Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Qupperneq 12
12
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983.
DAGBLAÐIÐ-V í Sl R
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StjdmarformaAurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjdri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjdrar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B.SCHRAAA.
Aðstoöarritstjdri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjdrar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjdrar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ristjóm: SÍÐUMÚLA 12—fó.SÍMI 84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreidsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjdmar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19.
Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15 kr.
Fiskverö eri ógöngum
Af blaðaummælum er ekki ljóst, hverjir sáu mestan
kost eða löst á nýju fiskverði áramótanna, þeir tveir, sem
sátu hjá í yfirnefndinni, sá sem studdi oddamann ríkis-
stjórnarinnar eða sá, sem greiddi atkvæði á móti.
Hins vegar er ljóst, að maökar eru í mysunni, þegar
aðeins einn af fjórum meðnefndarmönnum oddamanns-
ins styður niðurstöðuna. Enda er æ fleirum að verða ljóst,
að pólitísk nefndarákvörðun fiskverðs hefur gengið sér til
húðar.
Nærri allir, ef ekki allir, yfirnefndarmenn voru sam-
mála um, að óheppilegt væri að auka niðurgreiðslur á olíu
til fiskiskipa, og bentu á aðrar betri leiðir aö sama marki.
Samt fór svo, að niðurgreiðslur voru auknar.
Fyrir áramót var útgerðinni gefinn fimmti hver olíulítri.
Eftir áramót er henni gefinn þriðji hver olíulítri. Þessi
breyting er andstæð stefnu orkusparnaðar. Hún leiðir til
meiri olíunotkunar á hvert fiskkíló en ella væri.
Eftir því sem olíukostnaður verður þungbærari á að
nota slíkar millifærslur til að draga úr olíunotkun, en ekki
til að halda henni við. Að minnsta kosti er nauðsynlegt að
hafa þær óháðar olíunotkun, svo að þær magni ekki sóun.
I nefndinni hafði verið bent á óháða leið af því tagi, það
er álag á fiskverð, sem fiskvinnslan greiddi útgerðinni
framhjá hlutaskiptum, alveg eins og niðurgreiðsla olí-
unnar, með tilsvarandi útflutningsgjaldi, er framhjá
þeim.
Verið getur, að fulltrúum sjómanna þyki ekki eins hart
aðgöngu, að verðmæti séu flutt framhjá hlutaskiptum
með þeim dapurlega hætti, sem varö ofan á. En ummæli
þeirra benda ekki til, að þeir láti blekkja sig í þessu.
Auðvitað er skynsamlegt, að aukið vægi olíu í kostnaði
sjávarútvegs endurspeglist á einhvern hátt. En heilbrigð-
ara er að gera það í nýjum hlutaskiptum útgerðar og sjó-
manna en í auknu framhjáhaldi undir stjórn ríkisvalds-
ins.
Árið 1976 var þetta framhjáhald komið í ógöngur með
16% utan skipta. Þá keyptu sjómenn af sér sjóðafarganið
með um 4% lækkun skiptaprósentu. Nú er farganið komiö
upp í 9,5% og kominn tími til að færa það aftur inn í hluta-
skiptin.
Aö vísu er nauösynlegt að minna á í leiðinni, aö ráðstaf-
anir yfirnefndar, þar á meðal um framhjáhaldið, væru al-
gerlega ónauðsynlegar, ef svo sem þrjátíu dýrustu skipin
væru tekin úr umferð, svo að aflinn dreifðist á færri skip.
Hið eina jákvæða við þessa nýjustu ákvörðun fiskverðs
er, að dálítið er breikkað veröbilið milli fyrsta, annars og
þriðja flokks fisks, slægðs og óslægðs, stórs og lítils.
Þannig færði yfirnefndin sig nær raunviröi.
Eftir breytinguna er verðmunurinn samt of lítill.
Áfram mun skorta nægilegt samhengi milli gæða og
verðs. Netabátar munu til dæmis áfram koma aö landi
með tveggja nátta fisk og skuttogarar með tveggja vikna
fisk.
Ekkert hefur heldur verið gert af hálfu stjórnvalda til
að fjölga leyfum til beinnar sölu á ísfiski í útlöndum, svo
að betri samanburður fáist milli verðs yfirnefndar og
ýmiss þess verðs, sem frjáls markaður vill greiða í út-
löndum.
Leiðin út úr ógöngum fiskverðsins er annars vegar að
veita frelsi til sölu á ísfiski í útlöndum og hins vegar að
koma hér heima á hliðstæðum markaði fyrir fisk upp úr
sjó og beitt er með góðum árangri í öðrum löndum.
Jónas Kristjánsson
SKAPADÆGUR
VESTUREVRÓPU?
I síöustu grein minni minntist ég
nokkuö á hve mjög ástandinu í
Evrópu svipar nú á ýmsan hátt til
ástandsins fyrir síöari heimsstyrj-
öldina. Einræöisríki leggja ofurkapp
á aö veikja vamir og hugsanlega víg-
stööu lýöræðisþjóðanna og njóta til
þess stuönings margra, sumra vit-
andi vits og annarra og miklu fleiri
sem í góögirni vilja leggja sitt lóð á
vogarskálina svo aö friöur megi
haldast og helsprengjum tortímt, án
þess að gera sér þess grein aö sh'kt
veröur aö gerast beggja vegna jám-
tjaldsins. Svo virðist sem fulltrúar
einræðisaflanna ráöi að verulegu
leyti ferðinni í umræöu allri meöal
lýðræðisþjóðanna, enda er greinilegt
aö þeir eru búnir aö koma sér ótrú-
lega vel fyrir, þar sem umræðan á
sér að miklu leyti staö: I fjölmiölun-
um.
Er kjarnorku-
stríð undirbúið?
Eitt dæmiö um þaö, hve góöum
tökum fulltrúar einræöisaflanna,
kommúnistar, hafa náðá umræðunni
er um hvað hún snýst. Segja má aö
einungis sé rætt um hættuna á kjam-
orkustyrjöld og svo aö hringurinn sé
enn þrengdur þá snýst umræðan nú
nær eingöngu um uppsetningu
meöaldrægra eldflauga í Vestur-
Evrópu, sem Sovétmenn og fylgifisk-
ar þeirra leggja ofurkapp á að
hindra.
Vissulega er ekki á kjamorkuvopn
í heiminum bætandi, en eins og and-
stæðingar þeirra hafa margoft bent á
eru nú þegar í höndum kjarnorku-
veldanna vopn, er nægja til þess að
eyða öllu lífi á jöröunni margsinnis.
Getur því tæplega oltið á miklu hvort
alhr deyja einu sinni oftar eöa skem-
ur, ef til slíks hildarieiks kemur á
annað borð aö allt mannhf þurrkast
út af jörðinni. Enda mun það í raun
svo að enginn aðili vUl heyja kjarn-
orkustyrjöld. Kjamorkuvopn em
skekin í hótanaskyni en þaö er harla
óUklegt aö þau veröi nokkum tímann
send af staö. Átökin snúast í raun
ekki um fjölda helflauga, þau snúast
um heimsyfirráö þar sem þær geta
skipt miklu máli. Framar öUu snúast
þau nú þó um yfirráö yfir Evrópu.
Enda þótt Vestur-Evrópa sé eins og
lítíll skagi vestur úr Sovétr&junum
og leppríkjum þeirra er hún engu aö
síður ákaflega eftirsóknarverö. Þar
er saman kominn auöur, þekking og
landkostir sem eru miklu meira viröi
en tU dæmis yfirráð yfir sviöinni og
fmmstæðri Afríku, svo aö dæmi sé
tekið.
Þaö gleymist hins vegar — og ég
trúi ekki að þar sé um aö kenna
glámskyggni einni saman, — að
fleiri vopn eru til en kjarnorkuvopn.
Enda þótt fréttir berist sjaldan nú til
dags af öðmm vopnabúnaði leggja
herveldin einnig gífurlega áherslu á
þaö sem kaUaö er „heföbundin
vopn”. Hins vegar tekst aö halda
umræöunni svo í helgreipum óttans
við kjamorkuvopnin aö menn gaum-
gæfa ekki sem skyldi hvemig jafn-
vægiöerþar.
Þegar þar er skyggnst undir yfir-
boröiö kemur í ljós aö Sovétríkin og
leppríki þeirra hafa þar algera yfir-
burði. Á síöasta ári var til dæmis tal-
iö aö Varsjárríkin heföu yfir aö ráða
í Evrópu nálægt þrefalt fleiri skriö-
drekum og tækjum til þess aö granda
þeim en Nató-ríkin, þrefalt öflugra
stórskotahöi og flutningatækjum
hvers konar fyrir fótgönguliö. Mann-
afli undir vopnum var einnig talinn
mun meiri, herflugvélar meira en
helmingi fleiri en hjá Natóríkjum.
Þeir sem gleggst þekkja til mála
telja í raun miklu líklegra aö ef til
styrjaldar kemur veröi hún háð meö
hinum „heföbundu” vopnum en meö
kjarnorkuvopnum, af þeirri einföldu
Kjallari
á fimmtudegi
Magnús Bjamfreðsson
og auöskiljanlegu ástæöu aö sá sem í
stríö fer berst til sigurs en ekki tU
þess aö standa yfir rústum síns
heimalands í óbyggilegum heimi.
„Friöarenglum” kommúnista hefur
hins vegar tekist aö hylja aUa um-
ræðu um herbúnað Sovétmanna í
moldviðri um kjamorkueldflaugar í
Vestur-Evrópu.
Skipta þær þá
engu máli?
Jú, ekki er nú svo vel. Báöir aöUar
leggja gífurlega áherslu á þessar
eldflaugar, en svo undarlega vUl tU
aö hjá báöum er þaö feimnismál, aö
margra áliti, en hvers vegna?
Njósnatækni nútímans eru fá tak-
mörk sett. Gervihnettir sveima yfir
höföum okkar nótt sem nýtan dag og
eru þess valdandi aö fáar aðgerðir
fara fram hjá augum þeirra sem
meö fylgjast. Tæknilega er líklega
hægt aö telja utan úr geimnum bU-
ana á Hellisheiöinni, aö ekki sé nú
minnst á ef meiriháttar jarðrask og
framkvæmdir eiga sér staö. Fyrir
nokkrum árum tókst Natóríkjunum
aö komast á snoöir um þaö meö
njósnatækni sinni aö Sovétmenn
væru að búa sig undir að setja upp
meðaldrægar eldflaugar, sem beina
ætti aö Vestur-Evrópu. Nató-ríkin
brugðust hart viö og hótuöu aö setja
upp gagneldflaugar, nema því aðeins
aö Sovétmenn hættu viö fyrirætlanir
sínar.
Viðbrögö Sovétmanna uröu eins og
venjulega að hafa mótmæli að engu,
enda eru slík mótmæli sannast sagna
harla máttlaus. Þjónar þeirra í fjöl-
miölaheiminum sáu um aö umræöa
varö aldrei mjög hávær um þessa
hluti í Vestur-Evrópu, en í þess staö
beindist hún aö fyrirætlunum Nató-
rikjanna um gagnráöstafanir. Sovét-
menn settu sínar flaugar upp í
hundraða tali en hafa magnaö upp
mikla andstööu meöal lýðræöisþjóö-
anna með ódulbúnum hótunum gegn
því aö þær svari í sömu mynt.
Sovétmenn sitja á ráöstefnu í Sviss
meö Bandaríkjamönnum um tak-
mörkun á smíði og útbreiöslu gér-
eyöingavopna. Þar krefjast Banda-
ríkjamenn þess aö Sovétmenn taki
sínar meöaldrægu eldflaugar niður
gegn þvi aö Natóriki hætti viö upp-
setningu sinna. Allir sem til þekkja
vita aö Sovétmenn ansa þessu ekki,
nema því aðeins aö ljóst sé aö friðar-
hreyfingum Evrópu mistakist aö
koma í veg fyrir uppsetningu Nató-
flauganna, og til þess eru litlar líkur
— þvímiöur.
En til hvers eru þá þessar flaugar
Sovétmanna og Nató? Ætla mennirn-
ir ekki að skjóta þeim? Þar komum
við að feimnismálinu, sem áöur er
umrætt.
Þegar herir nasista-Þýskalands
flæddu yfir Evrópu í upphafi síöari
heimsstyrjaldar aö lokinni vel
heppnaðri friðarbaráttu skósvein-
anna, mændu augu hrjáöra Evrópu-
búa í vesturátt. I fyrri heimsstyrjöld-
inni höfðu Bandaríkjamenn komiö til
hjálpar. Þeir höföu misst marga
menn á vígvöllunum og voru ýmsir
ófúsir á aö endurtaka þann leik. Þótt
Roosevelt vildi koma til h jálpar voru
einangrunarsinnar og friöarsinnar
svo sterkir í Bandaríkjunum aö í
raun veit enginn hvort hann heföi
haft bolmagn til aö skerast í leikinn
áöur en nasistar réöu allri Vestur-
Evrópu, ef árásin á Pearl Harbour
hefði ekki veriö gerö.
Enn sem fyrr er herveldi Banda-
ríkjanna þaö sem einræðisríkin ótt-
ast. Vestur-Evrópa má sín einskis í
viðureign við heri þeirra, eftir aö bú-
ið er aö stinga henni svefnþom
friðarbaráttu. Þess vegna er þaö
frumskilyrði þess aö kommúnistar
geti ginið yfir Vestur-Evrópu aö þaö
takist aö reka fleyg milli hennar og
Bandaríkjanna. Allar tilraunir til
þess hafa verið árangurslausar til
þessa, en nú kann aö vera breyting í
aösigi.
Bandaríkjamenn hafa gífurlegar
birgöir kjamorkueldflauga í landi
sínu. Svo miklar aö þaö væri sjálfs-
morð hvers herveldis aö ráöast á þá
meö kjamavopnum. Hvorki Sovét-
ríkin né Bandaríkin yrðu byggileg
eftir þann darraöardans. Komi því
upp sú staöa að Sovétmenn beini eld-
flaugum aö Vestur-Evrópu og beiti
ríkisstjórnir þar hótunum um leið og
þeir senda herafla sinn inn í álfuna,
vonast þeir til aö Bandaríkjamenn
hiki. Um leiö og Bandarikjamenn
sendu kjamorkueldflaug af staö
væmþeiraökalla tortíminguyfirsig
og land sitt. Ein sovésk eldflaug, sem
hitti fyrir landsvæöi er ekki skiptir
sköpum í nýtingu auðæfa Vestur-
Evrópu, svona rétt sem sýnishom,
myndi hins vegar hræða líftóruna úr
vamarlausum þjóöum, er myndu
falla flatar í auömýkt fyrir fætur
goðsins í Kreml. Hinn öflugi herafli
Varsjárbandalagsins myndi leggja
Evrópu aö velli í örstuttri leiftur-
sókn. Auðæfi og tækniþekking Vest-
ur-Evrópu myndu síöan fresta skip-
broti kommúnismans í nokkra ára-
tugi, skipbroti sem nú blasir hvar-
vetna viö í ríkjum þeim, sem hann
drottnaryfir.
Þaö er um þetta sem í raun er tek-
ist á í Vestur-Evrópu núna, þótt
hvorugur aðilinn vilji viðurkenna
þaö. Sovétmenn af augljósri ástæöu,
því aö þar meö félli gríman, og Vest-
urveldin vegna þess að þá kæmi í ljós
brestur vantrausts, sem gæti riðið
samstarfi þeirra að fullu.
Magnús Bjamfreðsson.
A „Svo virðist sem fulltrúar einræðisafl-
^ anna ráði að verulegu leyti ferðinni í um-
ræðu allri meðal lýðræðisþjóðanna, enda er
greinilegt að þeir eru búnir að koma sér ótrú-
lega vel fyrir þar sem umræðan á sér að miklu
leytistað: ífjölmiðlunum.”