Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 13
Samkeppni í Evrópufluginu
1 fyrstu grein minni hér í DV um
ferðamál lýsti ég þeirri skoöun minni
að tveir atburðir væru eftirminnileg-
astir í íslenskumferðamálum frá ný-
liðnu ári. Stofnun Ferðamálasam-
taka Vesturlands og tilkoma nýs að-
ila á sviði áætlunarflugs miili Islands
og annarra E vrópulanda.
Að þessu sinni skal gerð nokkur til-
raun til að kryf ja síðarnefnda atriðið
til mergjar, en máliö er í eðli sínu
bæði viðamikið og viðkvæmt.
Tvö félög í
Evrópuflugi
Það er staðreynd að nú annast tvö
íslensk flugfélög, Flugleiðir og
Arnarflug, reglubundið áætlunarflug
milli tslands og annarra Evrópu-
landa og að skipting flugleiða hefur
verið ákveðin af samgönguráðherra.
Ein ástæðan fyrir skiptingu flug-
leiðanna var sögð sú að með henni
væri mögulegt að koma í veg fyrir
óeðlilega samkeppni á sviði verð-
lagningar farseöla.
Nú má öllum vera ljóst að þó svo
að Flugleiöir hafi ekki lengur leyfi til
þess aö stunda áætlunarflug á milli
Reykjavíkur og Amsterdam, mun fé-
lagið vissulega leita eftir að flytja
farþega milli þessara staða með við-
komu í London eða Kaupmannahöfn.
Á sama hátt mun Arnarflug gera
átak í þá veru aö fá farþega í sínar
ferðir milli Reykjavíkur og Diissel-
dorf, sem í raun og veru eru á ferð
milli Reykjavíkur og Frankfurt, en á
þeirri flugleið hafa Flugleiðir einka-
leyfi til áætlunarflugs af hálfu ís-
lenskra stjórnvalda.
Hörð fargjaldasamkeppni
I báðum ofangreindum tilvikum
munu flugfélögin vitanlega beita fyr-
ir sig sem hagstæðustum fargjöldum
til þess að laða til sín viðskiptavini.
Mögulegar aðferðir á þessu sviði
eru margar, þó að bæði flugfélögin
hafi e.t.v. sama verð prentað í gjald-
skrám. I því sambandi nægir að
nefna mismunandi há umboöslaun
og fjárstuðning til handa umboðs-
mönnum og fría gistingu eða afslátt
á hótelum erlendis og hér á Islandi.
Margt annaö mætti nefna, atriði sem
allir aöilar íslenskrar ferðaútgerðar
eða jafnvel flugfarþegar sjálfir
þekkja mæta vel af eigin reynslu.
Verðstríð á Kanaríleið
Nýjasta dæmið um verðsamkeppni
flugfélaganna er um hylli þeirra Is-
lendinga, sem hug hafa á að heim-
sækja Kanaríeyjar í vetur.
Flugfélag Islands og síðar Flug-
leiðir hafa um árabil starfrækt leigu-
flug frá Islandi til Kanaríeyja yfir
vetrarmánuðina í náinni samvinnu
við þrjár feröaskrifstofur í Reykja-
vík. I haust birtist fyrsta auglýsingin
um Kanaríeyjaferðir með Arnar-
flugi, sem stofnaö hafði til samvinnu
við aörar þrjár ferðaskrifstofur í
Reykjavík, og skyldi flogið milli
Reykjavíkur og Amsterdam í
áætlunarflugi Arnarflugs og þaöan
með hollensku leiguflugfélagi til
Kanaríeyja.
Veröstríð er nú í gangi milli þess-
ara tveggja samsteypna og við-
skiptavinir geta gert góö kaup í ferð-
um til Kanaríey ja í vetur.
Eftirlit nauðsynlegt
Af því sem að framan segir má
vera ljóst að leiðaskipting kemur
ekki í veg fyrir samkeppni á sviði
verðlagningar flugfarseðla.
En er nokkur ástæða til að reyna
að koma í veg fyrir sem hagstæðust
fargjöld fyrir flugfarþega til eða frá
Islandi?
Hvern er verið að vemda, flugfé-
lögin eða viðskiptavinina?
Er hætta á að íslensku flugfélögin
gangi svo langt í lækkun fargjalda að
rekstri þeirra verði stefnt í hættu og
að leita verði á náðir erlendra flugfé-
laga um rekstur áætlunarflugsins
mUli landa?
Nokkurt samhengi er mUU tveggja
síðari spurninganna, þ.e.a.s. ef það
Kjallarinn
BirgirÞorgilsson
þykir sennilegt að flugfélögin gangi
jafnlangt í samkeppninni og síðari
spurningin gefur tU kynna, má færa
nokkur rök fyrir því að verið sé aö
vernda hagsmuni flugfarþega og
ferðaútgerðar í landinu.
SUk fööurleg vernd nær þó ekki tU
erlendra farþega á leið tU eða frá Is-
landi, enda setja þeir ekki fyrir sig
að ferðast til sumarleyfisstaða í öðr-
um löndum, þó að íslenskt flugfélag
fljúgi ekki á viðk<ynandi flugleiðum.
Þeir myndu því vafalaust koma til
Islands eftir sem áður, þó að þeir
þyrftu að ferðast meö erlendum flug-
félögum.
Hitt er svo annað mál aö enginn Is-
lendingur efast um þjóðhagslega
nauðsyn á starfsrækslu íslenskra
flugfélaga og mikilvægan þátt þeirra
í uppbyggingu íslenskrar ferðaút-
gerðar, sem seint verður metinn að
verðleikum. Vitaskuld eru þau fyrst
og fremst að hugsa um hag eigin
fyrirtækja, sem starfa í ferðaútgerð-
inni, en engu að síöur nýtur alþjóð
góðs af.
Eftirlit meö verðlagningu flugfar-
seðla er nauösynlegt og ekki er rétt
að leyfa flugfélögunum að hækka og
lækka fargjöld að eigin geðþótta.
Sömuleiðis er nauðsynlegt að eftirlit
sé haft með því að flugfélög, sem fá
sérleyfi til áætlunarflugs, fljúgi sam-
kvæmt auglýstri áætlun.
Réttindum
fylgja skyldur
Það veldur óneitanlega vonbrigð-
um að Arnarflug hefur fellt niður
áætlunarflug á tveimur af þremur
sérleyfisleiðum, sem félaginu var út-
hlutað síðasta vor, yfir vetrar-
mánuðina. Áætlunarflug til þessara
staða allt áriö var einmitt nefnt sem
ein ástæða þess að félaginu var
úthlutað leyfum til áætlunarflugs á
viökomandi flugleiðum.
A sama hátt verður að gera þá
kröfu til Flugleiða að það félag fylgi
auglýstri áætlun, en felli ekki niður
ferðir í stórum stíl á sérleyfisleiðum
að eigin geðþótta í þeim tilgangi að
ná óeðlilega hárri sætanýtingu.
Hvort tveggja stendur eðlilegri
þróun ferðaútgerðarinnar fyrir þrif-
um og veldur fjölda farþega fjár-
hagslegutjóni.
Flugfélag, sem tekur við sérleyfi
úr hendi stjórnvalda, verður að gera
sér grein fyrir því aö það eru ekki
aðeins réttindi sem það tekur við,
heldur einnig skyldur.
,Reglubundið"
leiguflug
Ennþá er ósvarað þeirri spumingu
hvort eitt eða fleiri íslensk flugfélög
skuli hafa leyfi til áætlunarflugs
milli landa. I flugrekstri gilda sömu
lögmál og á flestum öðrum sviðum
viðskiptalífsins; samkeppni lækkar
verð og bætir þjónustu. Hvort
tveggja hefur að nokkru sannast síð-
an Arnarflug hóf áætlunarflug milli
landa.
Ennfremur verður að álíta senni-
legt að tilkoma Amarflugs eigi eftir
aö hafa áhrif til fjölgunar erlendra
ferðamanna hingað og um leið til
betri hags íslenskrar ferðaútgerðar
almennt.
Fjárhagslegri afkomu Arnarflugs
hefði þó verið betur borgið með því
aö stunda frekar „reglubundið”
leiguflug milli Islands og annarra
landa heldur en að hefja reglu-
bundið áætlunarflug milli Reykja-
víkur og Amsterdam, Diisseldorf og
Ziirich. Jafnvel þótt Flugleiðir hefðu
ekki haldið að sér höndum og horft
aögerðarlausar á slíka starfsemi
þróast h já Amarflugi.
Leiguflug úr
báðum áttum
Leiguflugið er stór þáttur í flutn-
ingi ferðamanna í Evrópu og á mörg-
um flugleiðum stærra en áætlunar-
flugið. Enda er búið að sannfæra al-
menning um það með auglýsingum í
25 ár að leiguflugið sé ódýrasti ferða-
mátinn. Þetta á einnig við hér.
Á sumrin eru farnar allt að fimm
leiguflugferðir á viku frá Reykjavík
til sólarlanda og auglýsingar um
ágæti leiguflugsins dynja á lands-
mönnum. Oftast em notaðar hæpnar
aðferöir við samanburð á verði, mið-
að við áætlunarflug á sömu flugleið-
um.
I vetur em flestir íslenskir ferða-
menn fluttir í leiguflugi, bæði til sól-
dýrkunar og skíðaferöa.
Það er ekki nokkur vafi á því að
ferðamönnum til Islands myndi
fjölga til mikilla muna ef slíkt
„reglubúndið” leiguflug væri einnig
á boðstólum erlendis á flugleiðunum
til Islands. Til hagsbóta fyrir þann
stóra hóp landsmanna, sem hefur at-
vinnu við ferðaútgerðina, og þarmeð
þjóðarbúið.
Um leið myndi einhver samdráttur
verða í áætlunarfluginu. En skiptir
það meginmáli til dæmis hvort farn-
ar em 12 eöa 9 áætlunarferðir milli
Reykjavíkur og Kaupmannahafnar,
ef áætlunin er í samræmi við heildar-
hagsmuni okkar og henni er fylgt?
Aöalatriðið er að marka stefnu í
samgöngumálum og ferðaútgerð til
lengri tíma og fylg ja henni f ast.
Birgir Þorgilsson,
markaðsstjóri Ferðamálaráðs.
A „Þaö er ekkí nokkur vafi á því að ferða-
w mönnum til íslands myndi fjöiga til
mikilla muna ef slíkt „reglubundið” leiguflug
væri einnig á boðstólum erlendis á flugleiðum
til íslands.”
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR1983.
FERÐAMÁL