Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Qupperneq 36
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR — AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1983.
Alltísteik
íBorgar-
nesi
— tveggja skólabarna
varleitað
„Þetta hefur gengiö svona eins og
hjá hinum, allt í steik,” sagöi Þóröur
Sigurösson, lögreglumaöur í Borgar-
nesi, ígærkvöldi.
Sjúkrabíll sem var aö flytja
ófríska konu til Akraness lenti í erfíð-
leikum á leiöinni. Hann lagði af staö
milli kl. 10 og 11, við venjulegar aö-
stæður er þetta hálftíma akstur.
Fariö var aö óttast um hann um há-
degi og sendur veghefill á móti. 1
gærkvöldi heilsaðist konunni vel.
„Hún hætti bara viö þetta í bili,”
sagöi starfsmaöur Sjúkrahússins á
Akranesi.
Tveggja skólabarna var leitað í
Borgarnesi í gærdag þar sem þau
skiluðu sér ekki heim um hádegi eftir
aö skóli haföi verið felldur niður. Þau
fundust í húsum kunningja en gátu
ekki vegna símaleysis látiö vita af
sér. Símakerfið var óvirkt frá hádegi
fram til 15.30.
Annað bamanna hljóp úr skóla-
bílnum þegar hann fór út af veginum
í útjaöri bæjarins. Bíllinn haUaðist
mikiö og skelfing greip um sig í hon-
um. Barnsins var leitað á 3ju klukku-
stund. BíUinn komst hins vegar
hjálparlaust upp á veginn aftur.
JBH
Gjaldheimtan:
Lélegarheimtur
á almennum
sköttum
„Heimtur á almennum sköttum
hafa ekki verið jafngóöar eins og
síðastliöið ár,” sagöi Guömundur
Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri,
er hann var inntur eftir greiöslum til
Gjaldheimtunnar undanfariö.
„Almennt séö hefur innheimtan
gengiö verr en í fyrra en þó hefur
gengið mun betur að innheimta fast-
eignagjöld en almenna skatta,”
sagði Guömundur.
„Við höfum gert ráð fyrir að mun-
urinn í ár frá i fyrra geti orðið allt að
5%. Þaö er ekkert sérstakt sem
bendirtil aösvoveröiekki.”
Guðmundur sagðist ekki hafa
fengiö áreiöanlegar tölui um málið
ennþá og því treystist hann ekki til
aö gefa nánari upplýsingar aö svo
stöddu. -PÁ.
LOKI
En skyldu Guðmundur
G., Gunnar Tór og Vil-
mundur hafa rœtt sór-
framboð græningja?
Vinnuflokkar borgarinnar vinna nú að þvi að bjarga bílum verið var að fjarlægja bíla við gatnamót Höfðabakka og
sem fastir hafa setið. Þessimynd var tekin ímorgun þegar Stekkjarbakka. DV-myndEÓ.
Lenti i tógi og
missti fótinn
26 ára gamall Reykvíkingur missti
annan fótinn viö okkla er hann var að
hjálpa til viö aö iosa bíl úr skafli á
Bæjarhálsi á móts viö hús Osta- og
smjörsölunnar um klukkan eitt í
nótt.
Tildrög slyssins voru þau aö bíll
meö V-númeri sem var á leið inn í
borgina festist í skafli. Dodgejeppi
með X-númeri staðnæmdist og bauð
bílstjórinn aöstoö sína viö aö draga
V-bílinn úr skaflinum. Fjórir voru í
jeppanum.
Ákveöið var aö losa bílinn meö því
aö rykkja honum úr skaflinum.
Maðurinn sem slasaöist var einn
farþeganna í jeppanum. Haföi þaö
hlutverk aö tengja tógiö á milli bíl-
anna og gaf jafnframt merki um þaö
hvenærmætti draga.
Þegar búiö var aö gera um sjö
árangurslausar tilraunir var enn
reynt. Tengdi maöurinn á milli og
gaf merki um aö öllu væri óhætt. En
skyndilega sáu bílstjóramir hvar
hann kastaðist í loft upp. Er talið aö
lykkja hafi komið á tógiö og maður-
inn lent í því meö fyrrgreindum af-
leiðingum.
Illfært var á Bæjarhálsi þegar
slysið varö.
-JGH
Alvara færist í
rær líl igjal ra m iboð”
Umhverfisverndarsinnar eða svo-
nefndir græningjar eru enn að und-
irbúa f ramboö í komandi alþingiskosn-
ingum, en endanleg ákvöröun hefur
ekki verið tekin. Ákveðinn hópur
manna sem unnið hefur að undirbún-
ingi málsins hefur komið saman viku-
lega aö undanförnu og á þeim fundum
hefur mest veriö rætt um stefnuskrá
slíks framboös, ef til kæmi.
Aö sögn eins aðila í þessum hópi
hefur þess oröiö vart aö framboð um-
hverfisverndarsinna ætti mikinn
hljómgrunn meöal fólks. Taldi hann aö
ákvörðun um framboð yröi tekin í lok
þessa mánaðar og yrði undirbúnings-
hópurinn þá stækkaður.
„Okkur finnst ekki rétt aö gera
máliö opinbert fyrr en við getum lagt
fram stefnuskrá, sem gæti oröiö um-
ræðugrundvöllur fyrir markmiö þess-
ara samtaka. Annars viljum viö ekki
einblína á framboð. Viö leggjum
áherslu á aö til séu í landinu samtök
umhverfisverndarfólks sem séu yfir-
lýst pólitísk. Þaö eru fyrir ópólitísk
samtök eins og Landvemd og Náttúru-
verndarráö, sem ekki taka á þeim
stóru málum sem upp koma á sviöi
umhverfisvemdar,” sagöi viömælandi
DV.
ÓEF
Hraktist við
Þrengslaveg
Maöurinn sem fór úr rútu við mót
Þrengslavegar og Suöurlandsvegar
seinni partinn í gær og auglýst var
eftir í útvarpinu er kominn í leit-
irnar.
1 auglýsingunni var það fólk sem
kynni að vita af ferðum hans beðið að
gefa sig fram viö lögregluna. Mað-
urinn var með skíöi og ætlaði að fara
ílR-skálann.
Hann kom aö vegamótunum viö
Þrengslaveginn í gærkvöldi og þar
tók bílstjóri hann upp í og ók honum
til Reykjavíkur. Hann mun hafa
hrakist og var búinn að týna skíð-
unum.
-JGH.
TalogAnderson
gerðujafntefli
Mikhail Tal og Ulf Anderson
sömdu jafntefli eftir 20 leiki í þriöju
einvígisskák sinni í gærkvöldi og
þótti sú viðureign ekki sérlega
áhugaverð. Tal vann fyrstu skákina
og hefur því vinning yfir. Sigurveg-
arinn öðlast rétt til setu á vara-
mannabekk fyrir áskorendaeinvígin
sem framundan eru. Alls veröa skák-
imar sex og má því Ulf Anderson
láta til skarar skríöa ef ekki á ella aö
fara, en hann þykir afar varfærinn
skákmaöur og tekur sjaldan umtals-
veröa áhættu. -ASE/BH.
dv
Dreifing DV gekk mjög iUa i Mos-
fellssveit, Hraunbæ, Efra-Breiöholti
og Seljahverfi í gær. Einnig gekk
dreifing iHa í Fossvogsdal vegna
veöursins. Askrifendur eru beðnir
velviröingar á þessu. Vösk sveit
blaöburðarbamahefurgertsitt besta
og lætur ekki deigan síga.