisfiröi, Hafliöi Pálsson, Egilsstöö- um, Sveinn Guömundsson, Sellandi, Héraöi, Hermann Guðmundsson, Vopnafirði. Prófkjöriö veröur opiö öllum stuön- ingsmönnum Framsóknarflokksins. óbg Vestfjarðaprófkjör Framsóknarflokksins Prófkjör Framsóknarflokksins í Vestfjaröakjördæmi verður haldiö síö- ustu helgi í janúar, dagana 29 og 30. Framboösfrestur er útrunninn og eftirtaldir menn hafa gefiö kost á sér: Steingrímur Hermannsson ráðherra, Olafur Þóröarson alþingismaöur, Sveinn Bemódusson, Bolungarvík, Guðmundur Kristjánsson, Bolungar- vík, Benedikt Kristjánsson, Bolungar- vík, Sigurgeir Magnússon, Patreks- firöi, Magdalena Sigurðardóttir, Isa- firöi, Magnús Reynir Guömundsson, Isafiröi, Magnús Björnsson, Bíldudal, Gunnlaugur Finnsson, Flateyri, og össur Guöbjartsson, Láganúpi, Rauöasandshreppi. Prófkjörið veröur opið öllum stuön- ingsmönnum Framsóknarflokksins. óbg DÝRARA í STRÆTÓ A fundi borgarráös í gær var sam- þykkt 46,5% meöalhækkun á fargjöld- um Strætisvagna Reykjavíkur. Hækkunin er nokkuð mismunandi eftir flokkum þannig að fargjöld fulloröinna hækka úr átta krónum í tólf og bama úr tveim krónum í þrjár en farmiða- spjöld heldur minna. Þannig hækka farmiöaspjöld aldraöra um 45,4%. Forsendan fyrir þessari hækkun er sú aö miðað er viö þaö í f járhagsáætlun borgarinnar, sem lögö verður fyrir borgarstjórn á fimmtudag, aö fargjöld standi undir 77% af rekstrarkostnaði strætisvagnanna en eins og er standa þau aðeins undir um 65% af þeim kostnaöi. Þá er reiknaö meö því aö ekki veröi frekari hækkanir á fargjöld- umáþessuári. Allir fulltrúar Sjálfstæöisflokksins greiddu atkvæöi með þessari hækkun en fulltrúar Alþýöubandalagsins og Kvennaframboösins greiddu atkvæöi á móti. Vegna þess að ágreiningur varö um þetta mál í borgarráði er því sjálf- krafa vísaö til borgarstjómar. óbg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.