Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 32
32
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983.
DÆGRADVÓL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVOL
„Þaö var eins og hiö innra með henni fsddist einhver geysilegur nýr styrkur,
einhver stálslegin ákvöröun sem duttlungar daganna fengju ekki haggað.”
HEILSURÆKT
Baldur Hermannsson
ÁKVÖRDUN
ELÍNBORGAR
— saga sem byrjar vel
„Syona þegiö þiö krakkar,” æpti
maöurinn, ,pná maöur aldrei horfa á
þetta sjónvarp í friði. Þiö heimtið aö fá
aö glápa á Tomma og Jenna og nú ætla
ég að fá aö hlusta á hann Gunna Thor
ogþegið þiösvo.”
„Vertu þægur Stebbi minn. Hann
pabbi vill fá aö hlusta á hann Gunnar
tala,” sagöi Elínborg dálítið smeöju-
lega viö krakkann, og krakkinn þagn-
aði en var ólundariegur til augnanna
en það varö aö hafa þaö.
Forsætisráöherrann var gneypur á
að líta og lagði frá honum einhvern
drunga sem Elínborg kunni mæta vel
við. Þaö er styrjöld í aðsigi, margvís-
legar ógijir steöja aö þjóöinni, þaö er
kominn í okkur einhver beygur og viö
veröum aö passa betur upp á skreiö-
ina, sagöi Gunnar, en Elínborg hlust-
aði ekki svo grannt eftir oröunum —
hún virti öldunginn vandlega fyrir sér
og hugsaði: æ, óskaplega er hann orö-
inn fyrirgengilegur hann Gunnar
minn. Þaö var þá eitthvað öðruvísi hér
áöur fyrr, þaö voru góðir tímar og allir
sáttir nema þegar hann Ásgeir fór
fram en nú er eins og hundur hund,
hitti á tófugreni. En svona gengur þaö,
ellin hlífir hvorki háum né lágum. Hún
fór fram og gáöi í spegilinn. Sjálf var
hún komin af léttasta skeiði, en
hörundið var ennþá sæmilega slétt og
þurfti ekki aö kvarta mikið yfir því. Aö
vísu voru komnar dálitlar hrukkur út
frá augunum og í ennið en ekkert til
þess aö æðrast út af. Hún seildist í
dollu meö rauögulu mauki og smuröi í
hrukkumar. Augun vom víst búin að
missa þetta skínandi blik sem þau
höföu þegar hún var ung en í staöinn
höföu þau áunnið sér einskonar vel-
sældarblik eöa staöfestu. Eg er bara
einum of feit, hugsaði hún, en þaö em
næstum allar konur á mínum aldri. Þó
ekki alveg allar. Hún sneri sér á hlið og
virti fyrir sér litlu bumbuna. Engan
veginn nógu gott. Svo sneri hún sér
alveg við og reyndi aö sjá sig aftan-
veröa og þaö voru komnir á hana kepp-
ir upp af þjóhnöppunmn. Gróft blóts-
yröi hraut henni af vörum. Hann Eirík-
ur á betra skiliö en þetta, hugsaöi hún,
hann sem var svo grannur og spengi-
legur og þó reykti hann tvo pakka á
dag og svolgraði kolsvart kaffi og ekki
var aö sjá aö hann borðaöi neitt minna
en aðrir karlmenn, þaö haföi hún
margsannfærst um í matarboðum
þeirra systranna. Eiríkur var níölatur
á heimilinu og geröi ekki mikið annað
en skipa fyrir og derra sig en hann var
ákaflega góður viö krakkana og forkur
duglegur aö vinna fyrir heimilinu.
Hann var meö doktorspróf í verkfræöi
og spilaöi listavel á píanó þegar hann
var kenndur. Best aö fara að hella svo-
lítiö út í hjá honum þá myndi skapið
fara að skána. -----
„Ella!”, kallaöi Eiríkur reiöilega,
„Ella!”
„Sagöi hann eitthvaö merkilegt,”
spuröi hún og meinti Gunnar sem var
horfinn sjónum og ljóshærður kven-
maöur kominn í staðinn og farinn aö
þylja upp dagskrá kvöldsins.
„Æ, þetta venjulega kjaftæöi um
áföll í þjóöarbúskapnum og íslenska
menningu sem allir eru orðnir hund-
leiöir á. Og eitthvað var hann aö vitna í
Bólu-Hjálmar. Sýnist mér fyrir hand-
an haf, upp risa vonardagur, eöa þess
háttar. Fer ekki kaffið aö koma? ”
„Nú ætla ég aö fara til þess,” sagði
hún og fór fram aö laga kaffi. En
hugurinn var allt kvöldið eins og límd-
ur viö hennar eigiö hold, hversu digurt
það var orðið og hve nauðsynlegt var
að grípa nú til stórra ráðá. Hún hellti
upp á könnuna og einmitt á því andar-
taki er fyrstu dropamir sytruöu gegn-
um brúnan kaffihauginn og niöur í
gömlu, bláu kaffikönnuna, þá var eins
og eitthvaö fæddist hið innra með
henni, einhver geysilegur nýr styrkur,
einhver stálslegin ákvöröun sem duttl-
ungar daganna fengju ekki haggaö.
„Eg fer í heilsurækt,” sagöi hún
stundarhátt, „þaö er nú akkúrat þaö
sem ég ætla aö gera. Áramótin eru svo
tilvalin til þess aö fitja upp á einhverju
nýju og nú skal ég taka til höndunum
og grenna mig svo um munar. Strax í
fyrramáliö ætla ég að byrja í heilsu-
rækt, lyftingar viö hæfi kvenna meö
ljósum og gufubööum. Þaö er víst ekk-
ert óhollt nema hvaö safinn fer svolitið
úr brjóstunum eftir því sem hún Rósa
Ingólfsdóttir segir en þau eru nú hvort
sem er óþarflega mikil.”
„Kaffi, kemur kaffiö eöa kemur þaö
ekki,” öskraöi Eiríkur.
„Svona gæskur, nú færðu kaffið þitt.
Viltu ekki lögg út í gæskur áöur en
skaupiðbyrjar?”
Og Eiríkur fékk sér viský út í kaffið.
Svo fékk hann sér kaffi út í viskíið og
að lokum var þaö bara viskí. En þá var
hann líka oröinn innilega glaöur og rak
Elínborgu sinni og krökkunum
rembingskossa og skellihló aö skaup-
inu þótt enginn annar sæi neitt fyndið í
því.
Á heilsuræktarstöðinni
— Já, þú hefur ákveöiö að skella þér
hingað á heilsuræktarstööina, Elín-
borg?
„Já, ég hugsaði meö mér að þaö
þýddi ekkert aö láta þetta dragast
mjög lengi, þá yröi bara ekkert úr
þessu. Þetta er í annað sinn sem ég
kem hérna. Eg var nú alveg dauðfeim-
in fyrst, sérstaklega innan um alla
þessa karlmenn en svo rjátlast f eimnin
af manni og þá finnst manni bara eðli-
legra að bæöi kynin séu hér að æfa.”
— Tekuröumikiöá?
„Nei, ekki finnst mér það. Þjálfarinn
bannaöi mér aö hamast mikiö alveg
svona í byrjun. Maöur á víst að byggja
sig upp, þolið og styrkinn, og þá getur
maöur f ærst meira í f ang. ”
— Hvemig er með tímann? Áttu
hægt meö aö sæk ja æfingarnar?
„Já, ég held það. Eg er búin á skrif-
stofunni um hálffimmleytið og þá tek
ég strætó beint hingaö. Eg æfi mig svo í
klukkustund eöa tæplega þaö og það
finnst mér alveg viöráöanlegt. Eg æfi
bara þrisvar í viku svo aö hina dagana
hef ég nógan tíma til þess aö fara í búö-
ir. En þetta er óskaplega spennandi og
það er allt miklu þægilegra hér en ég
haföi gert mér í hugariund og ég held
aö konur almennt ættu aö gefa sig meir
aðsvona heilsurækt en þær gera.”
— Nú er þaö oft svo, Elínborg, að
fólk byrjar af ansi miklum krafti en
guggnar svo og hættir aö mæta. Væri
þér sama þótt við hér í Dægradvölinni
fengjum aö fylgjast svolítið meö þér
framan af árinu?
„Þó það nú væri. Hvenær sem þiö
viljið. Eg býst við aö veröa hérna
mánudaga, miövikudaga og föstu-
daga. Blessaðir komiö þiö bara sjálfir
aö æfa héma, þiö hefðuð örugglega
bara gott af því!” sagöi Elínborg að
lokum og snaraöi upp lóöunum.
MAÐUR MEÐ
MARKMIÐ
Magnús Ásgeirsson er 35 ára tré-
smiöur, búsettur í Reykjavík og æfir
hjá Líkamsræktinni. Hann er maður
meö markmið, eins og sagt var um
annan Islending í eina tíö, því hann
tekur orðiö 75 kíló í bekkpressu og
stefnir nú miskunnarlaust á 100
kilóin. En hvað er svona sérstakt viö
aö taka 100 kíló í bekkpressu? Ekki
annaö en þaö aö þar skilur á milli
vaskra drengja og hraustra kari-
manna, eftir því sem gamalreyndur
lyftingamaður tjáöi mér fyrir langa
löngu. En þessi 25 kíló sem Magnús á
eftir ótekin í bekkpressunni veröa
ekki sótt nema með mikilli elju og
ástundun og trúlega má Magnús
hafa sig allan viö til aö ná þeim á
árinu þótt hann byrji þaö vel.
„Eg æfði 4 mánuöi í fyrravetur en
varö þá aö hætta vegna anna,” segir-
Magnús. „Svo byrjaöi ég aftur í
desember og það tekur aö ég held
nokkum veginn mánuö að ná upp
sínum fyrri styrkleika — hann dettur
niöur þegar maður leggur niöur
æfingarnar en þaö er ekki þar meö
sagt aö hann hverfi úrlíkamanum.”
— Láöur þér betur í heilsurækt-
inni?
„Ja, maöur öðlast almennt betri
líöan, nær úr sér vöövabólgum og
þess háttar óáran. Líkaminn styrkist
og þolið eykst og sumir segja aö þeir
eigi betra með svefn en ella. Eg er
dálítið á skíöum líka og margar
æfingar hér em til þess fallnar aö
styrkja fætuma fyrir skíöamennsk-
una.”
Magnús Ásgeirsson tekur á honum
stóra sínum. Mynd BH.