Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Page 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983. „Svona strákar, nú hefst það” , ■: ,■„, :■ — leggðu betur á ’ann og rétt ’ann af holtsbrautina. Hann sagöi aö um fimmtán stórvirk snjóruöningstæki væru á ferö um borgina og þau heföu ekki undan. Þá væru einnig mörg leigutæki í förum. Aö sögn hans tefur þaö mest fyrir þeim hve margir van- búnir litlir bílar eru fastir í sköflum og hindra þannig snjómokstur. „Skilaðu því að ég komist ekki heim" Skyndilega mátti heyra í talstööinni hjá honum: „Skilaöu því aö ég komist ekki heim f yrr en einhvern tímann meö kvöldinu.” Einn bílstjóri á snjóruön- ingstæki var sumsé tepptur eftir aö hann var búinn á vaktinni. Og eflaust hafa þessi skilaboð veriö dæmigerö Enn einn fastur! Dæmigerð mynd fyrir ástandiö í höfuöborginni í gær. DV-myndir: GVA fyrir marga í gærdag í höfuðborginni. Þegar viö fórum um Hólahverfiö var ástandiö mjög slæmt þar. Fjöldi bíla fastur og blindbylurinn þannig aö ekki sá neitt út úr augum. Ötrúlega slæmt veður. Og hvaö eftir annaö uröum viö aö fara út og hjálpa bjarglausum bíl- stjórum sem voru meö bílana blýfasta í sköflum. Reyndar undarlegt hvað menn eru bjartsýnir þegar þeir fara á litlum bílum út í svona veður. Er nán- ast eins og aö biöja um aö lenda í vand- ræðum. Bflaaðfenna íkaf Á leiö okkar úr Breiðholtinu uröu fastir og yfirgefnir bílar víöa á vegi okkar. Suma hreinlega aö fenna í kaf. Er einn bíla Hjálparsveitar skáta ók framhjá okkur með fullan bíl af fólki á leið heim til sín kom berlega í ljós hve hjálparsveitimar vinna fómfúst starf í óveðram. -JGH „Réttu hann af. Leggöu betur á hann. Svona strákar, nú hefst þaö.” Já, þaö vora vaskir hjálparsveitar- menn sem stóöu í ströngu viö aö aö- stoöa bílstjóra á Reykjanesbrautinni á leiö upp í Breiðholt í fárviörinu skömmu eftir hádegið í gær. Þegar okkur DV-menn bar að garöi í öflugum f jallabíl voru margir fólksbíl- ar fastir og treystu bílstjóramir ein- göngu á hjálp annarra. Flestir bílanna vora meö keöjur, en þaö dugði einfald- lega skammt í sköflunum. Snjórinn hlóöst svo fljótt undir bílana að þeir stóðu fastir. í ótrúlegu hríðarkófi spuröum viö hjálparsveitarmennina hve margir frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefðu verið kallaðir út. Þeir sögðu aö um fimmtíu skátar væru í flokkum víös vegar um bæinn aö aðstoöa ökumenn og aö þaö væri búið aö vera allt vitlaust aögera. „Erallt stoppþarna" Er við fórum áfram upp Reykjanes- brautina komum við að langri bílaröð. Bílstjórar voru þá búnir aö bíöa þar í langan tíma í mikilli óvissu. Þegar viö örkuðum framhjá bílaröðinni var hrópaö í angist á okkur: „Er allt stopp þama? Hvaö ætla þeir eiginlega aö gera?” Eftir smátíma losnaöi þó um bílaröðina og menn gátu haldið upp í efra Breiðholt án mikilla erfiöleika. Viö ræddum viö einn bílstjóra á snjó- ruðningstæki borgarinnar viö Breið- Svona, strákar, nú hefst það! Og það hafðist. Já, félagarnir í Hjálparsveit skáta í Reykjavík hjálpuðu mörgum bjargarlausum bílstjórum á Reykjanesbrautinni. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Daglangar smásögur úr snjónum Mikið lifandi skelfing gengur mikiö á í veðurfarinu um þessar mundir. Klukkan eitt í gær var komið gott veður á Hvolsvelli eftir mikinn hríðarbyl. Um það leyti varð enn einu sinni allt vitlaust hér í Reykja- vík. Um fjögurleytið í gær var orðið vitiaust veöur að nýju á Hvolsvelli. Þá var logn og heiðskirt orðið í Reykjavík. Þaö má vænta þess aö enn eigi eftir að gera bylji í Reykja- vik frá því að þetta er skrifaö og þangað til degi lýkur. Veðurstofan spáir almennt um þessa hluti, eins og hún fái veðurskeyti sin frá Englandi eða einhverjum öörum þeim stað sem hefur Noröur-Atlantshafið und- ir. Veðurlýsingar af landinu eru aft- ur á móti nákvæmar og sendar á ákveðnum tímum á dulmáli til veðurstofunnar. Það sem kallast verður merkileg- ast viö það veðuráhlaup sem nú gengur yfir með stuttum hiéum er sú ringulreið sem það skapar. Maður man bara ekki svona gauragang. Lýst er yfir aö bílar á sumardekkj- um stöðvi umferðina. Þá eru skaflar orðnir tveir metrar, alltof háir og þéttir fyrir ýtrustu bjartsýni. Síðan er tilkynnt að ófært sé um bæinn. Skömmu síðar segja strætisvagna- stjórar að þetta sé svona slarkfært. Maður á jeppa kallaði í Svarthöfða þar sem hann var að baslast út úr tröðinni hjá sér og tilkynnti að þetta þýddi ekkert, það væri blindófært um allan bæ. Krakki í rútu uppi í Borgar- firði stökk út í bylinn og hvarf þegar honum fannst rútan hallast of mikið. Hann fannst seint og um síöir. Þannig gengur nú þetta fyrir sig þeg- ar hríðar. Liklega höfum við búið svo lengi við gott veður aö enginn kann lengur á kerfiö þegar hríðar. Það ætti að fá mann á borð við Óiaf Ketiisson til að tala í útvarpið á svona dögum, svona til að segja fólki hvað hríð þýðir og hvaö vonlaust er að halda frá Kol- viðarhólnum, nema þá með það í huga að liggja úti. Fólk getur ekki svindlaö sér áfram í hríð og ekki þýðir að ákalla Iandsfeöurna. Þeir eru alveg eins fastir og allir aðrir. Þeir sem hafa ekki brýn erindi að reka eiga bara að sitja heima og borða afganginn af hangikjötinu. Rútur fullar af fólki eiga að stansa við bæi og koma fólkinu í skjól þang- að til slotar. Þannig var alltaf ferð- ast í hríð hér áður. Nú er eins og allir ætli að sigra hríðína sem er í eðli sinu meiriháttar náttúruhamfarir. Þeir einu sem hér áður þoldu ekki að bíða dögtun sarnan í einhverri Grænu- mýrartungunni æddu kannski af staö yfir Holtavörðuheiðarnar á þriðja eða fjórða degi og komust við það annað tveggja til himnaríkis eða í bókmenntirnar og er hvort tveggja sælustaður. En þeir fóru akkúrat ekkert á sumardekkjum. I litlu bæjargili fyrir norðan var bóndi eitt sinn í átta tíma að finna tröðina heim tii sín, sem voru svona fimm hundruö metrar. Það var í mannskaðaveðri. En þaö veöur var litið meira en í verstu hryðjunum sem hér hafa verið. Þaö stóð bara lengi. Htmdur í bæjargöngum fór að gelta út af húsbóndanum sem hann vissi að var að þæfa í gilinu fram og aftur. Þá vitraðist einhverjum aö fara með fjósluktina norður fyrir bæjarhúsin. Hann fór á streng. En ljósið sást ekki fyrir bylnum. Maður í bíl með fjögur hundruð kúbika vél finnur auðvitað ekki fyrir svona veðri. Hann strandar bara og lætur sæll og rólegur fenna upp í pústurrör- ið. Þannig hefur bilaþjóðin tapað öllu veðurskyni. Hún heidur bara áætlun í bílunum sínum. Við erum ekkert öðruvísi að þessu leyti en t.d. Danir eöa Bretar, sem láta sig fenna í kaf í bílunum. Við búum bara norðar. Það er merkilegt að vera ís- lendingur og kunna ekkert á snjó og hafa dagsyndi af hríðum. Um alla vegi er nú verið að aka og tugir manna eru fastir í rútum hér og þar. Þeir einu sem fá eitthvað liflegt út úr þessu er fréttastofa útvarps sem get- ur daglangt þulið smásögur úr snjón- um. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.