Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Page 17
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
óskar að ráða blaðburðarbörh í eftirtalin hverfi:
• Hverfisgata • Hagar II
) Njörvasund
. Gunnarsbraut
• Rleppsholt • Blesugróf
• Kvisthagi
Upplýsingar eru gefnar í afgreiðslu blaðsins
Þverholti 77, sími 27022.
Öll þjóöin líður fyrir
bruðl hins opinbera
Reykvíkingar ekki einir á báti íþeim efnum, segir
gramurþegn
1154-2883 skrifar:
Vegna lesandabréfs 4/11 sl. um
taprekstur Pósts og síma og um niður-
greiðslurtil bænda;
5888-1723, að þú skulir ekki
skammast þín að tala um ykkur
vesalings Reykvíkinga. Ekki veit ég
betur en að öll þjóðin liði fyrir bruðl
og peningaeyðslu þess opinbera. Sjáðu
t.d. nýju bygginguna sem Póstur og
sími er að reisa sér við Ármúlann. Það
er í lagi að stækka við sig ef þeir
útrýma leiguhúsnæði með þessari
byggingu, en við skulum vona að þeir
sníði stakk eftir vexti. Eins er með
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Alveg er
þaö hreint ótrúlegt hvaö þarf mikið
pláss þar. Og hvaöan koma pening-
arnir í þá byggingu? Trúlega frá
ykkur, neytendunum?
Nei, viö öll, Reykvíkingar sem og
aðrir landsmenn, eigum að standa
saman á móti svona rotnun í kerfinu en
ekki rífast innbyrðis og skella skuld-
inni hvert á annað. Lítum bara á Seðla-
bankabygginguna. Það er ekki nema
von aö þeir aumingjans menn þurfi
stöðugt meira fé til byggingar á höll
sinni, ásamt því að reka sjálfa sig, að
sjálfsögðu á kostnað okkar, almúgans í
landinu.
Hækkun afnotagjalda Pósts og síma
viðkemur örugglega ekki skrefa-
talningunni, því ef þeir hafa tapað á
henni, hverjir hafa þá haft ávinning-
inn? Ekki við úti á landi eins og vera
átti. Og ekki, eins og 5888-4723 bendir á,
gamalmenni og einstæðingar. Ég er
búsett úti á landi og aldrei fyrr hef ég
fengið eins mikil „gleöitíðindi” með
póstinum sem símareikningamir eru
nú, eftir breytinguna, sem einmitt átti
aðveraméríhag.Kr. 2160 varsíðasti
reikningur, 1255 þar áður og þótti mér
þá nóg um hvaö þá nú. Hér áður fór
reikningur aldrei yfir 1000,- reyndar
voru þeir alltaf langt fyrir neðan þá
tölu. Og ekki hafa málbeinin tekið
neinn f jörkipp einmitt núna, hvorki h já
mér né öðrum, þó virðast margir í
minni byggð vera með þetta tvö til þr jú
þúsund krónur.
Þingmenn íslands-
meistarar í
„lyftingum"
Ef þú, 5888-4723, ert argur/örg út í
bændur og þeirra „forréttindi” skil ég
þig ósköp vel. En ég get ómögulega
skilið aö það þurfi að blanda þessum
tveim málum saman, þau eru alveg
nógu mikil til umf jöllunar ein sér; sitt í
hvoru lagi. Svo er og um önnur mál í
okkar brenglaða þjóðfélagi. Byrjum
t.d. á toppnum, svona einu sinni. Þar
er aragrúi mála sem fjaUa mætti um:
Ríkisstjórn og þingheimur.
Er það ekki athyglisvert að í okkar
lýðræðislega þjóðfélagi látum við það
viðgangast að þingmenn geti meö einni
handaupplyftingu hækkaö kaup sitt
um allt aö 20%. Að við minnumst nú
ekki á fríðindi þeirra og ráðherra. Já,
þeir eru sannkaUaöir Islands-
meistararí „lyftingum”.
Væri ekki nær aö við, fólkið i iandinu,
myndum ákveða laun þeirra og þá
hvort þeir ættu skUið öll þau fríðindi
sem þeir hafa. Við myndum fækka
þingmönnum um allt að helming og
sleppa öUum flokkadráttum svo ekki
yrði hægt að kenna öðrum flokkum um
ef Ula horfði. Þá fyrst sæjum við
hverjir hafa áhuga á að starfa
hugsjóna sinna vegna en ekki snobbs
og/eða peninganna vegna. 1 veislum
þess opinbera yrði öllum íburði sleppt
svo sem forréttum, desertum, eftir-
réttum og vín yrði ekki borgað úr
okkar vasa. A ríkisreknum skrif-
stof um mætti einnig fækka riturum rit-
ara aðstoöarritara aöalritara einkarit-
ara „forstjórans”. Og svona mætti
lengi halda áfram.
Hvar á svo aö finna vinnu handa öllu
þessu fólki? Ef við stefnum að bættu
þjóöfélagi hljótum við að taka þá
stefnu að þeir sem lægra eru launaöir
hækki á móti fækkun og lækkun launa
þeirra hærra launuðu þannig að óþarft
ætti að vera að tveir aöilar, þ.e. hjón,
verði bæði að vinna úti og þar mundi
losna um þó nokkur pláss. Um leið
fækkaði bömum á dagvistunarstofnun-
um og með styttri vinnutíma verka-
fólks (því margar hendur vinna létt
verk) skapast eðlilegra f jölskyldulíf.
Grunnurinn að nýbyggingu Seðlabankans. „Lítum bara á Seðiabankabygging-
una. Það er ekki nema von að þeir aumingjans menn þurfi stöðugt meira fé til
byggingar á höll sinni”—segir 1154-2883 og telur yfirleitt illa vera farið með fé al-
mennings.
auglúsir
HÖFUM OPNAÐ
SJOBUÐINNI
Grandagarði 7.
Nœg bílastæði.
Opið kl.8-19.