Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 29
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983.
29
Sandkorn Sandkorn
Stýrimaðurinn
fullur, enginn
í brúnni
Dagcns Nyheter segir frá
strandi ferjunnar „Dana” við
Tjörn á jóladagsmorgun.
Annar stýrimaður var hand-
tekinn og játaði fyrir lögregl-
unni að hafa notað áfengi á
vaktinni. Hann sagðist ekkert
muna eftlr strandinu. Á hinn
bóginn kvaðst hann hafa
haldiö að hann væri í brúnni
allan timann þangað til
strandið varð.
Sjómaðurinn við stýrið
greindi lögreglunni svo frá aö
enginn hefði verið í brúnni
þegar ferjan tók niðri.
Nýtt æði í ævi-
skrám?
Akumesingar hafa nú rutt
nýja braut i gerð og útgáfu
æviskráa. Raunar er það
Sögufélag Borgfirðinga sem
stjóraar verkinu. Er það fólg-
ið i útgáfu 8000 æviskráa allra
Akumesinga 1930—1980 sem
búið hafa á Skaganum ein-
hvera tíma á tímabilinu.
Fyrsta bindið með 1400 Akur-
nesingum cr þegar komið út.
Með þessu framtaki verður
auðvítað margur leyndar-
dómurinn afhjúpaður og
minna í að spá að því leyti.
Ekki er heldur óhugsandi að
menn kynnist meira og betur
í sinn hóp en áður.
En um leið og forvitninni er
svalaö þannig í stórum stil
þarf ekki að efa að í þessari
útgáfu er mikill og tryggur
bisness. Og svo eru til fleiri
bæjarfélög.
„No cash and
no hope"
Berlingske segja frá sam-
ræðum Bandaríkjamanns og
Dana sem sátu af tilviljun
saman í flugvél á leið yfir
Atlantshafið á dögunum,
áður en siðustu stjóraarskipti
urðu í Danmörku.
Þeir fóru að rabba um
þekkta menn og stöðuna í
samfélaginu:
— Well, við eigum Reagan,
við eigum söngvarann
Johnny Cash og við eigum
leikarann Bob Hope — sagði
Bandaríkjamaðurinn.
— Þið getið trútt um talað.
Við eigum Anker Jorgenscn,
but we have no cash and we
have no hope either.
Skulda hálf árs-
laun
Þegar Samband málm- og
skipasmiðja kannaði nýlega
skuldastöðu fyrirtækja í sam-
: bandinu kom i ljós að útgerð
og fiskvinnsla skulduðu 33
fyrirtækjum í sambandinu
um 84 milljónir króna.
23 járaiðnaðarfyrirtæki
með 400 starfsmenn áttu úti-
standandi 10. desember 40
milljónir, þar af hjá útgerð og
fiskvinnslu 19 milljónir, sem
svarar til hálfs árs launa
starfsmanna þessara fyrir-
tækja.
10 dráttarbrautir og skipa-
smíðastöðvar með 740 starfs-'
menn áttu úti 82 milljónir og
þar af 65 milljónir hjá útgerð-
arfyrirtækjum.
40—45% skuldanna í báðum
tilvikum voru eldri en þriggja
mánaða gamlar.
í Fréttabréfi SMS er skýrt
frá þessu og sú ályktun dreg-
in af niðurstöðum að veruleg
hætta sé á greiösluþroti og
uppsögnum starfsfóiks hjá
fyrirtækjunum.
Umsjón:
Herbert Guðmundsson
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Nýja bíó—Conan villimaður
Blóðrautt ferðalag
Nýja bíó: Villimaðurinn Conan (Conan the
Barbarian):
Stjórn: John Milius.
Handrit: John Milius ír Oliver Stone.
Kvikmyndun: Duke Callaghan.
Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Jam-
es Earl Jones, Max von Sydow, Sandahl
Bergman, Bed Davidson, Sassandra Gaviola,
Gerry Lopez, Mako, Valerie Quennessen,
William Smith.
Tónlist: Basil Poledouris.
Framleiðandi: Buzz ít Raffaella de Laurentiis.
Arnold Schwarzenegger er ofboðs-
legt vöövabúnt af leikara að vera og
sem kroppur nýtur hann sín ágæt-
lega í kvikmyndinni um blóörautt
ferðalag Conans villimanns.
Þetta er sannkölluð ævintýramynd
en um hana verður sagt margt annað
en flestar þær ævintýramyndir sem
flætt hafa yfir kvikmyndahúsin á síð-
ustu misserum. Á margan hátt er
þessi mynd vel gerð. Sviösmyndin og
leikbúningar eru fágaðir, leikurinn
er hnökralaus, söguþráðurinn beys-
inn og sem ævintýramynd er hún
skemmtilega spennandi, jafnvel
magnþrungin á köflum. Kvikmynda-
takan er og mjög góð. Þá verð ég
einnig aö geta tónlistarinnar í mynd-
inni en hún fellur einstaklega vel að
atburðarásinni sem er hröð og stíg-
andi.
Kvikmyndin um Conan gerist á
forsögulegum tíma, á þeim tíma er
sagnalandið Atlantis var enn ofan-
sjávar. I upphafi myndarinnar, þeg-
ar Conan er enn stráklingur, er ráð-
ist á heimabæ hans og faöir hans og
móðir vegin á blóðugan hátt. Þar er
á ferðinni illguðinn Thulsa Doom og
hermenn hans. Þeir taka Conan til
fanga og það sem eftir er af æsku- og
unglingsárum Conans lifir hann sem
þræll og er látinn vinna erfið verk og
slást upp á líf og dauöa við aöra
þræla, yfirmönnum sínum til
skemmtunar. Af þessu eflist Conan
og gerist rammur afli, eitt vöðva-
búnt frá hvirfli til ilja. I ölæöi sleppir
drottnari hans honum úr haldi. Con-
an öðlast frelsi á ný — og hyggur á
hefndir. Það sem eftir lifir af mynd-
inni er leit Conans að Thulsa Doom
og hermönnum hans og tilraunir
hans til að ráöa þá af dögum, menn-
ina sem drápu móður hans og föður.
Hann lendir vitanlega í mörgum
ævintýrum sem mörg hver reynast
Conan villimaður (leikarinn og vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger)
lendir í mörgum raunum í leit sinnl að hefnd. Hér sést hann i einni raun-
inni.
illviðráðanleg. . .Um síðir tekst
kappanum svo auðvitað aö vinna þaö
verk sem hann ætlaöi sér.
Þetta er vissulega ævintýralegur
söguþráður en það er líka margt í
honum sem kemur smekklega út á
tjaldinu. Þar hjálpar kvikmyndatak-
an sem ég hældi áðan.
Ef horft er fram hjá því aö þessi
mynd skilur varla nokkuö eftir sig
nema ánægjuna, hvorki spumingar
né svör, þá er þetta frambærileg
mynd. Þetta er fyrst og fremst af-
þreying sem ekki má taka of alvar-
lega enda raunsæið ekki haft að
leiöarljósi við gerð handrits myndar-
innar. Og með bamslegu hugarfari
er jafnvel hægt að hrífast af þessu
öllusaman.
-Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
KARA TE-námskeið
ÞÓRSHAMARS
Byrjendanámskeið I SHOTOKAN-karate er að hef jast hjá karatefélag-
inu Þórshamri. Kennsla fer fram að Brautarholti 18, 4. hæð. Við
bjóðum tima á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 22—23 og laugardög-
um kl. 12—13, ath. hentugur tími fyrir námsfólk.
Upplýsingar á staðnum á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum frá kl.
20 og í símum 40171 og 16037 alla daga.
Öllum áhugamönnum um karate gefið ókeypis eintak af Karateblað-
inu á meðan birgðir endast.
Karatefélagið Þórshamar.
VANTAR ÞIG
KLIPPINGU?
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
VALHOLL
SÍMI 22138
ÓÐINSGÖTU 2